Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.09.2011 at 19:46 #737025
Eitthvað kannast ég við þetta sem þú talar um.
Mín reynsla af viðskiptum við hann er svipuð.
1. Keypti 1 sett af xenon H9004 með háum og lágum geisla, annað ljósið datt stundum út, kostaði símtöl og tíma að finna út að einn spennirinn var ónýtur, fékk annan fljótlega eftir að þetta kom í ljós.2. Keipti 2 sett af Xenon H9005 og H9006 , hár og lár geisli.
Setti settin í bílinn og lendi svo næst þegar ég fer úr bænum í tómu tjóni með útvarpið, það var allt lóðað upp á nýtt, svo skipti ég því út, svo loftneti og ekkert lagaðist, þá kom í ljós og 85Þ kalli fátækari að þetta H9005 xenon drasl var að trufla móttökun a í útvarpinu (Lélegir spennar) hinir virðast vera betri., Guðmundur í Nesradio sagði að þetta kína xenon væri sífellt til vandræða, bíð eftir nýjum spennum fyrir H9005 settið sem eiga að vera betri frá Benna, eftir nokkur símtöl og imail sendingar og komið á aðra viku en engir spennar komnir.Svo datt H9006 settið út, fór að sprengja öryggið, sennilega ónýtur spennir og bíð eftir honum líka.
Annars hefur Benni verið rosalega góður að dásama þetta drasl og örfá sett af 7000þúsund settum sem hann hefur selt hefur hann fengið í hausinn aftur af eigin sögn.
Varðandi verð þá kostuðu síðustu settin hjá honum 22þ, ég pantaði svo sett af ebay fyrir H3 55w sem kostaði hinga komið ca 10Þ og það besta var að í pakkanum voru nákævmlega sömu spennarnir og perur og ég fékk hjá Benna á 22Þ
Verst að ég hef meir áhyggur af gleymsku eiginkonu hans, hún hefur 2x í mínu tilfelli gleymt pakka í aftursætinu í bílnum hjá sér sem hún átti að fara með á pósthús og ég beið og beið.
Annar getur vel verið að póstsamgöngur frá Akureyri sé svona djöfull slæmar að það sé betra að fá þetta þjónustað frá Kína.
Kv Gulli
11.08.2011 at 01:47 #735107Pottþétt brotinn gormur, getur verið vont að sjá það, hjá mér var hann brotinn efst uppi, þarf kannski að tjakka hann upp.
Það er svo flott fjöðrunin í þessum bílum að maður fer oft hraðar yfir og sérstaklega hraðahindranir en maður ætti að gera.
09.08.2011 at 02:28 #735021Góðar myndir hjá þér Maggi, þær ættu að vekja menn til umhugsunar næst þegar opnaður er baukur.
31.07.2011 at 01:22 #734441Þetta virðist vera flott ljós, mikil lýsing, batterýið endist kannski ekki nema eina til tvær klst á mesta ljósstyrk, því kannski ekki vitlaust að ná sér í auka battery og hleðslutæki, annars verðið á því kannski svipað og á öðru svona ljósi. Ef þú tekur þetta myndi ég taka í leiðinni 300Lm höfuðljós, mikil birta, ekkert sérstaklega vönduð ljós en hræ ódýr.
Þessi með þetta ljós sem þú ert með link á er með haug af sölum sem er jákvætt.
ÉG er með svona ljós http://cgi.ebay.com/1800-Lumens-SST-80- … 5194def6b7 og það er geðveik lýsing af því, hef líka séð lýsinguna af 500Lm og er hún mjög góð, þessi vasaljós með gömlu glóðarperunum eru orðin alveg úrelt og að verða óhætt að henda þeim.
Ég held að þú verðir ekki svikinn af svona ljósi, verð á svona svipuðu amerísku ljósi á Íslandi var ca 30Þ
27.06.2011 at 09:17 #732293[quote="thengillo":3dra0jlo]Búinn að laga vandamálið.
Málið var að stöngin sem kemur úr haldfanginu innanúr bíl tengist í lítinn öxul sem er fastur á milli boddýsins og millikassans. Öxullinn var laus úr festingunni við millikassan. Þar af leiðandi náði handfangið ekki að skipta eðlilega á milli drifa því stangirnar voru hálf lausar.
Takk fyrir svörin.
Kveðja
Þengill[/quote:3dra0jlo]Þetta gerðist líka hjá mér og ástæðan var ónýtur púði undir millikassanum eða sjáflskiptingunni.
14.05.2011 at 17:30 #730229Ég er með 95-100Psi hja mér á loftkútnum sem er tengdur inn á Ac dæluna og púðana.
Á læsingunum er sensorinn 70-100psi ef ég man rétt.
Svo er ég með lögn með loka á milli Ac kúts og Loftlæsingakúst til vara.
23.03.2011 at 16:30 #724148http://www.dv.is/consumer/2011/3/23/fib … ofralausn/
Ég sjálfur hef ekki trú á þessu, ef þetta væri svona sniðugt þá tel ég að allir bílaframleiðendur væru farnir í þetta.
18.02.2011 at 00:14 #719892Ég bara veit það að lýsingin hjá mér á 55w Xenon frá Benna er stórkostlega góð, þegar ég ek um og kveiki svo á stóru IPF kösturunum með venjulegum perum sé ég engan mun og enga þörf að aka með þá á langkeyrslu.
Skemmtilegast er þó að aka um sveitirnar á nóttunni með Xenonið í aðalljósunum og sjá ljósin kvikna á sveitabæjunum þegar sveitavargurinn heldur að það sé kominn dagur vegna hinnar frábæru birtu af Xenon.
Núna nota ég Gulu IPF bara til að lýsa rétt framfyrir bílinn í snjóblindu og kemur það mjög vel út.
18.01.2011 at 13:30 #716660Þetta er ekki flókið þjónusta og rekstur ríkisins er rekinn af skatttekjun, ef tekjurnar eru ekki nægar safnar Ríkissjóður skuldum sem verður að borga síðar, núvernadi ástand er vegna drulluhalaháttar og græðgi fyrri Ríkisstjórna, en það jákæða er að þessi ríkisstjórn hefur gert meira af því að sækja skatta til hátekjufólks og moldríkra en þekkst hefur og það er jákvætt.
11.12.2010 at 19:02 #713214Eini gallinn við rockauto.com/ er að ef þú ert með stóra pöntun þá getur hún komið frá nokkrum aðilum í fleiri en einni sendingu, Svo er spurning um að þeir geti tekið þetta saman fyrir þig og sent heim, ég hef látið senda á félaga minn sem er oft úti og hann kemur með þetta heim fyrir mig.
Svo á car-parts þá er hægt að fá notaða öxla á góðu verði ef þeir fást ekki hér heima notaðir eða mjög dýrir nýjir.
11.12.2010 at 14:12 #713210Þekki ekki þessa síðu sem þú vísar í en þessi hér er djöfull góð, þau verð sem ég hef borið saman eru allavega ekki hærri en á ebay. http://rockauto.com/ Það er víst slatti af svona síðum sem eru eins uppbyggðar og þessi.
Takið eftir verðum á oxigen sensorum og kertum og berið saman við hér heima já ásamt öllu hinu.
Bakksensor í bílinn hjá mér kostaði ca 30usd þarna og 19.000kr hér heima.Svo er þessi snild, þetta er síða sem er tengd flestum partasölum í USA. http://car-part.com/
Þessi er víst ágæt fyrir Ford. http://broncograveyard.com/
Kv. Gulli
03.12.2010 at 21:41 #712554Ísfell Hafnarfirði, þeir ættu líka að vita hvað hann á að vera sver fyrir þig.
15.11.2010 at 08:36 #701732Þetta er allavega sá afsláttur sem ég fæ, eins og ég segi þá sótti ég um viðskiptakort Skeljungs, þá hlýtur það að vera að gefa betri afslátt en dælulykill.
En með viðskiptakortinu sé ég ekki endalegan afslátt fyrr en ég fæ sent heim yfirlit síðasta mánaðar, en hann er á þessu róli 12krónur.
14.11.2010 at 20:48 #701728Var að fá yfirlit frá Skeljung fyrir október, er með viðskiptakort þeirra í gegnum f4x4.
Dæling Kænan (Orkan) í Hafnarfirði 26 okt 63,65L verð þá á Lítra 196,30 samt 13.095kr.
Svo á yfirlitinu frá þeim er afsláttur á þessa dælingu 800kr sem gerir þá 184,30kr á líter.
Þetta þá 11,99kr afsláttur á líter hjá Orkunni.
Já svo fer dæling októbers á visa í nóvember og greiðist í byrjun des.Já SKÁL FYRIR SKELJUNG OG ORKUNNI.
11.11.2010 at 19:37 #709794Skoðaðu þessa síðu, verðinn eru ekki betri á Ebay.
Ótrúleg verð á kertum og oxigen sensorum og bara öllu miðað við hér heima.
Það er víst til slatti af svona síðum með svipaða uppsetningu og gera það sama.
Gangi þér vel.
26.10.2010 at 22:26 #707862Var að vinna í þessu, Chevrolett dælan er ekki tilí N1 en fæst á Ljónsstöðum á 18-20Þ ef ég man rétt, tók minni dælu í Fjallabílum á ca 11þ stk Hún er tengd beint á rofan án relys þar sem rofinn þolir þann straum sem dælan tekur.
Er Með timer á rofanum í öðrum bíl hjá mér, dælir alltaf í 6-7min ca 12Lítrum og þá stoppar dælan, sniðugt system.
21.10.2010 at 16:03 #707436Ég þurfti að fara í 16 tommu felgu úr 15 tommum.
Hafðu samband við N1 hjólbarðaverkstæðinn um stærðir og verð en hugsa að stykkið kosti ca 100þ kall
15.10.2010 at 09:21 #706542Takk fyrir þetta hef samband við hann.
14.10.2010 at 21:11 #213381Vantar að láta hjólastilla á 41″ hvar mæla menn með verkstæði sem ræður við þessa dekkjastærð.
01.10.2010 at 21:57 #704586Væri ekki hissa ef Athyglissjúki Sýslumaðurinn mæti með sektarblokkina á svæðið en þá er bara að gera honum lífið leitt.
Gsm samband gat verið gloppótt frá þórisvatni og að Versölum, þaðan og að áfangastað er nokkuð gott GSM samband.
Kemst því miður alls ekki en frábært framtak.
-
AuthorReplies