Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.07.2005 at 20:03 #524714
Takk fyrir þetta Bæring.
Ég ætla einmitt að prófa skópið svona öfugt, eins og þú hefur það og kemur þar til bæði eðlisfræðin eins og hún snýr við mér og reynsla annarra af þessu hitavandamáli.
Ég er búinn að skoða hjá þeim báðum, Á.G mótorsport og Tómstundarhúsinu, en ekki fundið ennþá þá særð sem ég er að leita að.
Nú er verið að ganga frá í vélarhúsinu. Rafmagn, kælikerfi, brettakantar og púst eru næstu aðgerðir. Það er alveg ótrúlegt hvað það er endalaust af hlutum sem þarf að leysa, þegar allt er "búið". Frágangurinn er bæði tímafrekur og alltaf koma þar inn kostnaðarliðir, eins og maður svo sem vissi, en reiknar samt einhvern veginn ekki með í dæmið. En við vorum búnir að afgreiða þetta með kostnaðinn og hvort þetta borgar sig. Fjöllin eru bara farin að kalla og það má merkja smá óþolinmæði í raddblænum.
Mig langar, ef til vill ekki strax, en fljótlega að taka teppið úr honum og sjóða góðann dúk í gólfið. Það verður mikið betra loft í bílnum og auðveldara að þrífa. Verð bara að velja bæði lit og tegund eða áferð sem gerir bílinn ekki kuldalegann og hráann. Hefur einhver reynslu og vitneskju um slíkt?
11.07.2005 at 10:15 #524822Var að skipta um hásingar hjá mér og hef því til sölu Patrol hásingar undan 44" breyttum Patrol. Í þeim eru hlutföll sem passa fyrir 44". Ég er ekki alveg klár á því hvað þau eru, en mér finnst líklegt að þetta séu ca 5:42
11.07.2005 at 10:02 #524704Ég er að leita að nógu breiðu húddskópi til að setja á patrolinn. Stærðin þarf að vera 67 cm á breidd og 43 cm á lengd (fram – aftur) og snúa aftur. Ég held ég verði að gera tilraun með þetta. Ég hef einnig látið mér detta í hug að setja stokk efst á hvalbakinn, sem tekur inn heitt loftið fyrir miðju vélarhúsi og blæs því út um stúta á sitt hvoru bretti alveg við hurðar. Alls konar aðrar hugdettur, en til að byrja með held ég að ég prófi skópið.
07.07.2005 at 22:59 #524700Nú er svo komið að vélin er að fara í bílinn og næsta vika fer í frágang og að ljúka öllum aragrúanum af smáatriðum sem fylgir svonalöguðu. Þá eru það brettakantar og málning. Búinn að bæta við 3 myndum í seríuna.
07.07.2005 at 22:33 #524698Takk fyrir þetta Theodór. Er þetta mikil og tímafrek aðgerð að setja þetta Shift Kit í skiptinguna? Geri ráð fyrir því að þetta sé aðgerð á skiptingunni sjálfri og því þurfi Ljónsstaðabræður að fá hana í hendur. Er orðinn dálítið naumur á tíma og gæti þurft að gera þetta seinna. Skil ég það rétt á lýsingunni að það fari í raun ver með skiptinguna að overlappa í uppskiptingunni og Shift Kittið lengi því líftíma skiptingarinnar? Hvernig hegðar hann sér hjá þér í uppskiptingum? Er skiptingin snögg, eða rykkjótt?
Varðandi Intercoolerinn, þá hafði ég hugsað mér að setja hann fyrir framan vatnskassann. Ég tel mig verða að koma heitu lofti út úr vélarhlífinni á einhvern hátt, heitt loft leitar upp og þessi staður, ofan á húddinu næst framrúðu, er líklegastur til árangurs. Þetta er þó umhugsunarefni, með móðumyndun og ísingu. Datt í hug tálkn utan á brettin, en það er bara ekkert eftir af þeim.
06.07.2005 at 23:08 #524692Skiptingin er sú sem fylgdi vélinni, 4L80 fjögurra þrepa. Sterk og traust skipting, ertu sammála því Theodór?
Kælikerfið er í smíðum og verður væntanlega fullnægjandi. Er að skoða það að setja helmingi stærra scope á húddið en er á patrol original, og snúa því aftur. Fá þannig trekkinn í gegn um vélarsalinn og upp á framrúðu. Það sem ég er að velta fyrir mér er, hvort aukinn hávaði fylgi þessarri aðgerð. Hafa menn álit á því? Lemur hávaðinn frá vélinni á framrúðunni og gerir þetta allt óbærilegt?
Nýr tímagír er í vélinni (ekki keðja).
Ég vil þakka öllum hrós, ráðleggingar og góðar óskir. Það er alltaf gott að fá slíkt, sérstaklega frá mönnum í sportinu, sem vita hvað þeir eru að tala um.
Kveðja
Guðjón
06.07.2005 at 00:53 #524682Hafið þið séð myndasafnið á 4x4OffRoads.com undir Truck Pictures?
06.07.2005 at 00:03 #524680"Svekktur" var að pæla í kostnaði. Það borgar sig alls ekki. Þ.e. að pæla í kostnaði. Kostnaðurinn við þessar breytingar teljum við ekki í hundruðum þúsunda, heldur í milljónum (ekki einni, ekki tveimur, ekki þremur, ekki fj……….). Þetta borgar sig ekki. En peningar eru hættulegir og það er nauðsynlegt að losa sig við þá sem skjótast. Helst áður en maður eignast þá, því þá lærir maður aldrei að elska þá. Ég er óforbetranlegur ættjarðarsinni, ekki haldinn neinum kynþáttarfordómum, en þó óendanlega þakklátur fyrir að vera Íslendingur… og hvað er íslenskara en SúperJeppi. Því meira SÚPER, því íslenskara. Ég bjó í 8 ár í Ameríku og það leið varla sá dagur, að ég hugsaði ekki til minna uppáhalds staða á íslenska hálendinu. Ég ók um á hvítum Scout II, á 40" Mudderum á árunum 1986 (ca) til 1990, en þá fluttist ég út. Stundirnar sem ég átti á Scout (sem var minn fyrsti bíll og ég breytti með aðstoð Steina Króks á Rauðarárstígnum), á hálendinu eru mér enn dýrmætar. Þá ferðuðumst við Jói Ingimars (söngvari og fl.), báðir á Bandarískum landbúnaðartækjum (Scout) með vini okkar innanborðs (hina almennu íslensku bensínborgara) og urðum varanlega óhæfir til langdvala í þéttbýli. Enn í dag eigum við báðir breytta Jeppa og hvort þetta borgar sig, … nei, nema þú elskir Ísland, fjöllin, árnar, jöklana, hverina, auðnirnar, sandana, hnaunbreiðurnar, neongrænan mýrarmosann, gljúfrin, fossana, ægifagra alhvíta snjóbreiðu, ….
Kveðja
Guðjón
05.07.2005 at 23:04 #524676Sælir félagar!
Afsakið hvað staðið hefur á svörum frá mér. Það er bara alltaf eitthvað sem tefur.Fyrst svar til Bjarka.
Ef ég ætlaði í öflugra en Dana 60, þá yrði það sterkara en 70. Ef eitthvað fer í 60, þá yrðu það hlutir sem hægt er að skipta út fyrir sterkari. Elvar Ægisson (Renniverkstæði Ægis) hefur gott svar við þessu og á auðveldar með að rökræða smáatriðin. Skora hér með á hann að tjá sig.
Fékk báðar hásingarnar hjá Rudolf hjá Krók og á eftir að tala við hann um það hvort við viljum opinbera verðið, sem ég held að hafi verið bara "gott fyrir báða".Þá er hér svar við spurningum Þóris "Tudda" Rúnarssonar.
Aðal galdurinn held ég að sé túrbínan. Ég er búinn að láta taka vélina rækilega í gegn og þar munar (hvað aflið snertir) mest um stimpla með lægri þjöppu. Við það verður túrbínan látin blása meiru og hestöflunum fjölgar. Einnig er olíuverkið það sama og þeir nota í bátavélarnar, sem skila um og yfir 300 hestum.
Hvað hlutföll varðar, þá eru hásingar 5:86, Millikassi 2:1, og Skriðgír 2,71:1.Kveðja Guðjón
03.07.2005 at 14:07 #524658Sælir félagar!
Það gleður mig að þið sýnið þessum 49" breytingum mínum áhuga. Fyrst svo er, langar mig að upplýsa ykkur um nokkur leyndarmál varðandi þessar aðgerðir.
Eina leiðin til að gera bifreiðina löglega á götunum (sem skiptir mig máli) þá varð niðurstaðan sú að hann verður skráður sem Shevrolet, en vél, hásingar, gírkassi, partur úr grind, o.fl. er einmitt fengið úr slíku farartæki. Sú bifreið hefur nefninlega burðargetu og leyfilega eigin þyngd, sem nauðsynleg er fyrir dæmið, ef ég á að geta tekið 6 farþega áfram. Patrol boddíið gerir þetta áfram Patrol í mínum huga, því ég held um stýrið á, sit í og horfi út um rúðurnar á Patrol, sem er gott því mér finnst Patrol flottur bíll. Ekki fullkominn, en flottur og því fullkomnum við bara verkið sem framleiðendur kláruðu ekki. En á það ekki bara við um alla jeppa (og eigendur þeirra) Þarf að vinna í þeim svo þeir verði nothæfir.
Kveðja
Guðjón
-
AuthorReplies