Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.05.2008 at 22:54 #202409
Góða kvöldið
Mig vantar að láta umfelga fyrir mig einu mudder dekki. Hvaða dekkjaverkstæði eru menn helst að fara til (helst þar sem að vinna menn með viti en ekki einhverjir pappakassar sem ekkert geta eða kunna)?
Takk takk.
04.05.2008 at 01:21 #622116Það er eitt verkstæði á smiðjuvegi sem ég verð að mæla með eftir stórgóða þjónustu þegar jimny skiptingin mín grillaðist, ég man því miður ekki nafnið en þetta er hinu megin við götu hjá Geira Gullfingur. Það er eldri maður sem heitir Pétur og er hinn mesti snillingur.
Bætt við eftirá: Þetta heitir [url=http://bifreidastilling.ehf.is/:1gajvqzt]Bifreiðastilling[/url:1gajvqzt]
30.04.2008 at 12:25 #621864Ekki það að ég nái öllu því sem stendur í póstinum þínum en mér sýnist að þú sért að skrifa á opin vef að þú hafir verið að keyra í umferðinni á númerslausum bíl og laugst að lögreglunni. Vel gert hjá þér!
Sama hvað öllum hérna finnst um lögregluna, þá kunna þeir flestir á tölvur og eru læsir.
25.04.2008 at 19:27 #621106Upp, upp mín sál og allt mitt geð,
upp mitt hjarta og rómur með,
hugur og tunga hjálpi til,
massa kerru ég minnast vil.
13.04.2008 at 13:09 #620378[img:198fnl48]http://www.visir.is/apps/pbcsi.dll/bilde?Site=XZ&Date=20080413&Category=FRETTIR01&ArtNo=986986838&Ref=AR&NoBorder[/img:198fnl48]
12.04.2008 at 22:47 #620374Það er reyndar satt að það er algjör pína að búa til rútur inní nRoute (nR) en ég hef alltaf bara gert það þannig að ég er með bæði MapSource (MS) og nR opið, bý til rútuna í og svo er hægt að gera copy á hana í MS og gera paste inní "Saved Routes [F5]" gluggan í nR.
Þá a.m.k. losnar maður við það að vista þetta og opna aftur. Ég hef samt aldrei aðmennilega skilið af hverju þetta er ekki bara eitt forrit.
12.04.2008 at 20:10 #620364Ég var að enda við að prófa að hlaða inn kortunum frá Hnit fyrir garmin inní Fugawi og ég verð að segja að ég er ekki hrifinn. Bæði er þetta ekki alveg að dansa (einhver galli – gæti verið stillingaatriði, finn það samt ekki ennþá) og svo er þetta alveg mikið hægvirkara en bara orginal garmin forritin.
Hvað er það sem þú sérð í Fugawi sem er betra en Mapsource/nRoute?
Ég get sent þér mynd af því hvernig garmin kortin líta út ef þú vilt.
10.04.2008 at 19:15 #620052#1 – Einhvern af þessum 38" Benz jeppum sem eru til. Allavega eitthvað eintak sem er ekki að detta í sundur af ryði.
.
#2 – Rauða 70 krúserinn sem stendur stundum fyrir utan stál&stansa. (á einhver info um þann bíl? ég sá hann spóla yfir ljós.. svakalegt hljóð)
.
#3 – Toyota LC90 á 44". Lang flottast væri að vera með 5 eins LC90 eða LC120, helst eins á litinn nema á 44", 38", 35", 33" og óbreyttan. Ég veit um tvo menn sem eiga sitthvorn LC90, alveg eins á litin nema bara annan 35" og hinn 38".
.
Þetta eru allavega mínar hugmyndir og eitthvað sem ég myndi skoða.
04.04.2008 at 10:35 #619206Er ekki allt í lagi að láta vita af því ef fólk leggur einsog fá******? Maður bara spyr sig…
03.04.2008 at 13:28 #618984[img:bapnvjtw]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6051/50190.jpg[/img:bapnvjtw]
[img:bapnvjtw]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6051/50191.jpg[/img:bapnvjtw]
01.04.2008 at 15:44 #618806Var útá Austurvelli fyrir 10mín – það er búið að strengja gula borða utanum Alþingishúsið og fjórir prúðbúnir lögregluþjónar standa á snakkinu.
21.03.2008 at 12:02 #617882Núna er olíuverð dottið niðrí það sem það var í byrjun mánaðarins. Ekki er ég að sjá bensínstöðvarnar lækka það í samanburði við það. Olíutunnan er kominn niðrí $101.85 þegar þetta er skrifað sem er næstum því sama og í byrjun mánaðarins. Mest fór hún í þessum mánuði uppí $111.72. Hér er næstum því 10% verðmunur. Ég myndi vilja sjá allavega 5% eða meira á útsöluverði hérna eftir þessar hækkannir.
Fyrir þá sem vilja skoða gröf af þessari þróun:
[url=http://www.livecharts.co.uk/MarketCharts/crude.php:2ev4dpbw]livecharts.co.uk[/url:2ev4dpbw]
Mér finnst að það ætti að skylda olíufélögin til að birta út verðskrá um hvernig þeir reikna út lítraverðin og hvaða álögur fara þarna ofaná. Bara alveg einsog að tannlæknar þurfi að gefa út verðskrá.
Mér finnst einnig líka skrýtið hvað olíufélögin eru miklir "business-menn" þegar þeir eru að veita nauðsynlega þjónustu fyrir stóran hluta þjóðarinnar líkt og bara sjúkrahús og heilsugæsla.
19.03.2008 at 11:52 #618032Hvað setja menn marga lítra af tvígengisolíu ef þeir eru að blanda 1/3 á móti 2/3 útí dísel?
28.02.2008 at 17:15 #615470Menn skulu líka passa sig að það sé nógu góð jörð, margir hafa klikkað á því.
26.02.2008 at 01:58 #615322Var að fylgast með því um daginn þegar það var verið að skipta um hjólalegur á 38" Trooper. Eigandinn keypti hjólalegurnar bara hjá IH, mig minnir endilega að hann hafi sagt að þær væru billegastar þar.
25.02.2008 at 19:07 #615298Ég veit ekki hvort að þetta eigi heima hérna en mér datt í hug þegar ég las þetta að ég á ennþá sjálfskiptitölvu úr Jimny sem er frá þeim tíma þegar maður böglaðist útum allt á þessari dós sem maður átti. Frekar dýr varahlutur og það var ekkert hægt að fá lánað til að prófa hvort að þetta væri það sem var bilað. Þetta er allavega gagnslaust fyrir mig í dag og hægt að fá þetta fyrir lítið sem ekkert ef einhver á bilaðan sjálfskiptan jimny.
19.02.2008 at 12:49 #614506Ég vill ekki vera að breyta um umræðuefni en langaði að athuga fyrst að Einar minntist á "Hveravallaskreppur spilaði upp á Eiríksjökul vorið 1994" hvort að það væri til ferðasaga einhver staðar á riti á vefnum og hugsanlega myndir frá þessari ferð?
15.02.2008 at 13:46 #614074Ég á 98 árgerð af stuttum með 2.5TD vélinni. Er á 33" á sumrin og 35" á veturna. Ég efast um að það sé búið að skipta um hlutföll í bílnum mínum.
.
Hinsvegar hugsa ég að þessi bíll sé ókeyrandi á minni dekkjum en 33".
.
90km/klst = 5. gír + 2800~2900rpm á 33"
90km/klst = 5. gír + 2500rpm á 35"
.
Ég væri ánægðastur ef ég gæti verið á 90km/klst í 5. gír í svona 2000rpm.
12.02.2008 at 17:54 #613942Úr hávamálum:
.
Vits er þörf
þeim er víða ratar.
Dælt er heima hvað.
Að augabragði verður
sá er ekki kann
og með snotrum situr.
.Úr jeppamálum:
.
Peninga er þörf
þeim er víða ratar.
Dælt er á heima stöð.
Að augabragði verður
sá er eyðslugrannur
og í Pajeró situr.
08.02.2008 at 13:40 #613236Ég er svolítið forvitinn að vita hvernig þessir kubbar fara að því að auka afköstin, eru þeir að auka boostið eða skrúfa upp olíuverkið aðeins? Styttir þetta ekki líftíma vélarinnar?
Þetta hefur alltaf virkað á mig svolítið einsog Herbalife fyrir bíla.
-
AuthorReplies