Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.10.2008 at 20:38 #203003
Jæja, þá er snjórinn farinn að fjalla til jarðar í borginni ásamt genginu á íslensku krónunni. En við þurfum víst ennþá að kaupa á okkur og bílana og því langar mig að fá að heyra í þeim sem hafa verið að versla sér 35″ dekk undanfarið hvað hefur verið fyrir valinu (hvort eru þau negld/míkróskorin) og hvað þið hafið þurft að blæða mörgum bleðlum fyrir þau.
Mig langar rosalega að kaupa mér GoodYear Wrangler MT-R.
30.09.2008 at 18:30 #630196+1 við póstinn frá Dolla.
28.09.2008 at 23:28 #629930Fyrir þá sem eru með dýrari týpurnar af bílum sem hafa búnað til að kveikja ljós í mælaborði þegar pera er sprungin þá þurfa þeir að bæta við viðnámi á lagnirnar í perurnar ef þeir eru að setja þetta t.d. í staðinn fyrir stöðuljósaperur. (Minna viðnám í gegnum LED peru en hefðbundna perur).
12.09.2008 at 11:55 #629212Ég er nú enginn vélfræðingur en kann nú svona basic hugmyndafræðinga á bakvið hvernig díselvél virkar. Ég get hinsvegar ómögulega skilið af hverju nokkrar blöðkur sem fá loftið til að snúast eigi að skila því að túrbínan komi fyrr inn og hestaflafjöldin að aukast að sama skapi. Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér? Ég get hinsvegar skilið að kaupa svona fyrir nokkra þúsundkalla gefi einhverja ímyndunarhestöfl.
29.08.2008 at 14:34 #202844Getur einhver snillingurinn frætt mig um það hvað ég þarf stóran intercooler fyrir 1kz-te úr LC90?
25.08.2008 at 00:00 #628060Lella: það er bara víst skráð úr hvaða átt sendingin kemur og sirka hversu langt frá. Það er ekki mjög nákvæmt en það er skráð.
24.08.2008 at 23:37 #628056Hann Haffi hér að ofan kemur með góðan punkt sem þið ættuð að pressa á lögregluna að skoða.
.
Símafyrirtækin geta komið frá sér lista yfir ÖLL símtæki sem tengdust við ákveðna símstöð á ákveðnu tímabili úr einhverri átt.
11.08.2008 at 09:14 #626966Það er ekki góð hugmynd að setja inverterinn í húddið, einmitt útaf raka og hita. Það getur ekki verið það lítið pláss inní bílnum að það sé ekki hægt að finna góðan stað fyrir inverter.
09.08.2008 at 19:38 #627004Það er einmitt hægt að nota GPSGate til að gera þetta en það kostar peninga ($$$) og spurning hvort að það sé til eitthvað svipað sem gerir það sama nema kostar ekkert.
08.08.2008 at 16:41 #626994Eins og Úlfurinn bendir á, þá var þetta í eldri útgáfum af MapSource en ég er 90% viss um að það er ekki hægt að fá "skipið" inní mapsource… amk ekki í rauntíma.
.
Hinsvegar hef ég þurft að gera eitt í ferð og það var bara útaf þeirri einföldu ástæðu að það gleymdist að setja nRoute í vélina áður en við lögðum af stað. Þú getur sótt trackið úr tækinu og hlaðið því upp í MS en það hefur auðvitað sína vankosti einsog t.d. að vera ekki í rauntíma og vera frekar þreytandi…
.
Úlfr: Tékkaðu á forriti sem heitir GPSGate sem breytir á milli strauma on-the-fly og getur multiplexað merki og ég veit ekki hvað… hef notað þetta með góðum árangri til að multiplexa straumi frá garmin tæki í einn garmin straum og einn nmea straum. Veit að SAR-link hjá Landsbjörgu notar þetta líka.
08.08.2008 at 13:46 #626986Það er því miður ekki hægt að nota MapSource til að trakka -> þú verður að sækja þér forrit sem heitir nRoute og fæst á garmin.com
06.08.2008 at 12:00 #626864[img:371g75m1]http://www.ego.is/Media/slideshow/big/6f8c14378beee4e1.jpg[/img:371g75m1]
06.08.2008 at 10:53 #626860Menn mega líka aðeins pæla í því hverjir eru að ríða [b:3uju5g0u]feitasta hestinum[/b:3uju5g0u] frá borði núna – er það ekki einmitt atlantsolía?
.
Þeir komu með svaka loforð þegar þeir byrjuðu til að vinna kúnna og þegar á botnin er hvolft þá enduðu þeir bara einsog hin félögin nema að þeir eru með mikið minni yfirbyggingu (færri starfsmenn, minni þjónustu) þannig að fleiri krónur detta í hagnað hjá þeim en öðrum félögum.
31.07.2008 at 12:56 #626584Kannski svolítið asnalegt að spyrja en þar sem að það er ekki búið að koma fram – ertu búinn að blása úr (skipta um) loftsíu og skipta um hráolíusíu?
27.07.2008 at 20:56 #626478Það er eitt sem að ég hef tekið vel eftir í sumar er hversu lélegir menn eru í því að mæta öðrum bílum á malarvegum. Sumir hafa enga tilfinningu hvað bílinn þeirra er breiður og geta oftast farið mikið lengra útí kant.
.
Svo eru það rútubílstjórafávitarnir sem hæga ekkert á sér með tilheyrandi grjótkasti. Ég mætti rútu á leiðinni inní Þórsmörk snemma í sumar og þegar ég sá hana koma á móti mér á 70+ þá blikkaði ég hana til að fá til að hægja á sér. Allt kom fyrir ekki og hann straujaði framhjá mér á þvílíkri ferð. Alger fáviti.
.
Það sér mikið á bílnum mín eftir þetta. Ef einhver veit hvaða fyrirtæki er að keyra inní mörk um helgar á bláum rútum, þá má hinn sami svara þessum þræði.
18.07.2008 at 22:47 #202687Góða kvöldið
.
Mig langaði að athuga hvort að einhverjir vissu hvar ég fæ perustæði til að setja í afturljós billegra en í Bílanaust?
.
Kv, einnsemeraðdeyjaúrpjattiogvillhafabakkljósiðbáðumegin
05.06.2008 at 18:37 #624102Þú ert að hugsa um gamla bílinn hans Tryggva. Hann er með heimasíðu á [url=http://trigger.is:13neuqzs]trigger.is[/url:13neuqzs].
02.06.2008 at 19:31 #623258Kv, Guðni Þór Björgvinsson
gudnithor -at- gmail.com
10.05.2008 at 03:09 #622662Mér finnst alveg [b:38zg9zfk]ROSALEGA[/b:38zg9zfk] gaman að lesa og skoða myndir af "gömlu tímunum", það mætti alveg endilega rata meira af þessu hingað inn.
Og í guðanna bænum, straumur, geturðu ekki bara hringt í Kalla, Bubba og ég veit ekki hverja í staðinn fyrir að vera að dreifa einhverjum ((lélegum)) einkahúmor yfir alla þræðina hérna.
Kv, Guðni semlangaraðlesameiraumgamlaunimogtrukka og minnaaftilgangslausublaðri
06.05.2008 at 23:56 #622530Ég þakka góð svör.
-
AuthorReplies