Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.10.2009 at 14:03 #661312
Af hverju K&N síu? Ertu búinn að auka við túrbínu þrýsting þannig að vélin þurfi aukið loftflæði eða er þetta bara kúlið að hafa ekki orginal síu?:)
Ég bara spyr.
24.09.2009 at 12:35 #658654Það er engin ein tegund af dekkjum best fyrir einhvern ákveðin bíl. Allar dekkjategundirnar hafa sína kosti og galla. Þú verður að verður bara að lesa þér til um og heyra í þeim sem hafa verið að keyra á ákveðinni tegund dekkja. Þú verður líka að fá þér dekk eftir því hvernig þú keyrir, t.d. ef þú keyrir 99% á malbiki, þá færðu þér bara AT405 og nýtur þagnarinnar.
23.09.2009 at 09:12 #658498Hvernig getur þetta vanist? Á þessu korti er einn km frá vestur til austurs tvöfalt lengri en einn km frá suður til norðurs?
Þetta er glatað.
17.09.2009 at 14:42 #657690Jú, auðvitað er það nóg, þetta fer bara eftir sérvisku hvers og eins. Takkarnir sem ég er með í takkaborðinu mínu fást bara í ON/OFF en ekki svona þriggja stöðu.
17.09.2009 at 10:59 #657686Strákar, strákar, strákar.
Þið eruð að horfa framhjá auðveldustu og jafnframt langbestu lausninni.
Þið eigið að vera með takka til að kveikja á kösturunum. Svo eigiði að vera með annað takka (takka sem hefur þrjár stöður, ON1, ON2 og OFF). Í þennan takka eru stöðugur + tengdur og svo háu ljósin. Úrtakið úr þessu takka notiði svo í hinn takkann.
Þá getiði alltaf valið hvort að kastarinn kveiki bara á sér á takkanum eða komi á með háuljósunum.
08.09.2009 at 11:47 #656530Ég er svona gott sem búinn að smíða eitt kerfi í Hiluxinn hjá mér.
Vírarnir eru keyptir af rafvirkjafyrirtæki, skór á víranna eru keyptir í heildsölu (hver borgar 15kr fyrir stykkið af þessu í n1?), relay og öryggjabox eru keypt í n1, takkar eru keyptir í íhlutum.
Ég er með 16q vír frá geymi sem er lóðaður inná öryggjabox sem er með 10 útgöngum. Þetta svona þjónar sirka sama tilgangi og þetta fuse block sem þú bendir á nema ódýrara og sennilega örlítið sterkara.
Skil ekki alveg spurninguna um hvaða strauma menn hafa verið að taka inná rafkerfið. Kerfið sjálft er keyrt áfram bara beint af geyminum. Stýrisstraumanna geturðu svo tekið úr hinu og þessu, t.d. að taka stýrisstraum inná kastaranna úr háu ljósunum.
01.09.2009 at 12:51 #655896Hvar eruði að fá kortin í Ozi? Er hægt að nota sömu kort og í Nobeltec í Ozi?
18.08.2009 at 17:12 #654466Míkróskera, ekki spurning. Mýkir dekkin og gefur betra grip í hálku. Sumir segja að þetta minnki hitann og þar af leiðandi endist dekkin meira. Ef þú ert mikið að keyra á malarvegum þá myndi ég ekki láta míkróskera alveg ystu kubbana, það vill brotna leiðinlega mikið uppúr þeim á malarvegum ef þeir eru míkróskornir, það er allavega mín reynsla.
Kv, Guðni Þór
13.08.2009 at 12:28 #653934Jörð er oft tekin bara útí bodýið og þá ríður á að bodýið sjálft sé vel jarðtengt.
06.08.2009 at 14:17 #653346Síðan hvenær var það eitthvað sjálfgefið að það sé sama verð á olíu allstaðar á landinu?
Er þetta ekki spurning um að reyna að vera sjálfbjarga með olíu og planleggja ferðalögin aðeins frammí tímann?
30.07.2009 at 14:23 #652734[quote="UnnarM":qb4gzvet]Ég veit það eitt að 12 tonna trukkur á minna en ekkert erindi út í sandbotna á.:-)[/quote:qb4gzvet]
12 tonna farartæki á bara ekkert heima á hálendismalarvegunum okkar, þeir þola það ekkert, sama með rútuumferð, þetta er að drepa alla vegi. Hvaðan koma þvottabrettin á fjölförnustu vegunum? Þessum vegum er raðnauðgað á sumrin af umferð sem á bara heima á malbikinu.
26.07.2009 at 23:12 #652332[quote="steinifr":2c85krf4]Sæll Júnni
Þú finnur trak af flæðunum hérna [url:2c85krf4]http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=132415[/url:2c85krf4]
Kveðja
Steini[/quote:2c85krf4]Þetta track fer ekki yfir flæðurnar, Gæsavatnaleið skiptist í tvennt þegar komið er niður af Urðarhálsi, annar vegurinn fer eiginlega í norður og sleppur við mest allar flæðurnar. Hinn er í norð-austur og er beint yfir flæðurnar. Sá vegur ef veg má kalla er mikið skemmtilegri, sérstaklega þegar maður er einn á ferð:) Það á nú ekki að þurfa track yfir hann, það eru stikur hér og þar á leiðinni en best er að finna sér sína eigin leið í svona síbreytilegu umhverfi og vera ekki að treysta á track eða för eftir bara einhvern.
Að því sögðu þá er góður endir á Gæsavatnaleið að skoða Svartárbotna sem eru alveg magnað fyrirbrigði (suðaustur af Dyngjuvatni).
Kv, Guðni Þór
25.06.2009 at 23:04 #204902Góðan daginn,
Er ég sá eini sem lætur það pirra sig að í nýjustu útgáfunum af MapSource þá eru öll kortin teygð á þvervegin? Ég veit að þetta er útaf kortavörpuninni en ég trúi ekki að garmin hafi farið að breyta um kortavörpum bara sísvona án þess að leyfa manni að velja hvora maður vill.
[attachment=0:1gzgggep]garmin_teygt.jpg[/attachment:1gzgggep]
Ég sendi með mynd af punkti á Langjökli sem er með 2km proximity hring í kringum sig, þ.e.a.s. hringurinn er alltaf í 2km fjarlægð frá punktinum. Skemmtilegri hegðun væri að fá hring sem er… tja, já hringur en ekki eitthvað eggjalaga… fyrirbrigði.Er ég nokkuð sá eini sem lætur þetta fara í taugarnar á sér?
24.06.2009 at 23:10 #650408Sjálfskiptur eða beinskiptur?
Og væntanlega kominn með hlutföll í samræmi við dekkjastærð?
18.06.2009 at 20:12 #649816Það er kreppa strákar, hvað með að kaupa einhver ódýr hérna heima fyrir venjulegar perur og mixa díóður í. Ekki mikið mál. Díóðurnar fáiði hjá kallinum með slaufuna í Íhlutum, Skipholti.
11.06.2009 at 21:18 #649156Þakka þér
11.06.2009 at 21:04 #204607Það var fyrirtæki sem var að auglýsa hérna vinstra megin á síðunni í mest allt vor. Þeir voru að auglýsa plastkassa til að nota undir farangur og dót og þegar maður fór inná síðunna þeirra þá var mynd af skottinu á LC120 með nokkrum svona kössum fullum af dóti og meðal annars búið að hengja teygjuspotta fallega yfir allt til að undirstrika dótastuðullinn í þessu.
Man einhver hvað þetta fyrirtæki heitir?
09.06.2009 at 22:05 #648762Það er söknuður að gömlu síðunni, var ekki jafn dýrt að koma aðmennilegum gagnagrunni bakvið gömlu síðuna og laga performance vandamál í henni og að henda saman joomla og phpbb?
Menn gera sér vonandi grein fyrir því að það er búið að kollvarpa þekktu viðmóti fyrir haug af notendum sem eru ekki mjög tölvuvanir. Ofaná það þá er búið að brjóta alla linka á f4x4 (gamall spjallþráður sem er kannski með link á ítarefni í öðrum spjallþræði virkar ekki lengur). Og þá væntanlega búið að skemma allt tenglasafnið sem ég var búinn að koma mér upp með áhugaverðum þráðum og myndasöfnum ónýtt.
Sorry, það er örugglega leiðinlegt að heyra þetta fyrir þá sem eru búnir að vera að eyða tíma sínum í þennan vef en eins og það var nú margt vont við gamla vefinn, þá er þessi á margan hátt svo mikið, mikið verri. Hefði til dæmis ekki verið hægt að endurskrifa bakendan á bakvið gömlu síðunni í nokkrum hlutum og náð með því að laga það sem mönnum fannst að gamla vefnum og náð betri performance.
En nóg af tuði, mig langaði bara að koma þessum punkti með að brjóta viðmótið og linkanna út.
04.06.2009 at 09:44 #648034Þú þarft enga snúru fyrir þetta enda er það bara skítamix.
Náðu þér í forrit sem heitir [url=http://gpsgate.com/:3b05259v]gpsgate[/url:3b05259v] og það "multiplexar" merkið frá gps tækinu á eins marga útganga þú vilt, meðal annars com útganga.
Ég er að nota gps gate til að geta notað Garmin 60CS tæki við nRoute, Visit og fleiri forrit í einu.
02.06.2009 at 13:22 #204457Hefur einhver eða veit einhver um myndir af fortjaldi við pallinn á Hilux?
Kv, Guðnisemætlaraðbúaápallinumísumar
-
AuthorReplies