Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.05.2014 at 22:13 #768348
Hef í boði sumargeymslu fyrir vetrardótið, snjósleða, snjósleðakerrur og svo framvegis. Geymslutími fram til 15. september í nýlegu iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Húsnæðið er með öryggiskerfi og er upphitað með gólfhita. Verð fyrir geymslu er kr. 5000 per fermeter, mesta lengd x breidd. Best er að hafa samband í tölvupósti, gunnlaugurs@simnet.is
11.04.2010 at 23:04 #689848Sæll Heiðar já það er slæmt ef fjaran verður eyðilögð áður en flæðir að, alveg eins og hraunið er nú eyðilagt áður en það náði að storkna!
Ég óttast að þróunin hér verði í sömu átt og hjá frændum okkar Norðmönnum þar sem allt er bannað nema það sem er sérstaklega leyft.
Ég bjó í 5 ár í Noregi og er mjög minnistætt mál sem þar kom upp. Sumarbústaðaeigandi nokkur sem átti Patrol og var með vegslóða í gegnum skóginn að bústaðnum leyfði sér einu sinna að keyra að vetri til eftir óruddum veginum. Lögreglan sá eftir hann förinn og kærði hann fyrir utanvegarakstur og krafðist þess að Patrolinn yrði gerður upptækur. Þeirra rök voru að þar sem vegurinn var óruddur einkavegur þá væri hann ósnortinn náttúra þó svo að undir snjónum lægi malarborinn vegur. Hefði hann haft snjóruðningstönn framan á bílnum hefði aksturinn væntanlega verið leyfilegur. Sem betur fer leyfði dómurinn heilbrigðri skynsemi að komast að og maðurinn var sýknaður.
11.04.2010 at 22:32 #689844Hárrétt hjá Snorra, ég játa mig sekan um að nota ekki rétt orðfæri. Í mínum huga er utanvegaakstur akstur sem veldur tjóni á náttúru, akstur sem ekki skilur eftir sig nein ummerki er ekki utanvegaakstur samkvæmt mínum skilningi, jafnvel þó hann sé utan merktra vega. Sömuleiðis vil ég líta á akstur sem eyðileggur vegslóða, t.d. að vori í mikilli aurbleytu sem veldur því að skurðir myndast sem vatn getur svo náð að stækka útfyrir vegi, sem "utanvegarakstur" þó á merktum vegslóða sé.
Slæmt að umræðan sé gengisfellt á þennan hátt. Minnir mig á fjölmiðlafárið í kringum gæsluþyrluna sem nappaði menn á vegslóða innan við Hagavatnsskálann fyrir nokkrum árum. Veit ekki betur en þeir menn hafi verið sýknaðir enda allur málatilbúnaður með einsdæmum. Eftir það mál misstu yfirvöld allan trúverðugleika hjá mér að minnsta kosti.
11.04.2010 at 18:25 #689834Það versta við svona umræðu og upphrópanir eins og í tenglsum við ferð tveggja AT dekkja upp í hraunkannt á vegum Top Gear er að þetta eyðileggur virðingu fyrir umræðu um utanvegaakstur sem vissulega er vandamál víða. Þar eiga jeppar, breyttir og óbreyttir, fjórhjól og mótorhjól sína sök hver. Einnig finnst mér umræða um hópferðir hestamanna um gróin svæði gleymast alveg hjá Umhverfisstofnun. Get varla ímyndað mér að þessi tvö dekk hafi skilið meiri ummerki eftir sig í hraunkantinum heldur en á malbikinu á þjóðvegi 1.
Í ljósi þess að lögreglan á Hvolsvelli á sjálfsagt að rannsaka þessa "glæpsamlegu" hegðun þá er spurning hvort þeir kæri ekki einnig sjálfa sig fyrir utanvegaakstur? Í sjónvarpsfréttum fyrir helgi var mynd af lögreglu Landcruiser við hnúfubakshræ í fjörunni einhvers staðar undir Eyjafjöllum, sá ekki betur en að það væru ljót för í sandfjörunni eftir lögregluna. Þó ég hafi skilning á að lögregla, sjúkralið, slökkvilið, björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar geti þurft að keyra utan vega við sérstakar aðstæður þá er mér frámunað að skilja hvaða almannahætta hafi verið af þessu hvalhræi sem var búið að liggja þarna frá gosbyrjun?
18.08.2006 at 17:43 #557958Er með 2001 LC90 common rail vél, er á 38 tommum, sjálfskiptur. Hef verið að mæla hann í sumar, í langkeyrslu á um 80-90km hraða var hann að eyða 11,3-11,7l/100km, 28 pund í dekkjum. Ef keyrt er hraðar eykst eyðsla talsvert, 12-14l, hef þó ekki mælt það nákvæmlega. Hef heldur ekki mælt hann innanbæjar eingöngu, verið í svona rúmum 13l í blönduðum akstri. Í sumarfríinu í fyrra var hann að eyða um 0,5l meira á hundraði, ég tók skíðabogana af í vor, það hlýtur að skýra mun.
15.06.2005 at 14:24 #524104Getur Stóra Laxá ekki verið farartálmi fyrir minni bíla, keyrði þetta sl haust, reyndar eftir tölverðar haustrigningar, þá vatnaði vel yfir 38 tommur á vestasta vaðinu.
-
AuthorReplies