Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.07.2013 at 22:13 #766747
Sæll Gísli og takk fyrir þetta
Ertu þá að tala um að nota fóðringu í stað legunnar í swinghjólinu?
06.07.2013 at 17:24 #226280Daginn. Erum að taka í gegn lítinn ferðabíl fyrir gamla manninn. Eftir vélaupptekt þegar skella átti mótornum í, með nýrri kúplingu og tilheyrandi, þá kemur í ljós skemmd í öxlinum sem kúplingsdiskurinn fer upp á. Gamla legan, sem situr í swinghjólinu, hefur verið alveg handónýt og komin skemmd á öxulinn þar sem hann gengur í gegnum leguna í swinghjólinu. Öxullinn á að vera 17 mm, en þar sem hann situr í legunni er hann kominn í 16,5 mm. Mér var bent á að nota kjörnara, setja eitthvað undir öxulinn sem heldur við hann og reyna að dunka á öxulinn með kjörnaranum, til að ýfa upp yfirborðið á honum (snúa síðan öxlinum 180 gráður og gera það sama). Það er lítið pláss í kúplingshúsinu til að gera þetta að einhverju viti sýnist mér.
Eru menn með einhverja lausn á svona vandamáli, án þess að þurfa rífa kassan í spað, taka öxulinn úr eða skipta honum út? Las eitthvað um „reduction bushings“ á netinu, en hér er bara rétt um 0,5 mm rýmd að ræða.
Uppástungur gott fólk til að leysa málið?
19.04.2013 at 19:51 #765457Sæll Davíð,
Er einmitt bara að leita að stimpilboltunum. Er að sameina tvo Hyundai D4BF mótora í einn, smá slag í þessum boltum og vill skipta boltunum og fóðringunum út. Þarf að kaupa stimplana í umboðinu til að fá stimpilboltana.
Hvað viltu fá fyrir kjallarann? Veistu hvað mótorinn er keyrður og hvað fór í mótornum?
Er búinn að tékka á mælingunum og stimpilboltarnir eiga að passa á milli eins og flest annað.
18.04.2013 at 20:21 #225960Kvöldið, langar að heyra hvort einhver hafi notað einhverja varahluti úr 2.5 l, 4d56 vélinni í D4BF eða öfuggt? Er þá að hugsa um t.d. stimpla, stimplabolta og stangir?
Samanburðartafla á milli Mitsubishi og Hyundai er t.d. hér: http://www.hyundaiengine.co.kr/engine_repowering/mateching_table.php, og sömu mál á þessum hlutum sbr. cataloga frá framleiðendum.
Kveðja góð
Geir
16.12.2012 at 12:13 #759687Jæja við keyptum settið sem var til sölu á 4Crawer, sjá hér:
http://www.4crawler.com/4×4/ForSale/Ima … ount03.jpg
Slapp fyrir um 30 þkr. til landsins, passar flott, þ.a. þetta er gott mál.
26.10.2012 at 12:51 #75967926.10.2012 at 11:49 #759677Sælir félagar.
Hjá Toyota kosta allar boddýfestingarnar (10 stk) um 120.000 kr. Finnst það nú full mikil fjárfesting.
Hjá N1 eru til ýmsir púðar sem mætti notast við.
Ég talaði við náunga í versluninni hjá Stál og Stönsum og sagði hann að þessum gúmmípúðum væri oft sleppt í breytingum.
Ég er einmitt smeykur við, eins og Bazzi talar um, að fara kaupa gúmmípúða á netinu sem síðan passa ekki. Hef séð auglýsta púða fyrst og fremst í fyrstu 4Runner bílana (gen 1) en ekki í gen 2.
25.10.2012 at 10:29 #759671Sælir
Skil þig. Gúmmípúðarnir hjá okkur eru ónýtir, en sjálfar festingar (járn eyrun í grindinni, sem púðarnir leggjast í) eru heilar. Ég er því meira að spá gúmmípúðunum (kom ekki skýrt fram hjá mér í fyrri tölvupósti). Það er, hvort menn séu að verða sér út um nýja gúmmípúða til að nota eða sleppa þeir gúmmípúðunum og nota bara upphækkunarklossana.
Á netinu virðist vera hægt að verða sér út um gúmmípúðasett í kringum 100 $. Ég hafði ýmindað mér að púðanir gæfu einangrun vegna titrings og dempun, upp á litlar hreyfingar að gera. Upphækkunarklossarnir gefa lítið eftir.
Hvað segja svo menn, er æskilegt að verða sér út um gúmmípúðana eða láta upphækkunarklossana duga?
23.10.2012 at 18:58 #224728Daginn. Við félagarnir erum með ’91 4Runner 38″ breyttur (10 cm boddý hækkun) sem við höfum notað sem ferðabíl. Kagginn er búinn að standa sl. 2 ár. Við ákváðum að taka bílinn í gegn og vorum að ljúka við að sandblása grindina. Boddýfestingarnar í grindinni eru búnar, flestar hverjar. Okkur langar að heyra hvernig menn hafa leyst þetta, því þær eru nú ekki ókeypis ef maður ætlar að kaupa þær?
Kveðja
Hlunkarnir á bensín háknum
19.09.2012 at 17:44 #756753Hjólalegurnar eru í lagi og rétt hersla á þeim.
19.09.2012 at 17:44 #756751Sælir
Ástæðan fyrir að skipta um diskana var sú, að diskurinn að framan – farþegameginn, klofnaði hreinlega í tvennt!! Þ.e. hann klofnaði þar sem kælirifflurnar eru. Því þurfti að skipta um þann disk.
Félagi minn, sem á bílinn, sagði að það hefði verið kominn víbringur í bílinn sem hafði magnast hægt og bítandi. Hann vildi því láta yfirfara allar bremsurnar. Ákvaða að skipta um báðu megin að framan diska og klossa. Vasarnir eru ágætlega djúpir og því ákvað hann að taka allt að aftan líka.
Eftir þessa aðgerð er víbringurinn ennþá. Hann fór með bílinn á verkstæði í síðustu viku, en þeir fundu ekkert út úr þessu. Hann þurfti því að panta tíma aftur síðar til nánari skoðunar.
29.08.2012 at 22:17 #756745Takk fyrir þetta.
Stimplarnir eru alveg lausir og liðugir sem og færslu pinnarnir, sem við smurðum upp á nýtt.
Leitin heldur áfram
19.08.2012 at 09:25 #224141Daginn. Var að aðstoða félaga minn við að setja nýja bremsudiska og klossa í Skoda Octavia TDI 2007. Bíllinn rétt keyrður 55.000 km. Það var kominn víbringur í bremsur, sem fannst bæði í stýri og bremsu pedalanum.
Eftir þetta hefur víbringurinn minnkað en ekki farið. Maður finnur hann t.d. greinilega ennþá þegar maður situr í farþegasætinu, þegar bremsað er. Finnst almennt ekki ef bremsað er mjög laust.Handbremsan vinnur beint á dælunar að aftan og inn á bremsuklossana (ekki borðar í skálinni á disknum). Þegar tekið er í handbremsuna á ferð, þá bremsar hann fínt og enginn víbringur. Myndi því ætla að þetta væri að framan.
Bíllinn er ný skoðaður og því myndi maður ætla að hlutir eins og stýrisendar og legur væru í lagi, auk þess sem bíllinn er lítið keyrður. Þó rak ég augun í að innri öxulhosan bílstjóramegin er farin í tvennt. Annað hvort ekki sést í skoðun, því bíllinn er nýskoðaður, eða gerst eftir skoðun.
Tókum allt í sundur aftur og yfirfórum, allt laust og liðugt og hreint (milli disks og hjólastells, dælur, bracket fyrir dælur).
Eru menn með hugmyndir hvað hér er á ferðinni? Diskarnir og klossarnir sem við settum í er aftermarket hlutir, en keyptir í umboðinu. Hafa menn lent í því að nýjir diskar séu að valda víbringi? Ég tók á báðum framöxlum, fyrst að hosan var farin í sundur bílstjóra megin, og er ekki frá því að það hafi verið smá meiri hreyfing fram og aftur á þeim öxli en farþegamegin. Er mögulegt, að ef komið er slit í liðinn á öxlinum að það geti skilað sér þegar bremsað er (og ekki áttak á drifbúnaði út í hjól) sem víbringur? Hef sjálfur aldrei lent í því, þó að liðir hafi verið handónýtir.
Ætlum að fara betur yfir stýrisbúnað, skoða dekk og felgur, fjöðrun, hersla á legum og felguboltum á næstunni.
Væri fínt að heyra hvort þið hafið lent í sambærilegu og hvar vandinn lá. Mér finnst eins og ég sé að lenda oftar í svona víbrings vandamálum heldur en fyrir 15 – 20 árum. Þá virtist allt getað verið meira minna í skralli, án víbrings, svei mér þá.
Kveðja
GÞG
08.01.2010 at 13:00 #209669Daginn,
Er einhver hérna sem hefur tekið slíkan mótor úr og er eitthvað „sérstakt“ sem ber að varast? Allar ábendingar velþegnar. Kveðja.GÞG
12.04.2008 at 19:14 #619744Sæll vertu. Lenti í því nákvæmlega sama með 4Runner, skrifaði þráð um það hér. Það var búið að skipta um throttle body, þræði, kveikjulok, hamar, ýmsa sensora þmt. púst sensorinn, en allt kom fyrir ekki. Skipti um dæluna og bíllinn gengið eins og klukka síðan.
19.02.2008 at 14:57 #592706Vildi bara láta menn vita hver lausnin á þessu var. Skipti um bensíntankinn í bílnum. Það var nokkur spansgræna á pluginu ofan á dæluna. Bíllinn virkar fínt eftir þetta.
21.06.2007 at 01:54 #592680Myndi byrja á að tékka hvað er orginal þykktin í grindinni. Gætir þykktarmælt hana ca. fyrir miðju og notað þá þykkt. Reynir minna á grindina fyrir aftan hjól, þ.s. vindan kemur mest fram við miðju á henni. Myndi sjálfur bara smíða þetta úr prófílum, ef þú hefur aðstöðu og tækifæri til.
21.06.2007 at 01:43 #200446Sælir félagar. Er með 4Runner ’91 sem ég keypti fyrir stuttu, bíll sem var breytt af Toyotu á sínum tíma og bara nokkuð gott eintak. Er í bölvuðum vandræðum með ganginn í honum. Þetta lýsir sér ca. svona. Bíllinn virkar fínt á stundum, góð vinnsla (miðað við 4Runner) en síðan missir hann allt afl. Nær ekki að halda snúning, þ.a. maður þarf að setja í neutral (N – er sjálfskiptur) til að ná upp snúning og smella aftur í drive, til að skila sér heim. Það er helvíti mikil bensín stybba út úr pústinu.
Það voru error kóðar í tölvunni varðandi air flow meter þegar ég fékk bílinn. Skipti um allt draslið að soggreininni, sem breytti engu um ganginn en villukóðarnir duttu út. Skipti um fremsta stykkið á soggreininni, með spjaldlokanum. Eftir það gekk bíllinn svona 98% af tímanum fínt og þegar eitthvað „prump“ kom í ganginn, gaf ég honum inn og allt í lagi. Eftir þetta var farið á bílnum á Akureyri og gekk það fínt. Gangurinn er samt ekki eins og á að vera. Var bent á að hreinsa fremsta hlutann af soggreininni, með spjaldlokanum og gerði það í kvöld. Eftir á virkar bíllinn ekki baun. Ég setti bílinn í gang eftir þessa aðgerð, gekk fínt í um 3 – 4 mínútur og síðan byrjaði að draga niður í honum (snúningurinn féll). Venjulega þegar ég hef prófað þetta áður, að láta bílinn ganga lausa ganginn, þá hefur hann á endanum drepið á sér eftir 3 – 4 mín. Í kvöld lækkaði snúningurinn niður í um 400 – 500 RPM, gekk þannig í 1 – 2 mínútur, en skyndilega hrökk upp í eðlilegan lausagang.
Það voru settar flækjur í bílinn stuttu áður en ég fékk hann og er búið að blinda fyrir EGR afgas hita sensorinn (vinstrameginn á vélinni horft framan frá, tengist inn á soggrein og afgasgrein), sem mér hefur verið sagt af nokkrum að eigi að vera í lagi (hvernig sem það má nú vera). Það er annar loki sem tengist orginal inn á afgasgreinina í þessum bílum, sem er tengdur á flækjurnar (heitir víst PAIR REED VALVE).
Er búinn að vera að drösla mér í gegnum Toyota manualinn til að leita að hvar vandamálið liggur, en er einfaldlega kominn að í þrot vegna takmarkaðrar þekkingar í bílamálum. Sýnist meira minna allt vera fullt af sensorum í þessum bíl (16 ára gamall!), þar sem vandamálið gæti legið.
Bensíndælan og sían virðast í lagi. Grunar að hér sé eitthvað loft – bensín vandamál á ferðinni, miðað við hvað bensín stybban er mikil af bílnum.
Væri þakklátur ef einhver skyldi hafa lennt í svipuðu eða með góðar hugmyndir.
GÞG
21.03.2007 at 21:42 #199975Rakst á þetta á netinu. Flottur manual, margt þarna sem á líka við 4Runner, kannski ekki allt. Tékkið á þessu:
http://personal.utulsa.edu/~nathan-buchanan/93fsm/
09.03.2007 at 10:32 #199873Sælt veri fólkið.
Getur einhver upplýst mig um hvort menn hafi notað LC 80 gorma (framan / aftan) í 4Runner ´91 að aftan. Búinn að heyra alveg ótrúlega margar útgáfur af þessu, þ.a. áreiðanlegar upplýsingar óskast. Blað skilur bakka og egg.
-
AuthorReplies