Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.02.2015 at 20:51 #776655
Þetta vandamál er loksins leyst. Þetta reyndist vera skynjarinn fyrir inngjöfina (acceleration sensor / throttle position sensor), sem var að gefa rugl merki. Prófaði að skipta honum út og bíllinn keyrir bara flott.
25.01.2015 at 19:42 #776303Ja og athuga með loft á eldsneytiskerfinu.
25.01.2015 at 19:40 #776302Fannstu eitthvað út úr þessu?
Búinn að athuga hvort olía er að skila sér upp á spíssa og skipta um eldsneytissíu? Sjálfsagt ágætt að byrja þar.
04.01.2015 at 23:54 #775958Sæll vertu og takk fyrir þetta, já ég hef heyrt af síu sem eigi að vera í banjó boltanum þar sem olían kemur inn á olíuverkið. En þar er enga síu að finna hjá mér.
Hef kraflað mig í gegnum manualinn fyrir olíuverkið og sé að það er talað um tvær síur í olíuverkinu, án þess þó að þær séu sýndar á myndum eða hvað þurfi nákvæmlega að rífa til að nálgast þær. Hef því látið það kjurt liggja, í bili.
Prófa að leita að þessu sem þú bendir á. Bestur þakkir.
Kveðja góð
Geir Þór
04.01.2015 at 22:27 #775954Þetta olíuverk er <span style=“text-decoration: underline;“>væntanlega</span> að finna í Gallopher og Pajero og etv. einhverju öðru.
04.01.2015 at 22:20 #775953Kvöldið,
Ég er að eiga við 2.5 l, dísel túrbó mótor, D4BF í Hyundai Starex árg. 1999, sem er víst Hyundai framleiðslaf af 4d56 Mitusbishi mótornum. Mótorinn sjálfur er ný upptekinn.
Mótorinn gengur flottan lausa gang, ekkert vandamál þar. Þegar ekið er af stað þá byrjar bílinn fljótlega að hiksta og eina leiðin til að ná honum út úr því, er að botna drusluna. Við það hikar bíllinn í 1 – 2 sek áður en hann þeysist af stað. Meðan mótorinn er að bæta við sig í snúningi á (pedallinn í botni!!), þá finnur maður mun minna fyrir hikstinu, en um leið og slegið er af og ekið á jöfnum hraða, þá kemur hikstinn aftur. Á meiri snúningi finnst minna fyrir þessu, en þetta er með öllu óþolandi og bíllinn í raun ókeyranlegur. Þetta er olíuverkið sem um ræðir:
http://diesel-injectors.co.uk/wp-content/uploads/2014/07/mitsu-pajero-elec-fuel-pump2.jpg
http://diesel-injectors.co.uk/wp-content/uploads/2014/07/mitsu-pajero-elec-fuel-pump.jpg
Stökum sinnum frá því í sumar (kannski 6-8 skipti) hefur kviknað „check engine“ ljós í mælaborði í akstri og bílinn verður mjög kraftlaus, fellur sennilegast í eitthvað „safe mode“, en með því að slá af inngjöfinni þá fer ljósið og bíllinn verður eins og áður í akstri.
Það er búið að fara yfir allt sem getur tengst lofti í eldsneyti, fram að sjálfu olíuverkinu (tankur, pikup, leiðslur og samtengingar, síuhús). Mér finnst alltaf vera loft á eldsneytiskerfinu, því þegar bíllinn hefur staðið í nokkra daga, þá þarf ég að pumpa 5 – 10 sinnum á handdælunni á síuhúsinu, til að ná upp olíu. Getur það talist eðlilegt?
Það finnst lítið um þetta á netinu, þegar googlað er eftir Hyundai Starex, enda munu þeir bílar ekki hafa verið seldir í Evrópu eða Ameríku. Googli maður hins vegar Mitsubishi, 4d56 og í þá áttina kemur urmull af þráðum sem tengjast gangvandamálum, sem líkjast að einhverju leyti því sem ég er að eiga við. Hins vegar er alltaf frekar óljóst hvaða olíuverk er í þessum bílum, en mér skilst að nokkrar gerðir af olíuverkum hafi t.d. verið í Pajero og Delicu með 4d56 milli 1990 og 2000.
Er búinn að prófa að loka fyrir EGR lokann, sem breytti engu. Búinn að yfirfara alla leiðslur úr tanki og fram að dælu; tengja beint inn á olíuverk, með olíu í brúsa (framhjá tank, leiðslum, síuhúsi); búinn að setja einstefnu loka aftur við tank. Ekkert af þessu breytti neinu.
Ég yfirfór öll rafmagnsplögg fyrir stuttu og vacum leiðslur og þá var bíllinn einkennalaus í 3 daga. Þetta fannst mér gefa til kynna rafmagns / vacum vandamál, en síðan er alltaf þetta blessaða loft á eldsneytiskerfinu eins og áður sagði. Þá kemur upp hvort olíuverkið sjálft sé að sjúga inn loft á kerfið, en ég hef mikið séð skrifað um „front pump seal“ á olíuverkum í Pajero, sem virðist algengt vandamál, en sýnist þá helst um annað olíuverk að ræða.
Er búinn að vera mæla viðnámið á rafmagnsplöggum á olíuverkinu, eins og mælt er fyrir í manualnum frá Hyundai og er ekki að fá að öllu leyti það sem þar er gefið upp.
Hef ekki tekið eftir neinum óeðlilegum lit á afgasinu (s.s.vsvart, blá litað, hvítt).
Hafa menn lent í einhverju svipuðu og eru þá með skýringu á hvað þurfti á lagfæringu að halda, já eða einhverjar hugmyndir til að vinna með.
Kveðja góð
Geir Þór
03.07.2014 at 11:59 #769828s. 8223280, ef einhver vill og getur reddað einn, tveir og bingó!
03.07.2014 at 11:59 #769827Sælir félagar, erum að leggja lokahönd á strumpa strætó (Starex) sem gamli maðurinn ætlar að ferðast á í sumar (ef sumar skyldi kalla). Þarf að láta skipta út múffu í pústinu – gleymdist, en vonlaust að komast á pústverkstæði (margra daga bið, þar sem ég hef hringt). Er einhver sem gæti reddað þessu fyrir mig, gegn sanngjörnu gjaldi í dag eða kvöld? Þarf að fara með kaggann í skoðun á morgun, þar sem hann hefur ekki verið á númerum í um 2 ár. Eða á maður kannski bara að troða múffunni á og festa bara með hosuklemmum (verður varla þétt þannig)????
Kveðja góð
Geir Þór
05.04.2014 at 11:58 #456296Ég finn bara 10 talna DOT númer, en það hlýtur eitthvað að vanta í það. Síðustu 4 tölurnar eru sem dæmi 1228, sem ætti þá að þýða 12 vika, 2028. Einnig finn ég 1218, sem ætti að þýða 12 vika 2018!! Það hlýtur því að vanta eitthvað í þessar talna runur.
05.04.2014 at 09:58 #456294Jú passar, það er nákvæmlega eins hinum megin á dekkinu. 2 dekk af 4 eru svona, en samt eru þetta dekk sem eru ekki mikið slitin að mínu viti (7 – 8 mm eftir). Er þetta mögulega slit eftir að heypt heftur verið út eða…
04.04.2014 at 22:40 #456116Sælir, var að versla notuð 31″ dekk, BF Goodrich, All Terrain T/A. Eru lítið notuð að sjá og jafn slitin, um 7 – 8 mm eftir af munstrinu. 2 dekkin virðast vera með sprungu allan hringinn í munstrinu, utarlega (sjá mynd). Hvað er hér á ferðinni, er ekkert inni í þessum dekkja málum?
Viðhengi:
27.03.2014 at 16:50 #454640Daginn, var að spá hvort þið vissuð hvort hægt væri að leigja eins fasa Mig suðuvél? Er ekki hægt í Byko, tæki.is, Húsasmiðjunni, hmmmm
04.03.2014 at 22:08 #453638Takk fyrir þetta.
Hvar gæti maður leigt sér eins fasa mig suðu, vitið þið? Ekki til í BYKO, engar upplýsingar á Bauhaus (skilst að þeir leigi)
04.03.2014 at 22:06 #453637Neibb ekki búinn að tékka á renniverkstæði – hugsa að ég græji þetta sjálfur, nenni varla að fara af felga, drösla þessu út í bæ, sækja, dekkja verkstæði, hmmm
03.03.2014 at 15:17 #453601….þ.e., center borið þarf að stækka úr 100 í 105 mm
03.03.2014 at 15:16 #453600Sæll Trausti, hef einmitt heyrt að menn hafa gert þetta sjálfir þegar hefur þurft að fræsa lítið og hef verið með það í huga. Sýnist þetta vera um 5 mmm sem ég þarf að taka, hmmm. Þurftir þú að láta balancera dekkin eftir á, eða var þetta bara í gúdí?
02.03.2014 at 20:47 #453583Tékka á því.
Neibb, þetta er Starex, sem er verið að græja sem ferðabíl fyrir pabba gamla.
02.03.2014 at 17:15 #453573Daginn, var að spá hvar maður gæti látið renna úr felgum til að stækka miðju gatið (center bore)? Einhverjar hugmyndir um hvað slíkt kostar? Er með flottar felgur sem ég vil nota, með réttri gatadeilingu, en það þarf að renna aðeins úr þeim.
Kveðja góð
21.02.2014 at 02:27 #452727Kvöldið, var að velta því fyrir mér hvaða efni menn myndu nota í ryðbætingu á styrktarprófílunum sem spanna alla lengd bílsins, í grindarlausum bílum? Það er um 70 cm kafli að aftan öðrum megin, sem er alveg í döðlum, þ.e. neðri helmingurinn á prófílnum. Það er líkt og hann hafi ryðgað innan frá. Mér mælist að þessi prófíll sé úr 2.5 mm þykku efni, en hann er óskemmdur að öllu leyti nema þarna. Hann lítur reyndar bara nokkuð vel út á þessari mynd, miðað við hvað blasti við þegar ég opnaði inn í hann.
Viðhengi:
15.09.2013 at 23:16 #226539Kvöldið gott fólk. Var að spá hvar fólk er að láta geyma bíla fyrir sig? Er með jeppasem er notaður fyrst og fremst í ferðalög á sumrin og veiðiferðir. Er með verkefni í gangi í vetur með pabba gamla og get ekki látið kaggann standa inni fyrir vikið og vil því koma honum í geymslu, enda nýlega búið að taka kaggann allan í gegn.
Allar upplýsingar vel þegnar
Kveðja góð
GÞG
-
AuthorReplies