Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.07.2006 at 17:04 #556744
Nú þekki ég ekki nógu vel til millikassa, en ætti ekki að vera frekar einfalt að laga gamla kassann? Einhver hérna á spjallinu hlýtur að hafa lent í svipuðu?
EE.
25.07.2006 at 17:00 #556722…takk fyrir ábendinguna – ég skoða þetta.
EE.
24.07.2006 at 22:26 #556718Takk takk, og takk fyrir alla aðstoðina við að koma þessu saman.
Jú, eigum við ekki að kíkja á Thomsen bílinn fljótlega… þú átt nú samt varla nein símanúmer í kringum hann 😉kv.
Einar Elí
21.07.2006 at 12:35 #556642Alveg hiklaust.
Er líka utan af landi og varð býsna þjófhræddur þegar ég flutti í bæinn. Ekki að ástæðulausu heldur.
Vinnufélagi minn bjó á Spáni í nokkur ár og þar var til siðs að skilja bílana eftir ólæsta og geyma engin verðmæti í þeim. Ef einhver vildi endilega brjótast inn í þá var að minnsta kosti óþarfi að skemma bílinn í leiðinni.
Þegar hún flutti aftur til Íslands hélt hún þessum sið áfram og skildi bílinn eftir ólæstan. Einn morguninn kom hún út og sá að það var búið að stela geisladiskunum hennar úr bílnum. Það versta var samt að þjófurinn hafði ekki gáð að því hvort bíllinn væri læstur og mölvaði bílstjórarúðuna til að komast inn.
EE.
18.07.2006 at 23:10 #556582Muffin – það eru góðar fréttir. Ég hef reyndar ekki átt beint erindi við þá sjálfur í tvö eða þrjú ár þannig að það er vel mögulegt að breyting hafi orðið á.
EE.
18.07.2006 at 18:53 #556574Verð reyndar að taka undir með MHN með umboðin – þau geta skipt mjög miklu máli og mín reynsla af þeim er eins og svart og hvítt, Toyotu í vil.
EE.
18.07.2006 at 01:27 #556564… þó ég haldi að nafni hafi hitt naglann á höfuðið þá mundi ég nú frekar hallast að Patrolnum miðað við þessa árgerð. Ég veit reyndar ekki hvaða árgerðir af Pattanum hafa mest verið að stríða fólki (vélin altso) en þeir krúserar sem ég hef prófað með þessu boddíi voru langt frá því að heilla mig.
Í sem stystu máli fannst mér þeir hreinlega ekki nógu vel smíðaðir fyrir peninginn.
En það er líka til fullt af fólki sem er á öðru máli. Ef ég væri í þínum sporum mundi ég bara velja þann sem þér finnst betra að keyra.Kv.
Einar Elí
krúsereigandi.
14.07.2006 at 14:33 #556240Já – ég er nú alveg sammála því að þessi mörk eru ágæt. Ég set hinsvegar spurningamerki við þetta viðmið í hina áttina, þ.e. að maður geti í raun hlaðið 650 kg. á 100 kg kerru án þess að vita fyrir víst hvort hún þolir það.
En það er sennilega óframkvæmanlegt að gefa út burðargetuvottun á allar kerrur. Í raun er þetta alls ekki slæm málamiðlun. Nú er bara að skera niður þyngd þar sem það er hægt
E.
14.07.2006 at 00:55 #556212ég fór ekki mjög hátt, en ímynda mér að þær séu færri uppi á bungu en fyrir neðan hana. Vil þó ekki bera ábyrgð á því….
Góða skemmtun!
EE.
13.07.2006 at 15:40 #556236…takk fyrir það – þær eru því miður of litlar, vantar pall sem er ca. 330 cm á lengd og 200 á breidd…
En býsna góð verð!
Kv.
EE.
13.07.2006 at 13:40 #556232samkvæmt þessu fer burðargetan eftir afgangsþyngd upp í 750 kg ef kerran er hemlalaus.
Það er nú dulítið skrítið fyrirkomulag…Hefur einhver smíðað hemlalausa kerru nýlega fyrir lítinn pening án þess að hún yrði yfir 300 kg að þyngd?
EE.
12.07.2006 at 21:18 #556220"eftirvagn án hemla má ekki vera þyngri en helmingur af eiginþyngd dráttarbílsins."
.
Flott – ég reikna með að geta smíðað kerru sem er undir einu komma tveimur tonnum að þyngd 😀
.
Takk fyrir þetta.Kv.
EE.
12.07.2006 at 20:46 #198240Mér finnst eins og þessi spurning hafi komið áður hér, en ég fann ekki þráð þar aðlútandi.
.
Er að spá hvort einhver viti hvað kerrur mega vera þungar án þess að vera með hemlum. Samkvæmt Víkurvögnum má hún ekki vera með meira en 750 kg burðargetu – en hvað má hún sjálf vera þung?
.
Segjum sem svo að ég smíði kerru – hvernig er burðargetan reiknuð út? Ef ég nota t.d. sama hlutfall milli eiginþyngdar og burðargetu og er í jeppanum mínum, þá mætti kerran sjálf vera um sjö tonn á þyngd. Er til einhver formúla fyrir þetta eða er bara ákveðin hámarks eiginþyngd á kerru án hemla?
.
Er einhver með þetta á hreinu?
.
Kv.
Einar
12.07.2006 at 20:01 #556208Var þar fyrir einni og hálfri viku. Svolítið blautur snjór neðan til, einn og einn krapapollur að myndast. Keyrðum yfir ca. 15 sprungur á leið að Geitlandsjökli (fórum nánast beint upp frá Jaka og tókum svo 90° beygju í átt að Geitó) sem allar voru undir 5 cm á breidd.
Snjóaði heilan helling uppi á jökli (við Geitó) um miðjan dag 2. júlí, en það þarf náttúrulega ekki mikið til að það hverfi.Þetta eru því miður einu upplýsingarnar sem ég hef.
Kv.
EE.
11.07.2006 at 17:59 #556038Miklu? Finnst þér það? Ég átti bensín Runner á undan og er bara alsæll
En grínlaust, þá held ég að það séu orginal hlutföll í honum, a.m.k. ekki fyrir 38" dekk.
Annars er á döfinni í haust að skrúfa túrbínuna aðeins upp og fara með bílinn í stillingu – vona að það skili einhverju smá.
–
BTW – hvar fékkstu þetta tjald?
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … e/874/6880
.EE.
10.07.2006 at 18:55 #556018Lalli – þú mátt gjarnan leyfa mér að fylgjast með þróun mála hjá þér – mundi gjarnan vilja tala við þig fyrir blaðið þegar þetta er komið á koppinn hjá þér.
kv.
EE.
10.07.2006 at 15:21 #556010Lalli – myndurðu prófa svona græju ef þú þyrftir að borga 2-4000 kr fyrir hana?
Ég get sjálfur ómögulega gert upp við mig hvort ég hafi trú á þessu eða ekki (ég er sennilega ekki eins víðlesinn og Hlynur 😉 en væri alveg til í að leggja í púkk fyrir einni svona græju sem færi til prófunar í einhvern bíl.
Krúserinn minn er að fara með 16-20 lítra eftir aðstæðum og mér reiknast svo til að ég gæti sparað andvirði svona dóts á einu ári ef eyðslan minnkar um 10%. (m.v. 10.000 km akstur)EE.
10.07.2006 at 15:12 #556066Það er auðvitað sérlega leiðinlegt að kollegi minn hafi farið að uppnefna Þóri með öðrum eins ókvæðisorðum og að kalla hann Einar!
Á sama tíma og það hlýtur að vera lágmarkskrafa að blaðamenn nái nöfnum viðmælenda sinna réttum verður að muna að við gerum öll mistök einstaka sinnum í okkar starfi. Sem betur fer fara þau ekki öll fyrir augu þjóðarinnar.
En – til að rétt sé rétt þá er þetta bíllinn hans Þóris, sá sami og var á sýningunni. Fólk sem heldur að það sé H2 gæti varið fjármunum sínum verr en í að fara í heimsókn til augnlæknis 😉Og nú vitum við það…
Kv.
EE.
05.07.2006 at 16:19 #555782Hugmyndin bakvið rauða ljósið gengur út á það að rautt ljós hefur minni áhrif á nætursjón en aðrir litir. Það tekur augað um hálftíma að fá "nætursjón" (þegar ljósnæmi augans hefur tíþúsundfaldast) en aðeins sekúndubrot að tapa henni aftur við ljós. Það má reyndar spyrja sem svo hvaða gagn sé af því að hafa rautt ljós inni í bílnum á meðan maður starir út í geislann af ljósum og kösturum sem eru á bílnum.
Annað athyglisvert við nætursjón er að maður tekur meira eftir því sem er útundan manni en beint fyrir framan, þ.e. jaðarsjónin verður betri.Og þá vitum við það.
EE.
05.07.2006 at 16:15 #555790Mikið er ég feginn að ég hef ekki til aflögu þann lausa tíma sem hlýtur að þurfa til að fá svona hugmynd.
-
AuthorReplies