Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.09.2006 at 00:47 #559108
Fyrst þegar ég sá þráðinn hugsaði ég með mér "Hah! Sumarið hefur gengið snuðrulaust hjá mér"
Svo stóð ég fyrir utan bílinn áðan og fór að rifja upp… Ein kúplingsdæla, rúðuupphalari og áframhaldandi gírkassavesen. Það var nú öll ósköpin… Ég held að það ættu fleiri að skipta yfir í gamla krúser, fyrst hann þolir böðulsháttinn í mér
30.08.2006 at 21:10 #558816Þessi mynd er að vísu tekin frá versta sjónarhorni fyrir bílinn en rassinn er svolítið skrítinn, hvernig sem á það er litið.
Athyglisverður punktur um þennan bíl er að hann er nánast eins stór og 120 (90)cruiserinn (m.a.s. 5 mm breiðari), hlaðinn staðalbúnaði og kostar 3.190.000 beinskiptur.
Ég kann gríðarlega vel við innviðið í honum, vélin sem í boði hér er 2,0 lítra dísil (141 hestafl) og hann er á klöfum að framan en Dana 44 að aftan.
Er að skrifa dóm um hann en get sagt strax að fyrir þennan pening held ég að það sé alveg hægt að gera verri kaup.Einar Elí.
30.08.2006 at 14:07 #558922Getur maður ekki laumað sér með í svona nýliðaferð þó maður vilji hvorki takast á við það ábyrgðahlutverk að stýra henni (eða keyra hraðast eins og hefur verið í nýliðaferðinni hennar Stefaníu) né heldur sé löggiltur nýliði?
Ég væri alveg til í að bæta aðeins í kunnáttubankann ef það er klárt fólk að stjórna ferðinni og sjá hvort maður sé kannski að gera allt vitlaust sjálfur :-/EE.
29.08.2006 at 17:04 #198458Ja hérna. Nú ætlar ríkið að leita réttar síns hjá olíufélögunum. Ætli því finnist það hafa borgað sjálfu sér of mikið í skatt? Áhugaverð þróun mála.
Veit einhver ykkar bensín- og olíuhausa hvar er hægt að nálgast heidlarsölutölur á eldsneyti á Íslandi (eða áætlanir) á árs- eða ársfjórðungsgrundvelli, t.d. fyrir 2004 eða 2005?Kv.
Einar Elí
28.08.2006 at 18:50 #558536Þetta er reyndar mjög góð ábending hjá þér Freyr, enda ekki von á öðru
Ég veit svosem ekki hvort eftirfarandi upplýsingar koma að einhverju gagni, en í mínum fjallabíl er borðið ekki framí. Ástæðan var reyndar fyrst og fremst sú að ég keypti mér stóran bíl til að hafa mikið pláss inni í honum, og fannst því asnalegt að hafa tölvuborð í mælaborðinu sem skyggði á allt.
Þegar hönnunin á innri smíði bílsins fór að skýrast ákvað ég að færa tölvuna aftur í en hafa snertiskjá framí, og reyndar lyklaborð líka (ofan á mælaborðinu). Auðvitað hefði verið einfaldara að kaupa bara stórt og gott GPS tæki, en af því að ferðamennskan hjá mér snýst ekki bara um að spóla, heldur er líka stundum svona pínu lúxus, vildi ég hafa lappann með líka.
Svo… Í stað tveggja stóla og bekks eru í bílnum í dag fjórir stakir stólar (reyndar er sá fimmti stundum í skottinu, aðallega til að hafa eitthvað þar).
Á milli stólanna fram í er sérsmíðað geymslubox og á milli stólanna aftur í er annað stærra, sem hýsir reyndar líka bassabotn. Framan á það er skrúfuð kúla og svo er einn svona klemmuleggur (ram) yfir í borðið sem er staðsett nákvæmlega á milli allra sætanna (eins og skurðarpunkturinn í "X"). Það er í ca. hnjáhæð þeirra sem sitja afturí og er staðsett mitt á milli þeirra. Þeir sem eru framí eru alveg úr hættu ef til áreksturs kæmi og geta ennfremur ratað á rétta takka á útvarpinu án þess að þurfa að giska.
Þeir sem eru afturí þurfa að vera óbundnir, ótrúlega smávaxnir og enn óheppnari ef borðið á að geta valdið þeim tjóni.
Einstaka sinnum þarf maður að teygja sig afturí og ýta á einn eða tvo takka, en oftast er hægt að nota lyklaborið og snertiskjáinn framí. Þetta er því besta setup á tölvuborði sem ég haft í bíl hjá mér.
Reyndar kom lengi vel til greina að hafa tölvuna einhverstaðar úr augsýn (t.d. í hanskahólfinu… ég er á krúser :-)) en þessi lausn varð ofan á til að auðveldara væri að t.d. skipta um disk í tölvunni o.þ.h.
Já já… ekki allir löngu hættir að lesa?
kv.
Einar Elí
27.08.2006 at 23:03 #558532Get nú ekki alveg fallist á að ram-festingarnar séu eitthvað sérlega fyrirferðamiklar, nema maður missi sig algjörlega í kúluliðafjölda.
Hef verið með ram í tveimur síðustu bílum og finnst hafa reynsta vel. Því styttri sem armarnir eru, því stöðugri – en svo er auðvitað hægt að fá allskonar stífur með þessu líka.
Ram-dótið kostar aðeins meira en að smíða þetta sjálfur og mér finnast borðin þeirra einstaklega ljót. Lét skera fyrir borð úr glæru plexíi í krúserinn (það kostaði hálfan handlegg) og kann mikið betur við það.
EE.
22.08.2006 at 13:41 #558416Þú segir nú ekki hvaða vél þú ert með? Ég veit að í V-6 mótornum þarf að minnsta kosti að plana heddin þegar skipt er um pakkingu. Ætli það sama gildi um 2,4D ?
EE.
15.08.2006 at 13:08 #557862…ef þú finnur einhverstaðar díselrunner er ég viss um að þú verður mjög sáttur við hann. Draumaferðabílar. Cherokeeinn er líka mjög skemmtilegur en soldið lítill. Á hinn bóginn fer hann meira (lesist "næstum allt") á 35" en runnerinn.
Góða skemmtun og velkominn í bandalag þeirra ólæknandi.
Einar Elí
10.08.2006 at 01:01 #557634Ef þú ert að spá í tæki til að hafa nær eingöngu í bílnum mæli ég með þessu:
http://www.rs.is/sidur/vara.php?vara_id=145
–
En ef þú ert að spá í göngutæki til að skella við og við í bílinn mæli ég með þessu:
http://www.rs.is/sidur/vara.php?vara_id=166
–
Hef notað bæði tækin. Er sjálfur með litla tækið og tengi við lappa. Félagi minn er með stóra tækið. Það er ólíkt þægilegra að keyra eftir því (kemur svipað út og hitt með lappanum en þú getur þá sleppt honum) en það litla fer töluvert betur í vasa.
–
Bæði tækin eru með kortagrunni frá RS sem er argandi snilld með rjóma og súkkulaði.
–
EE.
–
(VIÐBÓT: ef þú ert að spá í fast tæki í bílinn mundi ég líka skoða tækið sem minnst er á að ofan – stór og góður skjár.)
08.08.2006 at 20:09 #557526Sami maður hefur smíðað púst undir tvo bíla hjá mér – sé ekki ástæðu til að leita annað. Hann er bæði fljótur, vandvirkur og á góðu verði.
04.08.2006 at 15:29 #198319Getur einhver fróður maður eða kona staðfest grun minn?
Eftir mjög gróflegan lestur þessa skýrslna:
http://www.or.is/Forsida/Frettastofan/Nanar/821sé ég ekki betur en að framkvæmdum hafi verið hrundið af stað löngu áður en umhverfismat lá fyrir. Getur það staðist?
EE.
02.08.2006 at 11:07 #557238útrædd mál 😀
.
En grínlaust – flott myndband. Yljar mér alltaf um hjartarætur að sjá hvíta runnera.
01.08.2006 at 14:21 #557092Snorri – þetta kort sem þú vísaðir á bjargaði alveg deginum hjá mér!
Með betra djóki sem ég hef séð lengiKv.
EE.
(Ætli þeir trúi þessu kannski sjálfir?)
01.08.2006 at 14:04 #557232Kærar þakkir – það passaði.
01.08.2006 at 13:24 #198305Getur einhver bent mér í áttina að formanni Íslandsróver? Það eina sem ég „veit“ er að hann heitir Arnar.
kv.
Einar Elí
28.07.2006 at 00:57 #556928Bjarki – varstu búinn að kíkja á kerruna aftur? Keyrði framhjá henni í dag og sá að einhver hafði komið við þar.
Kv.
EE.
27.07.2006 at 15:42 #556898Tryggvi – ég fór þá leið að hafa lappann á borði aftur í (er bara með fjóra stóla í bílnum) og snertiskjá í loftinu framí til að stýra honum. Svo er ég reyndar með lyklaborð ofan á mælaborðinu kóaramegin ef eitthvað þarf að lemja inn (hvort sem það er skáldsaga eða staðarnafn sem á að stefna á).
Kosturinn við þetta fannst mér að losna við tölvuna úr mælaborðinu, enda var hún bæði fyrir og einnig hættuskapandi þar.
Og svona snertiskjáir eru ekkert fáránlega dýrir í dag…
EE.
26.07.2006 at 23:04 #556832Everest var með -30 poka (fíber) sem kostaði undir 20.000 í vetur ef ég man rétt. Pokinn er frá mountain hardware og félagi minn í björgunarsveitinni gaf honum góða einkunn.
EE.
26.07.2006 at 18:34 #55681026.07.2006 at 15:37 #556770Takk fyrir þetta bomsa – ég ferðaðist mikið fótgangandi um fjöll og firnindi áður en jeppavírusinn náði yfirhöndinni.
Hestamenn eru síst betri en þeir sem ferðast á vélknúnum ökutækjum. Dæmi um slíkt hafa t.d. sést mjög vel í kringum Reykjadali fyrir ofan Hveragerði, og í kringum Landmannalaugar.
.
Minnir um margt á laxveiðimennina sem vilja banna kajakræðara á ám því þeir halda að þeir trufli náttúruna sem þeir ætla að drepa.
.
EE.
-
AuthorReplies