Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.05.2007 at 21:48 #591746
Þetta er glæsilegur gripur, Hjörtur. Og mikið í hann lagt greinilega!
Ég ætla að vera leiðinlegi gaurinn og ráðleggja þér að setja auka 12V kerfi í bílinn. Getur fengið að kíkja í húddið hjá mér ef þú vilt, er með sér alternator og sér geymi fyrir allt 12V draslið, keyri ekkert á 24V nema bílinn sjálfan.
kv.
EE.
29.04.2007 at 20:52 #589492Var á jöklinum í gær, fór upp hjá Jaka. Svolítið blautt neðst og á stöku stað sjást heiðbláir flekkir. Færið á jöklinum sjálfum (fór reyndar ekki upp fyrir 870 metrana vegna tímaleysis) var vorfæri, mjúkt og fínt ef maður skyldi detta á nefið.
Var á 120 cruiser á 38" og í 3,5 psi sigldi hann þetta á svona 13-15 km hraða upp. Var í 5 psi fyrst og fór þá hægar yfir.
kv.
Einar Elí
24.04.2007 at 13:45 #589256Takk fyrir þetta meistarar.
Hver þarf að gúggla þegar maður hefur aðgang að svona fólki?
24.04.2007 at 07:35 #200181Ég veit að þetta er ekki beinlínis jeppatengt – þó ég hafi nú farið á mínum Renault um t.d. Ölkelduháls…
…en mig vantar að vita hverjir eru helst að rífa Renault í varahluti.
Allar ábendingar vel þegnar.
EE.
02.04.2007 at 00:37 #586770Mig langar að sjá úttekt á því hversu margir þeirra sem vilja að álverið stækki séu á móti Kárahnjúkavirkjun.
31.03.2007 at 01:48 #586594Tja… ég er nú kannski hálfgerður leikmaður líka, en hef þó atvinnu af því að berja saman texta. Að vísu bara í hlutastarfi þannig að þú fyrirgefur mér vonandi ef ég fer rangt með… en þessi bútur: "… En þetta voru án efa verstu vinnubrögð sem ég hef séð hvað varðar að stöðva bíl…" er nú frekar afdráttarlaus gagnrýni – sama hvaða formerki við setjum við hana.
Hvað með það, ef við erum sammála um að það sé óþarfi að úthúða löggunni fyrir eitthvað sem hvorugur okkar hefur vit á, þá er engin ástæða til að hafa fleiri orð um þetta.
Góða helgi.
EE.
30.03.2007 at 23:00 #586586Ansi held ég að ég yrði fljótt fúll ef spjallþræðir á netinu væru uppfullir af fólki sem lýsti því yfir að mín starfsstétt kynni greinilega ekki að vinna vinnuna sína. Að ég tali nú ekki um ef sama fólk hefði aldrei komið nálægt slíkum störfum.
Ég sá umrætt myndband í sjónvarpinu og ég hváði yfir sömu hlutum og þið, en mig langar svolítið að biðja þá lögregluþjóna sem stunda spjallið hér um að kommenta á þetta. Var eitthvað klúður í gangi eða var þetta allt eftir bókinni? Hefði átt að hætta eltingaleiknum fyrr? Eru til önnur ráð til að stöðva bíla sem hefði átt að nota?
kv.
Einar Elí
…reynir yfirleitt að keyra eins og maður.
12.03.2007 at 19:36 #584070Súkkrules – ég er að langmestu leiti sammála þér, eins og þú orðar þetta. Fer samt ekki ofan af því að með því að færa sig smám saman upp á skaftið öðlist maður mikla reynslu sem kemur manni til góða við alla ferðamennsku. Að ekki sé nú talað um ef eitthvað kemur upp á.
En að ana beint út í brjálað veður er náttúrulega arfavitlaust, hvort sem maður er kerling eða kotkarl.
Annars langar mig að biðja síðasta ræðumann um að gera aðeins grein fyrir þessum milljónum sem ríkið spanderar í leit eins og þá sem fram fór um helgina. Væri fróðlegt að sjá.kv.
Einar Elí
12.03.2007 at 13:43 #584060Ég var einn af þeim sem tóku þátt í leitinni aðfaranótt sunnudags og hef mjög blendnar skoðanir á þeim ummælum sem hér hafa verið lögð fram.
Um leið og ég er hjartanlega sammála því að fólk eigi að taka mið af veðurspám (get ekki samþykkt það viðhorf að spárnar standist aldrei og því þurfi ekki að taka mark á þeim) og haga ferðum sínum eftir þeim – verð ég líka að vera sammála því að fólk með reynslu og góðan útbúnað eigi að geta farið á fjöll í úrkomu og golu án þess að vera kallað óvitar.Veit ekki með ykkur hin en við ferðafélagarnir leggjum stundum úr bænum þó spáin sé slæm og lítum á það sem æfingu. Ef þú ferðast viljandi í slæmu veðri ertu betur undir það búinn þegar það gerist óvart. Hér gildir að mínu mati að taka lítil skref og bæta smám saman við sig, læra af reynslunni og svo framvegis. Ég stefni til dæmis ekki viljandi út í veður sem ég treysti mér ekki til að vera úti í gangandi í einhvern tíma. Hvað útbúnað varðar lærir maður líka mikið á því að vanta hann og nú vil ég til dæmis ekki fara úr bænum nema vera með alklæðnað til skiptana.
…og fólk sem fer í jeppaferðir í gallabuxum og strigaskóm að vetri til á bara að vera heima og horfa á boltann. Punktur.
–
Að þessu sögðu var spáin fyrir helgina ekki bara slæm, heldur mjög slæm. Hvar mörkin liggja fyrir hvern og einn er ekki gott að segja, en í öllu falli var ljóst að þetta var ekki veður fyrir óvant fólk.Jæja, nóg raus í bili.
Aðalmálið er auðvitað að allir skiluðu sér heilir til byggða, hvort sem það var með aðstoð eða ekki. Annað er aukaatriði.Kv.
Einar Elí
08.03.2007 at 00:46 #583724Hjalti – ég hjó eftir því að þú segist ætla í brasið til að bæta fjöðrunina, en ætlar samt að sleppa því að færa hásinguna.
Er það ekki svolítið eins og að láta bara setja sílikon í annað brjóstið?
Fyrst þú ert að þessu á annað borð mundi ég hiklaust mæla með því að fara alla leið. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því.kv.
Einar Elí
19.02.2007 at 20:24 #580966Gott og gaman að heyra að ferðin var góð.
Hinsvegar furða ég mig alltaf á því þegar fólk SÆKIST eftir því að komast í Séð og heyrt. Önnur eins vinnubrögð við efnisöflun og -framleiðslu fyrirfinnast vart á byggðu bóli.
…ég er svosem ekki alveg hlutlaus reyndar.EE.
13.02.2007 at 12:18 #579064Hefur einhver fundið út hvað leiðin Reykjavík – Hveragerði kemur til með að styttast við þennan nýja veg?
06.02.2007 at 10:19 #578972Sá hér að ofan uppástungu um að banna þungaflutninga á nýja veginum. Ég er akkúrat á öndverðum meiði.
Ég mundi vilja banna þungaflutninga á þjóðvegi 1 og beina þeim á nýja veginn. Það á hvort eð er enginn annar eftir að nota hann og þá verður kannski eilítið öruggara að keyra á þjóðvegi 1, auk þess sem hann slitnar helling minna.En hvað verður þá um krapaferðir?
Kv.
Einar Elí
05.02.2007 at 00:46 #578890Annað mál – ég væri alveg til í að heyra af því hér um leið og einhver fer að skoða GL bílinn til breytinga. Keyrði svoleiðis bíl síðasta sumar og var ansi hrifinn (þó að hann sé töluvert fyrir utan minn fjárhag). Veit bara ekki hvernig hann hentar til breytinga.
EE.
30.01.2007 at 05:17 #577754Davíð, hvar skilduð þið við skipulögðu ferðina og klukkan hvað?
kv.
Einar Elí
29.01.2007 at 18:20 #577680Svo rétt sé rétt: Vélsleðamennirnir voru á 8 sleðum en skildu einn eftir bilaðan á leiðinni. Þeir voru komnir í bílana sína þegar björgunarsveitin hitti þá.
kv.
Einar Elí
15.01.2007 at 21:24 #575554… ég er reyndar bara nýbúinn að finna "tal" takkann á minni þannig að stærsti björninn er allavega unninn. Ég hefði áhuga á að fá krasskúrs í notkun þessara stöðva.
EE.
15.01.2007 at 21:19 #575600Hef áhuga á að leggja þér lið – verður samt að fá að fara eftir ástandi á bíl og bílstjóra þegar að því kemur
Kv.
Einar Elí
08.01.2007 at 23:46 #573886Já, áhugavert en eins og fleiri átti ég ekki heimangengt á þessum tíma.
.
Hlakka til að sjá þessar tölur, trúi ekki öðru en að einhverjum takist að koma höndum yfir þær. Finnst hinsvegar eitt stundum gleymast í umræðunni um umferðaröryggi þegar verið er að bera saman jeppa og fólksbíla…
.
…Auðvitað er verra að lenda á þyngri hlut. Að sama skapi og það er verra að keyra á steinvegg á 200 km hraða en á 35 km hraða. Í Svíþjóð, og reyndar hér líka, hafa þessi rök verið notuð sem meðmæli með því að banna jeppa (reyndar yfirleitt talað um breitta og því gaman að sjá að enginn munur virðist vera þar á). En… hvað með vörubíla, rútur, strætisvagna, flutningabíla, tankbíla, steypubíla, kranabíla o.s.frv… á þá ekki að banna þá líka? Þar er miklu meiri massi á ferðinni en í einni jeppatík, og ef keyrt er t.d. frá Reykjavík til Akureyrar að kvöldi til mætir maður margfalt fleiri svoleiðis bílum heldur en breyttum jeppum.
.
Eru til einhverjar samanburðartölur um hvort er verra að lenda framan á fólksbíl eða fullhlöðnum flutningabíl? Líklega ekki – enda getur hvaða barn sem er sagt sér það sjálft.
.
En skyldi vera einhver munur á því þegar svona flutningabíll lendir framan á jeppa, eða þegar hann lendir framan á fólksbíl? Þá fyrst værum við að tala um tölur sem mér þætti gaman að sjá.
.
Ég hef alltaf litið á það sem svo að þar sem það sé fólkið í smábílunum sem slasist, hljóti það að vera smábílarnir sem eru hættulegir, ekki satt? Bönnum því smábíla, frekar en jeppa…
.
Einar Elí
Ps. keypti olíu með afslætti á Select í gær og spældi þá ferðafélaga sem eru ekki klúbbnum
04.01.2007 at 00:10 #571462Án þess að ég þekki nákvæmlega til búnaðarins… ef þú ert á annað borð að spá í að halda loftpúðadæminu í gangi skaltu láta fagmann um verkið ef þú ert það ekki sjálfur. Held að það sé ekkert gaman þegar þessi búnaður fer að hegða sér skringilega. Gæti meira að segja verið meira en 40.000 króna virði að losna við það
EE.
-
AuthorReplies