Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.02.2004 at 12:48 #488992
Sæll.
Er með thinkpad líka. Nota lítinn 75W áriðil (12V-230V) og hann blífur fínt. Var í vandræðum til að byrja með því ég tengdi dótið beint í kveikjaraplöggið. Þá hlóð hann ekki ef bíllinn var í hægagangi.
Lagði svo sveran straumvír inní bíl og bætti við 2 kveikjaraplöggum og nota annað þeirra fyrir tölvuna. Nú þarf hann ekki einu sinni að vera í gangi til að hún hlaði fínt.
Fyrir nokkru fór hér fram umræða um spennubreyta í kveikjaraplögg fyrir tölvurnar (þ.e. að sleppa því að spenna fyrst upp í 230 V) og ég sá ekki annað en að þeir sem hefðu reynsluna þætti það lakari kostur.
kv.
EE.
16.02.2004 at 12:48 #494969Sæll.
Er með thinkpad líka. Nota lítinn 75W áriðil (12V-230V) og hann blífur fínt. Var í vandræðum til að byrja með því ég tengdi dótið beint í kveikjaraplöggið. Þá hlóð hann ekki ef bíllinn var í hægagangi.
Lagði svo sveran straumvír inní bíl og bætti við 2 kveikjaraplöggum og nota annað þeirra fyrir tölvuna. Nú þarf hann ekki einu sinni að vera í gangi til að hún hlaði fínt.
Fyrir nokkru fór hér fram umræða um spennubreyta í kveikjaraplögg fyrir tölvurnar (þ.e. að sleppa því að spenna fyrst upp í 230 V) og ég sá ekki annað en að þeir sem hefðu reynsluna þætti það lakari kostur.
kv.
EE.
03.02.2004 at 12:48 #487322Sæll.
Þú getur mjög líklega reiknað með því að hann verði um og fyrir ofan 20 l í akstri (eftir aðstæðum) ef það er V-6 bensín – en á móti kemur að það er skítgott að keyra þessa bíla og ég sé aldrei eftir einum einasta dropa sem minn sýpur.
Ef þetta er V-6 bensín… þá er 1250 þús meira en ég væri til í að borga. Ég keypti ’91 módelið V-6 á splunkunýjum 38" dekkjum, loftlæsingu o.s.frv. vel farinn og allt það, á 680 þús síðasta vor.
Ef þetta er díselbíll með 3ja lítra vel er verðið kannski aðeins "skiljanlegra".
Þegar ég valdi á milli bensín og dísel ákvað ég að nota eftirfarandi rök: Fyrir verðmuninn á bílnum get ég keyrt í 4 ár (miðað við mína keyrslu) á bensín bíl áður en ég næ verðinu á díselnum.
Svo fær maður sér bara dísel þegar maður verður stór
kv.
EE.
30.01.2004 at 18:55 #486276…ég er með lítinn "áriðil" (ég vildi óska að ég vissi hver á heiðurinn að þessu orði – mig langar dulítið að klappa viðkomandi á bakið) fyrir fartölvuna í bílnum, tengdan í gegnum kveikjaradraslið.
Eftir að hafa pirrað mig endalaust á því að spennubreytirinn hætti að hlaða ef bílnum var ekki haldið á snúningi fór ég að ráðum góðra manna héðan af vefnum og bætti við kveikjaraplöggi í bílinn með sverum vír beint í geyminn (að sjálfsögðu öryggi, eða "var", á leiðinni).
Í stuttu máli breytti þetta öllu. Ég ætlaði varla að trúa muninum.
Fannst rétt að minna á þetta einu sinni enn – sjaldan er góð ýsa of oft soðin.
kv.
EE.
29.01.2004 at 22:11 #480082Sælir.
Keypti notað tæki í mánuðinum (EagleView) til að setja í bílinn. Tækinu fylgdi standart kapall sem er með öllum vírum sem með þarf, en ekki tengi fyrir tölvuna. Skilst að þetta sé ekki óþekkt og að vírendarnir séu þá bara einangraðir.
Svo ég fór í Íhluti í Skipholtinu, fékk kapal og com-tengi fyrir tölvuna, greip lóðbyssuna og fór út í skúr.
Fann þessar leiðbeiningar til að fara eftir og vona að þær gagnist fleirum – þetta virkar allavega fínt hjá mér:
Skýringar: http://www.fugawi.com/docs/supptrouble.html
Skýringamynd:
http://www.fugawi.com/docs/hardwiring.html-Þó svo að tekið sé fram að þetta sé með Garmin tækjum á það sama við um flest önnur GPS tæki, þ.e. það eru sömu þrír pinnarnir í com-tenginu sem eru notaðir. Á heimasíðu framleiðanda tækja má oftast finna handbókina sem á að fylgja tækinu og þar er líklega hægt að finna upplýsingar um það hvaða litur er á hvaða vír frá tækinu og hvaða hlutverki þeir gegna (gögn til tækis / gögn frá tæki / jarðtenging).
Kveðja,
EE.
29.01.2004 at 15:49 #486336Ráðlegðu félaganum að hafa samband við björgunarsveit Árborgar eða björgunarsveitina Ársæl. Báðar sveitirnar hafa notað Hummer í bland við aðra bíla og geta örugglega gefið sína skoðun.
kv.
EE.
28.01.2004 at 16:03 #486182Mæli með mikroskurði. Hef ekki notað nagla í 6 ár, hvorki á fólksbílum né jeppum. Svo eru tvö óbrigðul ráð í hálkunni og vetrarslabbinu: Þvo dekkin og keyra á skynsamlegum hraða.
Góðar ferðir.
EE.
28.01.2004 at 13:12 #486100mjamm…
Ég sem hélt að runnerinn minn væri svo nettur á eyðslu – hef náð honum niður í 18,7 á þjóðvegi 😉
Hann er með 3ja lítra V-6 mótornum, með flækjur, 38" (veit ekki hvaða hlutföll eru í honum en þau eru í það hæsta. Hann er í rétt tæpum 3000 rpm á 90 km og þá er 5 gírinn eftir!).
Vetrareyðsla er frá 20 og uppúr. Hef mest farið með 40 lítra pr 100 km (á 7 klst) í barningi og þungu færi.
Eða eins og kunningi minn svaraði þegar ég spurði hann hvað jeppinn hans væri að eyða miklu:
"Öllu sem ég set á hann."
Kv.
EE.
20.01.2004 at 02:44 #484984… ég hljóma auðvitað óttalega aulalega – en ertu búinn að athuga vatnið á kælikerfinu. Ég er með Runner og þarf reglulega að bæta á kælikerfið (hann blæs alltaf aðeins út um yfirfallið). Ef ég sleppi því, blæs miðstöðin bara köldu.
En ef þú ert með það allt á hreinu… þá er ég lens
kv.
EE
19.01.2004 at 00:01 #484754Iceman og Runnerinn: Takk. Ég reyni að púsla einhverju svipuðu saman við það sem fyrir er í bílnum.
Vil svo bara þakka þeim lesendum síðunnar sem nenna að svara okkur sem reynsluminni erum – algjör snilld að geta leitað hingað með nánast hvaða spurningu sem er.
Kv.
EE
18.01.2004 at 21:51 #484740Var að hringja mér til út af loftdælum um daginn og einhver sagði mér að fini dælan héldi þrýstingi ekki nægilega vel við til að nota hana við læsingar.
Er eitthvað til í þessu?
Kv.
EE.
18.01.2004 at 16:10 #484706Í umferðarlögum er þess getið að maður má nota þokuljós þegar skyggni er vont – en í lögunum er einnig sérstaklega tekið fram að ekki má nota ljós sem geta valdið öðrum ökumönnum glýju eða óþægindum.
Einhver (man ekki hvort það var ökukennari, lögreglumaður eða starfsmaður bifreiðaskoðunar) sagði mér að þetta þýddi í raun að þokuljós aftan á bílum mætti EINGÖNGU nota utan við þéttbýli, ef maður er aftastur í röð eða einn á veginum. Um leið og einhver er kominn í sjónfæri fyrir aftan þig verður þú að slökkva á þokuljósinu.
Mér þótti þetta skynsamlegt, enda veit ég fátt meira þreytandi en að keyra á eftir bíl með rauða sól í augunum.
Hvet alla til að hafa aðra bílstjóra í huga þegar þeir nota aukaljós.
Umferðarlög: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1987050.html
(32. grein)kv.
EE
17.01.2004 at 21:35 #484650Af því að ég var að leita mér að kösturum um daginn get ég bent þér á eitt. Í bílasmiðnum uppi á Höfða fást kastarar sem eru mjög svipaðir Light Force ljósum (sem ku gott) á 6.200 kr. stk. Þeir koma með 55 w perum en þola 100 w.
Þeir eru til með glæru gleri og eiga að koma í næstu viku með bláu.
Ég er allavega að hugsa um að skella mér á þessa bláu – enda fáránlega lítið verð ef þeir eru þokkalegir. Bláa glerið mun hentugra fyrir snjóakstur en aðrir litir – en ég renni reyndar blint í sjóinn með það sjálfur þar sem ég hef enga reynslu af bláu gleri.
Hvað varðar staðsetningu eru sjálfsagt til ótal misvísandi biblíur um það eins og annað – en mín reynsla er sú að öflugustu og mest notuðu kastararnir eigi að vera framan á bílnum (grillhæðin hefur hentað mér ágætlega hingað til) frekar en á toppnum, þar sem það er óþægilegt í löngum akstri að lýsa upp húddið og snjókomu beint fyrir framan framrúðuna.
Á toppinn er hinsvegar fínt að setja annað sett til að nota ef þú vilt lýsa yfir eitthvað sem þú kemur að (t.d. snjóskafl eða á).
Reynsla mín af þokuljósum er svo æði misjöfn og í raun eru þau gagnlaus nema það sé mikið og gott ljós af þeim (mér finnst gult þokuljós betra en glært og gullperur gefa einna besta "þoku"’ljósið að mínu mati) en þau hef ég haft neðarlega og utarlega á þeim bílum sem slíkan búnað hafa haft. Ég hef beint þeim þannig að þau lýsa í raun ekki beint fram fyrir bílinn, heldur eilítið til hliðar, og treysti á þau til að finna vegkanta í mjög lélegu skyggni.
Vona að þetta hjálpi eitthvað – en treysti jafnframt á að aðrir kveði sér hljóðs um sína skoðun, svo að þú hafir við fleiri en einn að styðjast.
Kv.
Einar.
15.01.2004 at 19:22 #484452Talaðu við Ljónsstaðabræður (Jeppasmiðjan á Ljónsstöðum, s. 482 2858).
Sagan sem ég heyrði var á þá leið að þeir hafi frétt af þessum búnaði í Hummer, sagt hver við annan "sniðugt!" og farið svo út í smiðju og græjað svona búnað í landcruiser.
Sel það ekki dýrara… en þeir eiga að hafa smíðað svona.
Kv.
EE.
15.01.2004 at 19:18 #484360…ég veit ekki til hvers litla gírstöngin er… nema til að hengja á hana ruslapoka?
28.12.2003 at 19:37 #482874Heyr heyr!
27.12.2003 at 18:56 #482850Sæll Víðir.
Með því að skera úr brettunum og aðeins úr gólfinu yst og fremst við hvalbakinn getur þú komið 33" dekkjum beint undir hann án þess að þau narti í neitt.
Ef vélin er enn sæmilega spræk hjá þér er eiginlega óþarfi að eyða peningi í drifhlutföll (nema þú teljir þig geta sparað nægilega mikið í eyðslu til að réttlæta það).
Hlutföll kosta, ef ég man rétt, um 140 þús. samanlagt.
Niðurgírunin í lága drifinu dugaði mér allavega ágætlega þegar kom að puði. Verra var þó að hann skipti sér ekki upp í 4. gír (ssk) fyrr en í kringum 95 km hraða.
Á 33" getur þú göslast töluvert í snjó en eins og áður hefur komið fram er stýrið í þessum bílum þannig að það borgar sig að sjóða stífu á milli grindarbitana fremst í bílnum. Annars er hætt við að átökin sem lenda á dekkjunum brjóti bitann sem maskínan er fest í. Þetta er algengt vandamál en í staðinn kemur að þú finnur aldrei fyrir ójöfnum upp í stýri til jafns við marga aðra bíla.
Í albúminu hjá mér er mynd af svona grip sem var nú bara skveraður inni í bílskúr, enda gamall og ekki ástæða til að kosta miklu upp á. Með öllu (dekkjum, felgum, sandblæstri, lakki, toppgrind, stigbrettum, nýjum afturrúðum, efni í heimasmíðaða brettakanta, skrúfum, umtalsverðu magni af límkýtti o.fl. o.fl.) kostaði breytingin um 300 þús. og þónokkrar kvöldstundir.
Vona að þetta verði þér hvatning.
Einar
26.12.2003 at 02:17 #481538…en ekkert voðalega ljótt.
Nú verð ég að taka undir með Ion (og snúa boðskapnum kannski yfir á íslensku í leiðinni).
Ég hef alltaf haldið að þessi félagsskapur snerist um ferðamennsku en ekki pissukeppni. Ef fólk hefur eitthvert óþol fyrir gömlum bílum er kannski réttara að leita eitthvert annað, til læknis t.d.?
Ég verð líka að segja að mér blöskrar oft umræðan hérna og á hversu lágu plani hún er. Það er eins og meðal notenda síðunnar séu nær óteljandi snillingar sem hafa það eitt að markmiði að koma fólki upp á afturlappirnar í tilgangslausu þrasi um toyotu vs. nissan.
Ég trúi því reyndar að þetta sé nú allt gert í gríni og með góðum vilja en það er leiðinlegt að sjá málefnalega þræði leysast upp í þessa vitleysu.
Ef einn bíll væri virkilega bestur í heimi – væri hann þá ekki sá eini sem væri framleiddur eða keyptur?
Er svona umræða og þras á einhvern hátt að endurspegla andann í félaginu? Ég hef nefninlega bara mætt á einn fund og er ennþá að reyna að ákveða hvort ég eigi að endurnýja aðildina…
…þó að typpið mitt sé orðið 12 ára gamalt og votti fyrir ryði?
Kv.
Einar.
01.12.2003 at 18:43 #193252Sælir og sælar.
Nú gæti ég þegið svar og ráðleggingar frá einhverjum sem hefur meiri reynslu en ég í bílaviðgerðum.
Ég er á ’91 4runner með 3ja lítra bensínvélinni. Í ferð um helgina kom í hann óhljóð eða aukahljóð sem ég átta mig ekki á hvaðan kemur.
Það lýsir sér einhvernvegin svona:
-Hljóðið kemur og fer, lætur helst á sér bera þegar átak er lítið á drifrásina (t.d. þegar slegið er af).
-Það ber ekki á hljóðinu á lágum snúningi og mjög lítið á langkeyrslu. Til að fá það til að hætta dugar að kúpla frá, gefa inn eða hægja á bílnum.
-Hljóðið er ólíkt eftir því hvað ég er í mörgum drifum. Ef framdrifið er ekki tengt líkist það þungum en lágum nið, en ef ég er í framdrifinu líka verður hljóðið mikið hærra og skærara, líkist einna helst rafmagnsdælu eða -mótor sem er við það að spila út.
-Það virðist koma framan úr bílnum, sennilega ekki fjarri neðanverðum hvalbaknum, því að maður finnur örlítinn titring með því upp í iljar.
-Þegar ég tek vinstri beygju hættir það undantekningarlaust (það er ein loka á bílnum og hún er hægra megin) en hægri beygja hefur ekki áhrif.
Ég er búinn að leggjast undir bílinn og taka á framskaftinu. Sé ekki að það sé hökt í hjörulið, en ég er alls enginn snillingur í viðgerðum. Dettur í hug drifið sjálft að framan eða eitthvað við framhjólin.
Ef einhver býr svo „vel“ að kannast við þessa lýsingu þætti mér vænt um vísbendingar um það hverju ég á að vera að leita að.
Kveðja,
Einar Elí
14.11.2003 at 14:05 #480620Var ekki einhver Volvo station á 14 eða 15" dekkjum auglýstur fyrir 2 eða 3 árum sem "jeppi fyrir fólk sem vill ekki eiga jeppa"?
Skítt með það. Fólk má kalla bílana sína það sem það vill.
kv.
Einar
-
AuthorReplies