Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.06.2004 at 21:45 #504006
Alltaf verið svag fyrir svona groddalegu og kassalaga dóti. Hvað er þetta fyrir trukk? Spurning um að stefna á svona húsbíl í ellinni?
19.06.2004 at 00:01 #503970Ég fer hiklaust niður fyrir 10 pund ef vegurinn er ósléttur, stuttur og ég er ekki á hraðferð.
Mér skilst (og hefur sýnst) að það sé í góðu lagi svo framarlega sem maður fari hægt, passi sig á grjóti og sé meðvitaður um að mýkri dekk þýða að gúmmíið er á meiri hreyfingu og að bíllinn svarar seinna.
Hvoru tveggja þýðir að maður þarf að stilla hraðanum í hóf. Ég tékka reglulega á hitanum í dekkjunum ef það er mjög lint í þeim – heit dekk þýða of mjúk dekk og/eða of mikill hraði.
Að öðru leiti er bara að passa grjótið…
Kv.
Einar Elíes. er á 38" runner á slöppum gormum að aftan og flexitorum að framan – veitir ekki af að mýkja hann aðeins
10.06.2004 at 21:24 #503311Stefni á Snæfellsjökul á laugardaginn (12. júní) og langaði bara að vita hvort einhverjir hefðu farið á hann um síðustu helgi eða jafnvel í vikunni?
Er eitthvað annað sem maður á að passa sig á, annað en þessi sprunga (takk fyrir punktinn!) ?
Er ekki ennþá verið að keyra til hliðar við troðna slóðann fyrir vélsleðana, eða er einhver önnur leið betri upp?
Takk fyrir allar upplýsingar sem þið getið miðlað.
kv.
Einar Elí
10.06.2004 at 02:08 #503720Það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt.
Þar til í dag hélt ég að jökullinn á Vestfjörðum héti Drangjökull.
Ég hef aldrei ferðast að ráði um Vestfirðina og því lítið velt fyrir mér kortum þaðan, en ég kíkti á kort frá Landmælingum íslands eftir að hafa skoðað þennan þráð og komst að því að réttu nafni heitir skaflinn Drangajökull.
Merkilegt.
Ég er hlynntur því að Íslendingar tali sæmilega rétt mál í það minnsta og að hlutir og staðir heiti sínum réttu nöfnum. Hinsvegar eru gælunöfn eins og Langiskafl bara til að létta manni lund
Drangajökull skal það vera.
09.06.2004 at 20:37 #503636Á bls. 12 í Fréttablaðinu á morgun (fimmtudaginn 10. júní 2004) er myndarleg frétt sem jeppamenn ættu að geta glaðst yfir. Þar kemur fram að samkvæmt nýlegri rannsókn virðist ekki fótur fyrir þeirri mýtu að breyttir jeppar séu hættulegri en aðrir.
Mæli með því að þið kíkið á þetta.
Ein vitleysan hrakin – vonandi snýr sér einhver að þeirri næstu.
kv.
Einar Elí
09.06.2004 at 04:10 #503576Er ekki rétt að fólk fái að vera á eins stórum bílum og það vill?
Mér þætti allavega ekkert leiðinlegt að eiga svona tæki (http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … 4&offset=0) ef ég ætti nóg af peningum til að borga olíu, viðhald og dekkjaslit.
Ég held að 44" dekk dugi skammt á svona flikki, enda er sá á myndinni á 46" og svo er einn til með 49" dekkjum…
06.06.2004 at 22:38 #503596Ef þig vantar aukatank getur þú t.d. haft samband við KE Málmsmíði (http://www.ke.is). Þar er hægt að láta smíða hvaðeina fyrir sig úr áli á góðu verði. Þú þyrftir a.m.k. ekki að punga út 90.000 kalli.
En ef þú ert að spá í aurunum þá gætir þú farið eins að og ég:
Ég auglýsti eftir tanki hér á síðunni og var svo heppinn að fá einn gefins (aðrir buðu mér tanka á 5-10 þús). Dæla, slöngur, rofi, vírar og áfyllingarstútur kostuðu um 12.000 í það heila (áfyllingarstútinn fékk ég á partasölu, hitt í Bílanaust og Barkanum.
Með aðstoð góðra vina fór svo löng kvöldstund í að massa þetta undir bílinn (slípirokkur, log-/rafsuða, borvél og fleiri almenn verkfæri viðstödd).
Kostirnir við að hafa aukaforðann í tank eru mjög margir, t.d. þyngdardreyfingin, hægt að dæla á milli á ferð, forðinn er ekki að taka pláss sem þú gætir notað í annað o.s.frv.
Ég mundi fara þessa leið til að byrja með, og ef þig vantar enn meira eldsneyti – þá gætu brúsarnir komið til greina.
kv.
Einar Elí
20.05.2004 at 01:50 #502829Eftir að hafa unnið við vegagerð sem pjakkur dettur mér oft í hug vísan hans Óla Ket þegar blessaða vegagerðina ber á góma:
Á vegagerðar vísdómstindi,
með blauta sína tíu fingur,
sjáirðu mann á móti vindi
míga, það er verkfræðingur.Ég sé ekki hvaða lögsögulega réttlætingu vegagerðin hefur til að gera fólksbílaveg inn í Mörk. Það liggur í augum uppi að svæðið þolir ekki margfaldan ágang á við það sem nú er.
Þeir þekkja það sem þetta lesa að ef fólk þarf að hafa mikið fyrir því að komast eitthvert, ber það meiri virðingu fyrir áfangastaðnum. Það er ekki langt síðan aukin jeppaeign og "betri" hálendisvegir urðu til þess að tillitssemi snarminnkaði á fjöllum. Að sama skapi eru nú fleiri á ferðinni sem bera minni virðingu fyrir landinu.
Það Á að vera erfitt að komast í Þórsmörk.
Ef maður "getur ekki" átt rétta bílinn til að komast þangað er alltaf hægt að taka rútuna. Það er beinlínis vanhugsun að leggja fólksbílavegi á staði þar sem gróður og land eru viðkvæm og þola ekki nema takmarkaðar mannaferðir.
Pú á vegbætur.
Kv.
Einar Elí
19.05.2004 at 23:30 #194378Ég er ennþá í vanda með afturdrifið hjá mér.
Stóri boltinn í mismunadrifinu er mölbrotinn (fattaðist sem betur fer áður en ég setti drifið saman).
Ljónstaðabræður sögðu að Benni væri sennilega sá eini sem gæti átt þetta – en það var víst ekki. Jamal á þetta ekki og ég náði ekki í Toyota í tíma…
Þetta er ’91 4runner með 5.29 drifi og loftlæsingu. Hvar á ég að leita og hvað þarf ég að taka fram til að fá rétta hlutinn?
Thanx dudes…
Einar Elí
17.05.2004 at 20:50 #502501Hafði samband við Ljónsstaðabræður. Þeir ætla að selja meir drif, legur og meðfylgjandi á nálægt 40.000.
Tel það nokkuð gott miðað við að það kostaði 20.000 hjá umboðinu að skipta um afturhjólalegu á öxli sem ég kom með úrrifinn.
Takk fyrir ábendinguna.
Kv.
Einar Elí
16.05.2004 at 23:02 #194365Hæ og hó.
Þá er Moby kominn á búkka að aftan enda drifið farið. Mágur minn sem er pajeroeigandi þurfti endilega að eiga leið hjá og leiddist ekki sjónin :-/
En – smá ráðaleit:
Hvar finn ég almennilegt drif og legur í gripinn á viðráðanlegu verði?
Þurfti að leita til umboðsins vegna hjólalegu og fannst ég borga alveg nóg – hef samt heyrt að þeir séu með mjög fín verð – veit ekki alveg hvað aðrir eru að rukka.
Ég er með ’91 4runner, 5.29 drif.
Kv.
Einar Elí
13.05.2004 at 11:50 #501961SkuliH spurði hvort einhver í skiltagerðabransanum væri félagi.
Ég er reyndar hvorugt, en hef verið bæði.
Vil því bjóða fram aðstoð við hönnunarvinnu ef á þarf að halda. Hef unnið við slíkt og þekki vel til hvernig á að skila verkum t.d. í fólíuskurð.
Ef það er einhver hagur í því (klukkutíminn í svona vinnu kostar sjálfsagt á bilinu 3-7.000 eftir því hvar er verslað) má hafa samband við mig í einareli@isl.is.
Kv.
Einar Elí
30.04.2004 at 00:01 #500571Ekki ætla ég nú að segja að það sé varanleg viðgerð, en cherokee sem ég átti fór að sprauta út um gat á slöngu.
Lausnin fólst í tveimur hosuklemmum, leatherman-hníf og penna"boddí" úr áli.
Þetta hélt a.m.k. þangað til ég seldi bílinn hálfu ári seinna… gleymdi þessu þangað til núna.
Kannski getur þú reddað þér á svipaðan hátt ef þú þarft að bíða eftir varahlut.
kv.
EE.
23.04.2004 at 02:24 #499815Er ekki öruggt að það verður fullt af fólki á jöklinum á laugardaginn? Er að spá í að fara einbíla á 38" bíl að skoða hellinn og það er alltaf svolítil huggun að vita af öðrum á kreiki…
Góða ferðahelgi og gleðilegt sumar.
Einar Elí
22.04.2004 at 00:42 #499388Ég held að bílnum hafi nú bara brugðið jafn mikið og mér þegar afturendinn skrikaði ofan í þennan pytt. Hann neitaði allavega að klóra sig upp úr og þurfti drátt. Það þarf ekki alltaf mikið…
[img:wtvm16k3]http://gotur.trs.is/einar/undarlegt/myndir/laugarfell_mars_04/images/072_h.jpg[/img:wtvm16k3]
Fleiri myndir og festur úr annars ágætri ferð: [[url=http://gotur.trs.is/einar/undarlegt/myndir/g14.html:wtvm16k3]Undarlega síðan[/url:wtvm16k3]]
Kv.
EE
22.04.2004 at 00:32 #499620Takk fyrir svörin. Ótrúlegt hvað er hægt að leita með allt vesen inn á þennan þráð.
Ég sé ekki að dempararnir séu annað en í lagi, en það er slag í upphengjunni. Búinn að kaupa nýjar fóðringar og bíð eftir tækifæri til að skella þeim í.
Takk kærlega.
Kv.
EE.
21.04.2004 at 02:45 #194244Enn og aftur leitar maður á náðir snillinga:
Skruggukerran mín, sem er 4Runner á flexitorum, hefur þann skemmtilega hátt á að „hrista hausinn“ ef hann fjaðrar mismikið að framan (t.d. þegar ekið er á malbiki og annað framhjólið fer yfir mishæð en hitt ekki).
Þá gengur framendinn til í svolitla stund á eftir, nánast í hringi, þó svo að bíllinn haldi óbreyttri aksturstefnu.
Þetta var vissulega dulítið fyndið í fyrstu skiptin, en ég er orðinn hálf leiður á þessu eftir tæpt ár, og hélt þess utan að klafabílar ættu að vera betri en rörabílar að þessu leiti?
Kannast einhver við þetta vandamál? Er þetta eðlilegt eða á að vera hægt að breyta þessu?
Rétt að taka það fram að bíllinn dúar ekki að framan ef maður ýtir honum niður og sleppir (gamla demparaprófið).
Með fyrirfram þökk,
EE.
21.04.2004 at 02:34 #499495Sæll Gremlins og til hamingju með uppfærsluna á Lödunni
Langaði bara að minna þig á að það er ekki sama hvernig hátalarnir eru tengdir. Reyndu eins og þú getur að fylgja vírunum þannig að + tengist örugglega í + og – í -.
Ef það gengur ekki getur þú prófað að spila eitthvað í græjunum þegar tækið er komið í og prófað að víxla vírunum á öðrum hátalaranum.
Sú tenging sem gefur þér dýpra og hljómmeira "sánd" er sú rétta.
Rock on!
Kv.
EE.
18.04.2004 at 23:34 #499229Kannski pínulítið úr fasa á þessum þræði, en þó ekki alveg:
Afstaða til kannana á slysahættu þegar stór bíll og lítill bíll reyna að vera á sama stað á sama tíma hefur verið mér dulítið hugleikin undanfarin misseri.
Ég held ég hafi heyrt það í fréttum fyrir nokkrum árum að Svíar (sú margblessaða þjóð) hefðu fundið út að farþegar í litla bílnum væru líklegri til að slasast… og því ætti að banna stóra bílinn.
Nýlega hafa svipaðar raddir heyrst frá hérlendum "sérfræðingum" (ýmist sjálfskipuðum eða opinberum) sem eru helst á því að stórir bílar séu stórhættulegir – á þeim forsendum að farþegar þeirra slasist minna (?)
Mér finnst gaman að samlíkingum:
Tveir menn ætla að hlaupa með hausinn undir sig, á hvorn annan og munu þeir skalla hvirfilinn á hvorum öðrum.
Gott og vel.
Þeir nota hjálma. Annar notar lítinn og þunnan hjálm en hinn notar mikinn hjálm úr þykku efni og vel fóðraðan.
Þeir rekast saman, litli hjálmurinn lætur undan og sá sem hann bar gengur frá þessum atburði skorinn á höfði og vankaður.
Og þá spyr ég: Á að banna stóra hjálminn… eða átti sá sem var með litla hjálminn kannski bara að vera með stóran hjálm líka???
Ég sé ekki tilganginn með því að hylla dollurnar og banna öryggisbúrin. Ég held að það hljótist að tengjast eyðslu- og umhverfissjónarmiði (sem er gott og blessað) og í þeim geiranum er nú margt skrumskælt og afbakað eins og flestir vita.
kv.
EE.
07.04.2004 at 14:23 #495673Vissulega punktur.
Veit einhver hvernig hlutfallsleg skipting olíulítraverðs yrði í samanburði við skiptingu bensínlítraverðs?
Þ.e. hversu margar prósentur eða krónur eru innkaupsverð, álagning, "tíund" o.s.frv.
Væri fróðlegt að vita hversu jafnfætis bíleigendur standa og hvort bensínnotendur séu að borga aðra hluti en díselnotendur?
Kv.
EE.
-
AuthorReplies