Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.09.2004 at 01:34 #505548
Ég er með RAM borð, kúluliði og rör í mínum, allt frá R. Sigmundssyni. Kostaði rúm 20 þ. í það heila, en maður hefur nú eytt öðru eins í eitthvað heimskulegra.
Sé helst eftir að hafa ekki fest rörinu aðeins aftar í gólfið (það er alveg við hvalbakinn og kemur í 45°inn í bíl og er stífað þaðan niður í gólf, en tímabundna lausnin fyrir hliðarhristing, að binda rörið með skóreim við innréttinguna, er að nálgast ársafmælið).
Mæli með að staðsetningin sé þaulhugsuð og útpæld þannig að sveigjanleikinn í stillingunni sé sem mestur. Það er sitt á hvað hvort það er kóarinn eða bílstjórinn sem er að nota tölvuna, og stundum er hún bara heimabíó fyrir alla farþega í bílnum.
Það er ekkert mál að mæta á staðinn og fá sölumann með kompónenta út í bíl til að spá og spekúlera og bera við.
Að lokum er ég svo með tvær rendur af "frönskum" rennilás, sem halda vélinni á borðinu líkt og um tonnatak væri að ræða. Þær þarf líklega að endurnýja með ca. 1 árs millibili ef þær eiga að haldast ferskar.
Þaldénú.
Einar Elí
09.09.2004 at 01:23 #505502Takk fyrir uppástungur, ábendingar… og til Baldurs
Jú, það er rétt – það væri vissulega gott að vita fyrir víst hvort það sé pakkningin eða eitthvað annað.
Ég safnaði mér upplýsingum í kvöld og skilst að auk þess að fylgjast með vatnsmagninu á kælikerfinu (sem gæti reyndar breyst út af mörgum öðrum þáttum) má t.d. reyna að koma auga á loftbólur í vatnskassanum þegar bíllinn er í gangi. Að auki má taka kertin úr, starta einn hring og sjá hvort einhver raki sé í kertagötunum. Þannig sést líka hvort nóg er að skipta um pakkningu öðru megin.
Ef fólk á fleiri góð ráð til að prófa á morgun væri það vel þegið – sem og upplýsingar um vélina, hvernig á að rífa hana og hvort heddin séu úr áli eða pottefni.
Þeinkjú.
Einar Elí
08.09.2004 at 00:06 #505494…já og svo auðvitað: ég kann ekki nóg til að sjá það í svipan, en er álhedd á þessari vél, eða potthedd (’91 toy V-6 3000)?
Kv.
Einar Elí
08.09.2004 at 00:04 #194617Jæja, nú er úr vöndu að ráða.
Úr pústinu hjá mér er farinn að berast örlítill hvítur reykur sem ber aðeins meira á þegar bíllinn hitnar.
Einnig virðist hann ekki sprengja á öllum fyrstu sekúndurnar eftir að ég set hann í gang kaldan.
Reikna með að fólk sé sammála því mati mínu að heddpakning gæti verið farin?
En þá er komið að vandanum – ég er með 3 lítra toyotu V-6 með EFi innspýtingu og það verður að segjast eins og er að vélar“salurinn“ er of lítill fyrir þessa vél. Að auki er aragrúi af litlum pípum, leiðslum og börkum sem liggur ofan á vélinni (í kringum og ofan á soggreininni) og ég veit varla hvar á að byrja eða hvernig ég á að komast að þessu, hvað þá hvernig ég kemst hjá því að skemma eitthað á leiðinni !
Einhver góð ráð um hvernig á að rífa vélina til að skipta um pakkningu?
Eitthvað sem einfaldar mér verkið?
Eitthað sem ég þarf að passa sérstaklega?
Allar uppástungur væru rosalega vel þegnar.
kv.
Einar Elí
06.09.2004 at 21:24 #505478Verð bara að hrósa þér fyrir bílinn – glæsilegur á að líta!
kv.
Einar
30.07.2004 at 14:56 #505174Vertu í bandi ef þú vilt handlangara við verkið Baldur, Moby vælir suma morgna, ekki ósvipað því sem þú lýsir. Væri gott að sjá hvernig alvöru Húsvíkingar bera sig að 😉
kv.
Einar Elí
24.07.2004 at 19:21 #194569Ég er að velta fyrir mér þyngd ýmissa bíla – ef þið hafið átt, eða eigið, eftirtalda bíla, þá væri gaman að fá að vita hvað þeir vigta og þá hvaða árgerð, hvernig breyttir og með hvernig vél:
(Öðrum bíleigendum er auðvitað velkomið að láta ljós sitt skína líka)
Econoline 150
Ford F150
Ford F250
Dogde Ram 1500
Dodge Ram 2500
Chevy Suburban
Ford ExcursionKv.
Einar Elí
(á ’91 4Runner 38″ með 3 lítra V-6 sem vigtar rétt um 2 tonn með skólatösku…)
24.07.2004 at 02:28 #504738Nei Baldur, nú held ég að þú sért að bulla… Ef ég fer í pikkup þá verður það eitthvað stærra en 2,4 dísel 😉
Nefndu stað og stund – þú ert með númerið!
kv.
Einar Elí
23.07.2004 at 12:52 #504734Takk fyrir þetta – ég reyni að hafa uppi á gripunum!
Kv.
Einar Elí
14.07.2004 at 04:07 #194541Enn ein pælingin um þessa ágætu bíla:
Ég er að spá í að mixa hlera aftan á minn, enda orðinn langþreyttur á að hífa blessaða afturrúðuna upp og niður í hvert sinn sem mig vantar eitthvað aftast úr bílnum (og auðvitað treður maður dótinu sem maður notar mest aftast – alltaf skal það þannig vera).
Þá er ég að spá í að bæta bara við efri hlera sem væri hægt að læsa, ekki ósvipaðan þeim sem eru á pall-skeljunum, skrúfa rúðuna niður í neðri hlerann og leifa henni bara að vera þar.
Þannig að ég er að spá í hvort einhverjir hafi framkvæmt svona verknað sem ég gæti fengið að kíkja á. Er með grófa hugmynd um hvernig ég vil gera þetta, en væri til í að sjá eitthvað sem virkar fyrir víst.
kv.
Einar Elí
09.07.2004 at 20:33 #504670Ertu þá að tala um stilliskrúfuna á bensínbarkanum, eða einhverja aðra? Minn gengur stundum undir 500 snúningum í hægagangi og það eina sem ég hef fundið til að breyta þessu er stillingin á bensínbarkanum, en hún er náttúrulega fjári ónakvæm.
09.07.2004 at 20:30 #504680…Ef maður þarf að komast í vinnuna, þó að það sé vetur.
08.07.2004 at 22:08 #5040684Runnerinn er skemmtilegri fjölskyldubíll að því leytinu að innréttingin er aðeins "mannavænni" og aftursætin eru mikið betri. Þá finnst mér kostur að geta teigt sig aftur í skott, en gallinn er auðvitað fyrst og fremst sá að skottið er töluvert minna en skúffan á hilux.
4Runnerinn er (yfirleitt a.m.k.) á klöfum og flexitorum að framan og gormum að aftan, á meðan hiluxinn er á heilli hásingu að framan og með blaðfjaðrir (a.m.k. orginal) að aftan. Svo er það bara hvor samsetningin hugnast þér betur.
Dísel Runnerinn hef ég heyrt að sé mjög fínt að reka, en hann er fjandi dýr. Ég reiknaði það út þegar ég keypti minn að ég gæti rekið bensínbílinn a.m.k. í fjögur ár áður en ég færi að tapa á því hvað hann eyðir mikið. Miðað við eyðsluna í honum, eyðsluna í díselbílnum og kaupverði þeirra bíla sem ég var að skoða.
Þeir eru líka töluvert sjaldgæfari en bensínbílarnir – sem eru auðfundnir í nánast hvaða útfærslum sem þér dettur í hug.
Svo skemmtilega vill til að ég er að hugleiða að skipta yfir í stærri bíl. Ef þú ert að spá í bensínbíl getur þú sent á mig tölvupóst.
Kv.
Einar Elí
01.07.2004 at 21:09 #194510Kvöldið.
Maður hefur einstaka sinnum rekist á breytta bíla sem samanstanda af grind á stórum dekkjum og svo boddíi sem virðist hafa verið tilfallandi í það og það skiptið. Þannig er skemmst að minnast gömlu bláu celicunnar sem var á 36 eða 38, subarusins á einhverju svipuðu og fleirum.
Ef manni áskotnaðist óvart bílskúr er næsta víst að maður færi í það að reyna að púsla einhverju slíku saman, svona upp á gamanið.
Og þá kemur að spurningunni: Segjum að maður finni grindarlausan (sjálfberandi) bíl sem er 1,5 tonn og maður vill setja hann á grind – hvað á maður að reikna með mikilli þyngdaraukningu?
Ef við ímyndum okkur að vélin sem er fyrir í bílnum vigti það sama og sú sem verður notuð, hvað er þá mikil þyngd í grindinni, millikassanum og smotteríinu sem til þarf?
Segjum t.d. grind úr Ford Ranger eða Toyotu Hilux.
Veit þetta einhver?
Kv.
Einar Elí
01.07.2004 at 12:11 #194508Jæja drengir og stúlkur.
Hvað segið þið mér af Snæfellsjökli núna, er einhver séns að komast hann upp á bíl? Er hann mikið sprunginn? Verður einhver þar um helgina?
Kv.
Einar Elí
01.07.2004 at 02:54 #504336ég mæli með pústverkstæði Einars í kópavogi, hann sérsmíðar flækjur og púst undir bílinn. Hjá mér staðsetti hann pústið (opið 2,5") undir miðjum bílnum til að ég kæmi aukatank undir hann, og setti aftari kútinn nánast alveg undir gólf undir skottinu þannig að plássið þar er alveg ósnert líka.
Ég borgaði alveg slatta (eitthvað um 80 þús samanlagt minnir mig) en þetta er fjári vel gert. Flækjurnar voru u.þ.b. 2/3 af verðinu – restina gætir þú gert sjálfur ef þú nenntir, en sparnaðurinn væri lítill.
Þú mátt kíkja undir gripinn hjá mér ef þú vilt og sjá handbragðið.
Kv.
Einar Elí
22.06.2004 at 11:45 #504038Takk fyrir það – það væri nú strax skárra að vera tvíbíla.
GSM 821 7549
NMT 854 7614
e-mail: einareli@isl.isEf þú sérð hvítan runner með íslenskan fána á toppnum í Mörkinni… þá er það ég.
kv.
Einar Elí
21.06.2004 at 21:58 #504050Keypti næstum því eins bíl í fyrra, vel með farinn en keyrðan um 170.000 minnir mig (’91 módelið).
Að auki var í mínum loftdæla og loftlæsing, flækjur, geislaspilari og hann var á splunkunýjum 38" dekkjum.
Borgaði 680.000 fyrir hann og fannst nokkuð sanngjarnt.
Ég get ekki séð á myndunum að sá rauði sé eitthvað mikið betur búinn eða farinn, en þeir eru jú eins misjafnir og þeir eru margir.
Ég mundi reikna með að 38" breyttur bíll á 35" dekkjum sé að eyða ca. 16-22 eftir aksturslagi.
kv.
Einar Eli
21.06.2004 at 00:13 #194476Halló.
Er ennþá hundfúll yfir veðrinu á Snæfellsjökli um síðustu helgi og vill endilega gera bragabót á um þá næstu.
Verð í Þórsmörk og er að spá hvort einhver hafi farið á Mýrdals- eða Eyjafjallajökul undanfarna daga.
Er eitthvað vit að vera að þvælast þetta núna eða á maður bara að bera á gönguskóna?
Kv.
Einar Elí
20.06.2004 at 03:05 #504030Ég mæli með því að þú hafir samband við Ingimar Baldvins (http://www.ib.is/). Hann er að flytja inn bíla frá Ammriggu og er með öll þessi mál á hreinu.
Þó ég hafi aldrei flutt inn bíl eða látið gera það fyrir mig er það mín reynsla almennt með flókin mál að það sem þú borgar fagmönnum fyrir að taka af þér áhyggjurnar er fyllilega þess virði.
kv.
Einar Elí
-
AuthorReplies