Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.11.2004 at 02:22 #507752
Það er rétt að taka það strax fram að ég er enginn sérfræðingur í græjumálum, en var (og er pínu enn) svolítill áhugamaður um að hafa sæmilegt sánd í bílnum.
Þegar maður "hannar hljóðkerfi" í bíl er hægt að fara eftir mörgum leiðum. Sjálfsagt hafa orðið miklar framfarir í þessum fræðum síðan ég var að kynna mér þetta, en þá hljóðaði ein kenningin einhvernvegin svona:
Þar eð hljóð leitar meira niður á við en upp, og hljóð í hárri tíðni berst styttra og dreifist minna en hljóð í lágri tíðni, er gott að stilla hátölurum þannig upp að hærra sviðið sé sem næst bílstjóra og farþega fram í bílnum.
Þetta má gera t.d. með því að hafa tweetera (hátíðnihátalara) í glugganum, gluggapóstinum eða ofarlega í framhurðunum og láta þá vísa í átt að hlustendunum.
Eftir því sem tíðnin lækkar má hátalarana neðar, og ekki eins mikilvægt að þeim sé beint í átt að eyrunum.
Þannig má hugsa sér 2 eða 3 hluta kompónent kerfi sem er með tweeterana í gluggapóstinum, miðjuhátalarann neðarlega í hurðarspjaldinu og jafnvel mid-bass eða bassa neðarlega í hurðarspjaldinu, en aftar (skiptir ekki öllu þó að sá hljómur sé ekki í "sjón"línu við eyrun).
Einnig er gott að hafa í huga að hljóð berst betur aftur í bílinn en fram. Þessvegna er betra að byggja upp gott kerfi frammi í bílnum en láta sér kannski duga 2-way hátalara og kannski aukapar af tweeterum aftur í. Hér spilar lögun eyrna okkar stórt hlutverk. Það getur þú sannreynt með því að sitja frammi í bíl sem er með hátalara aftur í og hækka vel í þeim. Settu svo lófana fyrir framan eyrun, þannig að handarbökin snúi fram, og gerðu "skálar" úr lófanum, þannig að hann safni hljóðinu að aftan og bergmáli því inn í eyrun. Munurinn er töluverður.
Einnig þekkist í "custom" græjun á bílum að nota svokallað "kick panel" til að koma fyrir miðjuhátalara, oftast með tweeter líka (2-way). Þá er steypt lítið horn úr trefjaplasti, því komið fyrir utan til á gólfinu fremst í bílnum og hátali settur í það. Hann er þá látinn snúa upp, í átt að andliti þess sem situr með fæturnar við hornið. Þetta kallar þó nánast undantekningarlaust á tweetara ofar.
Bassann má svo hafa nánast hvar sem er, og raunar finnst flestum betra að hafa hann í skottinu heldur en einungis fram í, sérstaklega vegna þess að stærra og betur einangrað box gefur mun þéttari hljóm en sambærilegir hátalarar í hurðum.
Þó má fá ansi gott hljóð í hurðarspjaldahátalara með lítilli fyrirhöfn.
Ég er t.d. með 8 tommu 3-way aftur í hjá mér. Ég lagði teppaklæddar krossviðsplötur yfir neðri hluta hurðarspjaldanna, skrúfaði plöturnar í innra byrðið á hurðinni og hátalarana í plöturnar og límdi einangrunardýnu innan á ytra byrði hurðarinnar. Þannig losna ég við hluta af glamrinu sem mundi myndast þegar hátalarinn byrjar að "sparka". Til að fá enn þéttara og betra hljóð væri betra að hafa líka venjulega hátalarafóðringu (nú eða twist, steinull eða þ.h.) innan á bæði innra og ytra byrði hurðarinnar, þ.e. innan í hurðinni sjálfri.
Þó að ég hafi yfirleitt verið með bassabox líka í bílum hjá mér sleppi ég því núna, til að geta veri með meiri farangur
og læt 8 tommurnar um bassann. Ekkert geðveikt, en nóg fyrir flesta sem eru orðnir eldri en 18 ára
Ef þú ert að leggja eitthvað upp úr græjunum í bílnum (tala nú ekki um ef þú ert að keyra eitthvað meira en 4 meðalstóra hátalara) mæli ég eindregið með því að þú notir magnara á milli tækis og hátalara.
Þó að tæki í dag séu með uppgefnum t.d. 4×45 W innbyggða magnara, færðu mikið tærara og þéttara hljóð ef þú setur 2×45 W magnara á hvert par. Innbyggðu magnararnir eru einfaldlega ekki eins góðir. Þetta er munur sem hvaða leikmaður sem er heyrir greinilega – ekki bara fanatíkarnir.
Og setjirðu magnara er gott að hafa eftirfarandi í huga:
Allar snúrur, bæði RCA snúrurnar og eins hátalarasnúrurnar úr magnaranum, virka eins og stífla á hljóðið ef þær eru ekki nógu sverar. Rétt eins og vatnspípur. Það er því ekki mjög sterkur leikur að fjárfesta í hátölurum og tækjum fyrir tugi þúsunda en ætla að sleppa ódýrt út úr snúrumálum.Eins er gott að leggja nógu svert rafmagn að magnaranum, því hann getur dregið töluverðan straum á mikillin keyrslu. Hann þarf líka að vera staðsettur þannig að loft nái að leika um hann, því að hann hitnar við notkun og þarf að geta kælt sig. Eins er nauðsynlegt að leggja rafmagn og RCA ekki á sama stað, rafsviðið frá rafmagninu hefur truflandi áhrif á boðin í RCA snúrunni.
Að lokum er alveg bannað að skítmixa tengi. Ef það er ekki skrúfað, ætti það að vera lóðað. Gott er að fortina snúruenda sem fara inní skrúfuð tengi eða skó.
Eins og ég segi – það er orðið langt síðan maður grúskaði í þessu, þannig að ef einhver getur bent á eitthvað sem er úrelt eða ekki rétt hér að ofan þá er það bara hið besta mál.
Vona samt að þetta gagnist að einhverju leyti.
Kv.
Einar Elí
02.11.2004 at 01:48 #507352Sæll Melrakki.
Þessa fékk ég að plokka af gömlum Bronco II sem pápi keypti í slátur.
(Það er löngu viðurkennd staðreynd að án pápa og þessa vefs væri ég algjörlega ófær um að eiga jeppa 😉
Veit þó ekki hvort þeir eru orginal, en ekki mjög ósvipaðir því sem maður sér á þeim ágætu bílum.
kv.
Einar Elí
02.11.2004 at 00:24 #507348Setti fleiri myndir í albúmið mitt, til að gefa þér betri hugmynd um kantana.
kv.
Einar Elí
02.11.2004 at 00:08 #507346Sæll.
Verð reyndar að viðurkenna að ég man ekki í svipan hversu þykkt blikkið var, en það var svipað og í boddýinu á bílnum.
Varðandi festingar – þá tók ég þá ákvörðun að þessir kantar væru endanlegir (þó svo að ég sé búinn að selja bílinn og viti lítið um afdrif hans síðan) og því voru þeir soðnir beint í boddýið – fyrst með punktasuðu og svo nánast heilsoðnir alla leið.
Stigbrettið er bara rifflað ál (fínrifflað – ég er með grófrifflað á toyotunni og fannst hitt eiginlega flottara) sem er beygt niður utan til, og svo smá brík undir brettið.
Svo eru soðnar prófílbitar inn í "grindina" og þeir líka soðnir neðst í sílsana, og svo eru skástífur undan miðjum bitunum sem fara neðar í "grindina". Hvor endi á brettunum er svo með smá "tungu" sem er beygð upp og boltuð í brettakantana að framan og aftan. Stigbrettið er svo boltað á sambærilegan hátt við prófílbitana.
Með þessu fæst ein samfella úr stigbrettum og brettaköntum og hvergi loftar á milli, ekki einu sinni á milli boddýs og stigbretta. Þetta gengi ekki á grindarbíl, en hentar fínt fyrir cherokee.
Ég var svo með slitsterkt plast límt ofan á aftari kantana og notaði þá til að standa ofan á þeim þegar ég var að ganga um toppkassann o.þ.h.
Brettakantarnir eru gerðir þannig að blikklengjur eru beygðar (fyrst í ca. 45°, svo aftur í 45° (þá bendir brúnin beint niður) og svo smá brík í 90° fyrir aukinn styrk) fyrir hvern kant. Svo eru bara skornir út fleygar úr beygða hlutanum, lengjan beygð og soðin saman.
Ég get hiklaust sagt að brettabúnaðurinn á þessum bíl var langsamlega sterkasti hlutinn af honum og þó að ég vildi gjarnan eiga heiðurinn af þessari lausn var það pápi gamli sem stakk upp á þessu þegar ég byrjaði að orða breytingarnar við hann.
Vona að þetta nýtist eitthvað – ég var allavega mjög sáttur við þessa lausn og reikna með að gera eitthvað svipað á öðrum bíl sem ég er að fara að breyta í vetur eða næsta sumar. Plastdraslið er bara ekki að gera sig fyrir mig á því verði sem það er á.
kv.
Einar Elí
30.10.2004 at 21:56 #507340Legg til að þú skoðir myndaalbúmið mitt. Þar sjást kantar fyrir 33" cherokee sem kostuðu eitthvað um 8.000 kr. og smá suðuvinnu – og voru nægilega sterkir til að hoppa á þeim.
Útfærsla á útliti er svo bara smekksatriði.
Bíllinn verður latari á þessum dekkjum, en ef vélin og skiptingin eru í frísku standi ættirðu ekki að finna svo mikið fyrir þessu. Svo er alltaf möguleiki að fá sér bara hlutföll.
kv.
Einar Elí
28.10.2004 at 06:32 #507240Ég held að eina rétta svarið sé:
"Kemstu það sem þú vilt komast?"
Ef þú ert að nota bílinn mikið í snjó getur verið að það borgi sig að fara í 35". Ég átti cherokee semég breytti fyrir 33" og í þau skipti sem ég fór á jökul var ég mjög sáttur við hann – þó svo að stöku bílar hafi farið lengra í vissu færi, þá gekk mér betur en 38" patrol að komast upp snæfellsjökul snemma vors.
Ef ég væri þú mundi ég halda 33" dekkjunum undir fram á vetur, og ef þú ert alltaf fastur eða langsíðastur í ferðahópnum, þá veistu allavega af möguleikanum.
Nú ef allt gengur eins og í sögu á 33" dekkjunum – þá er það bara nóg.
Dekkjastærð vs. þyngd bíls er nefninlega ekki nema hálf sagan. Tvær breytur sem þarf að hugsa um líka eru bílstjórinn og notkun.
Þú þarft ekki 38" breytingu til að keyra í vinnuna innanbæjar (þó svo að margir fái eitthvað kikk út úr því) og ég hef látið nánast óbreytta jeppa taka fram úr mér á 38" bara af því að bílstjórarnir eru betri og reyndari.
ERGO: Það getur enginn nema þú sjálfur sagt til um hvaða dekkjastærð hentar þér best.
Djúpt, ha?
Kv.
Einar Elí
27.10.2004 at 13:12 #507148Ég gef Einari í Kópavogi mín meðmæli.
Hann smíðaði flækjur og 2 1/2" opið púst undir 3 lítra 4Runnerinn minn fyrir rúmu ári síðan. Fyrir utan það að vera enn í fínu standi, hljóma skemmtilega og svínvirka – þá er þetta bara svo listavel hannað og smíðað hjá honum nafna mínum.
Til dæmis tók hann óumbeðinn tillit til þess við smíðina að hægt væri að bæta þriðja bensíntanknum við aftan við hásingu og lagði pústið þannig að það yrði ekki til trafala.
Pyngjan léttist reyndar eitthvað við þessi viðskipti, en ég sé ekki eftir þeim pening.
kv.
Einar Elí
20.10.2004 at 16:19 #506414Þess má geta að "stóri bróðir" DV, Fréttablaðið, birti grein um sama efni fyrir helgi, unna úr sömu upplýsingum.
Þar á bæ komust menn að því að ekki væri teljandi munur á slysahættu, eftir því hvort væri búið að troða stærri dekkjum undir bílana eða ekki.
Þó var minnst á það í framhjáhlaupi að breyttir sídrifsjeppar væru með aðeins hærri slysatíðni.
Það er ágætt að hafa það í huga við lestur DV að þeir þurfa að selja blaðið sitt. Þess vegna verða þeir að kreista "safann" úr öllu sem þeir geta og nota dulítið aðrar aðferðir en algengt er til að fjalla um málin.
Hvort fólk kýs að taka mark á því sem stendur í blaðinu hlýtur að vera undir hverjum og einum komið, en ég vil að gamni taka undir með þeim sem benti á að helsti lesendahópurinn virðist vera fyrrverandi forsetaframbjóðendur, alþingismenn, handrukkarar og aðrir glæpamenn.
Kv.
Einar Elí
17.10.2004 at 19:23 #506260Takk fyrir þessar upplýsingar.
Ég er sumsé að gæla við þá hugmynd að breyta gömlum FJ60 cruiser úr 35" yfir í 39,5". Reikna með að gefa mér næsta sumar í það ferli og er svona að fara að byrja að teikna það upp.
Það er því sennilega sniðugast að stefna bara beint á 39,5" og fara bara með hann í breytingaskoðun þegar allt ef yfirstaðið.
En eru þá einhver takmörk fyrir því hvað ég má setja lítil dekk undir hann á sumrin?
Kv.
Einar Elí
16.10.2004 at 21:33 #194675Smá spurningar…
Man einhver í svipan hvað má hækka mikið á boddýi og grind?
Annað… ef bíll er skráður fyrir 35″, en maður kemur stærri dekkjum undir hann og keyrir hannþannig – er maður þá að brjóta lög?
En ef maður þarf að lyfta honum meira en frá síðustu breytingaskoðun til að koma stóru dekkjunum undir? Þarf maður þá aftur að láta breytingaskoða?
Og að lokum: Hvaða framleiðendur eru með 39,5″? Einhverjir betri en aðrir? Hefur einhver verslað svoleiðis nýverið og man verðið?
„Það er svo margt sem mann langar til að vita…“
kv.
Einar Elí
14.10.2004 at 17:09 #480414Flottur bíll. Það væri gaman að sjá myndir af breytingunum og því sem þú ert búinn að gera fyrir hann – og auðvitað svona sirka kostnaðaráætlun. Það væru örugglega margir þakklátir, jafnt námsmenn sem aðrir.
Kv.
Einar Elí
22.09.2004 at 11:52 #506070…af því að svo virðist sem það sé í lagi að hrauna yfir sum fyrirtæki hér, en önnur virðast heilög og allir rísa upp á afturlappirnar og verja þau með kjafti og klóm, þó svo að sá sem kvartar eigi kannski um sárt að binda eftir viðskipti við það fyrirtæki…
…er einhverstaðar hægt að nálgast lista yfir það hvaða fyrirtæki eru í náðinni og hver ekki?
Nei nei… segi nú bara svona. Auðvitað eigum við ekkert að hrauna. Netið er til að skoða klám, ekki til að dissa aðra.
Áfram Ísland!
15.09.2004 at 12:18 #505720Blessaður Össi – og takk fyrir það!
Eitt sem er gaman við þessa síðu er að maður rekst á fullt af fólki hér sem maður hafði ekki hugmynd um að væri í jeppamennsku.
Glæsilegur sá nýi – sjáumst á fjöllum.
Einar Elí
Es. Ásgeir – takk fyrir þetta, ég svipast um eftir svona bíl.
13.09.2004 at 16:34 #505714Þakka þér kærlega fyrir greinagóð og hjálpleg svör.
Reikna með að vélin í toyanum þínum sé þá eina japanska chevy vélin á landinu?
Kv.
EE.
13.09.2004 at 00:01 #194630Sælt veri fólkið.
Hef aðeins verið að gjóa augunum að ammrískum pallbílum undanfarið, væri svo fjandi gott að koma sleðanum bara á pallinn og þurfa ekki að vera að drösla kerru á eftir manni hvert sem maður fer (aðallega af því að ég er svo slappur bakkari…).
Ég hef verið að skoða bæði Dodge og GMC, en mér sýnist að Raminn sé auðveldari í breytingum? Er það rétt hjá mér að grindin í GMC geri breytingar dulítið erfiðari (finnst breikkunin í henni vera of framarlega til að koma stórum dekkjum undir án þess að færa framhjólin framar)?
Annað sem ég er að spá í eru vélarnar. Langar pínu að prófa dísel í næsta bíl (5,9 eða 6,5 – má ekki vera minna) og því væri gaman að heyra eyðslutölur fyrir 38″ bíla, bæði með bensín mótora og dísel brennara.
Til glöggvunar er ég að spá í ’95-’98 en það væri líka gaman að heyra frá eigendum annarra árgerða.
Eyðslukveðjur,
Einar Elí
10.09.2004 at 23:56 #505634Eitt ráð til sem mér var sagt af bifvélavirkja:
Taktu öll kertin úr, startaðu einn hring og athugaðu hvort það komi raki í einhver kertagötin.
Skoðaðu líka þráðinn um V-6 toy heddpakkningu á spjallinu (nýlegur) þar fékk ég góð ráð í bunkatali.
kv.
Einar Elí
10.09.2004 at 23:50 #505520Vá – takk.
Maður fer nú bara fullur sjálfstraust út í skúr á sunnudaginn, hafandi allan þennan fróðleik!
Kv.
Einar Elí
10.09.2004 at 16:08 #505514Takk fyrir ábendinguna um heddið.
Pakkningin fór þegar lítið gat kom á vatnskassatoppinn og bíllinn ofhitnaði. Svo plönun er víst býsna góð hugmynd…Ég kíki á þetta með boltana. Keypti "slípisett" hjá Toyota í dag, hef ekki opnað kassann ennþá, en reikna með að boltarnir séu þar.
Kv.
Einar Elí
10.09.2004 at 01:46 #505506Jamm – það er klárlega heddpakkning.
Vatnskerfið tapar miklu vatni (um líter á 40 km – að vísu mikið í dóli og dulítið í lausagangi), ljósbrún skán hefur safnast neðan á olíulokið á mótornum (frostlögur í olíunni), það koma loftbólur uppúr vatnskassanum ef hann er opinn í hægagangi og maður fyllir stöðugt upp í stút og hvíti reykurinn gerir flest annað en minnka.
Toyota tekur á milli 130 og 150 þús fyrir að skipta um þetta (með varahlutum og plönun, sem er gerð hjá Kistufelli), en pakkningasettið kostar tæp 17.000 (allt innifalið sem þarf að skipta um) þannig að ég á líklega eftir að kynnast þessum mótor betur en mig langar.
Það eru álhedd á honum, þannig að það er algjört möst að plana þau áður en hann er skrúfaður saman aftur.
Þetta er að vísu sá hluti jeppamennskunnar sem heillar mig einna minnst (hér hefði einhver viljað bæta við "fyrir utan Patrol" en mér finnst það svosem ágætir bílar) en allt er þetta hluti af leiknum.
Inní skúr – og laggo!
Vona að eitthvað af þessu gagnist öðrum sem þurfa að sannreyna að pakkningin sé farin…
kv.
Einar Elí
09.09.2004 at 01:35 #505564Er ekki hægt að tengja loftúttak við túrbínurnar og nota þær til að pumpa í dekkin? he he he…
😉
EE.
-
AuthorReplies