Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.12.2004 at 02:45 #510292
Gleymdi: Það væri náttúrulega ekkert verra ef þeir væru 24V.
Kv.
Einar Elí
04.12.2004 at 20:26 #194992Hæ og hó.
Kemst ekki úr bænum um helgina vegna vinnu og því lítið annað að gera en að láta sig dreyma um jólaferðirnar…
…og í þeirri andrá rekur mig minni til pínulítilla 12V rafmagnshitablásara sem Bílanaust seldi fyrir nokkrum árum. Nokkurskonar míní-miðstöð.
Veit einhver til þess að hægt sé að nálgast svona dót í dag?
Er jafnvel að spá í webasto þegar lengra dregur, en ekki í vetur a.m.k. og væri því ofsalega feginn að finna svona græjur.
Kv.
Einar Elí
30.11.2004 at 11:27 #509766Ég vil votta fjölskyldu og öðrum aðstandendum samúð mína og vona að þau finni styrk hjá hvoru öðru á erfiðum tímum.
Einar Elí Magnússon.
30.11.2004 at 03:30 #509782Góð umræða og þörf.
Ef maður hefur nú áhuga á að smíða búr í bílinn hjá sér, getur þá einhver ráðlagt manni með efnisval og hönnun?
Líklega þarf búrið að ná utan um farþegasvæði hússins, og tengjast gólfinu fyrir framan framhurð, milli hurða og fyrir aftan afturhurð.
Eða hvað?
kv.
Einar Elí
22.11.2004 at 00:48 #5090464Runner V-6 38": Ca. 6-900 þús.
4Runner 3.0 dísel 38": Ca. 1.400-1.900 þús.
Segjum að bensínbíllinn eyði að meðaltali 20 á hundraði og gefum díselbílnum 14 á hundraði (veit reyndar ekki nákvæmlega hvað hann er að eyða).
Miðum við 20.000 km á ári.
Bensínbíllinn notar 4000 lítra af bensíni.
Díselbíllinn notar 2800 lítra af olíu.Bensínið kostar því samanlagt 406.000 á árinu.
Díselolían kostar samanlagt 126.000 á árinu, + ca. 140.000 í þungaskatt (miðað við mæli) eða samanlagt 266.000 fyrir árið.(Eldsneytisverð miðað við Orkuna 22. nóv.)
Tökum ódýrustu bílana, 600 þús. bensínbílinn og 1.400 þús. díselbílinn.
Verðmunurinn er því 800 þús.
Munurinn á eldsneytiskostnaði yfir árið er 140 þús.
Fyrir verðmuninn á bílunum má því keyra bensínbílinn í 5,7 ár áður en það hefði borgað sig að kaupa díselbílinn.
Ég sé nú ekki glæpinn í þessu…
Kv.
Einar Elí
22.11.2004 at 00:35 #509252Það er líklega farin hjá þér mótstaðan í miðstöðinni. Hún er útskiptanleg en ég er því miður ekki með á hreinu hvar hún er. Ef þú kaupir hana í Toyota geturðu beðið um teikningu af staðsetningu hennar.
Kv.
EE.
19.11.2004 at 01:55 #50900035,5 lítar???? Er ekki bara gat á bensíntanknum?
Ég er á 38" runner, ’91 með v-6 3.0 og meðaleyðslan er um 20.
kv.
EE.
18.11.2004 at 11:32 #508956ekki málið – gefðu mér netfangið þitt og ég sendi það á þig.
kv.
Einar Elí
18.11.2004 at 03:39 #508952Sæll.
Ef þú ert að spá í 4Runner langar mig að benda þér á gríðarlega skemmtilegt eintak sem verður til sölu eftir helgina (ég á hann sjálfur og ætla að skipta um kúplingslegu um helgina).
Kíktu í albúmið mitt eða á http://www.undarlegt.com – það er hvíta dýrið.
Sendu mér svo póst á einareli@isl.is ef þú hefur áhuga og ég skal senda þér lista yfir breytingar, aukabúnað, nýja varahluti o.s.frv. Og svo auðvitað verð.
Þetta er skemmtilegur bíll sem er tilbúinn á fjöll. Lítur vel út og virkar ekki illa.
Því miður veit ég ekki hvernig er að koma ammríguvél ofaní húddið, en þó hef ég séð gamla runner með áttu.
Kv.
Einar Elí
14.11.2004 at 21:23 #508640Svo má líka nota símann… þó að það sé pínu gamaldags…
Síminn hjá jeppaplast.is er, samkvæmt simaskra.is, 8680377.
kv.
EE.
10.11.2004 at 02:38 #50843410.11.2004 at 01:59 #508430… bókstaflega.
Er það Stefán Stefánsson úr Hveragerði?
09.11.2004 at 23:30 #508426Þakka rosalega vel fyrir mjög góð og skilmerkileg svör – greinilegt að hér var rétt spurt, fyrst menn vissu svörin
Fleiri hugmyndir eru vel þegnar, ef fleiri möguleikar skyldu vera fyrir hendi.
En til að svara Baldri og Stebba sérstaklega þá er ég "in the process" að kaupa hann og er með hann til reynslu (fjölskyldumál sko…). Ef ég kemst framhjá þessum þremur atriðum sem ég minntist á að ofan reikna ég fastlega með að festa mér trukkinn og hlúa enn meira að honum – og hann verður sko ekki seldur svo glatt!
Kv.
Einar Elí
09.11.2004 at 12:50 #194817Jæja, nú þarf ég að leita í smiðju mér reyndari manna.
Viðfangsefni dagsins er Cruiser 60 og þau vandamál sem til umræðu eru að þessu sinni eru eftirfarandi:
-Stýri.
Bíllinn er hækkaður með því að færa fjaðrir ofan á hásingu. Kæmi mér ekki á óvart þó að það væri það eina sem var gert. Stýrisvesenið lýsir sér þannig að það er „hálfdautt“ slag í miðjum ganginum. Þ.e.a.s. þegar hjólin snúa beint fram er smá slag í stýrinu sem skilar reyndar örlítilli stefnubreytingu í hjólin ef maður snýr því, en þegar maður er kominn framhjá slaginu verður stýrið þyngra og stefnubreyting hjóla meiri þegar maður snýr því. Ég mundi skjóta á að spindilhallinn væri vitlaus (?) en kann þó hvorki að sjá það né breyta. Einnig hefur mér dottið í hug stýristjakkur (?).-Gírkassi
Kassinn er 5 gíra, virðist vera í fínu lagi og ekkert hringl í stönginni. Hinsvegar er eins og stýringarnar í gírana séu ofurstífar og það er beinlínis erfitt að koma honum í gír einstaka sinnum. Þá er eins og einhver mekkanismi hindri að stöngin detti í gír, svipað og ef maður reynir að setja í fyrsta gír á mikilli ferð.-Bremsur
Kvikyndið bremsar, en „travelið“ á pedalanum er mikið og fer nánast niður í gólf. Það er býsna erfitt að fá hann til að læsa alveg, en hann hægir þó á sér. Grunur minn beinist að dælunni, sökum þess hversu mjúkt ástigið er.-Nú væri gott að heyra frá einhverjum sem hafa lent í svipuðu eða sama. Það er algjör óþarfi að eyða tíma í „fáðu þér bara annan bíl“ pósta – ég er alveg nógu fyndinn til að segja mér það bara sjálfur
Með von um fróðleg og skemmtileg svör.
Kv.
Einar Elí
05.11.2004 at 17:15 #507628Vorum að spá í að kíkja inneftir á sunnudag… en það virðist sem þetta sé allt að verða búið.
Er eitthvað vit í að reyna að nálgast gíginn á bíl, svona til að sjá a.m.k. eitthvað?
Kv.
Einar Elí
04.11.2004 at 23:22 #507794Ég er á 38" runner með eins drifbúnað að framan og þú. Ég er búinn að eiga bílinn í eitt og hálft ár og ég hef bara notað driflæsinguna að aftan ca. 6-8 sinnum (fer í eina til tvær "rough" ferðir á mánuði).
En – note bene – þetta hafa verið skipti sem ég hefði ekki viljað vera án læsingarinnar.
Þetta með klafar vs. hásing að framan er örugglega alveg hárrétt, en þau skipti sem ég hef þurft að snúa við hefur það verið út af einhverju allt öðru.
kv.
Einar Elí
04.11.2004 at 23:17 #507792Góð svör.
Er með bílinn – reikna nú alveg með að þessi hvíti virki og sé fínn – en maður vill fá að fikta soldið við þetta sjálfur.
kv.
Einar Elí
04.11.2004 at 02:41 #507782"fróða menn" á að sjálfsögðu að vera "fróða menn og konur".
Biðst afsökunnar.
EE.
04.11.2004 at 02:40 #194789Sælt veri fólkið.
Stefni á að breyta gömlum FJ 60 Cruiser fyrir 38″ dekk og hef óhemju margar spurningar. Byrja hér á nokkrum sem mig langar að biðja fróða menn að svara:
-Hvaða hlutföll koma best út í þessum bíl?
-Hvað ætti hann að vera á breiðum felgum til að vera vel snjófær?
-Er eitthvað sem þarf að gera við þessa bíla fyrir utan venjulegar breytingar (ég veit að í suma bíla þarf að setja stýristjakka, á öðrum borgar sig að breyta vatnskassa o.s.frv.)?
-Fær maður læsingar í þetta í dag? Loft, rafmagn eða barka?
-Nú er til slatti af þessum bílum á 38″ og stærra – er eitthvað af þeim ennþá á fjöðrum? Á maður að skipta skilyrðislaust yfir í gorma? Bæði að framan og aftan?
-Hver er hentug færsla á hásingum? Er hann kannski bara að virka fínt orginal?
Ég reikna ekki með að eyða ómældu fjármagni í bílinn, en vill þó gera þetta nokkuð vel. Hvað á að hafa forgang?
Fyrirfram þakkir fyrir góð ráð.
Kv.
Einar Elí
04.11.2004 at 02:30 #507358Gráni gamli (sá svarti í albúminu mínu) var lítið eða ekkert hækkaður á boddýi. Klippurnar og slípirokkurinn sáu um að koma dekkjunum undir, en við þurftum að berja gólfið aðeins inn fyrir aftan framdekkin til að ná góðu "klírans" í kringum dekkin þó að hann legðist aðeins fram.
Iss – það er nóg pláss í þessum bílum hvort eð er
Kv.
Einar Elí
-
AuthorReplies