Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.11.2007 at 22:47 #601384
"Gunnar, áttu við að það væri ekkert mál að láta 4 kalla sitja þversum aftaní svona Cheeroke? "
.
Og líklega enn minna mál í stutta Wrangler, þar sem hann er jú enn lengri.
.
Nú bý ég svo illa að eiga hvorki Grand Cherokee né Defender í hlaðinu hjá mér og get því ekki stokkið út til að mæla innanmálið í bak og fyrir. Hef samt þurft að troða hellings farangri inn í báða bílana og ferðast í báðum bílunum.
.
Ef það er bara tilfinningin ein að Defenderinn sé stærri að innanmáli (eins og samanburðurinn snerist upphaflega um, en ekki stuðara í stuðara), þá hlýtur það að vera tómur misskilningur að framleiða Grandinn bara fimm manna?
01.11.2007 at 21:24 #601378he he he – það luma eflaust einhverjir á sögum sem renna stoðum undir kenningar í báðar áttir.
01.11.2007 at 19:34 #601374"5 dyra wranglerinn er með svipað innrarými og Grand cherokee, sem er ekki ósvipað og Land rover…..
ekki bera saman epli og appelsínur.. "
Óttalegt grín er þetta. Annaðhvort hefurðu aldrei séð Land Rover Defender eða aldrei séð Grand Cherokee.
Og svo er verðlistinn yfir Patrol hér: http://www.nissan.is/bilar/patrol/verdlisti/
01.11.2007 at 13:09 #601368Sko… hér er einn fjögurra dyra:
http://bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&B … _ID=122330
Og verðið er "bara" 4,67 – eða svipað og fyrir ársgamlan, leðraðan Patrol: http://bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&B … _ID=111219Það er kannski ekki svo svakalegt, en gömlu bílarnir hafa alltaf verið ansi skrautlega verðsettir (eins og fleiri tegundir reyndar).
Hér er einn tveggja dyra, fjögurra ára gamall:
http://bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&B … _ID=141918Á litlar 2,99 – sem er Nota Bene sama verð og sett er á jafngamlan Patrol:
http://bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&B … _ID=200338
Burtséð frá breytingakostnaði (sem er mjög slöpp rök fyrir verðlagningu nýrra bíla, rétt eins og verð á heitum pottum er léleg rök fyrir hárri verðlagningu á sumarbústaði án potts) er munurinn kannski helst þessi: Wranglerinn er tveggja manna (a.m.k. sem ferðabíll) og helsti lúxusinn í honum er "dráttarkúla".
– En ég dreg ekkert úr því að Wranglerinn sé með skemmtilegri jeppum sem hægt er að komast yfir.
Hvað hestaflaumræðuna varðar hef ég prófað nokkra nýja kraftmikla ameríska "jeppa" undanfarið og þótt þeir telji mörghundruð hestöfl skila vélarnar í sumum þeirra litlu öðru en hávaða, aðallega vegna skiptinganna.
Svo geturðu lesið ameríska dóma og umsagnir um evrópska bíla sem skila miklu meira viðbragði en eru sagðir vélarvana af því að tölurnar eru lægri.Og að lokum um samanburðinn við LandCruiser, Patrol og Defender: Hverjum þykir sinn fugl fagur, en helv… má tveggja dyra Wrangler vera fallegur til að tilheyra þeim flokki.
Enn og aftur – Wranglerinn er stórskemmtilegur bíll, en tilheyrir öðrum flokki. Hann ætti t.d. mikið frekar heima í flokki með bróður sínum, Cherokee, og þegar kemur að dæminu um 2003 árgerðina gæti þetta verið annar kostur, 400.000 krónum ódýrari:
http://bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&B … _ID=220092Svo er þetta dæmi um nýjan svoleiðis bíl: http://bilasolur.is/Main.asp?show=CAR&B … _ID=208763
sem er kannski sambærilegur við 4 dyra Wrangler. Að vísu einni og hálfri milljón ódýrari. (Auðvitað er hægt að fá Grandinn mikið dýrari, en þá ertu líka farinn að bæta við búnaðinn. Mundi Wranglerinn standast þann samanburð?)
Þannig að… ég fer ekkert ofan af því að hann dýr. Ást og gleði er auðvitað mikils virði, svo ef menn fá það út úr bílnum sínum má hann svosem kosta eitthvað.
Og þó að ég sé sammála því að Defenderinn sé skringilega verðlagður líka má ekki gleyma því að maður þyrfti sennilega að eiga þrjá litla Wranglera til að komast með sama farangur í ferðalag og í einum Defender.
01.11.2007 at 12:37 #601738Mér finnast reyndar sætin í 2007 árgerðinni ekki hafa tekist sérlega vel upp. Um að gera að skoða og prófa.
Vélin í 2007 er samt mjög skemmtileg, og það er hægt að halda uppi samræðum í honum á þjóðvegahraða (að minnsta kosti óbreyttum). Þá er fyrsti gírinn orðinn lægri en hann var (og búið að bæta sjötta gírnum við) svo torfærufídusinn hefur heldur hækkað.
Nýja mælaborðið er alveg þokkalegt – en ekki búast við loftpúðum, tölvustýrðri miðstöð eða svoleiðis fíneríi.
29.10.2007 at 19:41 #601352Mér finnst þessi stóri Wrangler reyndar alweg geðweikt töff! Werst hwað Wranglerinn er undarlega dýr…
Annars er það svona prívatregla hjá mér að taka passlega mikið mark á almenningsáliti kananna þegar kemur að bílvélum. Þeim finnast sumum 150 hestöfl of lítið í litlar fólksbílatíkur en eru ofsalega ánægðir með jeppa með 300 hestafla vélum, þó viðbragðið sé minna en í ’91 Hilux, bara ef hávaðinn er nægur.
Það er margt skrítið í kýrhausnum, en enn fleira í Ameríku.
29.10.2007 at 19:34 #601316HAH!
Ég slepp – var í Hólaskjóli með björgunarsveitinni. Sló líka Íslandsmet – fór fjórum sinnum á Kirkjubæjarklaustur. Eru aukastig fyrir það, Baddi?
25.10.2007 at 23:54 #600656…ertu viss um að pústið í honum sé heilt? Það gæti verið ódýrari og árangursríkari aðgerð ef einhverstaðar fyndist gat á því.
En það er auðvitað bara hávaði í þessum tækjum, það er bara þannig. Svo má fjárfesta bara í góðum magnara og bassaboxi og þá verðurðu ekkert svo var við þetta
En varðandi gólfefni, ef þú hættir við teppi, er ekki upplagt að kaupa svona pallaefni til að sulla á gólfið – þrælsterkt, vatnsheld og einangrar örugglega eitthvað pínu.EE.
23.10.2007 at 15:53 #600748"Óbreytt ástand er dauði", eins og þar segir.
Nú bíðum við bara til að sjá hvað kemur í staðinn og finnum svo leið til að breyta því og fara með á fjöll.
Á sama tíma og framleiðendur eru (sem betur fer) að hallast að sparneytnari bílum og öðrum orkugjöfum, er krafa almennings um "SUV" hærri en nokkru sinni fyrr.Þetta hlýtur að enda í sparneytnum jeppa. Allir græða.
20.10.2007 at 15:39 #600524Af hverju ekki bara að fara alla leið og fá fíberboddý á dótið?
Það er kannski soldið dýrt, en ekki víst að það´komi verr út þegar allt er tekið til.
http://www.4x4bodies.com/pricing.php
http://www.jeep4x4center.com/kentrol/je … -parts.htm
http://toyotafiberglass.com/new_page_2.htm
Og eflaust til á mörgum öðrum stöðum líka.
Hér eru svo pælingar:
https://old.f4x4.is/new/forum/default.as … ingar/9406Kv.
EE.
19.10.2007 at 21:43 #600502Eftir því sem ég best veit fá sveitirnar sjálfar mjög lítið af almannafé í sína regnblautu vasa.
Veit ekki hvort það er eitthvað öðruvísi með minnstu sveitirnar sem eru illa í sveit settar með fjáraflanir, en ég mundi halda að þetta gæti fyrst og fremst haft áhrif á landssamtökin. Sé samt ekki að þetta verði raunverulegt vandamál, það er ekki eins og félagið sé t.d. að niðurgreiða flugelda til að geta verið samkeppnishæft.bara pælingar…
18.10.2007 at 14:57 #600282Á vegagerðar vísdómstindi,
með blauta sína tíu fingur,
sjáir þú mann á móti vindi
míga, það er verkfræðingur.Hann hafði semsagt ekki mikið álit á verkfræðingum þeim sem hönnuðu vegi landsins, frekar en flestir reyndar sem hafa unnið í vegagerð.
16.10.2007 at 12:08 #599952Ég held að svona lið sé alveg material fyrir réttargeðdeildina á Sogni – það getur ekki verið heilbrigt að labba um og skemma, bara til að skemma.
…Eða þá að við sendum þá á GPS námskeið til að læra hvað það er sem loftnetskapall fyrir GPS gerir – og af hverju það er ekki endilega arðvænlegt að skera á hann til að stela 5cm enda.
15.10.2007 at 17:39 #599946Ég endurtek: Þetta snýst ekki um að fá tjónið bætt – þetta er glatað fé. Það gengur hinsvegar ekki að það sé eitthvað pakk að stunda það að skemma bíla að gamni sínu, og sæki hvað eftir annað í sömu bílastæðin.
Og nei – ég er ekki með kaskó á þessum bíl.
15.10.2007 at 15:16 #599942Það er þjófavarnarkerfi í bílnum, en vegna rafmagnsvandamála sem hafa verið að stríða mér í soldinn tíma er það ekki virkt.
Hefurðu annars einhverntíma séð einhvern kippa sér upp við hávaða í svoleiðis kerfi?
EE.
15.10.2007 at 14:54 #200971Brotist var inn í gullið mitt, vínrauðan 60 Cruiser, í Gnoðavoginum í Reykjavík, líklega um helgina.
Rifnir voru úr honum 2 flip-down skjáir en festingarnar fyrir þá skemmdar, ásamt því sem skorið var á allar lagnir. Tjón um 100.000 kall.
Þá var allt hreinsað úr framrúðunni; lyklaborð, aukahátalari fyrir VHF-stöðina og standurinn fyrir GPS tækið. Í sjálfu sér lítill peningur, en skorið var á allar lagnir, líka GPS lagnirnar sem lágu lausar. Tækið var ekki í bílnum.
Þá hefur verið reynt að eiga við útvarpið, sem er rándýrt og vandað líka, en líklega hefur eitthvað orðið til þess að fíflið hefur lagt á flótta. Að minnsta kosti skyldi það eftir húslykil og skrúfjárn (alltaf gott að eiga skrúfjárn svosem).
Þrátt fyrir að vita að það væri hálf tilgangslaust kallaði ég lögregluna til og hún tók skýrslu.
Nú biðla ég til ykkar að láta orð út ganga, í þeirri von að einhver hafi séð til mannaferða um helgina í Gnoðavoginum sem gæti leitt til þess að þessi gerpi fyndust.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að dótið sem var stolið úr bílnum er glatað, enda gjöreyðilagt og ekki einu sinni hæft til sölu.
Ég er hinsvegar ekki til í að láta svona aumingja komast upp með þetta, sérstaklega þar sem vinur minn lenti í því í ágúst á sama bílastæði að blæjan á bílnum hans var skorin í tætlur. Ekkert hefur heldur spurst af því.
Því bið ég ykkur um að minnast á þetta við félaga ykkar, jafnvel dreifa þessu í tölvupósti, ef þið eruð á annað borð í þeim bransanum, í þeirri veiku von að hafist upp á þessum hálfvita/-vitum.
Fréttist eitthvað, má hafa samband við Lögregluna í Reykjavík. Bílnúmerið er IS 192, og þetta gerðist við Gnoðavog 20.
…Og ekki flytja í Gnoðavoginn. Ekki ef þú átt bíl allavega.
Kv.
Einar ElíPs. Mynd af bílnum, til glöggvunar fyrir þá sem gætu hafa verið á ferðinni: https://old.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=breytingar/4189/33642
01.10.2007 at 20:14 #598216Tryggvi – eina dæmið sem þú nefnir sem ég þekki til hefur að gera með siðareglur blaðamanna.
Séu þær brotnar fær siðanefnd málið til umfjöllunar og úrskurðar um málið. Í fyrstu mætti halda að það væri lítilvæg refsing, en blaðamenn sem fá ítrekað alvarlegar áminningar frá siðanefnd þykja nú ekki eftirsóttir starfskraftar hjá fjölmiðlum með sjálfsvirðingu. Þannig getur það verið spurning um framtíð í starfi, og þar af leiðandi brauðfæðingu, að brjóta gegn reglunum.
Úrskurðir siðanefndar eru oft birtir í fjölmiðlum og hafa þannig áhrif á almenningsálit á viðkomandi fjölmiðli.
Úrskurði siðanefnd á þann veg að blaðamaður hafi gerst brotlegur gagnvart siðareglum er úrskurðurinn stundum undanfari málshöfðunar, t.d. af þeim sem fjallað hefur verið um á ósiðlegan hátt. Lykillinn í því er auðvitað að í siðareglunum er margt sem á sér hljómgrunn í almennum lögum, en er umorðað til að það eigi beint og augljóslega við starfið.
Það er því ekki rétt að engin viðurlög liggi gegn því að brjóta siðareglur Blaðamannafélags Íslands.
…
Ég hef sótt hina ýmsu fjallaskála síðan ég var þrettán ára og hef stundum rekið augun í skálareglur. Mér er sem mig minni að í sumum þeirra sé tekið fram að brot á skálareglum varði úthýsingu og/eða geti útilokað gistingu í framtíðinni. Getur það ekki verið rétt hjá mér?
…
En – nú er ég búinn að benda á það sem mér finnst að eigi að varast og hef hvorki þekkingu né þol til að bæta frekar við þá umræðu.
Hvort einhver taki mark á þessum ábendingum er auðvitiað allt annað mál – maður vill bara ekki láta hjá líða að benda á hættur sem maður hefur komist í kynni við áður.
Vona að þetta fái einhverja farsæla niðurstöðu.Kv.
Einar Elí
01.10.2007 at 15:17 #598210Átti langt og gott símtal við Ofsa í morgunsárið og skil vel ástæður þess að menn vilji taka til einhverra ráða.
Held samt að það þurfi að horfa á reglugerðina frá öðrum hliðum. Útskýri það aðeins hér að neðan:—–
-Liggja viðurlög gegn því að nota ekki viðeigandi kallmerki?Í drögum að endurbættum reglum sem er byrjað að vinna er ákvæði um hvert skuli tilkynna brot (fjarskiptanefnd). Hvort viðurlög verði höfð gagnvart félagsmönnum fyrir "léttvægileg"brot er óvíst. Held jafnvel að þarna gæti smá jafningaþrýstingur verið öflugra tól eins og EIK segir heldur en formleg viðurlögæ. Aðaltilgangur þessara regla var að gera okkur mögulegt að verja hagsmuni félagsmanna gagnvart sjóræningjanotkun þeirra sem eru að nota kerfið í leyfisleysi í atvinnuskyni.
REGLUR ERU ÞANNIG AÐ EF ENGIN VIÐURLÖG LIGGJA VIÐ BROTUM Á ÞEIM ER ALVEG EINS GOTT AÐ KALLA ÞÆR LEIÐBEININGAR. ÞAÐ ÞÝÐIR LÍTIÐ AÐ LEGGJA FYRIR FÉLAGSMENN AÐ VAKTA RÁSIRNAR OG TILKYNNA BROT Á REGLUNUM, EF ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ TAKA Á BROTUNUM.
-Hver eru þau viðurlög og hver sér um að framfylgja þeim?
… sjá að ofan. Viðurlög beinast aðallega að ytri aðilum. T.d. með því að senda þeim sem misnota kerfið í atvinnuskyni reikning fyrir notkuninni.
HVER Á AÐ FYLGJAST MEÐ ÞVÍ? HVERNIG Á AÐ MÆLA NOTKUNINA? HVERSU HÁ Á SEKTIN AÐ VERA? STENST SLÍKUR REIKNINGUR LÖG?
—–
Ég er ekki sannfærður um að þessi reglugerð sé leiðin út úr vandanum. En ég er svosem ekki með neina betri hugmynd heldur.
Kv.
Einar Elí
01.10.2007 at 05:05 #598192Burtséð frá því að byssur eru lífshættulegar, og maður þarf að sækja námskeið til að fá að nota þær:
.
-Hver á að sjá um að samþykkja stöðvarnar? Starfsmaður 4×4? Hvaða daga verður hann á Egilsstöðum? En Höfn? En Þórshöfn? En Kópaskeri? En Ísafirði?-Hvað með þær stöðvar sem þegar eru til, á að gera út sendinefnd til að skoða þær?
-Hvað gerist ef stöð er ekki samþykkt?
-Hvaða eftirlit er með stöðvum sem eru seldar?
-Hvernig á að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af þessu eftirliti?
-Hversu miklum tíma þurfa eftirlitsaðilar að gera ráð fyrir í eftirlitið, t.d. á ársgrundvelli?
-Hvað gerist ef félagsmaður greiðir ekki árgjaldið? Þarf þá ekki að bregðast við því, og hver á að sjá um að viðbrögðin?
-Hvar falla amatörstöðvar undir reglugerðina? Eru þær samþykktar?
-Liggja viðurlög gegn því að nota ekki viðeigandi kallmerki?
-Liggja viðurlög gegn því að nota ósamþykkta stöð?
-Liggja viðurlög gegn því að nota rásir án heimildar?
-Hver eru þau viðurlög og hver sér um að framfylgja þeim?
-Er kærunefnd, eða sambærilegt batterí, til staðar til að kæra úrskurði eftirlitsaðila?
…
(klukkan er orðin margt, ég nenni ekki meiru í bili)
…Ég er mjög fylgjandi því að þessi mál séu skoðuð, en vegna reynslu úr öðrum félagsskap vil ég bara benda á að yfirleitt eru einföldustu lausnirnar bestar, og stundum gerir reglugerð meira ógagn en gagn, alveg sama hversu góður tilgangur hennar er og hversu vönduð hún er, til dæmis vegna þess að illmögulegt er að framfylgja henni í raun.
.
Ég hef nú oft verið sakaður um að vera Pappírspési, en sýnist að fleirum veitti ekki af því að fara að komast á fjöll.
.
kv.
Einar Elí
30.09.2007 at 20:43 #598184Bara fyrir forvitnissakir; hvernig er planið að stöðvarnar séu samþykktar?
-
AuthorReplies