Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.01.2005 at 12:54 #514902
Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að von sé á nákvæmari Íslandskorti fyrir Garmin tækin.
Mér skilst að R. Sigmundsson muni bjóða upp á það seinna á þessu ári og að verðið verði svipað og á núverandi korti.
Hinsvegar verður það selt á geisladisk svo að maður getur notað Garmin-hugbúnaðinn í lappanum með fínu korti!
Sneeeeeeðugt!
EE.
28.01.2005 at 02:43 #514766Ah! Ég mislas kommentið um staðsetningu kastaranna (það er semsagt ekki það að ég sé ekki með á hreinu hvort er framendinn á bílnum
"Assaggið".
Kv.
Einar Elí
27.01.2005 at 13:46 #514760Ekki veit ég hvort það sé til lagabókstafur sem bannar staðsetningu kastara fyrir framan ökumann, en ef svo er þá eru líklega 80% af vöruflutingabifreiðum landsins ólöglegar. Þær hafa gjarnan þakkastara fremst á húsinu.
Ferðafélagi minn er á nissan double cab og er með kastara á grindinni á pallinum (fyrir aftan hús). Ég var svo með kastara á trýninu (grillinu) og munurinn var ótrúlegur. Hann náði mikið betri dreifingu og nýtingu á ljósinu, enda var hann að lýsa meira ofan á jörðina, meðan ég var alltaf að horfa á einn punkt beint fyrir framan mig.
Planið á núverandi fák er að hafa kastara bæði á toppnum, grillinu og stuðarahornunum, til að ná sem víðustu sviði og möguleikum. Þakkastararnir verða staðsettir það aftarlega að þeir nái ekki að lýsa ofan á húddið, enda fátt meira truflandi en upplýst húdd þegar maður rýnir út í svartnættið.
Kv.
Einar Elí
23.01.2005 at 18:40 #514480Sæll Lúsifer.
Ætli það liggi ekki í augum uppi að í þessu tilfelli er það mynstrið sem var að stríða þér – ég mundi a.m.k. skjóta á það. Það er sjaldgæft að bílar drífi minna við það að fara á stærri dekk, nema þeir séu algjörlega vélarvana.
35" hefur það fram yfir 33" (eins og öll stærri dekk hafa fram yfir öll minni dekk) að fljóta betur. Auðvitað verður "klírans" frá jörðu örlítið meiri líka, en aðalmálið er stækkaður snertiflötur við jörðu og möguleikinn á að stækka hann enn meira með úrhleypingum.
Bíllinn þinn er ekki svo ósvipaður Hilux í þyngd og það hefur verið mjög vinsælt að setja þá á 38" dekk. Það þýðir auðvitað ekki að þeir fari hvað sem er (fjandi nærri því samt) og þannig eru til rök fyrir því að 38" sé ekki "nógu" stór undir bílinn hjá þér.
Það sem ég er að fara með þessu er að þú finnur aldrei "réttu" stærðina undir neinn bíl. Hinsvegar er sennilega til eitthvað sem er "rétt" stærð fyrir þig. Þetta er bara spurning um hvað þú vilt komast. Kannski dugar fyrir þig að vera á 33" dekkjum miðað við þína ferðamennsku á meðan einhver annar vill fara beint í 49" á samskonar bíl af því að hann vill geta flotið á vatni líka (efast reyndar um að L200 beri 49" dekk en það er allt annað mál).
Það er eiginlega samasemmerki á milli aukinnar dekkjastærð og aukins viðhalds. Því stærri sem dekkin eru, því meira álag á legur og annað í drifrásinni (ef öllu er vel breytt þarf munurinn reyndar ekkert að vera svakalegur). Það sem skiptir þó meira máli er að ef þú ert á stórum dekkjum þá er líklegra að þú hjakkir á honum upp um fjöll og firnindi og þá getur alltaf eitthvað klikkað.
Að þessu öllu sögðu… ég hef ferðast með svipað þungum bílum og þínum á 33", 35", 36" og 38". Ef þú ert að spá í vetrarferðamennsku mundi ég fara beint í 38". Ef þú ert að spá í sumardól mundi ég vera í 33". Svo ákveður þú bara – 35" fer t.d. ansi mikið í snjó, en verður alltaf aðeins þyngri á sér en 38". Hvaða ferðamennska heillar þig og hvað viltu eyða miklum pening og mikilli vinnu í bílinn.
Míkróskurður gerir (samkvæmt því sem mér hefur verið sagt) aðallega þrennt:
-Fleiri snertifletir minnka veghljóð.
-Fleiri snertifletur auka grip í hálku.
-Fleiri snertifletir þýða aukna kælingu (vegna loftrása á milli kubba) og auka því endingu dekkja.Ég átti bíl á míkróskornum dekkjum. Prófaði aldrei samskonar dekk án skurðar, en hann var yfirleitt fínn í hálku og veghljóð var vel innan þolanlegra marka. Ystu kubbarnir í skurðinum eyddust með tímanum en mér sýndist á öllu að þau myndu endast ca. 40.000 km. Ég veit ekkert hvort það er gott eða vont miðað við þessa dekkjategund (38" GH II).
Vona að þetta komi eitthvað að gagni.
Kv.
Einar Elí
22.01.2005 at 18:10 #514224Ég er búinn að ræða við Benedikt og tel mig eftir það vita þónokkuð um kosti og galla Irok dekkjanna. Trexusinn er útúr myndinni og því er bara ein lokaspurning: Eru til fleiri dekk í þessari stærð, eitthvað sem ég hef ekki heyrt af ennþá?
Kv.
Einar Elí
21.01.2005 at 20:41 #514214Takk fyrir innleggið GVS (og aðrir).
Hvert er opinbert verð á þessum dekkjum í dag?
Kv.
Einar Elí
21.01.2005 at 20:03 #514208Hmmm… ekki er gott að heyra Hlynur, ekki vil ég kaupa ný dekk, bara til að affelga.
Benedikt, hvað getur þú sagt okkur um þessar myndir:
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … ionid=2519Kv.
Einar Elí
21.01.2005 at 17:49 #195307Sælt veri fólkið!
Ég er þessa dagana að plana breytingar á forláta 60 cruiser sem stendur til að gera að ferðabíl þegar líður á árið.
Allur þessi snjór kallar samt á skjótar aðgerðir í dekkjamálum þar sem hann er bara á 35″ dekkjum (greyið). Það ku fulllítið fyrir 2.340 kg bíl.
Ég er búinn að máta 38″ undir hann og það passar fínt, en lítið pláss afgangs.
Samt er ég að spá hvort maður eigi kannski bara að fara í 39,5″, svona til að fá aðeins meira flot… varla veitir af…
Hvaða dekk fær maður í þessari stærð og hvernig eru þau að virka? Kosta þau eitthvað mikið meira en 38″?
Einhver sagði mér að Trexusinn væri slæmur í hlilðarhalla, er það rétt?
kv.
Einar Elí
20.01.2005 at 15:06 #513852takk fyrir þetta Guðni – segi ekki að þetta sé gefins, en það er víst þannig þegar maður kaupir góða vöru og þjónustu – maður fær það sem maður borgar fyrir.
Kv.
Einar Elí
19.01.2005 at 14:07 #513848Sæll Arnar, og takk fyrir svarið.
Reyndar er ég nú að spá í 60 Cruiser, þar sem Runnerinn er seldur, farinn, bless.
Mig mundi langa með haustinu að skella honum á gorma og færa hásinguna aðeins aftur (svona 30 cm) og af því að ég hef enga reynslu af svona aðgerð er ég að spá hvort maður fari á hausinn ef maður lætur gera þetta fyrir sig.
Eða er þetta kannski ekkert brjálæðislega mikið mál?
kv.
Einar Elí
19.01.2005 at 13:55 #513844Bara að halda þræðinum lifandi – það væri svo fja**i gott að fá að heyra frá þeim sem hafa látið gera þetta fyrir sig.
Var þetta mjög dýrt? Tók þetta langan tíma? Hverjir skiluðu góðu verki?
Kv.
Einar Elí
18.01.2005 at 16:50 #195282Jæja. Nú langar mig að vita hvort einhver hefur leitað til „fagaðila“ eða annarra snillinga í þeim tilgangi að láta færa fyrir sig hásingu og/eða skipta fjöðrum út fyrir gorma (eða púða)?
Fer sennilega í svoleiðis ævintýri í haust og er að spá hvort maður eigi að fara að safna hráefni og þekkingu eða hvort maður geti rúllað gripnum eitthvert inn og sótt hann svo einhverjum dögum eða vikum seinna?
Þetta kostar sjálfsagt nokkra útlimi, en maður þarf nú eiginlega ekkert nema hægri fótinn…
kv.
Einar Elí
13.01.2005 at 23:58 #513296Þetta með höfuðkúpuna og bjórvömbina er reyndar alveg rökrétt pæling, en það er náttúrlega ekki þrýstingurinn sem gerir það að verkum að "linum" dekkjum er hættara við að eyðileggjast á grjóti eða í hrauni. Það sem munar um er að hliðarnar á dekkinu fara að bungast út fyrir barðann og eru því í meiri hættu á að komast í snertingu við yfirborð jarðar en ella. Á meðan ekið er á barðanum sjálfum (á heillegum dekkjum) eru menn nokkuð "save" en hliðarnar á dekkjunum eru nú yfirleitt ekki hannaðar til að ekið sé á þeim.
kv.
Einar Elí
(sem fór upp Snæfellsjökul á 33" Cherokee í fimm pundum hérna um árið… og átti nóg eftir.)
05.01.2005 at 19:08 #512482Suzuki (notandi á síðunni) er á 35" og ég hef ferðast aðeins með honum á mínum á 38". Þriðji ferðafélaginn er svo ýmist á 35 eða 36.
Þú getur séð í myndaalbúmum Suzuki og Ion (og á http://www.undarlegt.com) að þeir fara nú glettilega mikið og ef bílstjórinn kann eitthvað fyrir sér og passar að halda bílnum léttum þá getur hann verið í notkun næstum allt árið.
Auðvitað munar aðeins um þessar 3 tommur upp í 38" en ekki nærri eins miklu og ef bíllinn væri t.d. 400 kg. þyngri.
kv.
Einar Elí
29.12.2004 at 01:14 #507160aesir: Seint er svarað – en svarað þó.
Með flækjum og 2,5" "opnu" pústi (með tveimur háflæðiskútum) minnir mig að þetta hafi verið öðru megin við 80.000. Allt sérsmíðað og -hannað.
Allavega ódýrara en púst undir RX7.
kv.
Einar Elí
22.12.2004 at 00:52 #511346Góður Stebbi!
Það hlaut að koma að því að árið okkar í Grunndeild rafiðna kæmi sér vel
Ég veit ekki alveg hvurslags ógurleg grjótmulningsvél það er fyrir fartölvu sem þarf 250-300 wött, en ég væri til í að eiga eina svoleiðis, þó ekki væri nema fyrir klámið!
Ég er með gígariðs IBM vél (T-23) og spennubreytirinn fyrir hana er gefinn upp fyrir 16V / 4,5A output.
Samkvæmt UxI=P er orkunotkunin (eða öllu heldur útgjöfin) því 72W þegar mest lætur.
Ég er með 75W áriðil og hann hefur dugað mér fínt.
Reyndi að vísu fyrst að tengja hann í kveikjaratengið en þá hlóð spennubreytirinn ekki nema bíllinn væri á snúningi.
Lagði svo sverari straumsnúru inn í bíl og setti auka tengi þar. Nú er þetta ekkert vandamál.
75W áriðill er þó í það minnsta fyrir 72W orkuþörf, því að það tapast alltaf einhver smá orka í breytunum sjálfum (breytist í varma o.þ.h.).
Kv.
Einar Elí
…sem nennti ekki að verða rafvirki þegar til kom.
10.12.2004 at 20:41 #510754Var á námskeiði á Þórisjökli fyrir 2 vikum. Ekki mikill snjór á Kaldadalsleið, en það litla sem var á svæðinu var á veginum. 44" landroverar lentu í krapaveseni og gerðu lítið annað en að draga hvorn annan upp.
Hinsvegar var vel fært að afleggjaranum að Langjökli.
En… það eru tvær vikur síðan. Það getur nú ýmislegt hafa breyst.
Látið okkur endilega vita hvernig færið er á jöklinum sjálfum!
Kv.
Einar Elí
07.12.2004 at 23:10 #510390keypti eina notaða og yfirfarna í USA (keypti samt á Íslandi) fyrir 20 kall í vor.
06.12.2004 at 13:18 #510298Já já, þú mátt alveg spurja.
Ég er að fá til aðnota 60 cruiser sem er þeim eiginleikum gæddur að vera bara með miðstöð framí (afturmiðstöðin er "kapút").
Hugmyndin er því að setja sitthvorn blásarann undir framsætin til að hlýja farþegunum á tánum.
Get ekki lagst í stórar fjárfestingar strax, en webasto væri auðvitað snilld þegar að því kemur.
Kv.
Einar Elí
05.12.2004 at 19:40 #510368Í sumum bílum er sitthvort öryggið fyrir háa og lága geislann.
Kíktu eftir því.
Annað sem getur verið að er að relyið fyrir lága geislann sé búið að gefa upp öndina. Þeir í Brimborg ættu að geta útvegað þér teikningu af því hvaða rely ræðir um og selt þér nýtt til skiptana ef það er farið. Ég þekki ekki þessa bíla en það getur verið að þessi gólfskiptir sem þið talið um sé relyið. Oftast er sitthvort relyið fyrir háa og lága geislann.
Þriðji möguleikinn er rofinn fyrir ljósin. Það er ekki einfalt mál að athuga það nema með því að rífa hann úr og tengja framhjá honum (sjortkötta). Það ættir þú ekki að gera nema þú hafir að minnsta kosti sæmilega hugmynd um hvað þú ert að gera.
Loks er svo alltaf sá möguleiki að einhver staðar sé snúra í sundur. Það er ofsalega skemmtileg bilun að leita að… svo við skulum vona að þetta sé frekar eitthvað af hinu
Kv.
Einar Elí
-
AuthorReplies