Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.02.2005 at 11:42 #517668
Það er rétt að bensínbílar eru mjög háðir aðstæðum hvað eyðslu varðar.
Ég notaði eitthvað þessu líkt þegar ég planaði forðann fyrir ferðir á V6 4Runnernum mínum:
Malbik / ruddir vegir: 20-25 l eftir lestun/þyngd bílsins.
Létt snjóhark: 30-40 l
Þungt færi (eða milliþungt og maður að flýta sér): allt að líter á kílómeter.Ég treysti t.d. ekki á einn tank frá Geysi að Hveravöllum eða frá Hveravöllum og yfir í Húsafell. Það gengur stundum… en ekki alltaf.
Kannski hjálpar þetta?
Það er ekkert mál að vera með bensín í skottinu ef það er í vatns- og loftheldum umbúðum (eins og ölgerðarbrúsunum). Eini gallinn er að líklega þarf að sækja bensínið inn um afturhlerann og hann verður auðvitað algjört æði í frosti og ofankomu…
Kv.
Einar Elí
21.02.2005 at 18:44 #517324Takk fyrir svörin.
Ég gæti best trúað að það sé bylgjuformið sem er að stríða mér.
Ég held ég fái mér frekar annan inverter en að skítmixa 14 volt beint í rassinn á vélinni þar sem hún er líka atvinnutæki fyrir mig og er nokkrum sinnum verðmeiri en einn áriðill
Kv.
Einar Elí
19.02.2005 at 18:22 #517336Ég mundi skjóta á dagljósabúnaðinn. Þú getur byrjað á því að yfirfara allar tengingar að og frá þeim búnaði, hreinsað og hert allar tengingar og séð hvað gerist.
Ef það dugar ekki til þá held ég að það sé ekki stór peningur í svona búnaði.
Kv.
Einar Elí
18.02.2005 at 18:03 #517328Er dagljósabúnaður í bílnum?
EE.
18.02.2005 at 14:07 #517314Suðið kemur bæði úr hátölurunum í tölvunni og svo úr hljómkerfinu í bílnum þegar það er tengt við hana.
Filterinn gæti gert eitthvað – prófa það.
Krúserinn, eða Lilli minn eins og hann er kallaður í dag, er kominn á nýja skó. Fékk í gær 38" GH undir hann. Svei mér þá ef hann lítur ekki næstum því út eins og jeppi eftirá.
Þurfum að kíkja fljótlega úr bænum að prófa…
kv.
Einar Elí
18.02.2005 at 00:28 #195524Sælt veri fólkið. Lítið annað að gera í rigningunni en að spá og spekúlera:
Ég er með 300W áriðil sem er aðeins að stríða mér.
Ég var með annan minni og notaði við tölvuna með góðum árangri. Auk þess að tengja tölvuna við GPS tækið var hún tengd við bílgræjurnar og virkaði því eins og MP3 spilari.
Mjög þægilegt.
Þegar ég tengi tölvuna við stóra áriðilinn kemur hinsvegar eitthvert ógurlegt suð í tölvuna. Kannist þið eitthvað við þetta? Get ég bætt einhverju á áriðlinn (þétti eða…?) til að losna við suðið?
kv.
Einar Elí
11.02.2005 at 22:08 #516630Flott er -ég þarf greinilega að fletta Setrinu.
kv.
Einar Elí
11.02.2005 at 20:37 #516624VP36 – þú hefur greinilega ýmislegt til boða, má ég forvitnast hvort þú sért að mæla fyrir hönd fyrirtækis eða ertu bara með svona góðan bílskúr?
Kv.
Einar Elí
10.02.2005 at 02:19 #195457Hæbb.
Hvar er billegast og ráðlegast að versla rafgeyma og alternatora?
Er að fara að púsla 12V kerfi í skrugguna og er búinn að fá uppgefið verð nálægt 26 þús. fyrir 65A tor og 60Ah geymi.
Man einhver eftir einhverri búllu sem er að selja gott dót á minni aur?
Kv.
Einar Elí
08.02.2005 at 23:36 #516098Ef bíllinn er vel með farinn eru þetta mjög skemmtilegir ferðabílar.
Jújú – vélin mætti alveg vera aðeins kraftmeiri.
Jújú – hann mætti alveg eyða aðeins minna.
En ég var mjög sæll með minn flesta daga. Enda er mikið til af þeim og margir í notkun. Nú ef þér líður eitthvað brjálæðislega illa með þennan mótor þá er alveg skoðandi að skella í hann lítilli áttu.
Bíllinn sjálfur er alveg þess virði að reyna það – þægilegur í umgengni og fjandi smart í alla staði.
kv.
Einar Elí
08.02.2005 at 18:20 #195440Smá spurning um eitthvað sem ég hef ekkert vit á:
Þarf að sprauta felgur eftir Zinkhúðun eða dugar hún ein og sér?
Kv.
Einar Elí
06.02.2005 at 00:57 #512982Jamm… ég hef nú kannski ekki margt merkilegt til málanna að leggja – en af því að jeppinn er ekki kominn á stóru dekkinn þá hef ég ekkert annað að gera
Það er eitt sem mér finnst stundum gleymast í CB (Citizen band) vs. VHF (Very High Frequency).
Þegar ég fer á fjöll, hvort sem það er á bíl eða fótgangandi, þá reyni ég að taka alltaf með mér aukapar af sokkum og vettlingum, auka húfu og helst auka ullarbol – ef maður blotnar.
Mér þykja líka góð fræði að nota gps með Íslandskorti – ef lappinn skyldi bila.
Og áttavitinn er alltaf með í för – ef gps-ið skyldi bila.
Auka brúsi af eldsneyti er þyngdar sinnar virði í… ja, eldsneyti – ef maður lendir í verra færi en maður reiknar með.
Og… það er alltaf kostur að vera með fleiri fjarskiptatæki en færri… ef eitthvert þeirra skyldi bila.
Að ekki sé nú minnst á dótastuðulinn.
Ég held því að CB, NMT og VHF sé bara fínt combó. Fólk forgangsraðar svo bara eftir því hvernig maður ferðast, hvað félagarnir eru með og hvað maður vill geta hringt oft heim í mömmu.
kv.
Einar Elí
06.02.2005 at 00:43 #515958Baddi, ertu bara ekki að tala um loftmæli? Hann fæst á öllum "betri" bensínstöðvum 😉
Annars veit ég til þess að Ljónstaðabræður (http://www.jepp.is) voru með fyrstu mönnum til að smíða svona í bíla hér á landi. Það er örugglega hægt að fá þá til að bæta einu afreki í safnið.
Já – og til hamingju með nýja dýrið!
kv.
Einar Elí
05.02.2005 at 20:07 #515926Hvar fær maður FINI dælur í dag? Leitaði hraðleit í BYKO í Kópavogi en fann hvorki dælu né starfsmann sem ekki var upptekinn. Eiga þær ekki að fást þar samt?
kv.
Einar Elí
04.02.2005 at 13:36 #515444Í raun gæti þetta gengið – en þá þyrftirðu að aftengja bílinn frá geymunum fyrst.
Ef þú tekur 12V út af báðum geymunum þá verðurðu að hliðtengja þá (og getur dregið fleiri amper út af þeim sem mundi henta ágætlega fyrir spil) en eins og setupið er í 24V bílum með tvo 12V geyma þá eru þeir raðtengdir.
Það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa þá bæði (væri reyndar sjálfsagt hægt með slatta af stefnuvirkum straumlokum en efast um að það sé minna mál en að bæta einu 12V kerfi við).
Kv.
Einar Elí
04.02.2005 at 01:21 #515434Athyglisverður punktur.
Ég reikna með að reyna að klastra svona 12V kerfi í hann fyrr en seinna. Þangað til verð ég bara að lifa við það að minnið í útvarpinu virkar ekki.kv.
Einar Elí
03.02.2005 at 13:50 #515428Enn og aftur fæ ég að leita í þína smiðju Haffi – ég bjalla í þig eftir helgi og fæ að kíkja ofan í húddið.
kv.
Einar Elí
03.02.2005 at 01:51 #195399Jæja. Nú þarf ég hjálp einhverra sem kunna meira á rafmagn en ég.
Vona að það sé einhver slatti af fólki
Ég er á 24V bíl og var að setja í hann útvarp í kvöld. Það er í bílnum spennustillir (sem hét spennubreytir í minni sveit en þetta er nú það sem stendur á græjunni) yfir í 12V og eftir að hafa skipt um nokkur sprungin öryggi fékk ég hann til að virka.
Vandamálið er að ég er með svona nýmóðins útvarp (þar að auki splunkunýtt og með mörgum tökkum… voða fínt) sem þarf sístraum til að halda stillingaminninu við (yfirleitt gulur vír á útvörpum).
Skiljanlega er spennustillirinn á svissstraum og því vantar mig alveg 12V sístraum.
Prófaði að tengja þann gula og rauða (aðalstrauminn fyrir tækið) báða á svissstrauminn, en það virkar ekki – öll minni og stillingar detta út ef ég svissa af bílnum.
Ég reikna með að spennustillirinn sé of orkufrekur til að tengja hann framhjá sviss.
Spurning # 1: Get ég útbúið eitthvað (eða látið útbúa) til að setja á vír frá geymunum sem gírar sístrauminn niður í 12V?
Spurning # 2: Er mér óhætt að taka sístrauminn af öðrum geyminum (það eru tveir raðtengdir 12V geymar í honum)?
Spurning # #: Hvað mælir á móti því að tengja aukabúnað inn á annan geyminn? Ég á 300W áriðil (12 í 230V) og treysti ekki spennustillinum til að anna honum, útvarpinu og öllum fjarskiptatækjunum sem eiga eftir að koma í bílinn. Má ég t.d. setja hann á annan geyminn?
Með von um góð svör,
Einar Elí.
31.01.2005 at 13:35 #515116Sæll Lada og velkominn í toyotu fjölskylduna
Ég var á klafabíl (bensín 4Runner) og ferðaðist aðeins með rörabíl (dísel DC). Eina færið þar sem klafarnir vour auðsjáanlega að stríða mér var djúpur snjór sem var mjög nálægt því að vera púður – þ.e. svona eins og var á Suðurlandi milli jóla og nýárs – treðst ekki, maður sker allt að 60-90 cm niður í hann og hann vellur í förum eins og krapi eða salt-snjór en er samt mikið þurrari og kaldari.
Þá var ég að safna miklu meira undir bílinn en rörabíllinn og festi framendann oftar.
Ég get trúað því að þetta komi að sök í krapa líka, en hef ekki slæma reynslu af því sjálfur.
Ergo: Ef þú ert duglegur að ferðast (ferð oftar en einu sinni í mánuði á fjöll) þá eru kannski 1 eða 2 ferðir á ári þar sem þú finnur mun. Klafarnir eru samt langt frá því að vera ónýtur búnaður til torfæruaksturs.
kv.
Einar Elí
28.01.2005 at 12:56 #514904… svona svo að verðlagsnefndin missi sig ekki alveg: Eftir því sem ég heyrði munu þeir sem eiga gamla kortið fá það nýja á "uppfærsluverði", þ.e. töluvert ódýrara en fyrir þá sem eru að kaupa sitt fyrsta kort.
EE.
-
AuthorReplies