Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.04.2005 at 20:34 #520548
Þar sem ég lifi og hrærist í prentfjölmiðlum tek ég undir þær raddir að Setrið megi alls ekki hætta að koma út.
Ég tel að aðrar leiðir geti verið færar við að leysa þann vanda sem að steðjar. Vandamálið er jú, ef ég skil rétt, að útgáfan stendur ekki undir sér.
Glowe benti á styrktaraðila og auglýsendur en eins og Lella bendir réttilega á er það meira en að segja það.
Auglýsendur vilja fá eitthvað fyrir snúð sinn og blað í 2000 eintökum gerir enga stóra hluti fyrir auglýsendur. Þó svo að það sé með mjög ákveðinn markhóp.Ég þekki aðeins til útgáfu félagasamtaka, þar eð ég var ritstjóri Skátablaðsins í tæp tvö ár. Þessi markaður er harður og það eru mjög margir að keppast um fáar krónur.
Flestir sem auglýsa hjá félagasamtökum gera það ekki vegna markhópsins heldur til að styrkja viðkomandi samtök.
Hjá skátunum hefur blöðunum fækkað niður í 2-3 á ári til að tryggja að innkoman dugi langleiðina í kostnað og blaðið fer helst ekki upp fyrir 24 síður (A4) því þá vigtar það of mikið og færist upp um flokk í póstburðargjaldi. Það er því um margt að hugsa í þessum efnum.
Sá kostur sem ég held að gæti verið spennandi að skoða er að gefa út aðeins veglegra blað, sjaldnar á ári (2-4 sinnum t.d.) og dreifa því með t.d. Mogganum eða Fréttablaðinu. Það virkar ólíkt betur að geta sagt auglýsanda að blaðið komi út í 100.000 eintökum en 2.000.
Með því að tryggja fjölda í dreifingu, stækka brotið og fækka í staðinn síðum er hægt að rukka meira pr. auglýsingu og láta þær borga dreifingu og útgáfukostnað. Svo er hægt að fá eins mörg aukaeintök úr prentsmiðju og óskast og senda beint á félagsmenn (a.m.k. sem eru utan drefingarsvæðis og/eða ekki áskrifendur). Eintakafjöldi hefur sáralítil áhrif á prentkostnað – hann liggur að mestu í startinu.
Ég vil að lokum óska ritnefnd og öðrum sem að komu til hamingju með Setrið – það er mjög flott og áþreifanleg sönnun þess fyrir gestkomandi á mínu heimili að ég er ekki sá eini sem hef ekkert annað að gera en hugsa um jeppa og ferðalög
kv.
Einar Elí
10.04.2005 at 19:04 #195813…já, þetta er líklega eina leiðin til að birta auglýsingu hérna þessa dagana…
Ég er að leita logandi ljósi að mælaborði úr 62 Cruiser (þessum með tvöföldu ljósunum.
Efri afturhleri á 60 Cruiser væri líka vel þeginn.
Sem og CB stöð.
Á sama stað er ég með stóla (með svona demparafídus, stillanlegum), bekk og 35-38″ kanta úr/á 60 Cruiser.
Einar Elí
694 7614
einareli@isl.is
08.04.2005 at 15:10 #520702Ég held að þessi vefsíða verði dúndurgóð þegar búið er að sníða af henni þá vankanta sem komið hafa í ljós með notkun hennar.
Ég tek undir þær athugasemdir sem hafa komið fram varðandi myndaalbúmið en að öðru leiti finnst mér síðan mjög flott og að mörgu leiti aðgengilegri en sú gamla – um leið og maður er búinn að venjast viðmótinu.
En svona til gamans verð ég að sýna ykkur hvað kom upp á skjáinn þegar ég valdi "smáauglýsingar" núna rétt áðan:
"System.ArgumentOutOfRangeException: Count must be positive and count must refer to a location within the string/array/collection.
Parameter name: count
at System.String.IndexOf(Char value, Int32 startIndex, Int32 count)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.Contents.Ads.GetAdList(AdCollection Ads, Int32 Limit, Int32 Offset, AdCategory Category, Boolean SimpleList, Page Page)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.Contents.Ads.ToString(String Space)
at CastorMedia.Webs.f4x4.Web.UI.Page.WriteContent(String Space)
"Þetta ætti að vera eitthvað fyrir nostalgíufólkið – örugglega sér fídus sem Emil & Co. hafa sett inn bara til að viðbrigðin yrðu ekki eins rosaleg með nýja vefnum
Kv.
Einar Elí
05.04.2005 at 00:37 #520438Ég er mjög ánægður með breytinguna á vefsíðunni.
Einu atriðin sem mér sýnist að megi betur fara er annars vegar myndaalbúmið – ég kunni mikið betur við gamla albúmið, sennilega vegna þess að ég notaði það aðallega til að fylgjast með fólki sem ég kannast við?Hitt atriðið er svo sennilega bara byrjendavesen. Ég hef verið að krukka aðeins í stillingum og öðru og ég dett út í hvert skipti sem ég bið vefinn um að meðtaka upplýsingar.
En – svona hlutir eru nú aldrei fullkomnir á fyrsta degi svo ég bíð bara spenntur eftir að venjast og nota vefinn.
Til hamingju félagar!
Kv.
Einar Elí
02.04.2005 at 17:52 #520328Ég hef unnið við fjölmiðla í tæp 10 ár og get alveg tekið undir það sjónarmið að það er óraunhæft að ætla sér að halda úti einhverskonar miðli án stafsetningar- og málfræðivillum. Kíkið í blaðið, hlustið á útvarpið og horfið á sjónvarpið. Ekki einu sinni Morgunblaðið, útvörður íslenskrar tungu, getur státað af réttri stafsetningu alla daga (fyrir utan þessa óhóflegu notkun á stafnum "z" sem er auðvitað ekki til í íslenska stafrófinu).
Hitt er annað mál að það er oft í lagi að hægja aðeins á sér og lesa yfir textann sinn áður en hann er sendur á netið. Þannig kemst maður að minnsta kosti hjá klaufavillunum.
Annað sem ég mundi halda að væri brýnna að benda fólki á er að notast a.m.k. við einfalda greinamerkjasetningu.
Þeir sem skrifa allt í belg og biðu, án punkta og komma, eiga það á hættu að lesendur misskilji algjörlega það sem verið er að skrifa.
Frekar en annað þarf þetta ekkert að vera fullkomið. Það væri samt ágætt að skella inn punkt áður en ný setning byrjar, kommu á milli atriða í upptalningu og sitthvoru megin við innskotssetningu (sbr. ", án punkta og komma," hér að ofan).
Þetta er a.m.k. mín skoðun. Ég býst ekki við að ég hafi komið henni algjörlega villulausri frá mér, en ég gerði mitt besta – það hlýtur að telja líka
kv.
Einar Elí
29.03.2005 at 11:53 #520034Þakka þér fyrir Ásgeir – þú ert öðlingur!
Kv.
Einar Elí
28.03.2005 at 22:36 #195765Daginn.
Fyrir páska var einhver að auglýsa til leigu pláss í húsnæði í Síðumúla. Nú finn ég ekki auglýsinguna – er einhver sem getur bent mér á hvernig ég næ sambandi við viðkomandi?
Kv.
Einar Elí
einareli@isl.is
28.03.2005 at 21:25 #519646Ætluðum í Jökulheima og þaðan á Grímsfjall en snerum við vegna krapa á fimmtudag (skírdag). Stefndum þess í stað á Landmannalaugar.
Ferðin gekk seint og illa að Bláhyl en ágætlega eftir það. Mikill krapi er á svæðinu og vandasamt að finna góða leið nema í björtu. Alls ekki færi til að vera einn á ferð.
kv.
Einar Elí
16.03.2005 at 23:05 #519078Já Agnar, þetta væri nú ekki mikið mál… ef maður hefði einhverja aðstöðu og/eða verkfæri hér í bænum. Öll verkfæri sem ég hef aðgang að eru á Selfossi – fáir dagar í páskaferðina og margt að gera við tímann…
…ég held ég blæði nokkrum krónum að þessu sinni.
En takk fyrir góð ráð.
Kv.
Einsi.
16.03.2005 at 18:50 #518842Það er ofsalega freistandi að grípa þennan á lofti, en þar sem bíllinn minn líkist meira árekstri en jeppa í augnablikinu ætla ég að sleppa því
16.03.2005 at 16:41 #518838Nú kem ég af fjöllum, þar sem ég á ekki Patrol.
Hvar fær maður þessa kanta? Er þetta eitthvað sem er hægt að skítmixa á aðra bíla ef maður þarf ekki að hafa áhyggjur af hurðum?
Eða eru til einhverjir aðrir kantar sem eru "úniversal" og ódýrir?
Kv.
EE.
16.03.2005 at 00:23 #519070Hey takk fyrir þetta.
Ég er farinn að hallast að því að ég ætti bara að hringja í þig í staðinn fyrir að vera að ónáða aðra með fyrirspurnum á spjallinuJá, hann er allur að koma greyið. Ef ég finn einvherstaðar nýja afturhlera á hann, þá er hann tilbúinn í skúrinn… ef ég finn skúr líka þ.e.a.s.
kv.
Einar Elí
15.03.2005 at 22:00 #195679Uuuu… einhverntíma var verið að ræða um fartölvuborð úr plexí hérna á spjallinu.
Getur einhver sagt mér hvar ég get látið útbúa svoleiðis fyrir mig?
Kv.
Einar Elí
14.03.2005 at 17:26 #195668Sælt veri fólkið.
Ég er búinn að vera að auglýsa eftir húsnæði í svolítinn tíma án árangurs. Hef heldur ekkert fundið í gegnum auglýsingar annarra, hér og víðar.
Ég var því að spá hvort eitthvert ykkar vissi af húsnæði, ekki endilega á ykkar vegum, sem hægt væri að sækjast eftir.
Ef svo er væri gott að heyra af því.
Takk félagar.
Einar Elí
694 7614
einareli@frettabladid.is
14.03.2005 at 00:20 #518770Vitið þið hvort ætlunin sé þá að eitthvað annað leysi NMT kerfið af, t.d. Tetra (sem þarf þá að dæla einhverjum milljónum í að byggja upp) eða er Síminn kannski bara hættur að spá í símþjónustu við landann og dottinn alveg í enska boltann?
Kv.
EE.
09.03.2005 at 23:50 #195636Jæja gott fólk.
Hefur einhver reynt fyrir sér á Vatnajökli nýlega? Er t.d. fært niður hjá Kverkfjöllum eða Dyngjujökli? Er einhver leið niður jökulinn í námunda við Öræfajökul?
Kv.
Einar Elí.
28.02.2005 at 11:51 #517680Það er rétt að eyðsla á fjöllum er oft mæld í klukkutímum, en tölur úr þeim mælingum eru innantómar ef upplýsingar um hvaða leið var keyrð (eða a.m.k. hversu marga kílómetra) fylgja ekki.
Þannig getur maður dregið ályktanir um hvernig færið var og hvort bíllinn var undir miklu álagi eða litlu.
Ég get t.d. eytt rúmum líter á klukkutíma á fjöllum… ef ég læt bílinn bara standa. Eða 10 lítrum… eða 25… eftir því hvað ég er að gera.
Þegar maður planar ferð hlýtur maður að skoða kílómetrana sem ætlunin er að aka og áætla út frá veðri síðustu vikna og ummælum annarra sem hafa verið á ferðinni hvort færið sé gott eða vont. Út frá því getur maður áætlað ferðatímann og þá loks hvað maður þarf mikið eldsneyti.
Ef þú hefðir t.d. ekki gefið upp á hvaða leið bíllinn fór með þessa 92 pr. 100 hefðum við bara vitað að bíllinn var að fara með rúma 3 lítra á klukkutíma. Og það segir okkur náttúrulega jafnlítið og að hann hafi farið með 92 lítra á hundraðið, ekki satt?
EE.
27.02.2005 at 03:14 #518050Af því að þú segist eiga "nóg" af bílútvörpum…
…ef eitt þeirra er nýlegt Kenwood tæki þá er líklegt að það sé með tengi aftan á fyrir magasín stýringu. Í Heimilistækjum getur þú fengið snúru sem er RCA inn í magasíntengið.
Ég hef svo sett jack í rca snúru við það og það þrælvirkar.
Nýjasta Kenwood tækið mitt er með svona tengi og spilar MP3. Ég leitaði lengi að tæki sem gerir hvoru tveggja og þetta var hiklaust besti kosturinn.Kv.
Einar Elí
26.02.2005 at 00:31 #517940Væri það ekki frekar varhugaverður pistill? Síðustu vetrar hafa frekar minnt á sýnishorn en alvöru vetur og því getur "febrúar ástand jökla" verið ansi teygjanlegt hugtak.
Er ekki bara málið að fylgjast með veðrinu á uppáhaldsferðasvæðunum sínum og reyna að hlera hjá öðrum hverju þeir hafa lent í? T.d. hér.
kv.
EE.
26.02.2005 at 00:29 #517880Ég ítreka skoðun mína: NMT, CB, VHF… þetta er allt mjög sniðugt og ætti að vera í hverjum bíl. Allt hefur þetta kosti og galla, og ekkert tæki nýtist eins og annað tæki.
Þetta með símana og dyrasímana var nokkuð góð samlíking. Persónulega vil ég frekar hafa fleiri græjur en færri til að treysta á – og vita eitt og annað um veður og fjöll ef þær skyldu allar klikka
Kv.
EE.
-
AuthorReplies