Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.05.2005 at 18:51 #523346
Ég mótmæli fyrirhuguðu ákvæði um 50 cm snjódýpt í reglugerð um verndun hálendisins á þeim grundvelli að það er úr lausu lofti gripið, ómögulegt í framkvæmd og alls ekki til þess fallið að ná fram tilgangi reglugerðarinnar.
Einar Elí Magnússon – R-3186
210876-3249
21.05.2005 at 18:51 #523184Flott mál – ein leið komin fram í dagsljósið. Einhverjir sem hafa farið aðrar leiðir?
kv.
EE
21.05.2005 at 18:06 #523180Ertu þá að tala um veltigrind? Ég er nebblega ekki með þannig í græjunni – ætli það sé kannski leiðin til að fá þetta samþykkt? Maður hlítur að vera að vera með rúlluna niðri við gólf, ekki satt?
EE.
21.05.2005 at 17:44 #195964Sælt veri fólkið. Hefur einhver farið í gegnum það að setja 3ja punkta belti í bíl sem var ekki með svoleiðis fyrir?
Ég er að fara að setja 3ju sætaröðina í 60-cruiser (til að hafa pláss fyrir umhverfisráðherra þegar hún kemur með mér á fjöll til að mæla snjódýptina) og mig langar að hafa 3ja punkta belti aftur í.
Það er í raun ekkert mál að festa tvo lægri punktana (gat í gegnum gólfið og flatjárn þar undir) en ég er ekki viss með þriðja punktinn. Er helst á því að koma ca. 35-40 cm flatjárni inn í póstinn fyrir aftan hliðarrúðurnar (aftasti pósturinn), bolta það með 3-4 boltum og setja bolta svo beltið í mitt járnið.
Hefur einhver reynslu af einhverju svipuðu? Stærstu áhyggjurnar hjá mér eru hvað er öruggt… og hvað er LÖGLEGT???
Kv.
Einar Elí
20.05.2005 at 01:29 #522528Ef ég man rétt var þetta rætt fyrir nokkrum mánuðum á gamla, góða vefnum okkar (snökt…).
Þá komu fram þær upplýsingar að björgunarsveitum er heimilt að setja upp gjald ef um hreina og klára aðstoð er að ræða. Gott ef það sama var ekki sagt gilda um eignabjörgun – en leit og björgun að fólki er eitthvað sem engum björgunarsveitarmanni eða -konu dytti nokkurn tíma í hug að rukka fyrir.
Ég þekki aðeins til björgunarsveitarfólks og fullyrði að þorri þessa ágæta fólks er í þessu sjálfboðastarfi fyrst og fremst af hugsjón. Félagsskapur og ferðamennska er í öðru og þriðja sæti því að það endist enginn í svona starfi út á það eitt.
Sveitirnar lifa nær eingöngu á flugeldasölu (80% af rekstrarfé sveitar sem ég þekki vel til kemur í kassann eftir hádegi á gamlársdag) og greiðslum fyrir gæslustörf og þess háttar. Ríkisstyrkurinn fer aðallega í landssamtökin, útgáfu, fræðslu og fleira.
Þetta þýðir að allt björgunarsveitarfólk verður að eiga sinn búnað sjálft. Ekki aðeins útivistargallann, hjálminn, höfuðljósið, skóna og vettlingana, heldur allan pakkann – allt niður í GPS tæki, áttavita, vasaljós, snjóflóðaýla, bakpoka, nesti o.s.frv.
Þetta þekkist hvergi annars staðar í heiminum svo ég viti til og samt erum við með starfhæfa björgunarsveit í nánast hverju krummaskuði yfir gjörvallt landið. Þetta eigum við að þakka fyrir.
Þegar sveitin frá Blönduósi var kölluð út og bauð aðstoð gegn gjaldi grunar mig að það boð hafi stafað af nauðsyn einni – en ekki af því að sveitin hafi verið í einhverri gróðavon. Blönduós er ekki stórt sveitarfélag og því varla mikið um flugeldasölu eða gæslustörf.
Því hefur kannski verið lítið í kassanum og til að forða sveitinni frá gjaldþroti hefur verið ákveðið að rukka fyrir olíu og tækjaslit þegar um aðstoð er að ræða – til að það sé eitthvað eftir í kassanum þegar kemur að leit og björgun (svo það sé allavega hægt að tanka áður en lagt er af stað).
Sveitirnar eru ekki ríkisrekin batterý sem "eiga" að hjálpa okkur. Þær gera það af því að þær vilja það og mér finnst hreinlega ekkert óeðlilegt að taka þátt í kostnaðinum þegar um aðstoð er að ræða – rétt eins og maður býðst til að borga olíuna ef maður hringir í félaga sinn til að ná í sig upp á fjöll.
Eða hvað?
EE.
27.04.2005 at 23:33 #521458Mér finnst reyndar að olían eigi að vera ódýrari (og já, mér fannst það líka þegar ég átti bensínbíla… á meira að segja bensínsnattara núna).
Ekki það að eldsneyti er auðvitað fáránlega dýrt – en ef við hugsum "global" væri mikill kostur að geta gert díselinn aðgengilegri fyrir almenning og draga þannig aðeins úr losun mengandi lofttegunda.
Annar kostur væri auðvitað að skylda okkur öll til að setja vetnisvélar í bílana okkar. Þá gætum við í hovedstaden aldrei farið lengra en að Úlfarsfelli til að jeppast – af því að það er jú bara ein vetnisstöð á landinu…
27.04.2005 at 23:28 #521808Já, mér sýnist á öllu að ég fari þá leiðina að láta Fini dæluna sjá um dekkin og púðana og fái mér svo litla dælu í haust þegar ég set læsingar í hann.
Ég hafði hugsað mér að vera ekki með kút, heldur taka tvær greinar með ventlum frá dælunni; eina beint í hraðtengi fyrir dekkin og aðra í púðana (sem þarf þá væntanlega að greinast í tvennt aftur).
Er það rétt hjá mér að snúningsrofinn ofan á Fini dælunni sé eins konar pressustat sem setur dæluna í "frígír" ef það myndast ákveðið mikinn þrýstingur? Eða þarf ég að græja það sérstaklega?
Kv.
Einar Elí
26.04.2005 at 20:26 #521800Já takk sömuleiðis Halldór
En ræður Fini dælan við púðana? Hvað er mikill þrýstingur í þeim? Bara eins og í dekkjum eða…?
kv.
Einsinn.
26.04.2005 at 18:53 #195878Jæja. Er ekki alveg kominn tími til að bæta við fleiri umræðum en þeim sem snúast um valdnýðslu og vankunnáttu stjórnvalda?
Mig langar t.d. akkúrat núna miklu meira að hugsa um bílinn minn heldur en eitthvað fólk sem situr á alþingi.
T.d. er hann að undirgangast miklar breytingar núna og planið er að hafa í honum bæði loftlæsingar og loftpúða að aftan.
Ég á Fini loftdælu en mér skilst að hún nái ekki nægum þrýstingi til að halda við læsingarnar. Planið er því að fá aðra dælu til að sjá um læsingarnar og púðana en halda Fini dælunni áfram fyrir dekkin.
Og þá vakna spurningarnar: Nýja dælan þarf að þjappa vel (vera stimpildæla) en þarf hinsvegar ekkert að dæla rosalega hratt. Af því að ég á díselbíl og verð því fátækur frá og með 1. júlí nk. má hún ekki kosta neitt rosalega mikið – en hún þarf samt að vera áreiðanleg.
Getið þið mælt með sérstökum dælum á góðu verði sem eru samt hentugar til þessa brúks og gefa sig ekki þó að vind hreyfi örlítið?
Kv.
Einar Elí
26.04.2005 at 04:19 #521758Það er eiginlega þrennt sem ég furða mig mest á:
1 – Hvað í ósköpunum höfum við jeppafólk til saka unnið? Ef miðbær Reykjavíkur bæri gestum sínum jafn fagurt vitni og hálendið mætti spegla sig í gangstéttahellunum á Ingólfstorgi! Það er sárasjaldan að maður rekist á ljót sár eða annan ófögnuð.
2 – Hvaðan er þessi tala (50 cm) fengin? Er þetta vísindalega sönnuð snjóþykkt í 7 stiga frosti í 1000 m hæð eftir 3ja mánaða skeið þar sem hiti hefur verið undir frostmarki og síðasta mánuð snjóað meira en 30% meira en hefur fokið, þéttni snjósins er um 80%, rakastig snjós um 20%, 6 mm ísskán efst og 10 cm af púðri neðst og samanlagt á þetta að þola einn rauðan (ekki grænan) Patrol ’98 á 39,5 Trexus með 140 lítra af olíu, 90 kg karlmann undir stýri, 65 kg kvenmann í kóarasætinu, 35 kg krakka afturí, 15 kg matarbox, 3 svefnpok (þar af einn með frönskum rennilás í hettunni), 2 pela af áfengi og eina kippu af bjór (innfluttum), fartölvu með litlum skjá, NMT og VHF (ekki CB), auka olíu á skiptingu, mótor og drif, teygjuspotta en engan tjakk innanborðs…. og þá gefum við okkur að það sé síðla dags seinni partinn í apríl þannig að snjórinn er aðeins farinn að bráðna???
Nei ég bara spyr… eitthvað hlýtur þessi tala að tákna? 😉
3- Hver ætlar að framfylgja þessu? Þurfum við hér eftir að taka eftirlitsmann með í allar ferðir sem á 3 mismunandi tegundir af reglustikum (gula fyrir harðfenni, græna fyrir blautan snjó og hvíta til að leika sér með í aftursætinu (af því að það er aldrei púður á Íslandi))? Ég er reyndar að setja auka sæti í krúserinn, en ég ætlaði eiginlega að nota það undir annað en kerfiskall….
Þetta er soldið skrýtið allt saman…
Einar Elí
20.04.2005 at 17:35 #521408Jú, ég held að það sé málið.
694 7614
Einar Elí
20.04.2005 at 16:27 #521398Mér sýnist nú samt á öllu að við yrðum hálf einmanna ef við gerum þetta á morgun. Hvað segið þið um að smala í einhverju hádeginu í næstu viku, dæla tölvupósti á ráðherra og þingmenn þangað til og fá einhvern talnaglöggan til að setja fram á skýran hátt hvað þessar breytingar hafa í för með sér fyrir venjulegan Íslending (jeppafólk þ.e.a.s. – hinir eru nú eitthvað hálf skrýtnir held ég…), hversu margir díselbílar eru til í landinu o.s.frv.?
Undirbúa okkur vel og hafa góð rök fyrir máli okkar. Er það ekki málið?
Ég á hæg heimatökin við að láta Fréttablaðið og DV vita og get samið fréttatilkynningu þegar upplýsingar, rök, tími og allt það liggur fyrir. Hverjir eru til?
kv.
Einar Elí
-í baráttuhug.
20.04.2005 at 14:23 #521370ég er til… á þeim forsendum sem koma fram hér að ofan. Ef einhvern vantar kóara þá….
20.04.2005 at 13:48 #521360Líst vel á það… verð nú seint talinn til skrauts, en spjaldið gæti híft mig upp um nokkur stig.
20.04.2005 at 13:42 #521356Andsk…! og jeppinn í frumeindum inni á gólfi! Getur maður ekki fengið að ganga með skilti meðfram strollunni ef maður er jeppalaus í augnablikinu… held að corollan hafi ekki alveg sama "impact"
EE.
ps. Er einhver annar búinn að senda póst á ráðherra og þingmenn… eða láta menn sér almennt nægja að kvarta hér á spjallinu?
20.04.2005 at 01:24 #521342Ég legg til að þeir sem vilja ekki að díselolían verði dýrari en bensín skrifi umhverfisráðherra bréf.
Tölvunetfangið hennar er: sath@althingi.is
Ef þið viljið senda afrit til annarr þingmanna, t.d. í ykkar flokk, er hægt að nálgast netföngin þeirra hér: http://www.althingi.is/vefur/thingme.html
Ef helmingur félagsmanna skrifar bréf má ætla að rödd okkar fái einhverstaðar hljómgrunn… eða það má að minnsta kosti vona að fulltrúalýðræðið virki ennþá?
ATHUGIÐ: Verið stuttorð, kurteis og málefnaleg. Þingmenn hafa nóg annað að gera en að lesa reiðilestur frá einhverjum dónum úti í bæ – það er lítið mál að sleppa því að lesa þannig póst.
Kv.
Einar Elíp.s. Fréttin á veftíví: http://media.gagna.net/uskefnistod2/cli … frett4.wmv
19.04.2005 at 03:03 #521220Það er nú reyndar ekki alveg rétt hjá þér Agnar.
Myndirnar sem Skúli bendir á eru eftir Óskar Andra, þann á rauða Hiluxinum. Drengurinn sá er reyndar líka lunkinn með vélina.
Myndirnar hans Thorstens (image.is) eru hinsvegar hér: https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/3521
Ella myndir eru hér: http://erlendur.vefur.net/le_digital_ph … /index.htm
Og að lokum er samansull frá mér, Baldri, Ella og Thorsten hér: http://www.undarlegt.com/myndir/g25.html
Þetta er auðvitað keimlíkt, því landslagið, bílarnir og fólkið var jú það sama
og því von að fólk ruglist…
Ferðin var góð og því mjög gaman að eiga svona góðar myndir til minningar.
Síja.
Einsinn.
17.04.2005 at 01:58 #195843Veit einhver hvort hægt sé að kaupa snorkel öndun á jeppa hér á Íslandi, og þá hvar?
kv.
Einar Elí
14.04.2005 at 19:28 #195837Jæja díselhausar.
Þrátt fyrir að stjórnmálamenn hafi endanlega sannað eigin siðblindu í vikunni ætla ég nú að púkka upp á mína díselvél eitthvað lengur a.m.k.
Langaði þessvegna að spyrja hvort einhver kynni að skrúfa upp túrbínu og olíuverk í 4 lítra toyotu dísel (1987 FJ60)???
Bínan hjá mér blæs undir 5 pundum og þó að mótorinn sé alveg klett-traustur mætti hann torka örlítið betur í hægaganginum.
kv.
EE.
14.04.2005 at 18:51 #518952Ég styð heilshugar vel hugsuð og ígrunduð mótmæli. Eggjakast er síður vænlegt til árangurs en bjúrókratískar leiðir. Sorglegt (og leiðinlegt) en svoleiðis fara víst kaupin fram á eyrinni okkar.
Hins vegar legg ég til að við munum öll eftir þessu í næstu alþingiskosningum. Þjóðin fær það sem hún á skilið og ef þessi hækkun nær fram að ganga geta kjósendur sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sjálfum sér um kennt.
Og við hin getum líka kennt þeim um það
Legg því til að fólk muni eftir kjörtímabilinu þegar kemur að kosningum.
Kv.
EE.
-
AuthorReplies