Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.02.2006 at 15:55 #541928
Sælir félagar.
Í tilefni að þessari umræðu – ég þarf að hafa uppi á 6 hjóla raminum (þessum með hálft arabíska furstadæmið á pallinum). Hver á þann merka grip?Kv.
Einar Elí
07.02.2006 at 00:18 #541406…í alvöru talað samt, HVORT er betra; Toyota eða Nissan?
😉
EE.
05.02.2006 at 03:51 #541508Aldrei tómur kofinn hér!
Jú, ég prófa að setja inn myndir annað kvöld þegar ákveðnum áfanga verður vonandi náð
Annars sést nú afskaplega lítið ennþá af þeim tíma og pening sem hefur farið í greyið…kv.
EE.
04.02.2006 at 02:30 #197233Jæja, þá er farið að styttast í sprautun á Lilla og allt á fullu við að pússa, spartla og sjóða. Ég var að skoða húddið á honum í dag og rak þá augun í nokkuð sem ég hef ekki séð áður: Fyrir framan efri bitann sem vatnskassinn er festur í er rúllugardína! Mér brá nú töluvert við að uppgötva þetta og enn meira þegar ég sá að hún virkaði fínt, þó bíllinn sé 19 ára gamall.
Mig langaði að forvitnast um tilgang þessarar ágætu gardínu. með vírspotta er hægt að draga hana niður þannig að hún hlífir vatnskassanum og mín fyrsta tilgáta er sú að þetta sé ætlað fyrir annaðhvort akstur í vatni eða sandstormum?
Er einhver með þetta alveg á hreinu?
Er kannski ennþá verið að framleiða bíla með þessum búnaði? (ég ímynda mér að þetta sé orginal, enda bíllinn í frekar frumstæðu ástandi þangað til undir það síðasta).Kv.
Einar Elí
04.02.2006 at 02:25 #541420Við Selfyssingar höfum nú lengi verið miklir áhugamenn um jeppa… en þetta er fáránlega gróft.
04.02.2006 at 02:22 #541380Fyrir mitt leiti get ég nú ekki sagt að ég sakni vaðalsins þegar maður er að reyna að fylgjast með umræðum um áhugamálið. Var farið að minna á það þegar þjóðin reyndi að horfa á Stöð með sigti í staðinn fyrir afruglara…
…
…en af því að ég er nú ekki bara áhugamaður um bíla heldur líka fjölmiðla (hef starfað við blaðamennsku, ritstjórn og meira að segja vefstjórn sem kallaði á svipaðar aðgerðir) verð ég að leiðrétta misskilninginn um rit- og málfrelsið.
…
Það er rétt að á Íslandi ríkir mál- og ritfrelsi. Það er meira að segja bundið í lög. Reyndar með þeim formerkjum að þú megir segja og skrifa hvað sem þú vilt, svo lengi sem það skaði engan annan. Nú er endalaust hægt að velta því fyrir sér hvað er að skaða annan mann – en við þurfum þess ekki núna.
…
Þegar ritstjórar og vefstjórar taka upp á því að loka á notendur eru þeir að ritSTÝRA en ekki ritSKOÐA. Vefur ferðaklúbbsins er fjölmiðill og þar að auki eitt af andlitum klúbbsins út á við. Það er ekki auðvelt hlutskipti að vera ritstjóri yfir vef þar sem hundruðir manna láta allt flakka og skeyta sumir litlu um innihald, afleiðingar eða viðbrögð almennra gesta sem hingað detta inn.
…
Ég tel að það hafi verið rétt í þessu tilfelli að gefa viðkomandi pennum hvíld. Ég get alveg tekið undir þau sjónarmið að viðvörun hefði verið kurteisisvottur en að sama skapi finnst mér þessir ákveðnu notendur sjálfir hafa fyrirgert sér öllum rétti á samúð hvað þetta varðar.
…
Ég gef því stjórninni hérmeð klapp á bakið og vona að spjallið verði fljótlega jafn fróðlegt og gagnlegt og það var "í gamla daga".
…
Kv.
Einar Elí
…
Já já, það á náttúrulega ekki að hleypa manni í lyklaborð á nóttunni – fyrirsögnin á að sjálfsögðu að byrja á orðinu "Loksins" en ekki þessari ómynd…
27.01.2006 at 16:13 #540212Þakka öllum fyrir góð svör.
varðandi stærð kútsins þá verð ég með tvær dælur – eina fyrir púðana (og vonandi einhverntíma læsingar) og aðra fyrir dekkin. Þar sem ég er þolinmóður með eindæmum ætla ég bara að nota Fini dæluna beint, kútlausa, fyrir dekkin. Ég ætlaði að sleppa kútlaus en þið hafið sannfært mig um að það sé ekkert vit þegar kemur að púðunumÉg reikna með að leggjast yfir þetta dæmi í næstu viku – fæ kannski að eiga ykkur að ef ég lendi í veseni.
Haffi – hvað þurfti að gera til að kafakúturinn passaði? Eitthvað fifferí?
Óskar – stefnt er á prufutúr eftir ca. mánuð. Sprautun eftir helgi og þá er eftir að týna allt dótið inní hann og búa til nýja klæðningu og innréttingu. Svo er einhver utanlandsferð að þvælast fyrir annars góðum dögum í bílskúrnum
Verðum í bandi með túrinn!
kv.
Einar Elí
25.01.2006 at 00:33 #197156Sælt veri fólkið. Eftir margra mánaða pásu er loksins kominn skriður á bílskúrsverkefnið. Nú er komið að því að tengja dælukerfið sem sér um loftpúðana í afturfjöðruninni. Þá vakna nokkrar spurningar.
1. Er betra að vera með lítinn kút með pressustati en að setja pressustatið á lögnina á milli dælunnar og úr-/íhleypirofanna?
2. Hvar fær maður oggulítinn loftkút á slikk?
3. Sjálfsagt fer það nú eftir púðunum, en hvað eru menn almennt að láta dæluna byggja upp mikinn þrýsting áður en pressustatið slær út?
4. Hvort er betra, Toyota eða Nissan? (Nei nei nei – þessi síðasta er bara fíflaskapur og ég verð mjög sár ef einhver svarar þessari spurningu…)
Með fyrirfram þökk fyrir svör við fyrstu þremur spurningunum.
Einar Elí
16.11.2005 at 09:42 #532544Ó Raggi, þú ert svo jarðbundinn
Góður punktur samt.
Bið að heilsa súkkunni.
Einar skáti
08.11.2005 at 14:44 #484896Kristján – er það rétt skilið hjá mér að þú sért að nota FINI dæluna á loftlæsingar?
Ég hef nú ekki mikið vit á þessu sjálfur en einhverntíma var mér sagt á þessu ágæta spjalli að þær byggðu ekki upp nægan þrýsting til að vinna með læsingum. Nú er ég farinn að halda að þín reynsla sé önnur?
Það væri gaman að heyra frá þér hvernig læsingar þú ert með, hvaða þrýsting þær þurfa o.s.frv. – Og náttúrulega hvernig dælan er að standa sig í þessu hlutverki.Kv.
Einar Elí
11.10.2005 at 12:54 #529036Ég er reyndar ekki alveg með það á hreinu hvað svona kútar kosta, en það þarf náttúrulega að fylla á þá og það kostar eitthvað smá líka.
Svo er voðalega vont að vera allt í einu búinn með loftið.
Ég er hrifnastur af því að vera með rafmagnsdælu. Mjög góðar dælur eru frá 20-30 þús. og ef þú hleypir ekki úr nema tvisvar á ári og ert með eindæmum þolinmóður sleppur þú með töluvert ódýrari græju.
kv.
EE.
10.09.2005 at 16:54 #526584Er ekki einhver patrol-eigandi til í að prófa þetta? Einhver sem á stutt í vélaskipti hvort eð er? 😉
29.08.2005 at 21:34 #196191Sælt veri fólkið.
Ég hef verið að leita að teikningum af nýja Patrol á netinu en ekkert gengið. Veit einhver hvar svona lagað er aðgengilegt?
Mig vantar semsagt teikningar af boddýinu, með málum.
Kv.
Einar Elí
04.07.2005 at 20:33 #524606Varðandi það sem Brutal var að tala um – að það ætti ekki að vera sama olíugjald á jarðýtum og bílum….
Þetta er auðvitað rétt, þar sem þessum skatti er ætlað að borga fyrir vegakerfið okkar (þó að raunin sé því miður að aðeins lítið brot af því skilar sér þangað).
En við megum heldur ekki gleyma því að ökutæki yfir 10 tonn verða ennþá í gamla kerfinu – sem er mun hagstæðara fyrir stór tæki sem eyða miklu, en ósanngjarnt gagnvart okkur á "litlu" bílunum þar sem við erum að borga fyrir slit sem er ekki eftir okkur.
Það er skiljanlegt að t.d. kranabílar séu á undanþágu, þar sem þeir eru meira og minna standandi inni á vinnusvæðum – en steypubílar eru það líka, og þeir eru stanslaust á ferðinni um borg og bý og slíta vegakerfinu á við heilu hverfin af fólksbílum.
Mér skilst reyndar að ástæðan sé sú að einn af eigendum BM Vallár hafi verið í nefndinni sem lagði til hvernig innheimta olíugjaldsins fari fram.
ERGO: Íslensk stjórnmál líkjast þeim bandarísku og ítölsku meira og meira með hverjum deginum. Það eru öfl í viðskiptaheiminum sem stjórna landinu í gegnum fáfróða og eftirtektarlausa stjórnmálamenn sem hafa sjálfir ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera.
Eini munurinn er kannski sá að erlendis tíðkast oft að hlaða peningum undir rassinn á svona pólitíkusum en við Íslendingar erum svolítið spes – það er nóg fyrir okkur að fá að vera með, þá erum við sátt.
Ef dísellinn væri ekki enn dýrari í UK væri maður sennilega fluttur út
Kv.
EE.
11.06.2005 at 17:03 #524068Ég er til í að fara á mínum bíl ef við tökum ekki moggaritstjórann með (vill ekki þurfa að djúphreinsa eftir svona ísí túr).
Verð samt að viðurkenna að ég er ekki bjartsýnn á heimtur – en hugmyndin er góð. Nú er bara að skipuleggja vel hvaða kynningar fara þarna fram og brýna fyrir fólki að láta ekki ástríðuna og skapið hlaupa með sig í gönur. Ég hef setið of marga svoleiðis fundi á öðrum vettvöngum – þá er betra heima setið en af stað farið.
Kv.
EE.
10.06.2005 at 14:51 #523898ég hef nú alltaf fílað camó þannig að mér finnst þetta úber-svalt.
En Birdie… "Sjáumst á vegum landsins í sumar. " ?
Ég hlakka mikið meira til að sjá þig og bílinn þinn á fjöllum í vetur!
Endilega puðraðu fleiri myndum inn eftir því sem bíllinn skríður saman.
Kv.
EE.
26.05.2005 at 16:06 #523272Frábært að heyra Skúli. Gott að vita að athugasemdir klúbbsins hafa einhverja vigt.
Klapp á bakið til þeirra sem stóðu að umsögninni.Kv.
Einar Elí
25.05.2005 at 21:57 #523492Ristjóri "Car" tímaritsins sagði í nýlegum leiðara "There is never ever a reason to own a Hummer…"
Ég held svei mér að ég sé að verða sammála honum
EE.
24.05.2005 at 21:14 #523240Nei nei, tölvupóstur getur alveg haft áhrif, það sýnir nýlegt dæmi. Við fengum t.d. svör vegna olíugjaldsins og af einskærri rausn og góðmennsku var gjaldið lækkað um 4 krónur. Þá fengum við svör.
Jei.
Minnir mig pínulítið á dæmi sem ég heyrði einu sinni um þessa aðferð (stórt sjokk fyrst, draga svo úr og þá virkar sjokkarinn sem góði kallinn): Ef þú segist ætla að drepa 100 menn, en lætur þér nægja að drepa 1 – ertu þá ekki búinn að bjarga lífi 99 manna? Það hlýtur að vera leitun í byggðu bóli að annari eins hetju?
Sendið tölvupóst – því fleiri því betri. Munið að vera stuttorð, málefnaleg og kurteis. Reiðipóstur og blammeringar fara beint í ruslið.
Kv.
Einar Elí
23.05.2005 at 22:00 #523190He he, nei Óskar, ætli það – ég er ekki alveg svo athyglissjúkur. Næstum því… en ekki alveg
Já, það er þetta með veltibúrið. Ég mundi auðvitað ekki sjá eftir því ef ég velti. Hvaða efni hefur fólk verið að nota í þetta?
Eru til aðrar leiðir?
Kv.
Einar Elí
-
AuthorReplies