Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.03.2006 at 22:29 #546926
Mér finnst nú súkkufestan hans Haffa alltaf flottust…
Þessum Hilux tókst líka vel að steypa sig fastan í krapa á Langjökli um síðustu páska.
[img:ee121j1r]http://www.undarlegt.com/myndir/paskar2005/images/0790.jpg[/img:ee121j1r]
17.03.2006 at 01:35 #546652Maður hefði nú haldið að ef t.d. F350 stefnir stjórnlaust á mann á Ártúnsbrekkuhraða… þá hefði maður minnstar áhyggjur af því hvort hann væri með kastaragrind eða ekki. Hvað þá með mótora með falla ekki niður við árekstur? Ekki gefa þeir eftir?
09.03.2006 at 14:42 #546008…jú jú, það vantar svosem ekki pláss. Mér fannst þetta bara svo brilliant hugmynd og þarf hvort eð er að láta útbúa ný stigbretti.
Hvað krapapytti og þessháttar varðar þá festi ég aldrei bílinn og rek hann aldrei uppundir. – Ég þarf hinsvegar stundum að stoppa frekar þétt til að "tékka á olíunni" 😉kv.
EE.
09.03.2006 at 12:47 #197497Sælt veri fólkið.
Ég datt nú bara inn á mynd á síðunni sem fékk mig til að hugsa…
…Er eitthvað sem mælir a móti því að nota stigbretti sem aukatank eins og sést hér:
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/3488/23149Mér reiknast sem svo að ég geti náð um 30-40 lítrum í hvort bretti án þess að gera þau fyrirferðamikil. Er þetta ekki ekki bara stórsniðugt? Eða hvað?
EE.
07.03.2006 at 12:57 #545802Ég er að mörgu leiti sammála. Ég er alltaf með ágætlega útbúinn sjúkrapúða á ferðalögum, einn í bílnum og annan í bakpokanum. Ég hef að vísu sjaldan þurft að gera við fólk, sem betur fer, en teygjubindi er fínt til að halda brotnu húddi á vélsleða á sínum stað, heftiplástur getur haldið leiðinlegum mannbroddum við skó og einangrað víra og slöngur sem þurfa á því að halda.
Allir ferðamenn, hvort sem það er jeppafólk eða bakpokatúristar, ættu að fara á skyndihjálparnámskeið á tveggja ára fresti. Á breyttum bílum þarf slökkvitækið að vera yfirfarið svo hægt sé að fá skoðun og líflínur, átta og karabína eru bráðsniðug viðbót við ferða-kittið. Ég hefði viljað sjá eitt enn á listanum; hjálm. Sá sem hengir sig í spotta utan í vegg (hvort sem það er ís, snjór eða grjót) á alltaf að vera með hjálm. Það þarf ekki stóran hlut í kollinn til að "óþægilegt" sé of veikt orð.Ávallt viðbúinn.
EE.
07.03.2006 at 01:02 #545728Ég syrgi það að sjálfsögðu. Agnes, þú mátt gjarnan hringja í mig í vikunni (694 7614) ef ég gleymi áð hafa uppi á ykkur stúlkunum.
Hitt blaðið (þetta mest lesna, þú veist 😉 hefði líka áhuga á umfjöllun og myndum.Kv.
Einar Elí
01.03.2006 at 22:14 #509846Benni, hvar fékkstu verð?
kv.
Einar Elí
01.03.2006 at 22:09 #545274Þessi er búin að vera í burðarliðnum nokkuð lengi – og virðist ekkert hafa breyst frá concept-útgáfunni.
Ég efast ekki um að þetta sé rosaleg græja, aðallega af því að ég hef þá tilhneigingu að vera hrifnari af bílum eftir því sem þeir eru ljótari.EE.
01.03.2006 at 11:38 #545142…Þetta er skelfilega flottur bíll! Ekki margir sem eru svona hrikalega vígalegir áður en þeir fara út af bílastæðinu! Til lukku!
EE.
01.03.2006 at 01:12 #545132Á þessari mynd sérðu hvernig ég smíðaði undir corollustóla í gamla krúser. Fljótlegt og einfalt – en auðvitað miklu einfaldara ef sleðarnir passa á milli.
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … 4189/28230
26.02.2006 at 11:53 #544602Votta aðstandendum hins látna mína dýpstu samúð.
Með von um góðan bata hins slasaða.
Einar Elí Magnússon
17.02.2006 at 11:05 #197343Ég var að skoða plaggið um ofkælingu. Mjög flott framtak og á algjörlega erindi til allra jeppamanna og -kvenna.
Ég vil líka benda ferðalöngum á að sækja námskeið í skyndihjálp. Rétt viðbrögð skipta öllu máli ef slys ber að höndum. Oft er talað um að fara á námskeið á tveggja ára fresti, þannig að þótt þú hafir lært að pumpa vatni upp úr nær-drukknuðum manni með því að lyfta löppunum á honum, einhverntíma á sjöunda áratugnum, er alveg kominn tími á upprifjun.
Auk þess að viðhalda þekkingunni verða nýjar uppgötvanir í þessu eins og öðru.
-Búast við því versta en vona það besta-
Það er málið.
EE.
15.02.2006 at 23:56 #542778Mér finnst nú reyndar auðveldara að túlka hvaða áhrif veðurspáin á eftir að hafa ef ég veit hvernig aðstæður eru fyrir. Smá rigning er allt í lagi ef færi er gott og nóg af snjó. Sé bara ís, krapi, kviksyndi og talíbanar á svæðinu kann það hinsvegar ekki góðri lukku að stýra.
Var því miður ekki á Eyjafjallajökli um síðustu helgi. Keyrði þar framhjá og efri hluti jökulsins var helv… fallegur í því litla sólskini sem var. Frá veginum sýndist mér þónokkuð af nýjum snjó á honum en glytti í bláma eftir því sem neðar dró. (NB – ég var að keyra framhjá sjálfur og rétt gjóaði augum að honum, slefandi yfir hvíta stöffinu).Hinsvegar get ég sagt þér að sömu helgi var Sólheimajökull sérlega hentugur til uppgangs en þunnt snjólag ofan á ísnum væri varla fýsilegt fyrir jeppa… ekki að ég reikni með að neinn reyni það…
Kv.
Einar Elí
15.02.2006 at 12:21 #542802"En eru menn að þvera Snæfelljsökul, fara menn ekki upp og niður á sama stað?"
–
Bara ef menn vilja eiga bílinn áfram 😉EE.
14.02.2006 at 13:42 #197311Sælt veri fólkið.
hefur einhver farið að íshellunum í Langajökli nýlega? Eru þeir ennþá til staðar?kv.
EE.
14.02.2006 at 00:00 #541538Ég reyndar trúi Guðna fullkomlega – veit að hann þekkir þetta betur en margir. En – ákvörðunin stendur nú samt, allavega til að byrja með.
Það má vel vera að ég skipti um skoðun þegar ég verð búinn að nota gripinn eitthvað af ráði. Þá förum við Óskar í skúrinn og mátum stóru skóna undir 😉 Svo við getum dregið Thorsten upp á nýja bílnum! 😀
Nei nei, við verðum allavega svipða fastir svona til að byrja með.
Annars var ég nú alltaf að horfa á 39 1/2 tommu dekkin sem back-up plan. Veit ekki hvort það munar svo miklu…kv.
Einar Elí
13.02.2006 at 19:42 #534974KE Málmsmíði græjar fyrir þig tank úr áli ef þú hefur áhuga á því. Hef að vísu bara verslað box af þeim en það var listavel smíðað.
13.02.2006 at 17:35 #541532Sæll Magni.
Já, þetta er reyndar frekar víðtekin skoðun.
Það er náttúrulega dagljsóst að sá jeppi sem kemst allt er ekki til. Þeir eiga allir einhver takmörk. Þessar "viðurkenndu" dekkjastærðir á bílum eru ágætis viðmiðun, en fólk verður nú líka að fá að ráða því sjálft hvað það ætlar sér.
Að því sögðu byggi ég þessa ákvörðun mína á eftirfarandi atriðum:
.
-Með því að vera á 38" dekkjum er minna álag og slit á öllum búnaði (legum, öxlum o.s.frv.) en ef þau væru stærri.
.
-Losna við að lækka hlutföllin og setja þannig veikari hlekk í drifrásina.
.
-Ódýrari dekk.
.
-Reynslan af honum á 38" (trooooðfullum af drasli)er þannig að hann kom ekki mikið verr út en Hilux á 38" í strembnu færi (krapi, þungur snjór) – þó svo að hiluxinn hafi auðvitað haft yfirhöndina.
.
-Hann er skráður á 36". 38" er því innan löglegra skekkjumarka. Losna því við breytingaskoðun.
.
-Eftir að hafa ferðast með bílum á allskonar dekkjastærðum hefur mér sýnst að í ca. 90% tilfella hafi bílstjórinn meira að segja um árangurinn en nákvæm dekkjastærð. Auðvitað eru til aðstæður þar sem það eina sem dugar eru stærri dekk – en er maður asnast nú til að læra að keyra gripinn á maður að geta stundað fína ferðamennsku árið um kring á 38" dekkjum.
.
-Það stefnir allt í að í ferðahópnum verði 3 Cruiserar á 38". Ég nenni ekki að vera sá sem er alltaf að draga hina upp 😉
.
-Hann er svo hár að ég kæmist ekki upp í hann á 44" dekkjum 😉 Svo hef ég líka heyrt að stór dekk þýði að maður sé með lítið… ööö… nef?Ekki vill maður nú gefa færi á því?
.
-Nákvæmlega í hvaða snjó á maður svo ekki að drífa???
.
Og þannig er það nú.
Kv.
Einar Elíps. Það er samt rétt að taka það fram að ég er ekki að dissa ákvörðun annarra um að fara á 44" dekk, né heldur halda því fram að ég sé betri bílstjóri. Ég geri mér alveg grein fyrir því þeir hafa meiri möguleika en ég á að komast áfram við vissar aðstæður…
13.02.2006 at 01:51 #541528Takk takk takk… Nei, hann fer ekki á 44" hjá mér. Verð með hann á 38" (þetta er svo létt…). Endurskoða kannski málið ef það snjóar einhverntíma á næstu áratugum… Gerði samt ráð fyrir 44" dekkjum við kanta og skurð á brettum. Better safe than sorry, eh?
–
Framfjöðrunin er "orginal" (fjaðrir, búið að snúa hásingu) og hann er ekkert hækkaður á boddýi. Hvað afturfjöðrunina varðar neyðist ég til að viðurkenna að ég veit ekki mikið um hana. Árni Páll í Eldhöfðanum smíðaði þetta fyrir mig og valdi púða og dempara sem hann hafði mikla trú á… ég er meira að segja búinn að gleyma hvað þeir þola mikið þannig að ég ætti nú að heyra í kallinum áður en ég púsla loftkerfinu saman…
Það er á langtímaplani að setja í hann gorma að framan… ein verður sennilega ekki fyrr en eftir 1-2 ár.
–
Auðvitað eru þetta langflottustu bílarnir!
EE.
11.02.2006 at 01:28 #541514Hjá já já já já… Það er kannski pínu sorglegt að hafa ekkert annað að gera á föstudagskvöldi
en ég setti inn nokkrar myndir af gripnum og því ferli sem hann er enn staddur í.
–
Þetta er náttúrulega engin geðveik breyting, meira svona aðeins verið að ditta að, en maður hefur nú alltaf gaman af því að kíkja í skúrinn hjá einhverjum öðrum, er það ekki?
–
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=breytingar/4189
–
Kv.
Einar Elí
-
AuthorReplies