Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.04.2006 at 19:16 #550788
Hvað varðar spól á mismunadrifi þá misskilja það margir á þann hátt að bæði dekkin fái sama afl. Þau fá í raun jafnt átak (eð tog, til að vera nákvæmur), eins og hér hefur komið fram, og þar sem það þarf meira átak til að láta hjól snúast á fleti en spóla – snýst bara spólhjólið. Þetta er vel útskýrt hér:
http://auto.howstuffworks.com/differential6.htm
25.04.2006 at 14:05 #550710Til hamingju með bílinn.
Sammála því að það hasti meira á fjöðruninni en aflinu. Árni Páll smíðaði nýja afturfjöðrun undir minn, með loftpúðum og four-link, og færði hásinguna aftur um 30 cm. Ég get ekki einu sinni byrjað að lýsa því hvað dýrið virkar mikið betur núna. En allt kostar þetta… Bara lengingin á handbremsubarkanum kostaði 15.000 kall.
.
Hvað aflið varðar – ég mundi setja loftsíuna aftast á listann, en byrja á opnu pústi eða kerfi með opnum kútum. Fara svo í túrbínu, olíuverk og jafnvel intercooler. KE málmsmíði mundi redda þér sérsmíðuðum cooler fyrir lítið. Stefni á svoleiðis í haust sjálfur.
.
En – klapp á bakið fyrir að velja alvöru bíl. Ég las einhverstaðar eftirfarandi orð "The FJ 60 and 62 were in fact the last jeeps to be built. After that, it’s all SUV’s".60-kveðja,
Einar Elí
22.04.2006 at 20:10 #550426Var björgunarsveitum synjað um litaða olíu??? Er fleiri en mig farið að gruna að eldsneytiskaup landsmanna haldi uppi einhverskonar skemmtidagskrá eða leynilegum sveitaklúbbi fyrir stjórnvöld? Þau mega að minnsta kosti ekki heyra minnst á að innkoman skerðist um krónu!
19.04.2006 at 14:56 #197802Vildi bara koma þakklæti á framfæri til Ofsa. Lenti í veseni á páskadag og vantaði símanúmer hjá einhverjum á Norðurlandi sem gæti reddað mér. Jón var boðinn og búinn að fletta upp númerum hjá góðum mönnum. Reyndar barst aðstoð um það leiti sem ég var að ljúka samtalinu – en viljinn var fyrir hendi.
Takk Jón!
05.04.2006 at 01:00 #548320Takk fyrir það.
.
Það skal viðurkennast að það hefur hvarflað að mér að hætta bara við alltsaman, en tíminn og peningarnir sem hafa farið í þetta er bara í svo miklu magni að það er ekki hægt annað en að klára dæmið.
.
Það er líka gaman frá því að segja að undanfarna daga hefur hjálparhöndum fjölgað til muna – annaðhvort af því að fólk er farið að hafa áhyggjur af geðheilsu minni, eða að það er orðið leitt á því að heyra mig ekki tala um neitt annað en bílinn í skúrnum
.
En það er allavega rífandi gangur í þessu!
04.04.2006 at 23:12 #548390Þetta er rétt tilgáta. Flestar AC dælur dæla kælivökva alla jafna sem sér um að smyrja þær í leiðinni. Ef dælan er notuð sem loftdæla, og ekki þeim mun betra smurkerfi í henni, er hún fljót að grillast ef hún er keyrð lengi. Margar dælur borgar sig meira að segja að smyrja við næstum hverja notkun.
kv.
EE.
04.04.2006 at 01:45 #548312…og já, ég bætti við myndum í myndasafnið af bílnum, bæði fyrir breytingu og frá ástandinu í dag.
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=breytingar/4189:10t7b0x4][b:10t7b0x4]Smellið hér til að skoða myndir.[/b:10t7b0x4][/url:10t7b0x4]
04.04.2006 at 01:01 #197678Og áfram höldum við…
Nú er ég bara með tvær spurningar – en þær gætu orðið fleiri í vikunni – dýrið á að fara á götuna eftir 7-8 daga.
.
1) Hvaða reglur eru til um aurhlífar? Þá á ég sérstaklega við hversu ofarlega neðri brún þeirra má vera? Ég mundi vilja hafa hana svona 45 cm frá jörðu, og hef mælt töluvert meira á öðrum bílaum, en hvað má og má ekki?
.
2) Þetta er nú eiginlega tvíþætt spurning: a) hvað eru menn að hafa mikið í loftpúðum í daglegum akstri? (Fer líklega eitthvað eftir púðum, eða hvað?) og b) er ekki eðlilegt að þrýstingurinn í öðrum afturpúðanum minnki þegar lofti er dælt í hinn? Er það ekki bara þunginn að færast til?
–
Góðar stundir.
Einar Elíps… fyrirsögnin átti að sjálfsögðu að vera „púðar og drullusokkar…“ en ég er útúr heiminum af þreytu…sorrý.
03.04.2006 at 13:52 #548088Ég vona að ég hafi ekki verið að hella olíu á eldinn – hún kostar nefnilega orðið svo rosalega mikið
.
Nei nei, ég veit alveg að Þórir ætlaði sér ekki að leggja mér orð í munn, en með því að alhæfa eins og hann gerði komst hann samt ekki hjá því. Hann lagði, má eiginlega segja, öllum í heiminum orð í munn… þó að ég efist um að hann hafi meint það þannig.
.
Og þar sem ég er ekkert sérstaklega orðinn leiður á nafna mínum, frekar en öðru fólki, fannst mér ástæða til að kljúfa mig frá þessu fyrifram gefna mengi og þar með á orðið "allir" ekki lengur við.
.
Það væri því mér að sársaukalausu að segja "það eru allir nema Einar Elí orðnir leiðir á hinu og þessu…" en ég efast samt um að það sé mikið réttara.
.
Það er þetta með stóru orðin – þau eiga ekki alltaf við. "Allir" hefðu í þessu tilfelli kannski frekar átt að vera "ég", en þá væri viðkomandi reyndar að tefla sjálfum sér fram á rökræðuvígvöllinn í stað þess að skýla sér bakvið 6 eða 7 milljarða jarðarbúa. Munurinn er samt sá að til þess hefur hann umboð, öfugt við það að fullyrða um hvað mér finnst.
.
En Þórir – ég er samt ekkert fúll, reikna alveg með að þetta hafi ekki verið hugsunin bakvið skrifin. Ég hef bara lítið að gera akkúrat núnaKv.
Einar Elí
03.04.2006 at 01:02 #548064Ég vona að þetta valdi engum leiðindum, en það er varðandi eftirfarandi línu hér aðeins ofar:
–
"…það er allir orðnir hundleyðir á skrifum þínum…"
–
Mér þætti vænt um að fólk stundaði ekki að leggja mér orð í munn eða hugsanir í haus með slíkum alhæfingum. Ég hef reynt að ákveða sjálfur hvað ég segi og hugsa – með misgóðum árangri reyndar en ég lofa að vanda mig betur í framtíðinni.Takk fyrir það
kv.
Einar Elí
02.04.2006 at 00:40 #548162Sællir.
Þakka góð ráð og boð – þetta fékkst í lag í dag.Haffi: Er ekki eins manns óheppni annars brauð? Ég gæti viljað rella aðeins meira af þér – láttu mig endilega vita um leið og ákvörðun liggur fyrir. Vantar t.d. hurðaspjöld (var svo vitlaus að eyðileggja mín því ég ætlaði að smíða ný – en nenni því varla orðið) – og eins mælaborðið – svo ég geti þá byrjað að smíða það ef þannig fer.
Hvað myndir varðar… þetta er nú ægilegt dútl sem er búið að eiga sér stað síðustu daga… teppalagningar, leiðslu- og víralagnir og eitthvað þessháttar… ég skal reyna að smella myndum af gripnum á morgun eða mánudag.
Kv.
Einar Elí
01.04.2006 at 01:55 #548152… gott ráð sko, en ég er á krúser og ekki með nógu langar hendur fyrir hægri beygju :-/
01.04.2006 at 01:32 #197660Jæja… þá er það næsta vesen: Ég er byrjaður að tengja ljósin og stefnuljósin eru dulítið að stríða mér. Þegar ég kveiki á þeim, loga þau bara, en blikka ekki. Mér finnst endilega eins og ég hafi lent í þessu áður en man ekki hvernig það leystist…
Hugmyndir?kv.
Einar Elí
27.03.2006 at 13:59 #547530…þegar kennarar þessa lands geta ekki allir klórað sig fram úr einföldustu atriðum er varla hægt að ætlast til þess að nemendurnir geti það?
Ég er reyndar sammála því að léleg stafsetning og málfar eru bagaleg lýti og fara afskaplega í taugarnar á mér…
…ég reyni hinsvegar bara að eiga það við sjálfan mig 😉
27.03.2006 at 13:55 #547326Kristinn – ef þú ert til í að eyða smá pening í þetta getur verið sniðugt að mæta bara á bílnum niður í R. Sigmundsson. Þeir eru með allskonar festingar og dót sem þú getur fengið að máta í bílinn hjá þér á staðnum.
Ég var með borð í Runner sem ég átti, kostaði um 20 þús. með öllu.
–
Er reyndar að fara svolítið aðra leið núna. Vill ekki gefa of mikið uppi en nokkur atriði:
-Tölvuborðið er afturí
-7" snertiskjár
-X-box
-… og fleira…
–
óverkill smóverkill – ef manni finnst gaman að troða drasli í bílinn sinn – þá á maður að gera það.
24.03.2006 at 02:10 #547186…Ég er að hamast á fullu í bílnum þessa dagana. Þær eru margar, spurningarnar sem vakna, og ég held ég haldi frekar áfram að pumpa inn á þennan þráð en að vera alltaf að stofna nýjan.
.
Svo – krúser-snillingar og annað gott fólk – nú er mér smá vandi á höndum: Mig vantar að vita hvort samlæsingin er "negative trigger" eða "positive trigger"…
.
… Ég átta mig reyndar á að þetta er ekki mjög "jeppaleg" spurning – en ég fékk mann í að tengja þjófavörn í bílinn með mér og við strönduðum á þessu.
Einhver með hugmynd? (Ég hefði hringt beint í þig Haffi, ef klukkan hefði ekki verið orðin svona margt 😉Kv.
Einar ElíEs. (bætt við síðar…) Hún er negative trigger… bara svon ef einhver vill vita það.
23.03.2006 at 03:53 #547184… glæsilegt – kíki í Hemil.
–
Hvað varðar slóðina þá svarar hún litlu sem Klemenz var ekki búinn að svara (fer í það um helgina að finna tilskipunina sem geymir upplýsingarnar sem vantar) … nema ég fann þessa viðbót:
"Öryggisbelti skal vera valinn staður þannig að ljóst sé hvaða hlutar af lásnum eiga saman…"
–
…Það er greinilega eins gott að vanda sig 😉kv.
Einar Elí
22.03.2006 at 16:53 #547176… hverjir lengja handbremsubarka???
Það er semsagt allt á útopnu núna – verið að reyna að klára bílinn fyrir páska 😀
kv.
Einar Elí
22.03.2006 at 03:18 #547174Takk fyrir góð svör.
Mér var bent á að sennilega hafi ég misskilið þetta með áriðlana eitthvað, sínusbylgjuáriðlarnir eru víst um 10 sinnum dýrari en hinir og því sjaldgæft að fólk sé með þá. – Þannig að það mál er úr sögunni.
Klemenz kom með góða ábendingu varðandi beltin – ég verð að reyna að finna þessa reglugerð – en hvað eru "styrktir hlutar" bifreiðar? Eru það allir hlutar sem eru styrktir, t.d. með U-laga bitum? Eða er verið að horfa sérstaklega á einhverja aðra punkta?
Hluti af innra byrðinu, rétt aftan við afturhurð, er styrktur með svona U-laga bita. Skil ég þá rétt að ég eigi óhræddur að geta fest í það stykki, þar sem styrkingin er?
Kv.
Einar Elí
21.03.2006 at 00:20 #197591Jæja gott fólk.
Enn vantar mig ráð. Ég þarf að endurnýja áriðilinn í bílnum hjá mér og ef ég man rétt þá eru tvennskonar straumbylgjur sem þeir gefa frá sér, kassalaga og… ekki kassalaga (kláraði nú grunndeild rafiðna á sínum tíma – en hef sogið of mikið bensín á milli tanka síðan þá til að muna þetta…).Önnur tegundin er semsagt þeim ókosti gædd að hún truflar hljóð, t.d. í fartölvum.
Man einhver hvor það er?
–
Hitt er þetta:
Er eitthvert ykkar alveg pottþétt á því hvar má og má ekki festa öryggisbelti? Ég fékk þær upplýsingar í Frumherja að þau yrðu að tengjast bitum … en ég veit ekki alveg hvernig það er flokkað. Er með staði í sigtinu fyrir belti (festingarnar fuku með hjólaskálunum við hásingafærslu) en vantar eiginlega einhvern til að segja af eða á…Látið endilega heyra í ykkur ef þið eruð sleip í svona málum.
Kv.
Einar Elí
-
AuthorReplies