Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.05.2006 at 00:41 #551688
Þakka góð svör – og hin 😉
Svo ég komi nú út úr skápnum með það af hverju þessi stærð er í sigtinu hjá mér undir hinn ofurlétta 60 krúser sem tæmir veski mitt þessa dagana, er ástæðan þessi: Bíllinn er með leyfilega heildarþyngd upp á 2630 kg en vigtaði í síðustu breytingaskoðun (áður en ég eignaðist hann) rúm 2300 kg. Hver farþegi er reiknaður 68 kíló (veit nú ekki alveg hvaðan sú tala er, en gott og vel…) og því má bíllinn faktíst aðeins vera 4 manna en er þó skráður 5 manna á 36" dekkjum. Síðan þá hafa bæst við nokkur kíló af t.d. dekkjagúmmíi, krossviði, trefjaplasti o.s.frv. þannig að hann nær aldrei að standast vigtun (nema mig langi að eiga eins manns bíl) í breytingaskoðun (maður á náttúrulega ekki að vera að auglýsa þetta…). Þar sem reglur kveða á um leyfilegt 10% frávik í dekkjastærð (endilega leiðréttið mig ef mig misminnir) þá rétt sleppur 39,5" undir á löglegan hátt. Að vera með ólöglega dekkjastærð er ekki valkostur, frekar en að aka fullur eða án bílbeltis, svo þetta eru stærstu dekkin sem eru í boði fyrir þennan bíl eins og staðan er í dag.
Er reyndar aðeins búinn að láta reyna á hann á 38" dekkjum og er alls ekkert ósáttur – passa mig bara á að vera í samfloti með svipað þungum bílum á jafnstórum dekkjum
Sjáum til hvað verður – en takk fyrir góð svör.kv.
Einar Elí
02.05.2006 at 17:14 #551668MMC – mér skilst að Irokinn sé 2" grennri en Ground Hawk 38". Lætur það nærri lagi? Hvernig er hann þá að fletjast út í samanburði við 38" dekk – fæst meira flot í hann?
Kv.
EE.
01.05.2006 at 23:20 #551636Ætli Orkustofnun mundi leyfa okkur að þræða einstigi á milli borholanna þeirra á Hellisheiði? Eftir lestur eftirfarandi skýrslu sýnist mér að OR sé einráð þegar kemur að ráðstöfun á þessu svæði og að umsögn Umhverfisstofnunar sé lítið annað en nöldur í þeirra augum.
http://www.or.is/media/files/HH%20stækkun.PDF
Já – maður er svo bitur á mánudögum
Kv.
EE.
01.05.2006 at 23:14 #197887Hvaða 39,5″ dekk fást á Íslandi og hvaða kosti og galla hafið þið verið að rekast á í ykkar 39,5″ dekkjum?
.
Maður er nebblega alltaf að spá og spekúlera sko…
.
(Og nei, ég fer ekki beint á 44″… ekki núna… kannski seinna…)
Kv.
Einar Elí
01.05.2006 at 22:41 #551598Fórum í dag inn að Skálpanesi – upplýsingarnar komu sér vel, og ekki síður förin ykkar. Eltum þau eins langt (stutt) og við höfðum tíma í. Ein spurning samt – förin eftir ykkur niður af jöklinum, eru þau eftir trakki? Fór innan við 50 metra út úr þeim og missti annað framhjólið ofan í sprungu sem hefði rúmað hálfan bílinn. Allt fór þó vel – og förin ykkar framhjá krapanum komu sér vel
01.05.2006 at 22:32 #551628Svona brautir hljóta að vera af hinu góða. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að þær ættu eingöngu að vera notaðar undir eftirliti, þó ekki væri nema fyrir viðbrögð í neyðartilfellum.
Ég get engan vegin samþykkt að lokanir eða takmarkanir á svona brautum – né heldur vöntun á þeim – sé beinn áhrifavaldur á að fólk láti eins og hálfvitar undir stýri. Hvort sem það er að stelast inn á brautir eða stunda hraðakstur á vegum og götum.
Þó svo að æfingabraut (NB undir eftirliti (og helst leiðsögn líka, að t.d. breskri fyrirmynd)) hjálpi kannski einhverjum að blása út einhverju sem hann heldur að sé hraðaþörf – þá á ekki að þurfa nema snefil af skynsemi til að hafa hemil á þeim hvötum.
Ef það er lokað í Bónus, þá brýst maður ekki bara inn og réttlætir það með því að maður hafi "þurft" að fá sér Bónus-brauð. Maður virðir bara opnunartímann og kemur daginn eftir.Kv.
EE.
01.05.2006 at 05:06 #551596Þetta er almennilegt – maður biður um lýsingu og fær ljósmynd! Þvílík þjónusta!
Takk kærlega fyrir þetta – ég æði af stað í fyrramálið…eða á eftir… og tek með mér sundskýluna 😉
kv.
Einar Elí
30.04.2006 at 22:21 #551356…sorry að ég sá þetta ekki fyrr… Flugum þarna yfir á föstudaginn. Mikil bleyta en allt fullt af sleðaförum. Held að þú hafir bara verið að gera góða hluti með því að fara í mörkina…
Hvernig kemur sá nýi út á mölinni?
kv.
Einar Elí
30.04.2006 at 22:19 #197879Sælt veri fólkið á þessu blauta sunnudagskvöldi (rignir allavega í höfuðstaðnum).
.
Veit einhver hvernig er með færð sunnan frá að Skálpanesi – og þaðan upp á jökul? Hefur einhver verið þar á ferðinni í dag eða gær?
.
.
Get látið í staðinn upplýsingar um færð á Eyjafjallajökul, vestanfrá.
.
Fórum þar á fimm bílum í dag og snerum við í ca. 650 m hæð. Færi blautt og leiðinlegt, sérstaklega vegna hliðarhalla sem er þarna við hvert fótmál. Örugglega hægt að fara ofar á þolinmæðinni en þegar við horfðum á sömu mínútunni upp á affelgun og brotið framdrif ákváðum við bara að snúa við…
…
…eða eins og sumir hérna á spjallinu myndu orða þetta: „Kíktum á það sem sumir vilja kalla snjó. Var engin áskorun fyrir svina stóra karla eins og okkur. Nenntum ekki einu sinni að vera í fjórhjóladrifinu og bara til að reyna að gera þetta áhugavert keyrðum við smá spöl á felgunni. Dugði samt ekki til. Stundum ekki svona ellimannasunnudagsbíltúra svo við fórum heim að gera eitthvað krefjandi, eins og að glápa á sjónvarpið…“
.
Kv.
Einar Elí
27.04.2006 at 21:52 #550060Ég þakka hrósið fyrir hönd okkar ferðafélaganna. Okkur finnst voða gaman, eins og fleirum, að halda úti svona smá síðu um þetta brölt okkar, ekki síst til að geta sjálfir rifjað upp góðar minningar.
Ekki skemmir fyrir að ferðafélagarnir eru flestir forfallnir áhuga(og sumir reyndar atvinnu)ljósmyndarar svo það tekur stundum jafnlangan tíma að fara í gegnum myndirnar og fór í ferðina sjálfa… eða svona næstum því.
En mjög gaman að sjá að aðrir hafa líka gaman af þessu, takk fyrir að kíkja viðKv.
Einar Elí
Team-Moby
27.04.2006 at 21:39 #551234Þakka hlý orð í minn garð – já, ég verð að setja mig í samband við Ragnar Karl eftir helgi – það er ljóst.
27.04.2006 at 13:28 #550056…ekki beint. Ársgamall viðgerðartappi fór í verkfall og stakk af á fleygiferð. Hjálpsamur jeppamaður af Reykjanesi (nafnið er gleymt eins og flest gagnlegt sem ég hef lært í gegnum tíðina) stoppaði og bauð nýja samvinnufúsa tappa. Svínvirkaði.
Annars var eitthvað smá vesen með alternator, VHF stöð og þessháttar. Ekkert sem er ekki gaman af eftir á.
Myndir úr túrnum komnar á http://www.undarlegt.comkv.
EE.
27.04.2006 at 10:22 #551268Er það það sama og barkalæsingar? Hef alltaf heyrt að þær séu svo sniðugar af því að maður viti pottþétt hvort þær séu á…
…well… sat í bíl með barkalæsingum fyrir stuttu. Var læstur í bak og fyrir í leiðinlegum snjó. Bílstjórinn hafði varla sleppt dásemdarorðum um mikinn mátt læsinganna þegar heyrðist í stöðinni "hann er bara að snúa öðru framhjólinu hjá þér".
Ég hef líklega ofmetið þennan eiginleika læsinganna.EE
27.04.2006 at 03:03 #197862Félagar… ég hef í nokkur ár heyrt sögur af laug þar sem hægt er að synda á milli heimsálfanna, þ.e.a.s. annar bakkinn tilheyrir Evrópuflekanum en hinn Ameríkuflekanum. Getur einhver staðfest þessar sögur og sagt mér hvar þessa laug er að finna? Þarf að tjalda öllu sem til er til að heilla útlendinga eftir tæpan mánuð
Kv.
EE.
26.04.2006 at 23:48 #551228Ekki stríða Finni – ég skil ofurvel hversu róandi áhrif það hefur á sálina að vera með eitthvað stórt og óklárað inni í bílskúr
Og Jónas – takk fyrir hintið – Ragnar Karl er einmitt gamall félagi sem ég hef ekki heyrt í alltof lengi – gráupplagt alveg!
Kv.
EE.
26.04.2006 at 18:38 #551218… ég reyni nú yfirleitt að grafa upp aðeins skemmtilegri viðmælendur en sjálfan mig, þó ekki væri nema til að einhver nennti að lesa greinarnar.
Ég held að lokadagur sé hugtak sem á ekki við um bíl eins og ég á – það er með þetta samband eins og önnur sem eiga að endast – það krefst stöðugrar vinnu. En hann er kominn á götuna og stóð sig fjandi vel í páskaferðinni norður Sprengisand, í Kverkfjöll og svo reyndar þjóðveginn heim (var orðinn einn eftir á Akureyri í restina…). Bilaður 12V alternator, vitlaus olía á gírkassa og ársgamall viðgerðartappi sem kvaddi voru aðeins að trufla okkur, en ekkert sem er ekki hægt að jafna sig á.Myndir úr ferðinni á http://www.undarlegt.com í kvöld eða á morgun.
Kv.
Einar Elíps. Finnur – næsta ferð?
26.04.2006 at 18:33 #550742Veit að það er vinsælt að færa hásinguna á hilux 15-17 cm en veit ekki hvernig það kemur út á þessum. Mín var færð 30 cm og ég er ennþá að reyna að ná utan um það hvað er gjörólíkt að sitja í honum. Á fjöðrunum blikkaði fyrir framan mann, sitt á hvað, himinn og jörð, en nú horfir maður bara beint áfram og dundar sér við að fægja postulínsvasa á þvottabrettum… eða svona næstum því…
.
Og þegar þú ert á jeppa leggurðu bara þar sem þú vilt, og dundar þér við það á kvöldin að týna yaris og þessháttar úr munstrinu… eða tekur upp að leita að stórum stæðum og labbar restina. Það eru fáir jeppamenn það heilsutæpir að þeir ráði ekki við það.
.
140 hp? Minn er 1987 módelið, 4,0 með túrbínu (sem blæs reyndar ekki nema einhverjum 5 pundum held ég) og hann er skráður rétt rúm 100 hö. Hvað veldur því hversu mikið ber á milli?
.
Kambarnir… tja… ef hann er tómur (nema auðvitað með mig innanborðs) á hann nú alvega að hafa þetta á 70-80… ég veit reyndar ekkert hvaða hlutföll eru í honum en þau mega ekki mikið hærri fyrir minn smekk.
.
EE.
26.04.2006 at 16:04 #197858Veit einhver um spennandi bílskúrsverkefni sem er í gangi, jafnvel að nálgast lokadag – og eigandinn hefur verið duglegur að mynda ferlið? Langar að komast í samband við einhvern bílskúrskarl (eða -konu) vegna umfjöllunar í fjölmiðilinn sem ég er að vinna hjá.
Kv.
Einar Elí
694 7614
einareli@frettabladid.is
25.04.2006 at 22:31 #550846Team-Moby býður fram þrjú laus sæti og bílstjóra (að því gefnu að einhver verði í bænum þann dag sem fyrir valinu verður).
LC 60 38"
Og ef einhver áhugi er á að fá umfjöllun þá á ég hæg heimatökin – en skil líka það sjónarmið að halda þessu fyrir utan fjölmiðla.
kv.
EE.
25.04.2006 at 19:21 #550720…Æi, ég var búinn að svara Kidda hérna… en nenni ekki að standa í pissukeppni.
Samheiti/sérheiti… alltaf gaman að gera grín.
kv.
Einar Elí
-
AuthorReplies