Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.06.2006 at 13:35 #555244
Hmmm… Stærðfræði hefur nú aldrei verið mín sterka hlið, en ef 38" dekk létta bílinn um 200 kg, og hann komist því bara það sem maður getur sjálfur vaðið…
þarf ég þá ekki að vera með 2.040 kg. á bakinu til að þetta próf sé marktækt fyrir minn fjallatrukk sem vegur ca. 2,3 tonn?
(2300-200 = 2100 … -60 kg (af því ég er svo feitur…) = 2040)
Ef sú regla stenst… þá get ég augljóslega ekki vaðið neina á (ég lofta ekki nema ca. eigin þyngd á góðum degi, hvað þá úti í straumharðri á) og þarafleiðandi er mér ekki óhætt að leggja í eina einustu á á trukknum.
ERGO: Tími til kominn að snúa sér aftur að frímerkjasöfnuninni…kv.
EE.
30.06.2006 at 02:02 #555542Reikna með að þú sért að meina að interkúlerinn í nissaninum sé full afkastalítill fyrir þinn smekk (en ekki photoshop-pólóinn í myndaalbúminu þínu)?
Að setja interkúler ofan á bílvél er stundum líkt við það að geyma ísmola ofan á grilli. Ég styð því hugmyndina um að skella kúlernum fram í grill.Kv.
EE.
Lifi greinamerkjasetning!
28.06.2006 at 17:29 #555378Það eru að minnsta kosti grillborð í Básum, sem eru auðvitað ekki í Þórsmörk heldur Goðalandi. Ef margmennt er á svæðinu borgar sig að vera tímalega í að kveikja upp til að komast að.
kv.
EE.
28.06.2006 at 17:23 #555420Alltaf leiðinlegt að heyra þegar fólk telur sig hlunnfarið. Það hefur reyndar ekki alltaf mátt minnast á þessháttar hluti hér án þess að her manna myndi varnarvegg um viðkomandi fyrirtæki og úthrópi þann sem slæmu þjónustuna fékk.
Ég vil samt skjóta því inn að ég hefi aldrei heyrt nema góða hluti um Þóri. Hann hefur komið okkur feðgunum til bjargar við ýmis tækifæri og aldrei staðið á neinu.
Getur ekki hugsast að þú hafir hitt á hann á vondum tíma, eins og við eigum öll við og við? Það er auðvitað engin afsökun fyrir því að vera dónalegur, en ég var ekki á staðnum og veit því ekki hvað ykkar fór á milli.
Er ekki bara rétt að heyra í honum aftur og sjá hvað hann getur boðið þér? Ef þú ert ekki sáttur við þau svör eru alltaf einhverjir aðrir sem vilja vinnu.Kv.
EE.
24.06.2006 at 15:18 #198142Jæja, ég er með snjófiðring á háu stigi í dag. Veit einhver hvernig er að komast upp á Eyjafjalla- eða Mýrdalsjökul um þessar mundir? Einhver leið betri en önnur?
Kv.
Einar Elí
22.06.2006 at 20:51 #555000Mér hefur líka verið sagt af mér fróðari mönnum að gasið henti yfirhöfuð ekki eins vel í jeppa og olían. Ástæðan, sem mér finnst hljóma mjög líklega, er að við miklar hreyfingar, t.d. á malarvegi, hitnar gasið og þenst út. Við það verða dempararnir víst ansi stífir og leiðilegir.
EE.
22.06.2006 at 20:47 #555064… að þú sért að leita að þessu?
[img:1spebbg1]http://img.epinions.com/images/opti/5c/d2/elec-Accessories-All-Duracell_AAA_1_5v_Alkaline_Battery-resized200.jpg[/img:1spebbg1]
En – nei, get því miður ekki hjálpað. Búinn að prófa umboðið?
EE.
15.06.2006 at 23:53 #554266hef "beint frá munni hestsins" að tími skipuleggjenda síðustu daga fyrir sýningu hafi farið í ófyrirséða aðstoð við sýnendur og því varð annað að sitja á hakanaum.
Persónulega fannst mér sýningin það flott að ég fór tvisvar… eða er ég bara svona slow? 😉
Annars fann ég mynd af FJ cruiser (sem var á sýningunni) í albúminu hjá MHN sem vakti athygli mína…https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=cars/4577/32417
… hvaða vír er þetta sem liðast þarna eftir öllu? Getur verið að þetta eigi að vera svona?
kv.
EE.
15.06.2006 at 23:48 #554598Stundum er sagt að ef maður hafi ekkert merkilegt til málanna að leggja, eigi maður bara að halda kjafti.
Ég hef helgað líf mitt baráttunni gegn þeim frasa 😉
Ég er reyndar sammála því að það er "betra" að keyra undan straumi yfir á ef maður kemur því við – en mikið rosalega hef ég oft bitið í varirnar þegar fólk hefur sagt það EINU leiðina til að þvera ár.
Er því feginn að sjá að ég er ekki einn í því að velja stundum leið á móti straumi, þó ég reyndar noti húdddið nú sjaldnast sem mælikvarða á það hvort áin sé of djúp eða ekki, enda ansi hátt upp á húdd hjá mér.
Fyrir utan þetta augljósa, þ.e. að bíllinn erfiði minna, spóli minna, láti betur að stjórn ef hann missir grip, taki síður inn loft (allir með snorkel 😉 og allt það, þá er ein ástæða í viðbót fyrir því að ég reyni frekar að snúa nefinu niður.
Jökulár eru nefnilega nálægt 90% vatn – restin er sandur, grjót og annar framburður sem mig langar ekki vitundarhót að fá í vatnskassann.Jæja – nóg röfl í kvöld.
Einar Elí
ps. – muna svo að hafa vaðið fyrir neðan sig.
06.06.2006 at 17:01 #198053Rakst á myndir frá Theódór í myndaalbúminu:
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=carmembers/4295
Um leið og ég finn mikið til með Theódóri að eiga alla þessa vinnu eftir, þá hlakka ég mikið til að sjá útkomuna… spurning hvort maður verði nokkuð abbó
Kv.
Einar Elí
06.06.2006 at 00:40 #553828So it does work?
02.06.2006 at 11:35 #553462Það er vissulega súrt að horfa upp á þá staðreynd að flugeldar sem björgunarsveitirnar selja leiki síðar meir hlutverk í slysum og óhöppum. Og ég skil þig vel, nafni, að velta þessu upp. Tel þó ekki alveg rétt að frumhvatinn bakvið flugeldagleði Íslendinga sé velvilji í garð sveitanna. Tel miklu frekar að fólki finnist einfaldlega gaman að skjóta upp flugeldum og sem betur fer hafa margir rænu á því að styrkja í leiðinni gott málefni. Hef nú samt ekki heyrt einkaaðila eða fótboltastráka kvarta mikið undan dræmri sölu.
Hvað varðar það að skera á hagsmunatengslin má kannski velta því fyrir sér hvort sveitirnar væru tilbúnar til þess ef önnur lausn til fjáröflunar stæði þeim opin? Það má vera.
Þetta er samt t.d. betri leið en ríkisstyrkir að því leiti að með þessum hætti þarf ekki að fela landssamtökum það í hendur að útdeila fjármunum – heldur neytir hver eins og hann aflar. Hitt mundi sennilega tryggja meiri jöfnuð, en vekja mikla óánægju meðal aðildareininga SL, sem starfa sem sjálfstæðar einingar.
Hinsvegar má horfa á SÁÁ sem rekur spilakassa og spurja hvort það sé ekki að minnsta kosti jafn brýnt? Og að setja flugeldasölu undir ríkið væri nú hálf kjánalegt því varla mundi slysum fækka mikið við það? Ríkið er líka einkasöluaðili fyrir áfengi og tóbak – sem sannarlega draga hundruð Íslendinga til dauða á hverju ári – er því kannski með nóg á sinni könnu/samvisku?
Það er til svolítið sem er kallað "nanny state". Þá miðast löggjöf ríkisins við að koma með einum og öllum hætti í veg fyrir að þegnarnir geti mögulega misstigið sig. USA (fyrst það hefur verið nefnt) er einmitt á góðri leið þangað. Fylgifiskur þess er að einstaklingar hætta að taka ábyrgð á gjörðum sínum og leita í löggjöfina eftir blóraböggli. Ég hef hinsvegar alltaf verið þeirrar skoðunar að maður sé sinn eigin gæfusmiður. Kannski er það rangt? Kannski fer ég í mál við P. Samúelsson eða B&L næst þegar ég lendi í árekstri og er í órétti?
Kv.
EE.
02.06.2006 at 01:31 #553452Ég er bara að spá í hvernig þú teldir ástandið í flugeldasölu, meðferðum flugelda og flugeldaslysum á landinu vera ef það væru bara einkaaðilar og fótboltastrákar sem væru að selja þá? Heldurðu að það væri ekki einhver farinn að sakna björgunarsveitanna og þess mikla fræðslu- og forvarnarstarfs sem þær hafa unnið á þessum vetvangi?
Ég get alveg fallist á að björgunarsveitin er fyrsti lögbrjóturinn og ábyrgðaraðilinn í þessu óhappi. En ef ég væri búinn að væla ólöglega bombu út úr björgunarsveit og sprengdi svo næstum af mér hendina fyrir tóman klaufaskap – þá held ég svei mér þá að ég mundi bara halda kjafti um það.
[viðbót – sá það sem óli skrifaði… umhugsunarvert]
EE.
"…lýsum upp loftið með ljósum og látum…"
30.05.2006 at 19:01 #550524Eftir að hafa lesið þennan þráð er ég eiginlega búinn að mynda mér aðra skoðun en ég hafði upprunalega. Mér hefur reyndar aldrei fundist sérstaklega skynsamlegt að reyna að svíkja kerfið. Ef kerfið er gallað á að breyta því – og nú verð ég að taka undir með þeim sem vilja litað bensín líka.
Hættum nú að spá í smákrimmaráðin sem kosta sum meira en þau spara – förum að pressa almennilega á stjórnvöld um að læka álögur á eldsneyti. Það er ljóst að við þurfum að gera eitthvað enn kröftugra en síðast – það hafði nákvæmlega engin áhrif á stjórnvöld.
Hugmyndir? (og þá meina ég eitthvað aðeins meira fullorðins en að blokka Miklubrautina á föstudegi).
Kv.
Einar Elí
30.05.2006 at 18:48 #553484Ef þú ert að spá í viðgerð fyrir Toyotuna (sem er auðvitað mjög sjaldgæft og fáheyrt) þá er Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur í Grafarvoginum eina viðurkennda Toy verkstæðið í RVK fyrir utan umboðið. Ódýrt og ekki ódýrt… allt kostar þetta eitthvað.
EE.
24.05.2006 at 10:28 #552760[i:11spdtti]"Litlar flugvélar eru margfalt ódýrari í rekstri og mjög gott er að leita úr þeim og svo er hægt að kalla í þyrlu, eða björgunarsveitir þegar eitthvað sést sem þarfnast nánari skoðunar." [/i:11spdtti]
.
Ef það væri nú alltaf svo gott að björgunarsveitirnar okkar gætu dundað sér með hagkvæmustu kostina, farið í kaffi og skipulagt svo í rólegheitunum hvert næsta skref yrði.EE.
22.05.2006 at 01:55 #553082tel að þarna hafi hinn góði drengur Haffi ratað á rétt.
Þónokkuð síðan maður fór að sjá svona sleða… þó ég sé nú eiginlega ekkert inni í sportinu. Flott að sjá klára gaura leika sér á þessu í púðri, leggja þetta alveg eins og krossarana.EE.
21.05.2006 at 01:08 #553038Já – takk fyrir tækifæri til að koma með og taka þátt í ferð sem skiptir líklega ögn meira máli en flestar aðrar ferðir sem maður fer í.
Davíð og félagar eiga hrós skilið fyrir vel undirbúinn og snuðrulausan dag. Og þið hin fyrir að bregðast við kallinu. Tek undir það að stundum er maður bara nokkuð stoltur af því að vera jeppamaður.
Kv.
Einar Elí – á skítuga bílnum
19.05.2006 at 12:25 #552836Hefur ekki bara víxlast, kílómetrafjöldinn og verðið?
EE.
17.05.2006 at 18:03 #551064ekki málið. Kóarasætið frátekið fyrir hann. Vona að hann ráði við að klofa upp
EE.
-
AuthorReplies