Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.03.2013 at 16:26 #764751
Verðhugmyndir eru eins margar og eigendurnir, alveg frá mjög litlu uppí miljón kall.
Ég held að vænlegast væri að menn gerðu það upp við sig hvað þeir eru til í að borga, svona u.þ.b. og sendi mér í pm. svo kynni ég það fyrir erfingjunum og þeir taka svo við.
19.03.2013 at 11:46 #764333Ef einhver er til í að taka Breskan jeppamann með sem kóara í Nýjadal, eða bara eitthvað á fjöll, vinsamlega hafið samband.
Gunni Stimpill
4×4@bodi.is
691-7000
19.03.2013 at 10:38 #225782Ef einhver hefur áhuga á að eyða næstu árum í að gera upp fornbíl þá er hér meðfylgjandi er tengill á myndirnar af Willa gamla, CJ-2A árg. 1946, serial númer 26896. Bar númerið P-74.
Það voru bræður sem keyptu hann nýjan, smíðuðu húsið á hann og voru einu eigendurnir alla hans gangfæru ævi, hann er núna í eigu dánarbús, sem er ekkja og börn seinni bróðurins.
Það sem vakir fyrir þeim er: að sjá hann uppgerðan, og að fá pening fyrir hann. Hann er staddur á Snæfellsnesi og ef þú hefur áhuga á að skoða gripinn þá finnum við leið til þess.https://www.dropbox.com/sh/4tlex08a765xge3/vyGr_0Nel8
Kveðja,
Gunni Stimpill
willys@bodi.is
27.02.2013 at 18:37 #763979Áður en menn fara að hrauna aftur yfir vefnefndina vill ég minna á að þeir eru að vinna þetta í sjálfboðavinnu, hugsanlega eiga þeir fjölskyldur og þurfa að vinna fyrir sér eins og aðrir.
Allt í lagi að koma með athugasemdir en reyna að hafa hemil á stóru orðunum.Gunnar
15.02.2013 at 10:12 #763647Ánægjuleg niðurstaða, gefur vonandi fyrirheit um fleiri skynsamlegar niðurstöður í framtíðinni.
14.02.2013 at 20:30 #759461Jæja félagar,
ef þið eruð búnir að skanna teikningarnar væri gaman að fá afrit.Kveðja, Gunnar
14.02.2013 at 20:14 #763511Ég er mjög sáttur við Rancho 9000 í tveim síðustu bílum, fyrst með gorma og núna loftpúða.
Þægilegt að geta stillt þá með takka í mælaborðinu. Annars sammála Kristjáni með að halda gormunum að framan.
29.01.2013 at 14:19 #762975Hver vill taka að sér að tala við LM og biðja þá um að setja fram kort á því formati sem við viljum hafa þau?
Er það ekki einfaldara en að við séum að breyta þeim hver í sínu horni?
Maður spyr sig…
03.12.2012 at 16:17 #761233Jæja, á ekki að sýna okkur myndir úr ferðinni ?
29.11.2012 at 22:09 #761121Neðri röð, annar frá vinstri er Kjartan Pálsson
29.11.2012 at 13:11 #760643Gunni Stimpill mætir
R-338
25.11.2012 at 21:19 #760903Og engin ástæða að vera að skapa leiðindi, það má finna snjó annarsstaðar en á skíðasvæði.
17.11.2012 at 00:28 #760741Velkominn í klúbbinn, nú er upplagt að hristast saman við félagana og koma í Laugafell – Nýjadal þ. 24. nk.
21.08.2012 at 23:27 #756837Innilegar samúðarkveðjur til ættingja og vina.
Þessum góða félaga og vini verður sárt saknað og með honum fer mikill fróðleikur og þekking.Gunni Stimpill
12.08.2012 at 00:07 #756219Ég hef meðal annars fengið knastásskynjara hjá [url:1vpxppcq]http://www.rockauto.com/[/url:1vpxppcq]
og er sáttur við þjónustuna hjá þeim.
22.07.2012 at 12:37 #755963Það er hægt að hafa þetta mjög einfalt til að fylgjast með veðri og snjóalögum, tengt við sellu og gsm, eins og Helgi er með í Veiðivötnum: http://helgi.dk/?page_id=61
Svo má fara alla leiðina upp í stjórnanlega hreyfimynd: http://www.goandroam.com/webcams/cams:controllable/
Eða velja einhvern milliveg, t.d. með hreyfiskynjara þó veit ég ekki hvernig hann plumar sig í snjókomu eða hríð.
06.03.2012 at 17:22 #750531Geturu sent skrá með leiðardæmum á formi sem Garmin Road Trip getur lesið?
Kveðja,g….
27.02.2012 at 17:45 #749416[quote="logimar":3etute5a]Ferðalangar í ærslaferð skála og skemmtinefndar eru nú allir komnir til byggða. Nema Seinagengismenn held ég,,,,, en það er nú ekkert nýtt að þeir séu seinir. [/quote:3etute5a]
Ég veit ég tala fyrir hönd okkar í Seinagenginu þegar ég segi að þetta hafi verið mjög vel hepnuð helgi, skipulagið var til fyrirmyndar og veitingarnar frábærar.
Við vorum ekki búnir að fá nóg af snjó þegar þið purruðuð malbikið í bæinn svo við ákváðum að sigla Búðarhálsinn og komum heim rétt fyrir myrkur.
Takk fyrir samveruna.
28.01.2012 at 10:33 #222302Hvort er sterkara og betra á felgur,
Epoxy, tveggja þátta málning hjá USH Sandblæstri eða Pólyhúðun ?
26.01.2012 at 11:23 #748397Ég er búinn að eiga 38" breittan Musso 2.9 TDI 2000 árg. í tæp 7 ár núna og hann hefur reynst mjög vel. Hann kemur með Dana 44 að aftan og Dana 35 að framan, gírkassinn er (Borg Warner) Tremec T5, einn mest framleiddi handskiptikassi í heimi. Ég hef ekki heyrt neitt ljótt um vélina, hún bara gengur, stundum soldið gróft, mín er eins og grjótmulningsvél, en hefur aldrei slegið feilpúst. Sumir hafa verið með hitavandamál og skemmt heddpakningar en þá er málið að setja stærri vatnskassa eða bara passa að halda honum hreinum, það hefur dugað hjá mér.
Samanborið við þær 5 Toyotur, Bronco, Wagoner or RangeRover sem ég hef átt, fær Musso mjög góða einkun, gott pláss og fer vel með þig, ódýrir varahlutir og eyðir litlu.
Það sem mér finnast vera ókostir eru að barkarnir frá gírstöng og niður í gírkassan gera skiptinguna soldið losaralega miðað við stöng sem er beint ofaní kassan, svo hefði ég vilja hafa stöng ofaní millikassan eins og í Toyotu en ekki rafmagnsskipti, en þetta eru bara mínar persónulegu skoðanir.
-
AuthorReplies