Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.01.2003 at 14:38 #466576
Prófílstál (Briddebilt) eru að smíða þetta. Þeir eru uppá höfða.
Kveðja,
Góli
12.12.2002 at 09:12 #465230Á ég að trúa því að maður þurfi að fara að skrúfa þetta af einu sinni á ári? Jahérna…
12.12.2002 at 09:11 #465258Ljótt er að heyra. Af öllum mönnum á Gunnar Ingvi það ekki skilið að stolið sé frá honum. Sameinumst um að finna þetta !!!
05.12.2002 at 19:12 #464870Tek undir þetta með vélarnar í Patrol, en þekki ekki með skiptingarnar. En legur í framhásingu ??? þarna misstirðu marks. Þú hefðir nú getað betur en þetta….
P.S. Eigum við svo kannski að bera saman framdrif í Toy og Pat?
11.11.2002 at 13:28 #464124Passiði ykkur á þessum ástarbréfum frá fyrrverandi kærustu, ég hef það fyrir satt að þau séu á útlensku, ættuð úr Ölpunum og þvi ekki fyrir nema mestu perverta að fíla þau….
Annars skil ég ekkert í því hvernig hann Stúfur frændi minn tímir að láta húfuna sína, nú styttist nú að hann þurfi að nota hana. Nema hann sé búinn að versla sér nýja…
Kveðja,
Góli
30.10.2002 at 21:43 #463590Sælir félagar
Dvaldi í vikunni 2 nætur á Hveravöllum, þær síðustu sem ég kem til með að gista þar þangað til verðinu verður kippt í lag. 1700 kallinn er bara of mikið stökk miðað við það að hafa borgað 1000 kr áður (með ferðafélagsaðild). Buddunni minni er alveg sama þó rekstraraðilar þurfi að borga vsk; Hveravellir eru héðan í frá bensínstöð og sundlaug án gistingar á hálendinu.
Fúll á móti…..
30.10.2002 at 13:14 #463894Blessaður Freyr
Vegurinn frá Kerlingarfjallaafleggjara inn að Hveravöllum er orðinn nánast fullur af snjó (fór þessa leið í gær). Lítill snjór fyrir utan veg.
Góli
02.10.2002 at 10:23 #463442Ef keyptir eru Koni vökvademparar þarf aldrei að skipta þeim út, heldur einungis halda þeim við.
Hins vegar eru gasdempararnir með sinn líftíma, það er rétt…
01.10.2002 at 13:31 #463438Þú þarft ekkert að spá í þessu. Fáðu þér Koni strax, því annars kaupir þú þá bara seinna þegar þú ert búinn að sjá ljósið. Helsti kosturinn er sá að þú kaupir demparana bara einu sinni, svo er hægt að gera við þá eftir því sem þarf. Talaðu við þá í Bítlanaust og þeir vita kannski hvað hentar þínum bíl, annars við aðra sem hafa sett þetta í svona bíl.
Demparakveðja,
Góli
30.07.2002 at 09:36 #462606Ég þekki ekki til í Vélalandi en veit að þú færð toppþjónustu og vinnubrögð hjá Kistufelli.
Kv. Góli
29.07.2002 at 21:37 #462598Stjóni, það er trúlegast farið hjá þér heddið. Þetta lýsti sér nákvæmlega svona þegar það fór hjá mér. Talaðu annars við Ginga í Kistufelli og hann finnur út úr þessu fyrir þig.
Gangi þér vel, Góli
09.07.2002 at 16:23 #462218Ég tók gamla miðstöðvarhitarann (a.k.a. 2,8 lítra vélin) úr og setti 4,2 lítra Patrol með túrbínu og intercooler. Þetta tók mig 1 dag og 3 kvöld í mestu rólegheitum og ég held að það sé ekki hægt að framkvæma einfaldari vélaskipti, þannig að ef þú vilt ekki missa bílinn í einhverjar vikur, þó trúlegar mánuði, þá er þetta best. Breytingin á afli og togi á eftir að sjást greinilega á brosinu sem kemur í staðinn fyrir skeifuna. Og þú getur farið að ferðast á þeim hraða sem þig langar, ekki sem bíllinn skammtar þér.
Þannig að þú þarft að gera þér grein fyrir heildarkostnaðnum, þú getur fundið einhverja æðislega vél fyrir lítinn pening en svo þegar allt draslið er farið að virka ertu kominn á aðra milljón. Mundu bara að þú verður að skipta um gírkassann líka ef þú skiptir um vélina.
-
AuthorReplies