Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.03.2009 at 23:50 #642820
Leitt með veðurspána á morgun,
Ég hins vegar verð að afboða mig á sunnudaginn. Yrði skemmtilegt að fljóta með en það verður bara að gerast seinna.
Gunnar Lár Gunnarsson
13.03.2009 at 16:26 #642814Já Björn verður maður ekki að mæta, maður getur horft á fótboltann bara seinna um kvöldið.
Eflaust ágætis ferð til að læra betur á bílinn og reyna að drífa meira á þessu.
13.03.2009 at 12:42 #642808Ég var að pæla, hvað er þetta langt ca og hvað taka menn með sér af eldsneyti, er ekki fullur tankur meira en nóg ?
10.03.2009 at 14:04 #642870Nei nei en auðvitað segir maður ekki hálfa sögu þegar maður tekur margar myndir og vill sýna þær í heilu lagi.
En auðvitað er í lagi að setja inn eina og eina mynd, en það gefur auðvitað ekki heildarmyndina af ferðinni sem slíkri er það?
Kv,
Gunnar Lár Gunnarsson
10.03.2009 at 13:51 #642866Ég verð fyrir mitt leyti að segja að ég nenni ekki að bíða eftir þessari arfaslöku síðu þegar ég er að setja fleiri en 100 myndir inn á netið.
Ég tók hátt í 1000 myndir úr Miðjuferðinni og set sjálfsagt meira en 200-300 myndir á netið. Ég yrði í heila viku ef ég ætlaði að uploada þessu öllu í gagnagrunninn hérna.
Ég er hins vegar alveg sammála að auðvitað er mikilvægt að hafa þessar myndir allar á sama stað og að þær séu aðgengilegar fyrir félagsmenn.
Við vonum bara að með nýrri síðu komi fljótvirkara og notendavænna umhverfi fyrir myndasöfn.
Kv,
Gunnar Lár Gunnarsson
09.03.2009 at 14:12 #642780Gunnar Lár Gunnarsson mætir á Suzuki Jimny.
26.02.2009 at 18:43 #641144Rúnturinn var um 150 km í heildina. Vorum frá 8 um morgun til 6 um daginn svona ca.
Svo voru auðvitað lögbundnar pásur inn á milli og bíllinn stundum skilinn eftir í gangi og ekki.
26.02.2009 at 17:12 #641140Ég veit að þetta gæti nú verið eitthvað viðkvæmt umtalsefni hjá sumum en mig langaði aðeins að forvitnast hvað menn voru að nota af eldsneyti í ferðinni.
Ég fór með einhverja 27-29 lítra í ferðinni. Tankaði fyrir og eftir ferðina.
Væri gaman að fá að vita ca eyðslu á þessum stærri bílum.
26.02.2009 at 00:00 #641134Sælir félagar.
Ég er loksins búinn að vinna myndirnar sem ég tók úr ferðinni. Þær voru eitthvað yfir 500 talsins en ég setti ekki nema rétt undir 100 á netið.
http://ferdalangar.123.is/album/default.aspx?aid=136922
Það tók mig smávegistíma að vinna þetta þar sem myndirnar voru rosalega slæmar vegna mikillar birtu frá snjónum. Ég er heldur ekkert alveg orðinn sá flinkasti í vinnslu á þessu.
Ég þakka annars bara fyrir góða ferð og maður lætur klárlega sjá sig í fleiri ferðum.
Var býsna ánægður með Súkkuna í ferðinni þó auðvitað hún sé ofboðslega höst og stutt á milli hjóla á henni.
Kveðja
Gunnar Lár Gunnarsson
20.02.2009 at 10:48 #641112Ég er örlítið smeykur við þetta svell eins og hann Erlingur.
Súkkinn hjá mér er nú ekki lengri en húddið á flestum bílum þannig hann er ekki mjög lúnkinn í hálkunni blessaður. En þetta kemur nú svo sem bara í ljós.
Varðandi ljósmyndir sem einhver var að tala um hér áður þá kem ég með mína myndavél (Canon 400D) og mun koma til með að taka ansi vel af myndum. Þannig það er eins gott að menn sýni einhverja góða takta..
Kveðja,
Gunnar
18.02.2009 at 22:33 #641082Þar sem svör inn a þennan þrað eru heimtuð þa væri eg nu alveg til i að forvitnast hvað menn buast við að fara með mikið að eldsneyti i svona ferð.
Geri mer ekki alveg grein fyrir hversu langt þetta er og hversu mikið maður a að taka með ser aukalega….
Einnig væri agætt að fa a að vita hvort megi buast við miklu vatnsbrölti þar sem snjorinn fer braðnandi auðvitað i augnarblikinu.
Sma forvitni bara svo maður geti undirbuið sig betur.
18.02.2009 at 08:48 #641072Ég mæti á mínu baðkari…
Suzuki Jimny 35"..
12.02.2009 at 18:55 #640784Takk fyrir þessi svör drengir.
Maður þarf greinilega að fara að skoða meira hvað Eyjarfjarðardeildin er að gera.
Með kveðju
Gunnar Lar
12.02.2009 at 17:37 #203803Langar fyrst að biðjast afsökunar a vöntun a kommum yfir serislenska stafi hja mer, sma böggur i Windows hja mer.
Mig langaði að forvitnast hvort það væru her inni einhverjir sem færu reglulega i ferðir her fyrir norðan.
Mig vantar einhverja goða ferðafelaga þar sem eg kem að sunnan en er i Haskolanum her og þekki þvi ekki marga i þessu.
Það hafa nu eflaust margir seð jeppann hja mer her fyrir norðan. En eg er a 35″ Suzuki Jimny sem er talsvert breyttur.
Löng saga stutt, megið endilega hafa samband við mig ef menn eru opnir fyrir þvi að taka svona litið baðkar með ser i ferðir sem festir sig litið og er iðulega aldrei til vandræða.
Getið sent mer tölvupost a gunnilar{hja}gmail.com og eða bara i sima 849-8999
Með kveðju,
Gunnar Lar.
12.10.2007 at 08:50 #599668Dekkin eru eiginlega alveg ný þannig þetta eru nú ekki þau.
En ég athuga með lóðin á felgunum á eftir.
11.10.2007 at 23:47 #200952Sælir félagsmenn,
Mig langaði örlítið að forvitnast um smá vandamál sem er að hrjá litla jeppagreyið mitt. Ég er með Suzuki Jimny breyttann á 35″ barða og hann er farinn að láta svolítið illa í stýri á svona 60 km hraða, hvorki fyrr né eftir. Þetta kemur alltaf á 60 og er þangað til ég hraða mér upp í svona 70.
Ég skipti um stýrisstöng í bílnum fyrir svolitlu þar sem hin beyglaðist, og ég þykist nú hafa stytt þá „nýju“ eins og sá gömlu. Bíllinn er nú ekki „viðurkennt“ hjólastilltur en hann er nú samt örlítið innskeifur.
Getur einhver stungið upp á orsökum þessa hristings, þetta angrar mig nú ekki mikið en ég vill ekki að þetta vindi upp á sig.
Kveðja.
Gunnar
23.09.2007 at 22:14 #200848Mig langaði aðeins að forvitnast með jeppabreytingu á skoðunastöðvum á Akureyri.
Eru þeir alveg sanngjarnir hérna fyrir norðan?
Hvert er best að fara ?
Ég þarf ekki einhverja sérstaka pappíra ef það er ekki búið að lengja stýrisgang á bílnum er það? Það var einhvað átt við stýrisstöngina í bílnum sem ég er að fara með, en ekkert átt við maskínuna sjálfa eða neitt síkt.
06.07.2007 at 12:48 #592748Gaman að heyra að það séu fleiri að breyta þessum bílum.
Ég á einn 35" breyttan Jimny sem er reyndar ekki með hlutföll í hásingum eins og bíllinn hans Kristmanns heldur með millikassa úr SJ410 og breytingum fyrir hann. Önnur hlutföll kominn í hann og samsvarar hann sér rosalega vel fyrir 35".
Mæli þó með 33" sem akstursdekkjum.
33" breyting án hlutfalla er einhvað sem ég færi persónulega ekki í. Það er hægt að fá viðeigandi hlutföll fyrir 33". Held það gæti verið nokkuð skemmtilegt.
09.08.2006 at 13:45 #198345Sælir félagar.
Veit einhver af ykkur um netverslun í Evrópu eða á Norðurlöndunum þar sem hægt er að versla flotta kastara? Jafnvel Hella, IPF eða annað sambærilegt.
28.04.2006 at 18:11 #197871Ég er í smá vesen.
Ég er með Suzuki Jimny sem er með millikassa úr SJ410/13 með nýjum hlutföllum. Kassinn byrjaði að leka örlítið hjá mér fljótlega eftir að hann var settur í. Ekkert alvarlegt.
Svo lenti bíllinn í svolitlu vatnaveseni og var hálfpartinn drekkt bara. Ég tappaði af kassanum og hafði hann þá fyllst smá af vatni. Setti nýja olíu á og allt í góðu.
Svo fljótlega fer kassinn að leka meira en áður, eiginlega of mikið. Þannig að ég tek það ráð að taka hann úr og skoða hann.
Þá sé ég að næstum því ALLIR boltarnir á kassanum eru lausir. Núna er ég nokkuð viss um að maðurinn sem setti kassann saman fyrir mig herti þetta nú alveg, því þessu var ekki bara tyllt, það var örlítið búið að herða þetta. En sumir alveg laflausir.
Núna kemur gullna spurningin, geta boltar á svona kassa víbrað þannig að þeir losni? Getur verið eitthvað skakkt átak á þessu ?
Endilega komið með alla ykkar visku inn í þetta því ég hef ekki græna glóru hvers vegna þetta hefur getað losnað.
-
AuthorReplies