Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.06.2006 at 22:17 #555346
Tengdamömmu eða tjakk álkarl eða skóflu?.
Snjóþotu eða stigasleða?.Menn eru með þetta í öllum stærðum og gerðum.
ágæt mál eru ca 160cm x 40 á breidd
dýpt ca 35cm (hentar einum en ekki öðrum
pældu fyrst í því hvað þú ætlar að geyma í boxinu
og osfrv…
27.06.2006 at 22:14 #555324Benni Til lukku með gripinn, Og velkominn í Ameríska draumaliðið !
bjarki
25.06.2006 at 22:33 #555120Það kom að því.
ég finn til með ykkur elsku patrol kallarnir mínir.
Blessuð sé minning Patrols á fjöllum.
Og takk fyrir allar ferðirnar.
Ef þið náið ekki í mig, þá er ég örugglega upp á fjöllum
með hinum jeppunum.
24.06.2006 at 09:32 #555196ferðu ekki bara í myndaalbúm klikkar á upphafsstafinn hans
og skrollar svo niður þar til þú finnur hann. Virkar ef hann á albúm.spjallsvæði já getur látið leitarvelina finna hann
ekkert mál ef hann er með auglýsingu eða spjall
og þú veist hvað hann heitir eða hvaða notendanafn hann notar.
kv
bjarki
19.06.2006 at 20:21 #554888Elsku kallinn minn. Já þú ert ábyggilega einn af ofurbílstjórum landsins. en í þetta skiptið hefðirðu þurft að skrúfa niður rúðurnar og reka árar út um gluggan.
og helst að blása upp AIRbagana í vagninum þínum til að fá betra flot. á einum stað voru stikur 5 metra upp í hlíð en ekki sjáanlegt að þar hafi nokkurn tíman verið vegur.
Enda þurfti oft að keyra í djúpu vatnsborðinu.
19.06.2006 at 19:29 #554882Sko fyrir næsta svona útkall væri bara sniðugt að setja skrúfu aftan á bílana. 😉
þetta var smá sull. Mætti vera lokað næstu dagana.
Þetta er bara fært alvöru trukkum.
bcFörin eftir bíliinn voru vart sjáanleg. Og verða eflaust horfinn
um næstu helgi. Það var bara allt á floti þarna.
Einfaldlega ófært.
19.06.2006 at 10:26 #554718Búið að redda 4runner frá leið 16 😉
nokkuð blaut var og sæmilegustu vatnavextir.
16.06.2006 at 19:08 #554666Held það hafi verið fyrirtæki í þessu sem er/var staðsett í
rauðu húsunum við Dalvegin í kóp.
prufa líka að hríngja í bílaklæðningar ehf þeir gætu
vitað hvað fyrirtækið heitir. man það ómugulega núna.
já það er búið að setja svona í nokkra bíla sem ég veit um.
ma einn land rover
13.06.2006 at 23:45 #554534Gæti mögulega verið lega að stríða þér ?
þær geta átt það til að vara í lagi og ekki í lagi og
fara svo alveg í rólegheitunum.annað fáránlegt bremsuklossar geta stundum
valdið svipuðum einkennum. þeas ef lítið sé eftir af þeim.
annars minnir mig að einn hafi snúið hásingunni aðeins og þá hafi þetta lagast. patrol 94?
vonandi koma fleiri hugmyndir 😉
13.06.2006 at 22:56 #554490Sko losaðu bara boddíið tjallaðu svo upp þar til það er orðið svolítið stíft að tjalla. þá ertu byrjaður að toga í öll rör.
ef það er fyrst erfit og svo kemur klick og bíllinn liftist allt í einu um 20 cm og fullt af vökva á gólfinu…. þá veistu að þú hefur tjallað hann aðeins of mikið upp 😉NEI nei
Settu bílinn bara inn í skúr skríddu undir og skoðaðu bremsuleiðslur og fl. ég tel mjög líklegt að þú náir þessum 5cm. Það er alls ekki mikið mál að lengja í bremsudraslinu.gangi þér vel.
subbiannars væri best fyrir þig að finna svona bíl og ná tali af eigandanum
13.06.2006 at 00:55 #554432Er búin að vera með Colemann í 10 ár.
Við kaup á fellihýsi skaltu hafa í huga ef þú ætlar með það á möl verður fjaðrabúnaður að vera nógu góður í það.
Nörg Víking fellihýsin eru aðeins með 2 fjaðrablöð undir allavega þau elstu (hvoru megin) algjört lágmark er 3.
Viking fellihýsin voru að brotna mikið á tímabili 97-99
bæði fjaðrir og beysli á malarvegum. Beislin á Coleman vögnunum eru miklu sterkari.
Annað sem þú skalt hafa í huga eru uppistöður fyrir þakið
td á polomino eru uppistöður fyrir þakið mun grennri en á Colemann allavega flestum gerðum. svo er vírinn sem hífir þakið upp missterkur í þessum vögnum.
Þar sem það vill stöku sinnum vera rok á Íslandi þá skiptir þetta máli að hafa þetta bara nógu gott og nógu sterkt.
Ef þú ætlar svo að fara fjallvegi með vagninn þá mæli ég nú með betri fjöðrum og loftpúðum eða einhv í þá áttina og allavega 15" skóm.
eitt sem þú skalt skoða líka er að tjaldið á vagninum sem þú kaupir lokið öllum rifum. Tjaldaðu vagninum og sjáðu hvernig dúkurinn lekst við allar hurðir og samskeyti það er stundum kalt á klakanum og hitnn fljótur að leka út ef það er glufa 😉
Tjaldkveðjur
bjarki
10.06.2006 at 16:35 #554180Sæll félagi
Talaðu við hann Ingþór á smiðjuveginum
p.s hann er reyndar bara við F.hád
5670505 eða 820 0505
kv
bjarki
09.06.2006 at 16:41 #198067Er ekki einhv hér sem á 1 eðafl stk parnelli jones dekk
sem hægt er að nýta í Sumar ? Ekki dýrt þar sem stendur til að versla 39,5″ í haust NB f.16,5″ felgu
Var að springa hjá mér annað framdekkið, rétt hálfslitinn gangur.endilega sendið mér línu ef það leynast ónotuð dekk í skúrnum
bjarki
honnun@gmail.com
8952489já ég veit afsakið að þetta sé á spjallsvæðinu…
08.06.2006 at 22:53 #554168Það virðist enginn eiga aflögureit. Ætli málið sé ekki að senda kerruna úr bænum og geyma í sveitinni sýnist það vera málið….
Sveitakallar eigið þið pláss ?
Geymslu geta fylgt afnot 😉Það er alveg frábært að við í klúbbnum séum með eina svona kerru tiltæka þegar á þarf að halda.
sem getur þar að auki tekið 44" jeppa í léttari kantinum.Kv
bjarki hs;)
08.06.2006 at 12:53 #198063ég er með stóra bílaflutningakerru sem hefur komið mörgum
jeppunum niður af fjöllum. Og á líkl eftir að þjóna því hlutverki lengur. Mig vantar hinsvegar geymslusvæði fyrir hana til lengri eða skemmri tíma. Er einhv í klúbbnum sem á fyrirtæki eða svæði þar sem þessi kerra gæti staðið.?
Hún þarfnast einnig smá uppgerðar. þannig að ef einhv á
efni álplötur eða einhv sniðugt til að nota í gólfið á henni má endilega hafa samband við mig.Öllum MEÐLIMUM í klúbbnum 4×4 er velkomið að fá lánaða
kerruna. En auðvitað fylgir rekstur svona kerru, legur dekk
ofl slit því er smá gjald tekið fyrir lánið.Kv
bjarki
honnun@gmail.com
06.06.2006 at 19:57 #553960Þetta er bara aðdáunarvert hjá Tedda að kýla á þetta. Enda fátt skemmtilegra en að keyra bíl sem maður þekkir hverja skrúfu, krók og kima í. Það er agalega góður fílingur.
Mann bara kítlar í puttana við að sjá þessar myndir.
Líst svakalega vel á þetta hjá þér Teddi. Verður gaman að sjá gripinn þegar hann skríður út úr skúrnum…kv
bjarki
04.06.2006 at 19:48 #553836Kveðja frá Spáni.. iss piss hér vantar nú bara jeppa yfirhöfuð 😉
Hjálparsveitakveðja líka
bc
27.05.2006 at 17:40 #55325218.05.2006 at 22:57 #552832hvað er að gerast hér jafnvel hörðustu toyotu aðdáendur
að sjá smá ljósglætu. Hvar endar þetta ?
ég spái því að verð á landcruiser og hilux fari lækkandi næstu daga, sökum þessarar fréttar…..
18.05.2006 at 22:54 #552706Jæja loksins losnaðirðu við pajero veikina. Nú er bara BÞV næstur, er það ekki. Stóri Cruser já það er eina toyotan
sem er næstum því of goð til að bera Toyotu merkið.
Tók í svona bíl um daginn og það var eins og að keyra yaris.. hann virkaði svo ægilega lítill. örugglega mörgum metrum minni en minn 😉En Benni áttu ekki mynd af gripnum.. er hann hvítur eða hvað, hvað er málið með þetta toy.
Subbi ekki alveg að skilja þessa stefnubreytingu.
-
AuthorReplies