Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.02.2008 at 20:45 #613180
Nei þú ert ekkert bættari með því, það eru bara 31r í þeim.
Annars getur þú fengi í þína hásingu kitið frá Dyna track eða solid Axel, en með því og nýjum stýrisgangi þá erum við alltaf að tala um 4-600 þúsund undir komið fyrir utan læsingar og hlutföll. Þannig að það er kannski ekki fjarri lagi fyrir þig að kaupa þessa hásingu af ljónunum.
Þetta er algjörlega fáránlega dýrt sport:)
06.02.2008 at 20:07 #613176Jú Bjarni, þetta er líklega lausnin á þessu, ætla að ath. þetta takk.
Erlingur ,jú það var dana 60 undir bílnum hjá mér en öxlarnir eru of grannir í henni (32rílu) og legusystemið er algjörlega ónýtt, síðan var eitt liðhús hjá mér ónýtt þannig að það var dýrara fyrir mig að kaupa 35rílu innri/ytri öxla og nýtt legusett með lokum og liðhús í þessa nýju hásingu en að fara útí þessa aðgerð+ ég fæ rewerse drif sem er betra.
Ég tel að það sé ekki hægt að setja 16" felgur á þetta hjá þér, tel mig hafa skoðað það þar sem ég er ö.. var með náhvæmlega eins hásingu og þú ert með það er jú eitthvað hægt að færa en ekki nóg. það er algjörlega óhjákvæmilegt að skipta út stýrisgangi og fá þennan legubúnað í þetta ef á að nota þetta á 46" búinn að prófa það, verst hvað það er dýrt að standa í þessu en það er líka dýrt að þurfa skilja bílinn eftir upp á fjöllum (réttlæting)
06.02.2008 at 17:49 #201813Sælir ég er núna að að vinna í að setja aðra D-60 hásingu undir Dodge-inn hjá mér, þetta er D 60 ford hásing sem ég ætla að setja undir en vandamálið er það að fordbremsurnar eru svo væskilslegar við hliðina á Dodge bremsunum, þannig að spurningin er sú hvort einhver hér hafi fært dodge diskana og bremsudælurnar yfir á fordhásingu og þá hvernig var lausnin á því fundinn.
Nenni ekki að finna upp „hjólið“ ef það er búið að því.
Kveðja,
Glanni.
16.01.2008 at 22:56 #610472Reyndar hef ég ekki fengið það enþá, bý ég nú samt í reykjavík:)
05.01.2008 at 21:39 #609118Þegar við mótmæltum þarna á sínum tíma tókum við saman nokkur félagasamtök þ.e leigubílstjórar,sendibílst.,vörubílasamtök, einhver rútubílasamtök og meðlimir 4×4 ofl.
FIB hinsvegar vildi ekki taka þátt í þessu með okkur og reyndar gerðu þeir allt sem þeir gátu til að koma í veg fyrir þetta. komu fram í útvarpi,sjónvarpi og blöðum og unnu markvist gegn þessu.
Mótmælin gengu hins vegar ágætlega mv. að maður átti alveg eins von á því að það mætti enginn. Bílaröðin náði frá holtagörðum til alþingishússins,umferð um hliðargötum var lokað af lögreglu á meðan strollan fór framhjá, síðan var flautað af öllu afli fyrir utan alþingi og hlé gert á þingfundi á meðan Geir Harde tók við mótmælum frá okkur yrir utan múrsteinshúsið á austurvelli.
Reyndar spáðu svartsýnustu menn þá á þeim tíma að dísellinn myndi samt aldrei fara í 100-110 kr.
15.12.2007 at 16:47 #605544Erum við að tala um 400 ltr eyðslu yfir helgi á rafstöðinni? það gengur ekki alveg upp í mínum huga, Þ.e.a.s segjum að ég færi í Setrið með tja, við skulum segja 2-3 öðrum, við kyndum allt upp og kvekjum á þeim ljósum sem við þurfum o.s.frv. Um heila helgi eyðum við 400 ltr og borgum svo 4 þúsund kall fyrir.
Hvað kostaði þessi rafstöð sem keypt var?
06.12.2007 at 18:28 #605760Einn mesti öðlingur sem ég hef kynnst á fjöllum er Óskar bóndi Lc-80 eigandi meðlimur í stöð 6.
Ég biði ekki í það ef allir væru eins og hann þá væri enginn eftir til að rífast við
Eru kannski allir eins og Óskar í skagafjarðardeildinni?Kv. Glanni
05.12.2007 at 22:02 #605688Þessi á lætur ekki mikið yfir sér venjulega, enda fær yfirferðar subarúum og jepplingum á sumrin á amk. tveimur vöðum sem eru yfir hana milli Kjalfells og Hvítárness.
Ég fór niður á öðru vaðinu og ég gæti trúað að dýpið þar sem hann datt niður hafi verið ca 2,5-3 mtr. enda flæddi hressilega inn í bílinn.
Þetta gerðist bara svo hratt að ég var skriðinn út um gluggann og á pallinn til að henda til strákana spottanum og svo var bara rykkt í á fullu afli 4- 5 sinnum, við það hefur framhásingin krækst í klakann og hún reif sig lausa þ.e.a.s stífu og skástífu-festingarnar. Ef maður lítur á björtu hliðarnar þá er það strax komið í gang að smíða nýjan stýrisgang og styrkja þetta þannig að þetta ætti að vera til friðs í framtíðinni.
Ég tel að þetta hafi verið hárrétt viðbrögð í stað þess að fara dunda við að spila hann upp, þá hugsa ég að hann hafi dottið alveg á kaf og þá er nú ekki að spyrja að því hve tjónið hefði orðið þá, sækja hann í næstu leysingum e.v.t.
Kv.
Glanni
05.12.2007 at 00:26 #605674Já það var enginn tími til að setja kubbinn á:)
04.12.2007 at 21:13 #605670Sæll, já mér sýndist þetta vera þú. Planið var að hafa þetta bara "léttan" túr og skreppa í Laugafell en það vildi ekki betur til en að það tjónaðist einn fordinn í einni ánni (brotnaði millibilsstöng) þannig að töluverður tími fór í að sjóða það saman, síðan lentum við í öðrum ám sem voru faratálmar o.s.fr.v.
Svo snérum við við og fengum okkur næringu í Ingólfsskála á sunnud.morgunin þar sem úlpan hans Kalla gleymdist.
Ætluðum svo að fara yfir Langjökul til baka en fordinn ætlaði að dóla suður Kjöl.
Þegar við vorum komnir að jöklinum kallaði Ómar á fordinum að stöngin hafi brotnað aftur og við snérum til baka og tókum strauið til hans yfir hraunið. það er skemmst frá því að segja að ég drekkti bílnum mínum í Svartá sem var lagfrosin og braut allt og bramlaði og við vorum ekki komnir aftur í bæinn fyrr en kl.5 á mán.morg. allir bílar eitthvað tjónaðir 6 bílar talsins.
Það er lítill sem enginn snjór á því svæði sem við fórum um.
Jú það þarf að fara virkja strákinn og dragann uppúr
04.12.2007 at 11:25 #201314Það gleymdist Blá dúnúlpa frá 66°norður í Ingólfsskála á laugardaginn þannig að ef einhver á leið þar framhjá á næstunni þá væri það vel þegið að viðkomandi myndi kippa henni með sér í bæinn og hafa samband við eigandann.
Eigandinn er Kalli Rúts í síma 692-4464.
04.12.2007 at 10:51 #201313Mig langar aðeins að forvitnast um hvernig ástandið er í Setrinu, er búið að laga rafstöðina?
Eins hvað kostar að taka upp rafstöðina sem er í setrinu, er búið að kanna það?
Spurning hvort það sé ekki sniðugt að kaupa nýja og selja gömlu eins og hún er.
Hér eru ódýrar 30 KW RAFSTÖÐVAR
Þessar kostuðu reyndar ekki nema 350 þús í fyrra og hafa því aðeins hækkað en spurning hvort það sé ekki hægt að semja við þá um gott verð, það er allavega hugmynd.
kv. Glanni.
11.11.2007 at 23:57 #602686Það er alveg magnað að þegar umræðan berst að háu eldsneytisverði (sérstaklega háu hráolíuverði) þá rísa sumir uppá afturlappirnar og segja að það sé ekki sanngjarnt að díselinn kosti minna en bensínið!!????
Tökum dæmi ef ég væri sprúttsali og væri að brugga og selja landa, væri þá ekki eðlilegt að ég myndi selja "gambran"(díselolíuna) ódýrari en landann (bensínið) sem maður er búinn að hafa fyrir því að eima?
Fyrir utan hvað dísel er miklu umhverfisvænni okugjafi en bensín og þá er ég ekki að tala um 10-20 ára gamlar díselvélar sem spúa svörtum reyk heldur díselvélunum sem eru almennt í öllum díselbílum í dag og það eimir vart úr þeim.
þetta svokallaða bensín er alveg að verða úrelt hvað kraft og nýtni varðar því nú í oktober rúllaði dísel bíll upp einni keppni í Grand champion í flokki fólkbílaframleiðanda(BMW)
Við eigum að mótmæla háu eldsneytisverði ALMENNT en ekki detta alltaf í þessar hártoganir og meting eins og smábörn. Þ
að er alveg klárt að olíufélögin eru ennþá með samráð!!!! Ríkið er líka með ÓEÐLILEGA gjaldtöku á eldsneyti.
Svo er líka umhugavert hvort það sé nokkuð til neins að lækka olíugjaldið olíufélöginn hirða það eins og skot sbr. virðisaukask.lækkunina á matvæli, hver var raunin þar, jú matvöruverð HÆKKAÐI!! Hvað er að??? Það er frjáls álagning á eldsneyti á Íslandi á hvern á að ráðast olíufélögin eða ríkisstjórnina?Kveðja, Glanni
06.11.2007 at 19:59 #602300Mig minnir að það heiti Áliðjan sem tekur að sér að að pólera felgur.
Kv.
Glanni
03.11.2007 at 17:00 #201094Hvaða menn voru hér á ferðinni og voru svona óheppnir? Samkv. frétt á MBL:
.
.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mann sem hafði slasast rétt norður af Jökulheimum á vestanverðum Vatnajökli um kl. 11:30 í dag. Að sögn LHG var maður fluttur til Reykjavíkur sem hafði handleggsbrotnað er hann var að skipta um dekk á jeppa, en maðurinn hafði verið á ferðinni á jöklinum með hópi jeppafólks. Þyrlan lenti í Reykjavík um kl. 14:30.
.
.
Fékk hann bílinn á sig eða?
29.10.2007 at 20:35 #600802Sæll aftur
ég held að ég sé með 8 eða 9 feta pall. Afturhásinguna færði ég um 15 cm vegna þess að þyngdardreifingin verður betri í bílnum og einnig losnar maður við að vera færa olíuáfyllingarstútinn.
Ég tók brettakantana sem voru á bílnum og breikkaði þá og lengdi í samræmi við kanta sem eru framleiddir fyrir 46-49 bíla, þeir eru mér vitanlega ekki framleiddir á þennan bíl fyrir þetta stór dekk.
mig minnir að á Fordunum höfum við fært fr.hásinguna um 5-6 cm og aftur hásinguna um 10cm.
vonandi svarar þetta einhverju,
Kveðja,
Glanni.
29.10.2007 at 14:07 #600800Sæll, ég færði fr hásinguna um 10cm og taldi það nóg fyrir 49´´ samkv. málum sem ég hafði af 49 tommu dekki. það er í sjálfusér ekkert meira mál að færa þessar hásingar en á öðrum bílum. já við færðum hana á fordinum eitthvað.
Þú þarft að skipta um hlutföll þegar þú ert kominn á þetta stór dekk hann verður skemmtilegri í akstri og léttari.Kv. Glanni.
25.10.2007 at 22:19 #600796Sæll Benni, Hásingarnar undir raminum eru í lagi þe.a.s Dana 70 að aftan og Dana 60 framan en hins vegar er of stutt á milli lega í fr. hásinguni en það er hægt að fá bolt-on-kit fyrir ca 350$. og einnig 35rílu öxla og sverari hjöruliði.
Kv.
Glanni
25.10.2007 at 22:13 #600792Sæll Erlingur og takk fyrir það.
Það sem ég gerði var að ég hækkaði bílinn um 10cm á fjöðrun en ekkert á boddýi, síðan færði ég framhásinguna fram um 10cm til að koma fyrir dekkjunum því það er svo stutt í hurðina. Afturhásingin var færð aftur um 15cm en þetta er lengsti pallurinn á þessum bíl og samsvarar sér betur þannig.
notaði gormana að framan en setti 1600kg loftpúða að aftan.
Til stendur hinsvegar að setja í hann 5:13 hlutföll,atlasgír og læsingar ef ég kem því í verk einhverntímann.
þær ferðir sem ég farið á honum lofa bara góðu,fer vel með mann og drífur bara fyrir allan peningin.
ég viktaði hann fyrir síðustu páskaferð, við vorum tveir í bílnum og 4-450 ltr af olíu og viktaði hann ekki nema 3800kg sem er nú töluvert léttari en fordinn en það er samt ekki alveg hægt að bera þá saman enþá þar sem það er miklu meira af dóti í Fordinum.Kveðja,
Glanni
12.05.2007 at 12:55 #590644Ekki gleyma að kjósa.
[url=http://glanni.blog.is/blog/glanni/:4ifprow5][b:4ifprow5]Kveðja[/b:4ifprow5][/url:4ifprow5]
Glanni
-
AuthorReplies