Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.04.2008 at 18:36 #618944
Ég tek undir með mönnum hér að ég var fyrir vonbrigðum að lögreglan skildi einungis hleypa örfáum bílum inn á austurvöll.
lögreglan tilkynnti okkur það bara rétt áður en við lögðum af stað. Ég reyndi að fá þá ofan af þeirri ákvörðun en talaði fyrir frekar daufum eyrum.
Þetta hefði verið miklu flottara og áhrifaríkara ef þeir hefðu ekki lokað.
þetta er greinilega ekki búið enþá og það á eftir að heyrast meira í fólki sem er ekki sátt við þetta fáránlega olíuverð.
Kveðja,
Glanni
01.04.2008 at 19:56 #618818þetta er áskorunin sem við afhentum í dag á Austurvelli:
Reykjavík, 1. apríl 2008
Til forsætisráðherra
ÁSKORUN TIL RÍKISSTJÓRNARINNAR
Síhækkandi eldsneytisverð undanfarið hefur bein áhrif á afkomu heimilanna og er farið að íþyngja mörgum fjölskyldum allverulega sem og atvinnulífinu.
Afleiðingar þessa gífurlega háa eldsneytisverðs má víða sjá í samfélaginu. Ljóst er að það hefur bein áhrif á vísitölu neysluverðs og er verðbólgumyndandi. Það snertir pyngju landsmanna svo um munar. Jafnframt eru nýgerðir kjarasamningar í hættu þar sem hækkandi verðlag hefur nú þegar gleypt þá hækkun sem um var samið. Ótvírætt spilar eldsneytisverð þar stóran sess.
Fólkinu í landinu misbýður sú framganga olíufélaganna að verðlagning eldsneytis virðist aðeins fylgja hækkun á heimsmarkaði en ekki lækkun.
Í tilefni af hinu gengdarlausa og síhækkandi eldsneytisverði skorum við landsmenn allir á stjórnvöld að bregðast strax við og lækka álögur ríkisins á eldsneytisverð umtalsvert. Það mun hafa bein áhrif á alla.
Ferðaklúbburinn 4×4 – fyrir fólkið í landinu
01.04.2008 at 19:52 #618816Þakka kærlega fyrir mig og kærar þakkir til ykkar allra sem komu með okkur í þetta í Reykjavík,Akureyri og Egilsstöðum.
Kveðja,
Glanni
31.03.2008 at 14:17 #618776Félag leigubílstjóra og félag sendibílstjóra ætla að taka þátt í þessu með okkur m.a. var að fá það staðfest.
Kv.
Glanni
30.03.2008 at 19:56 #618742Hvað eru margir búnir að skoða síðuna núna Lella?
29.03.2008 at 17:32 #618732Ég mótmæli fyrst og fremst vegna þess að mér ofbýður eldsneytiskostnaðurinn á heimilinu dags daglega, í og úr vinnu, í búð, leikskóla/skóla o.s.frv.
Mig varðar ekkert um hvernig bílum fólk ekur á.
Þeir sem vilja mótmæla bílaeign(bílategundum) landsmanna eru ekki á réttum þræði hér, þau mótmæli verða ekki á dagskrá fyrr en í sumar
Mér finnst það helvíti hart þegar eldsneytisreikningurinn er að slaga í að vera það sama og matarreikningurinn á mánuði og telst ég nú samt frekar matgrannur:) til allra hamingju.
Auðvitað snúa allir bökum saman og mótmæla þessari vitleysu og ef að þetta virkar ekki verður haldið áfram, það er mjög margir sem ég hef heyrt í með alskonar hugmyndir að mótmælum sem koma við kaunin á þessum mönnum.
verum áfram dugleg að koma þessu á framfæri öll sömul, við sitjum öll í súpunni.
KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!GLANNI
29.03.2008 at 00:03 #618714Nei, það er erfitt að sjá eitthvað fyndið við þetta yfirgengilega eldsneytisverð.
Það vill til að það er mjög "bissí" dagur hjá þinginu þennan dag og því alveg kjörið að trufla þá við að úthugsa einhverja nýja skatta sem þeir gætu klínt á okkur í viðbót:)
Er ekki kjörið að fjölskyldufólk og bíleigendur á Akureyri sameinist á sama tíma á einhverjum góðum stað og mótmæli líka, það væri snilld.
Drifkraftar á Akureyri og víðar óskast.
Kv.
Glanni
28.03.2008 at 22:49 #618710Já endilega að mæta hvernig sem við förum að því að koma okkur á staðinn.
Við viljum ALVÖRU LÆKKUN ekki einhvern 5-10 kall það skiptir engu máli úr því sem komið er hvort maður borgar 170 eða 180 kr fyrir líterinn.jafn fátækur eftir sem áður.
Hvet alla til að afrita(copy) textan af forsíðunni og senda til allra sem þið þekkið og hvetja til að mæta.
Kveðja,
Glanni
28.03.2008 at 22:34 #618692Já ég keyrði glaður inn í teppuna í Ártúnsbrekkuni í dag og flautaði með þeim, tafðist kannski um hálftíma, sem er ekki neitt í sjálfu sér. Gott framtak hjá vörubílstjórum og vonandi halda þeir áfram alla daga þangað til að eitthvað gerist. Við bíleigendur,jeppaeigendur og fjölskyldufólk mótmælum á okkar hátt 1. apríl og vonumst að sjálfsögðu eftir stuðningi ALLRA þá.
Látið boðin ganga til allra á póstfangalistanum hjá ykkur og hvetjið alla til að koma, þetta er allra mál.Kveðja,
GLANNI
09.03.2008 at 12:00 #616834Samsæriskenningin þín er fín Óli og ég hef stundun verslað í þessari ágætu sindrabúð sem þú talar um:)
Og Magnum,við Lella vorum svosem ekki farin að setja neitt í pottana en hins vegar ef við gerðum það þá myndi sú soðning vera klárlega mun róttækari og eftirtektarverðri en sú sem við framkvæmdum síðast þegar við gerðum það.
Því eldsneytisverðið er ekki lengur bara að snúast um það hvort við getum stundað hobbýið okkar án þess að setja það á vísa-rað heldur er þetta mikið hagsmunamál fyrir heimilin og bíleigendur almennt og þá skiptir engu hvort menn aka um á bíl sem eyðir litlu eða miklu.
Er það ekki rétt hjá mér að nýafstaðnar hækkanir á eldsneyti undanfarið er nú þegar búin að éta upp nýgerða kjarasamninga og olíufélögin og ríkið fá þessar "launahækkanir" skuldlaust beint í vasan.
Kv.
Glanni.Ps. það skiptir bara engu máli í þessu í sambandi hvort bensín sé betra en dísel. það er verið að ræða um rányrkju í formi háu verði á eldsneyti og hvort fólk hafi orðið yfir höfuð efni á því að reka bíl til heimilisafnota. þegar sirtir í álinn þá er fólki almennt nákvæmlega sama hvað það mengar. mengunarmál eru góðærisvandamál.
07.03.2008 at 09:51 #616808Eins og formaður FÍB og umhverfis og fjármálaráðherra þess tíma Sigríður Anna og Geir Harde, sagði,
þá er hvatinn til að fá sér díselbíl eingöngu sá að hann eyðir minna en bensínbíll og díselolían verður alltaf ódýrari sem nemur amk 5kr per ltr en bensín og myndi líterinn kosta á bilinu 90-95 kr. Hversu mikið geta stjórnmálamenn bullað og komist upp með það?Díselbílar eru reyndar enn umtalsvert dýrari en bensínbílar og líterinn á díselolíu er komin í 150 kr og bensínltr. er kominn upp í 142 kr. per ltr. þannig að það er gjörsamlega búið að klúðra þessu.
Allavega er hvatinn sá að aka um á bensínbíl hvað sem öðru líður og það er alveg sama hvernig það er reiknað.Og ég fullyrði að þeir sem hafa klúðrað þessu eru FÍB með formanninn Runólf í broddi fylkingar og Sjálfstæðismenn og þá sérstaklega Geir H og nefndin sem hann skipaði þá . Hverjir voru nú aftur í þessari nefnd?
Svoleiðis er nú það Jón minn.
Eigið nú góða helgi á fjöllum, allavega fer ég ekki neitt á mínum bíl þar sem hann er búinn að standa fyrir utan eitt áhveðið verkstæði hér í bæ í þrjá mánuði (vegna skuldar sem eigandinn sér einhverra hluta vegna ekki ástæðu til að greiða) en það ættu nú allir ættu nú að vita hvaða verkstæði þetta er því ekki er þetta nú beint minnsti bíllinn í bænum.
Kveðja,
Glanni.
05.03.2008 at 21:00 #616606Já þetta kostar ábyggilega eitthvað en það kostar líka mikið að láta negla á verkstæði. En þetta eru bara vangaveltur hjá okkur félögunum að slá saman í svona verkfæri.
Hvernig er það Baldur keyptir þú svona hníf í N1?
Og ef svo er mannstu ca hvað hann kostaði?
Ég fékk einu sinni svona rafmagnshníf lánaðan en hann var á stærð við straujárn. því miður veit enginn hvað varð um hann þegar ég ætlaði að fá hann aftur.
05.03.2008 at 20:06 #202027Sælir, veit einhver hér hvar hægt er að kaupa dekkjaskurðarhníf til að taka út úr munstri oþh.
Eins hvar hægt er að kaupa naglabyssu fyrir dekk.
Kv.
Glanni
04.03.2008 at 20:21 #616102Maður lætur ekki happ úr hendi sleppa!
09.02.2008 at 01:48 #613390. [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/176/48378:18j81tnr][b:18j81tnr]hvenær kemur helgin eiginlega?[/b:18j81tnr][/url:18j81tnr]
08.02.2008 at 13:28 #613314Út að sníta stebba, tja og veitir sjálfsagt ekki af.
En það er greinilegt að það er engin "vörubíll" með því þá væru þau kominn í Setrið
07.02.2008 at 08:58 #613226Dodge [url=http://youtube.com/watch?v=5B-nU2qj580:2v615j6a][b:2v615j6a]power[/b:2v615j6a][/url:2v615j6a]
07.02.2008 at 08:13 #613188Fáránlega dýrt en líka fáránlega skemmtilegt:)
Svo ekki sé nú minnst á hvað það er fáránlega þægilegt að ferðast á þessum "vörubílum"
07.02.2008 at 07:49 #613208Sæll, veit um nokkra 150 forda sem hafa lent í þessu smellum, og mig minnir að þeir hafi verið að tala um galla í drifi frá verksmiðju.
Ef að þetta er umboðsbíll þá skipta þeir um þetta þér að kostnaðar lausu.
07.02.2008 at 07:41 #613184Nú? Hvar er hægt að fá þær og hvað kallarðu á mun lægra verði Ari?
-
AuthorReplies