Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.11.2002 at 23:00 #464264
Sæll ég var með svona vandamál og vandamálið var að vírarnir sem lágu niður í mótorinn frá grind voru farnir í sundur vegna þess að þeir eru alltaf á hreyfingu þá endar með því að þeir liðast í sundur.
það eru engin öryggi fyrir þetta bara reley sem slá út eftir smá stund hvort sem mótorinn virkar eða ekki.
Ljósið í mælaborðinu blikkar þegar læsingin er að fara á og þegar læsingin er kominn á á ljósið að vera stöðugt,það er rofi ofan á læsingunni sem sem skynjar það(reyndar ef hann er ónýtur þá blikkar ljósið alltaf hvort sem hún er á eða ekki).
Kveðja,
Glanni
07.10.2002 at 18:28 #463544já ég rak augun í þetta líka, reyndar er ég sammála því að Herðubreið sé Drottningin.
En ég man ekki eftir því hún hafi verið formlega krínd:-)
kv.
Glanni
06.10.2002 at 14:57 #191717Sælir félagar ég rakst á síðu sem tengist ári Fjalla 2002.Þetta er flott síða með myndum og heilmiklum fróðleik um fjöll,jökla myndun og eðli þeirra ofl. Slóðin er:
http://www.landvernd.is/arfjalla2002/fjallid.html
Kv.Glanni
16.09.2002 at 23:37 #463164Sæll í sambandi við gorma í hi-lux og fleiri bíla þá myndi ég ráðleggja þér að fara í BSA á skemmuveginum Kóp og hann sýnir þér lista af gormum sem myndu henta vel undir bílinn hjá þér allt eftir því hvað bíllinn er þungur hvað hann á að bera mikið,viltu stífa fjöðrun,mjúka o.s.frv.það er ekkert vit í að vera setja þetta gamla rusl undir bílinn hann getur verið út um allan veg hjá þér þó svo að þú getir verið heppinn með gorma en það er bara lotterí.
mig minnnir að parið kosti ca.6000 kall.
gangi þér vel kveðja,GLANNI
15.04.2002 at 00:30 #460440Já ég ætla að setja coolerinn í og setja sverara púst og þá skal hún líka fá að finna fyrir því:)
Takk fyrir ábendingarnar strákar. þessi spjallvefur er orðin mikil fróðleiksnáma, maður er farinn að geta séð hvernig best sé að breyta heilu bílunum hérna.
Kveðja,
Glanni.
14.04.2002 at 00:02 #460430sæll go4it hvernig ferð þú að því að stilla þennan arm? mér sýnist hann bara vera fastur og óstillanlegur
kv
Glanni.
13.04.2002 at 23:54 #460428Rétt hjá þér Hlynur ég er með þetta tengt svona á milli soggreinar og olíuverks og "T"stykki á milli fyrir boostmælirinn.
Þá ætti maður ekkert að þurfa að vera að skrúfa olíuverkið upp nema þá kannski bara bæta við inngjöfina.kv.
Glanni
13.04.2002 at 16:58 #191449Sælir getur einhver sagt mér hvar ég fæ ventil á túrbínuna hjá mér sem er stillanlegur ég ætla að pína túrbínuna svoldið meira semsagt að láta hana boosta meira.
Kv.
Glanni.
10.04.2002 at 00:06 #191438Sælir, hefur einhver pælt í því hvort grillið af nýjasta „dobbúl kabbinum“passar á eldri bíla af sömu gerð,ég meina ætli það séu sömu mál á bílunum og þannig hægt að skrúfa nýja grillið með ljósum og öllusaman á ´gamla bílinn?
Bara að velta því fyrir mér hvort það sé hægt að fríska aðeins upp á útlitið og fá betri ljós í leiðinni.Kveðja,
Glanni.
16.02.2002 at 17:07 #191335Sælir, ég talaði við þá hjá Benna fyrir ca. 3-4vikum og spurði hvað ég fengi 38″mudder á stgr.með 4×4 afslættinum,
svarið 200.000 stgr. ok. síðan í gær fór ég og ætlaði að fá mér einn gang loksins: )nei nei þá var búið að hækka ganginn
um 20.þús og mér sagt íþokkabót að þau væru ekki til og þau kæmu ekki fyrr en eftir 1-2mánuði og hugsanlega EKKERT meir!
Ástæðan fyrir því er sögð vera þetta „Ford,firestone“ klúður út í Bandaríkjunum og í framhaldi á því hvíslaði…… hann að því
frekar lágt svo enginn annar í búðinni heyrði:O : ) að framleiðandinn hafi frétt að við hér á Íslandi værum að hleypa úr
dekkjunum til þess að keyra á þeim á snjó. usss og það gæti skert upprunalegu eiginleika dekksins………….kveðja Glanni.
16.02.2002 at 16:30 #459144Er ekki bara málið að hreinsa þetta með sýruni sem fæst í bílanaust td. þá fer hver einasta skítaarða af og síðan þegar því er lokið þá sprautar þú felgurnar með glæru þá ættu þar að verða eins og nýjar.
kv.
Glanni.
08.02.2002 at 16:42 #458644ég svara þessu þá bara sjálfur;)
ég fór með læsinguna í tæknivélar Tunguhálsi 5 og þeir tóku mótorinn upp og hreinsuðu allt innvolsið og voru snöggir að því enda vanir menn.
Kveðja,
Glanni.
27.01.2002 at 23:36 #191295Sælir félagar, getið þið bent mér á einhvern sem er vanur að fást við rafmagnslæsinguna í Toyotu hi-lux(Diff-lock)
Kveðja,
Glanni.
20.01.2002 at 18:44 #458396OK.
16.01.2002 at 20:44 #458392Já það er rétt að það séu tvöfaldir olíu-stútar undir stimplana, það er líka margt annað sem er öðruvísi td.stimplar eru úr allt öðru efni(sterkari) og eru líka helmingi dýrari en venjulegir, sverari sveifarás ofl.Málið er nefnilega það að ég var að setja saman orginal túrbó vél (2,4L landcruser) og ég veit að það er gefið upp í bókum að hún megi boosta 7-8 en ég hafði hugsað mér að pína hana uppí…. tja kannski 12-13. Þess vegna var ég að spyrja þig hvort þetta sé orginal turbóvél hjá þér.
Kveðja,
Glanni.
15.01.2002 at 21:55 #458412Sæll ég held að tjkkurinn sé billegastur hjá benna en það munar held ég 4-5þús á álkallinum hjá benna og hjá verfærasölunni síðumúla
15.01.2002 at 21:44 #458388Sæll arnor mér leikur forvitni á að vita hvort þetta sé orginal turbó vél?
Kv. Glanni.
14.01.2002 at 00:48 #458372Sæll er með hi-lux "91 dísel turbó 38" og mér fannst hann eyða miklu (bara tilfinning) þannig að ég lét þrýstiprufa spíssana þeir sprautuðu allir út og suður þannig að ég fór og keypti nýja spíssa og þá var eyðslan 12 lítrar á hundr.miðað við að ég keyrði á 90km á malbikinu að sjálfsögðu.
Kveðja,Glanni.
07.01.2002 at 23:34 #458244Sæll Skúli.
Þeir sögðu mér að þeir væru ekki ánægðir með útkomuna miðað við þær prófanir sem þeir eru búnir að gera og þess vegna verður þetta dekk ekki sett í sölu fyrr en í fyrsta lagi í sumar.Kveðja,
Glanni.
04.01.2002 at 19:33 #458230Sæll Steini,
ég talaði við þá þarna uppí Artic truks í gær og þeir sögðu að búið væri að fresta því að dekkið væri sett í
sölu eina ferðina enn.
Þeir sögðu mér líka að það kæmi EKKI á þessum vetri því þau eru ekki nógu góð ennþá, sem sagt enn í þróunn
sem er bara hið besta mál því þeir ætla ekki að setja þetta út á markaðinn fyrr en þeir eru fullkomnlega
ánægðir.Kveðja,
Glanni.
-
AuthorReplies