Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.01.2004 at 21:02 #485726
Kerrunni minni var stolið fyrir utan heima í fyrra þetta var gömul kerra sem ég var nýbúinn að gera upp nema hvað lokið aftan á henni var úr svoldið sérstöku plastefni sem ég kann nú ekki að nefna og þegar ég var að sníða það á merkti ég það með merki sem ég aðeins þekkti.
Nú ég leitaði mikið af þessari kerru án árangus þangað til að ég rakst á svona lok á kerru sem var ekkert lík minni en ég skoðaði það nú samt og þetta var lokið af minni kerru þá kom eigandinn út og spurði hvað ég væri að snuðra og ég spurði að sama skapi hvað hann væri að gera með lokið af minni kerru á sinni, þá sagði hann að hann væri nýbúinn að kaupa þessa kerru í gegnum smáauglýsingar þar sem hans kerru hafði verið stolið stuttu áður.
við könnuðum símanr. en það var frelsi og ekkert skráð og ekkert hægt að rekja hver ætti þetta númer.
Lögreglan sagðist ekkert geta gert í þessu.
Fúlt, en svona er þetta bara orðið því miður.Kveðja,
Glanni.
24.01.2004 at 12:20 #193566Ég rakst á skemmtilega og fræðandi grein á íslensku um ford f-250
gaman fyrir allt bíladellufólk að skoða.http://www.leoemm.com/ford_f250.htm
kveðja,
Glanni.
23.01.2004 at 20:58 #485562Sælar stelpur og það er gaman að þessi hefð skuli haldast. mín kona treystir sér ekki núna vegna óléttu, bíllin yrði svo framþungur (ég myndi nú ekki láta svoleiðis "upp á komu"
stoppa mig :)hún fer þá bara á næsta ári og ég verð heima með gemlingana.En ég var að reyna að finna myndir frá því í fyrra og hittí fyrra (krapatúrnum) í hvaða albúmum eru þessar myndir?
Kveðja,
Glanni sem slapp fyrir horn.
22.01.2004 at 23:12 #485064Í fyrsta lagi Ebbi er enginn að tala um að þú sem almennur félagsmaður eigir að borga ferðalög fyrir aðra í klúbbnum. það hafa allir jafnan rétt á að fara þarna upp eftir ef þeir vilja og þeir geta líka bara verið áfram í bænum að bíða eftir snjó eins og sumir gera og farið í einn og einn jeppatúr útí sjoppu.
og í öðru lagi er ég og mínir félagar stórhneykslaðir á því að vera Þjófkenndir og kallaðir hinum ýmsu nöfnum hér opinberlega.
MAÐUR BARA SPYR HVAÐ ER AÐ!! ?og í þriðja lagi hefur enginn skálanefndarmaður eða neinn sem gæti borið ábyrgð á þessum greiðslum gefið út neina yfirlýsingu á því hér á síðunni hversu mikið var borgað Kassi+banki.Aðrar yfirlýsingar eru bara þvæla og getgátur sem sumir hér gleypa alveg hrátt.
Og í fjórða lagi.
hverjir eru að "óskapast" og reyna að réttlæta fyrir öðrum að greiða ekki skálagjöld??og svo í fimmta, er annað, ég veit ekki betur en að skálinn sé læstur nú þegar,hvað meinarðu með því að læsa Endanlega,ætlarðu þá að læsa og henda lyklinum?
Kveðja,
Glanni Stórhneykslaði
22.01.2004 at 21:01 #485060Það væri gaman að sjá í hvað þessi gjöld eru að fara í raun í það hlýtur að liggja einhverstaðar fyrir og öllum félagsmönnum hlítur að vera frálst að skoða það.
Eru ekki ca.2000 manns sem greiða til félagsins eða hvað.
ef við gefum okkur það þá eru þetta tæpar 8 milljónir á ári+ allir styrkirnir og fyrirgreiðslurnar.
Það ætti nú að vera hægt að gera ýmislegt fyrir svona upphæð í áhugamannafélagi þar sem allir hlutir eru unnir í sjálfboðavinnu fyrir utan eitt stöðugildi.Kveðja,
Glanni
22.01.2004 at 09:55 #485054Skúli í hvað viltu að félagsgjaldið þitt renni í?
Kveðja,
Glanni.
21.01.2004 at 23:52 #485048Smá ath.semd varðandi innkomuna í kassann þá er þetta mjög einfalt, þar sem ég var þar á ferð umrædda helgi ásamt 6 ferðafélögum þegar allt var vitlaust og við sakaðir um að hafa ekki greitt gjöldin ásamt öllum sem voru þarna fyrir. En ég get bara svarað fyrir mig og mína að sjálfsögðu.
Við greiddum allir 6 í kassann og því er auðvelt að reikna það út allir sem voru þarna á undan okkur hafa ekki borgað í boxið fyrir utan einn eða tvo síðan í ágúst allir hinir hljóta þá að hafa borgað í gegnum reikningin….eða hvað.Og hverjir eru það sem hafa farið þarna upp eftir síðan í ágúst, það skildi þó ekki vera að það séu nær eingöngu þeir sem mest hafa sig í frammi með fullyrðingar og ábendingar hér á spjallinu og telja sig vera heilaga 4×4 félaga.
Eins og ég hef áður sagt lítið ykkur bara nær herrar mínir
þá er þetta ekkert mál.Kveðja,
Glanni
17.01.2004 at 00:54 #484632það verð ég að viðurkenna að það örlar á smá afbríðisemi hjá mér þ.e.a.s að vera ekki á fjöllum núna því það jafnast fátt á við það að halda af stað út í óvissuna með þúsundkall upp á vasann.
Og það er líka góð tilfinning að vita að þetta eru alvörubílar á ferðinni þarna Patrolar og svoleiðis….Kveðja,
Glanni.Idol.is ég þangað
17.01.2004 at 00:35 #484628Muniði bara að taka myndir af því þegar þið laumið þúsundkallinum í kassann annars gæti það endað með 60 pósta spjallþræði áður enn þið komið heim, suðurnesjamennirnir ykkar 😉
Kveðja,
Glanni.
14.01.2004 at 14:38 #484302Framtak/Blossi enginn spurning
Kveðja,
Glanni.
12.01.2004 at 22:22 #483894Ég sé nú ekki alveg muninn á þúsundkalli og einhverjum miða sem þú ert búinn að kaupa á þúsund kall. Heldur þú að menn skilji miðann frekar eftir?
kv.
Glanni
12.01.2004 at 01:15 #483866Hvaða upplýsingum hefur Landsvirkjun í huga að safna með því að hafa myndavél í setuni og horfa uppí háruga jeppakallarassa?
Nei, Ofsi og landsvirkjun þið getið bara tekið myndir af eigin rassgötum heima hjá ykkur.
Kveðja,
Glanni
11.01.2004 at 23:27 #483852Öðru vil ég bæta við og það er það að þessi gjöld ættu náttúrulega að vera 1000 kall fyrir félagsmenn og 1500 hundruð fyrir aðra.
Hafa þetta bara á sléttum Tölum.
Kveðja,
Glanni
11.01.2004 at 23:20 #483850Þetta er nú meiri djöf… vitleysan í ykkur og kjaftagangurinn með eindæmum ég er nú einn af þeim sem var þarna og ég setti pening í kassann.En ég var ekki einusinni kominn heim úr túrnum þegar ég heyrði í jeppakjaftakellingunum í bænum að það hefðu verið 30 manns í setrinu og ENGINN borgað neitt.Hvernig er hægt að byrja að gaspra svona þegar menn hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala um,ekki voru þeir búnir að að fara og tæma kassann og telja aurana og því síður búnir að fá yfirlit á reikning Setursins og ekki það að þeir hefðu hvort sem er séð neitt á því vegna þess að menn voru enn að koma sér heim og að því er mér skildist ætlaði hópurinn sem var þarna þegar við komum að borga í gegnum heimabanka.
Vandamálið er bara það að það er hægt að borga þessi gjöld á svo margan hátt skilja eftir pening,fá sendann gíró eða leggja inn á reikning og ekkert er hægt að fylgjast með því hvaðan eða hver er að borga auðvitað á þetta bara að vera þannig að menn borga á einn hátt en ég ekki ætla ég segja hvað er best í þeim efnum bara það að hver greiðsla sé persónugerð þannig að svona rógur um að maður sé ekki að borga fyrir sig sé ekki að koma upp því það er allur hópurinn dæmdur og tortryggður.Svo er annað það að fara stofna einhvern formlegan kjaftakellingaklúbb eða njósnasveit um feðalanga um hálendið þvílíkt kaftæði.
Lítið ykkur bara nær herrar mínir hver og einn þá er lausnin fundin.Með kveðju úr setrinu um síðustu helgi,
GLANNI
31.12.2003 at 01:03 #478712þetta er einn sá besti brandari sem ég hef séð lengi ha hann er nú næstum því kominn í heilann hring með þessa fjöðrun sína…..
Ætli það sé ekki bara best að fá sér svifnnökkva þá fyrst erum við að dansa 😮Kveðja, Glanni
31.12.2003 at 00:44 #483078Þetta grassserar nú mismikið hjá mönnum hjá mér var það búið að "grasssera" það lengi að að blokkin var farin að tærast líka þannig að ég þurfti að láta renna blokkina.
Það er nú bara þannig að þegar þetta fer að þá fara menn í afneitun að heddið sé farið og reyna allt fyrst svo sem nýjan viftuspaða nýjan hitamælir og svo lengi mætti teljaKv.
31.12.2003 at 00:27 #483076Aðeins að bæta við,
þó að þú myndir rífa heddið af og skoða þá væri það bara að henda peningunum, ný heddpakning og vinnan við að rífa þetta.
þú sérð ekkert utan á því fyrr en það er farið.
kv.
Glanni.
31.12.2003 at 00:21 #483072Það sem hægt er að gera til að seinka þessu eftilvill eitthvað(ódýrasta aðgerðin) er að hafa kælivökvan í lagi þ.e.a.s skipta reglulega um frostlög og það verður að vera sérstakur frostlögur sem uppfyllir þessa álkælistaðla (ekki bara næsti frostlögur sem þú sérð uppí hillu á bensínstöð) því ef þú ert ekki með réttan frostlög á vélinni þá tærist álið í heddinu og vatnskassanum fyrr og þá springur á milli.
Kv.
Glanni
30.12.2003 at 23:53 #483068Það er náttúrulega líka hugsanlegt að þegar það kemur patrol þeysandi að þá slái menn bara ósjálfrátt af til að sjá þessa dýrð þjóta framúr…………..
30.12.2003 at 23:47 #483066Heddin í patrol eru með veikum hlekk og sá hlekkur er á fyrsta cylender.
vatnsgöngin sem eru þar eru eingaldlega of stutt frá sprengihólfinu og það myndast sprunga þar í 90% tilfella.
Það gerist útaf því að heddið er úr áli og er á mikilli hreyfingu og eins ef drepið er á bílnum eftir mikil átök og vélin hefur ekki náð að kæla sig áður, það er svo mikil þennsla í heddinu.
Þetta fer fyrr eða síðar,reyndar fór þetta hjá mér í 220.þús en þá er það líka nánast upptalið sem bilar í patrol fyrir utan eðlilegt viðhald á slitflötum og það er nú varla hægt að kalla það bilanir.
Og svo það að segja að þessi vél sé ekki að skila neinu afli og sé alltof lítil, ég er orðin afskaplega leiður á því að heyra það ég hef allavega ekki verið neinn eftirbátur hingað til nema síður sé þótt hann sé ábyggilega eins þungur og hægt er að hafa svona bíl,með öllu því drasli sem í honum er.Kveðja,
Glanni
-
AuthorReplies