Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.11.2004 at 00:47 #508882
Sæll GVS,
ég hef prófað tvær eða þrjár gerðir af super swamper og hef aldrei fengið þau til að virka eins og ég vil að þau virki.
síðast var ég með 44" Bogger og þegar þau voru keyrð u.þ.b 10-15 þúsund þá rifnðu þau frá felgunni þannig að vírinn sat eftir á felgunni.
Tvö þeirra í sitt hvort skiptið, og í annað skiptið var ég inni í Hvalfjarðargöngunum þegar það hvellsprakk hjá mér að framan og það munaði minnstu að úr yrði stórslys þar sem á eftir mér kom stór fóðurflutningabíll sem þurfti að nauðhemla svo rauk úr dekkjunum á honum svo hann keyrði hreinlega bara ekki yfir mig.
Ég fór með dekkið til ykkar og þá sögðuð þið mér að ástæðan fyrir þessu væri sú að það væri soðinn kantur á felgunni en síðan kom í ljós þegar dekkið var tekið af að það var enginn soðinn kantur.
þá voru góð ráð dýr, þá var það allt í einu út af því að dekkið hafði verið límt á með sikaflexi. ha ha ha.
ég neyddist til að kaupa tvö dekk hjá ykkur á 100 þúsund kall með einhverjum 10% afsl.
þannig er nú mín reynsla af Super swamper og áhuginn á þei ekki mikill eins og þú spurðir.
En eins og þú segir þá eruð þið með DC líka og ég hef ákveðið að kaupa mér svoleiðis enda hafa þau aldrei klikkað.Hvar svo sem ég kaupi þau hmmmm…..Kveðja,
Glanni
18.11.2004 at 18:42 #508878Já mig grunaði að 44" GH hentuðu ekki vel þegar ég sá þau og þessu var ég að leita eftir þ.e.a.s einhverjum sem hafði prófað þau og þá veit maður það.
Dick cepek skulu þau heita. Enda hefur maður svo sem aldrei verið fyrir vonbrigðum með þau.
þá er bara að leita tilboða í DC.KV.
Glanni
18.11.2004 at 00:51 #508874Sæll Geiri,
dekkjagám, það er nú eithvað sem hefur áður komið til tals en ég veit ekki hvort það hafi verið reynt.
það kostar náttúrulega sitt að flytja þetta inn.En það er önnur hugmynd og það er ef það tækju sig nokkrir saman sem eru í dekkjakaupahugleiðingum fengju bara góðann magnafslátt hjá artic trucks.
það væri gaman að láta reyna á það.Ég lýsi mig hér með tilbúinn að vera með í þeim hóp.
Kveðja,
Glanni
17.11.2004 at 23:52 #508870mynstrið á GH 44" er alveg eins og á GH 38" það er spurning hvort þetta sé þá eins og gamli 44" mudderinn m.ö.o vonlaus.
En allvega það væri gaman að kaupa dekkin á þessu verði eins og er auglýst á þessari síðu:
http://www.4wheelparts.com/4wp/products … es&man=MTT
kv.
Glanni
17.11.2004 at 17:06 #194869Veit einhver hver er munurinn á 44″ Dick cepek og 44″ Ground hawk eins og hjólbarðahöllinn er að selja nema að þau eru 30-40þús kr ódýrari??
KV.
Glanni
16.11.2004 at 21:51 #508722Sælir og takk fyrir kommentin sérstaklega ingcle…..
Hlynur þú ert einfaldlega með of mikla Patrolsýkingu til þess að tjá þig um svona Ofurbíla sem TOY-LC-80 jú vissulega er.
En til að róa þig þá er ég með Patrolfelgur undir honum takk,takk,takk.Ég er búinn að tala við nokkra góða menn um þetta og þar á meðal Smára í Skerpu,það eru mismunandi sjónarmið í þessu En Smári ráðlagði mér að fá mér bara orginal bolta aftur rær með rétta kóninum miðað við felgu,þetta er jú orðið 10ára gamlir boltar og margoft búið að losa og herða, og oft vafalaust með vitlausum verkfærum þ.e.a.s með einhverjum vörubíla loftskröllum o.þ.h. Þetta er bara endingin og allt í fína með það svo sem.
En hann sgði mér líka annað sem er líklega sniðugast í stöðunni og það er að setja stýringu á felgumiðjuna sem heldur henni fastri í miðjunni en ekki láta kónana á rónum eingöngu um að halda felgunni í miðjunni. (mig minnir að það sé svona stýring á patrol það var allavega á einhverjum bíl sem ég hef átt)Allavega það er niðurstaðan að það er of dýrt að það borgi sig að bora allt út og rífa allt í spað fyrir þessa aðgerð,aðalmálið er að passa að felgan losni ekki frá því ef hún gerir það þá skiptir nánast engu máli hve sverir boltarnir eru því laus felga í miklum átökum brýtur alla bolta í sundur.
Kveðja,
Glanni.
15.11.2004 at 17:59 #194852Mig langar spyrja hvort þið hafið einhverja hugmynd um hvar best sé að kaupa felgubolta og rær.
það brotnuðu felguboltar af hjá mér og það munaði minnstu að ég missti hjólið undann á leið minni frá Setrinu um helgina.
Ég er að spá í að setja sverari bolta og þá þarf ég náttúrulega að bora allt draslið út.Kveðja,
Glanni
02.11.2004 at 16:20 #507434Það er líka í lagi að klúbburinn spyrji sig þeirrar siðferðislegu spurningu hvort að það sé eðlilegt að láta glæpamenn og fyrirtæki sem framið hafa stóralvarlegan glæp styrkja klúbbinn.
Ofsi og Skúli finnst ykkur þetta bara í lagi vegna þess að þetta hefur verið stundað í áratugi? Finnst ykkur ekki vera kominn tími til að binda enda á þessa vitleysu í Íslensku þjóðfélagi?
kv.
Glanni.
01.11.2004 at 19:14 #507412Jónas, að sjálfsögðu gerum það sem það getum en svo eru fjölmargir sem ekki hafa tök á því.
Og er ástæðan fyrir því náttúrulega sú að Olíurisarnir 3 haft samráð um það að halda allri samkeppni frá landinu og tókst þeim það allveg fullkomnlega þangað til að Atlandsolía kom á markaðinn.Kveðja,
Glanni
01.11.2004 at 18:57 #507408Það er mjög greinilegt að það gætir mikils reiði á meðal almennings.
Kveðja.
01.11.2004 at 18:54 #507406Þetta er póstur sem mér barst frá fjölda manns í dag:
Olíufélögin stálu af okkur peningum í mörg ár. Það liggur skýrt fyrir í niðurstöðum Samkeppnisstofnunar.
Þeir viðurkenna það – en segja að málið sé fyrnt.
Þeir vilja ekki borga sektir eða skaðabætur- vegna þess að það er svo langt síðan þeir stálu frá okkur.Við getum svarað fyrir okkur.
Það þýðir ekkert að hafa bensínlausan dag. Það er bara rugl því þá verslum við bara meira á morgun.
Við refsum þeim með buddunni og kaupum BARA BENSÍN!
Alveg þangað til þeir hætta að röfla og borga sínar sektir og skammast sín – þá kaupum við BARA BENSÍN.Ekki sígarettur, ekki pylsur, ekki hreinsiefni, leikföng, nammi, mat, hanska, grill né neitt annað, Við kaupum allt slíkt annars staðar.
Hjá olíufélögunum kaupum við
BARA BENSÍN!
EKKERT ANNAÐ!
Þeir finna fyrir því.Dreifðu þessu á þína vini – og stattu við það að kaupa BARA BENSÍN.
Næst þegar þú freistast til þess að kaupa eitthvað annað á bensínstöð en
BARA BENSÍN þá sannar þú orð markaðsstjóra OLÍS sem sagði í samráðinu "Fólk er fífl".
Vilt þú láta hafa þig af fífli? Ef ekki þá kaupir þú BARA BENSÍN.
Almenningur
Félögin sem um ræðir eru:
Skeljungur, OLÍS og ESSO
31.10.2004 at 22:07 #507402það má bæta einu við þennan pistil að svona til gamans þá mætti taka hina sem spilað hafa með í þessari samráðs vitleysu, td. Þórólf Árnason og alla hina sem segjast bara hafa verið að hlíða skipunum og binda þá fasta niðrá Ingólfstorgi og fá bíleigendur til að flengja þá með viftureimunum það er svona "gott-vont"………………
kv.
31.10.2004 at 19:32 #507386Mér finnst það ekki spurning að það á að sjálfsögðu að draga alla sem að þessu stóðu til ábyrgðar og þá sérstaklega forstjóranna.
FANGELSA þá og beita þá háum sektum persónulega.
Ég minnist nýlegs dóms sem féll fyrir nokkrum dögum á mann sem hafði svikið undan sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður einhvers smáfyrirtækis virðisauka og staðgreiðslu, mig minnir að hann hafi fengið 1 árs fangelsi og fimmtíu milljón króna sekt.
það mætti refsa olíubarónunum í samræmi við það 300 milljónir í sekt á haus og 3-5 ára fangelsi.
Svo finnst mér að allt tal um að sektin rúlli bara yfir á neytendur og þá eigi ekki að sekta á þeim forsendum,hreinasta bull.
Við höfum val um aðra bensínstöð sem stendur utan við þetta þannig að hinir kæmust ekki upp með það ef þeir ætla að vera með áfram.
Og að lokum vildi ég sjá ÖLL þau fyrirtæki og stofnanir sem brotið hefur verið svo gróflega á eins og raun ber vitni þegar þau hugðust lækka eldsneytiskostaðinn hjá sér fara í mál hvert fyrir sig og krefjast skaðabóta. Til gamans má ímynda sér hvernig þetta mál liti út ef það hefði komið upp í Bandaríkjunum og hversu margar málshöfðanir væru í gangi.kveðja,
Glanni.
31.10.2004 at 11:18 #505428Ég hef alltaf haldið því fram að það vitlausasta sem við gerum er að þjóðgarðs-væða landið.
Ég kem ekki auga á neitt í því sambandi sem kemur okkur til góða nema þá kannski fyrir "gönguvitleysingana" því allur annar ferðamáti er ekki vel séður hjá fólki sem gefur sig út fyrir að vera "umhverfissinnar" sem er að sjálfsögðu rangnefni og loðir við rangan hóp af fólki.
eins hefur margoft komið fram hjá formanni FÍ bæði í útvarpi og í blöðum að akstur og ganga geti aldrei farið saman sem útivist."Þessa eiturspúandi díseldreka ætti banna þar sem fólk fer um gangandi að njóta náttúrunnar"sagði hann eitt sinn í útvarpi, hvernig er hægt að vinna með svona viðhorfi?
þá spyr ég hvernig er hægt að vera sameiginlegan þrýsting frá mörgum félögum þegar þessi félög eru á öndverðum meiði um hvernig þessu skuli fyrirkomið?
Þess vegna finnst mér að við eigum ekki að vera að hengja okkur of mikið á aðra og önnur félög,við eigum að vera sjálfstæðir.
Og Skúli, ef að kurteisishjalið virkar ekki, sem mér sýnist að sé ekki að skila okkur neinu, þá eigum við að rísa upp á afturlappirnar og láta HEYRA í okkur af fullri hörku en ekki láta valta svona yfir okkur þegjandi og hljóðalaust.Kveðja,
Glanni.
18.06.2004 at 21:03 #503980Sæll,
ég gæti trúað að þetta gæti verið slitin fóðring í svinghjólinu, þetta er koparfóðring og öxullinn gengur inn í hana slitnar talsvert.
þessi fóðring fylgir ekki með kúplingssettinu og því held ég að menn átti sig ekki á því að skipta um hana um leið og kúplingu.Kveðja,
Glanni
10.06.2004 at 00:30 #503638Það er alveg sama hvað þessi blessaði maður hefur skrifað það er allt allveg út í hött.
Hann búinn að skrifa margar greinar bæði í DV og Fréttablaðið, stundum með góðum fyrirsögnum og ég freistast til að lesa, en aldrei takð eftir því aldrei hef ég verið sammála neinu sem þessi aumingja maður hefur að segja.
því miður er þetta bara þankagangurinn þarna á vinstri vængnum………………………Kveðja,
Glanni.
18.05.2004 at 14:31 #495801Nei,nei JHG þú átt ábyggilega fínan Jeppa.
kveðja,
Glanni.
18.05.2004 at 14:31 #503123Nei,nei JHG þú átt ábyggilega fínan Jeppa.
kveðja,
Glanni.
18.05.2004 at 12:43 #495785Það er líka athyglisvert að skoða það að þeir sem er fylgjandi olíugjaldinu eiga annaðhvort engan jeppa eða kannski í mesta lagi slyddujeppa.
18.05.2004 at 12:43 #503109Það er líka athyglisvert að skoða það að þeir sem er fylgjandi olíugjaldinu eiga annaðhvort engan jeppa eða kannski í mesta lagi slyddujeppa.
-
AuthorReplies