Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.04.2005 at 23:40 #520920
Það að stofna Þjóðgarða eru mistök nr.1. og þjónar engum tilgangi.
Hið opinbera tekur EKKI neitt upp hjá sjálfu sér, það eru alltaf einhverjir hagsmunaaðilar sem þrýsta á "sína" þingmenn að gera eitthvað í skiptum fyrir atkvæði þó að það megi ekki segja það upphátt.
Nýjasta og jafnframt ein sú fáránlegasta (eiginlega bara fyndið) eru boðin og bönnin sem á að setja um umferð í kringum hvannadalshnjúk,það þjónar akkúrat engum tilgangi.Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að reglugerðargleðin er að verða svo mikil hjá mönnum.
Og allir þessir embættismenn virðast vera að keppast við að setja sem mest af reglum,boðum og bönnum svo það muni einhverjir eftir þeim til menn haldi að þeir séu að vinna eitthvað.
Svo gleypa menn bara við þessu hráu.Ég myndi glaður mæta þarna um næstu helgi en ég ætla að nota tækifærið og vera á fjöllum á meðan það er enþá leyfilegt,nema eftir einhverjum fyrirfram ákveðnum leiðum sem einhverjir skriffinnar eru búnir að ákveða í sinni heimsku trú um að þeir séu að vernda landið.
Kveðja,
Glanni.
11.04.2005 at 19:45 #520910Það er ekkert nýtt að "þrýstingur" frá klúbbnum hafi ekkert segja vegna þess að hann hefur að mér hefur fundist of slappur. Með fullri virðingu fyrir ykkur sem unnuð að þessum slóðamálum ofl. þá finnst mér bara mistök að vera dengja okkur saman með öðrum útivistarsamtökum sem hafa allt aðrar áherslur heldur en við í f4x4 td. FÍ sem mest er td bara göngufólk.
Ég man bara ekki eftir neinu máli í svipan sem þrýstingur frá 4×4 hefur skilað árangri núna seinni ár. þetta er allt gjörsamlega máttlaust og það er alltaf einhver jafnaðarmennska sem ræður för í því sambandi og svoleiðis viðhorf hafa aldrei skilað árangri fyrir hagsmunahópa.
07.04.2005 at 16:24 #520534Ég verð að segja það að mér finnst alltaf gaman að fá setrið inn um lúguna og lesa það yfir kaffibolla. þannig að fyrir mína parta allavega þætti mér það miður ef það hætti að koma út þetta flaggskip ferðaklúbbsins.
Kveðja,
Glanni.
07.04.2005 at 14:10 #520684Það fer að verða spurning hvort það sé ekki hægt að fá Hann Tryggva til að kippa þessu í liðinn með hörku.
07.04.2005 at 13:04 #520682Ég get ekki annað en tekið undir með honum Tedda í þessu sambandi.
Það er mjög undarlegt að það þurfi marga daga að venjast síðunni þetta á bara að vera allt aðgengilegt strax án þess að þurfa að lesa einhverjar ´leiðbeiningar sem eru vítt og breytt á spjallþráðunum.
hvað með þá sem ekki eru nú að skoða þetta mjög oft eða slysast inn á í síðuna?
Það ætti kannski að vera viðvörunn á forsíðunni:ATH það gæti tekið nokkra daga að skoða síðuna og venjast henni. stjórnin.
þar fyrir utan eru allar mínar upplýsingar dottnar út á minni síðu þ.e.a.s allir spjallþræðirnir,auglýsingarnar og myndaalbúmið mitt og ég finn ekkert af þessu nema að leita í leitarvél og fletta í gegnum tugi linka út um alla síðu. Ég reyndi að senda ath.semd í gegnum "hafa samband" linkinn uppi í horninu og var búinn að skrifa töluvert,og þega ég ýtti á senda þá kom melding um að ég hefði ekki heimild til að senda þetta og það sem ég skrifaði tapaðist.
ég vona líka að ég sé ekki að móðga neinn en svona blasir þetta við mér og maður á ekki að þurfa að sækja námskeið hvernig á að skoða heimasíðu.
Kveðja,
Glanni
05.04.2005 at 16:53 #520490Það virðist vera þannig hjá mér líka að allar upplýsingar virðast ver dottnar út (hjúkk segja ábyggilega einhverjir
þ.e.a.s fyrri spjallþræðir auglýsingar og svo kemur mynda albúmið mitt ekki heldur inn.
Kveðja,
Glanni.
02.04.2005 at 11:43 #520284Ég held nefnilega að það sé málið eins og þú bendir á Ágúst,
Olían verður hækkuð til jafns við bensínið og svo í kjölfarið verður bensínið skattlagt ennþá meira til þess það sé einhver "eðlilegur" munur á verðinu.
Mér finnst að þetta stefni í hinn versta farveg og því finnst mér að menn ættu að koma sér saman um að kingja þessu ekki þeygjandi og hljóðalaust hvort sem menn eiga bensínbíl eða dísel.Kveðja,
Glanni.
01.04.2005 at 22:26 #520276Já já vinur,
þú ert eflaust hinn mesti jeppakarl.
01.04.2005 at 15:57 #520272Ég er viss um að þetta hefur miklar afleiðingar fyrir klúbbinn ef þetta gjald kemur á óbreytt.
Vegna þess að klúbburinn verður af hundruðum árgjalda af þeirri ástæðu að menn bara hætta að nota jeppann sinn og þá yrðu nú sumir glaðir virðist vera.Glanni
01.04.2005 at 15:06 #520264Ýktur,
Það er nú alltaf þannig í öllum félögum að það næst aldrei 100% samstaða það ligggur nú bara í hlutarins eðli vegna fjölda félagsmanna.
En ég þori alveg að fullyrða að það eru örugglega yfir 70% félagsmanna á móti þessu gjaldi og sérstaklega vegna þess að það virðist alltaf vera að bætast ofan á þetta gjald.Kveðja,
01.04.2005 at 11:41 #520254Er það bara eitt ríkisverð sem menn vilja?
Afhverju færð þú 30"soncy sjónvarpið þitt á 50þús á meðan ég þarf að borga 150þús fyrir 30"Pioneer sjónvarpið mitt er það sanngjarnt þau gera jú sama hlutinn frammkalla mynd á skjáinn.
sama með bensín og dísel, gera sama hlutinn drífa bíla áfram en er á engann hátt sambærilegt.Og menn skilja ekki þessa samlíkingu þá get ég seinna farið í einfaldari útskýringu eins og með hann óla hann á þrjú epli hann borðar eitt hvað á þá mörg eftir?………………………
það er eins það þurfi svona skýringar til sumir skilji…Kveðja,
Glanni.
01.04.2005 at 11:24 #520252Það er eins og menn gleymi því alltaf að bensín og díselolía er langt frá því að vera sama efnið o.þ.a.l ekkert óeðlilegt að dísellinn sé töluvert ódýrari þar sem ann er miklu ódýrari í innkaupum og framleiðslu heldur en bensín.
Og fyrst menn eru komnir í þessa "sanngirnis" umræðu eina ferðina enn, hvaða sanngirni er það að borga meira fyrir díselinn sem kostar í raun miklu minna en bensín hvernig sem litið er á það.Kveðja,
Glanni.
01.04.2005 at 01:34 #520106Takk fyir ábendingarnar,ég reddaði þessu allavega í bili þannig að ég fór í Bílanaust og keypti skó sem er minni en gengur og gerist en virkar svosem ágætlega.
þeir í Pólarrafgeymum ætluðu að taka þrjá daga í gera við pólinn og taka 3-4000 kall fyrir vikið og því fór sem fór. Ég kannaði ekki verðið hjá hinum.Kveðja,
Glanni.
01.04.2005 at 01:22 #195778það er fleiri en við Jeppamenn andsnúnir þessu blessaða olíugjaldi ein og sjá má hér:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1131800
Kveðja,
Glanni
31.03.2005 at 00:01 #520100já takk fyrir það Steini minn.
Ég á nú eftir að heyra nánar í þér varðandi ferðina ykkar.Kveðja.
30.03.2005 at 22:31 #195772Þannig er að það brotnaði +skór á öðrum rafgeyminum hjá mér og hann bræddi pólinn þannig að venjulegur skór passar ekki á hann.
Spurningin er hvort hægt sé laga pólinn, bræða blý eða tin utan á hann, eða hvar maður fær skó sem hægt er að bora út svo hann passi?
kannski er hægt að finna einhverja skó af fólksbíl sem passar á þetta.
það hlýtur einhver að hafa lent í þessu, ég vil helst ekki kaupa nýja geyma því þeir eru nýlegir.Kveðja,
Glanni.
18.03.2005 at 13:04 #518936Þú ert þá sá fyrsti sem ég ég veit um sem er á þeirri skoðun að finnast eldsneytisverðið eðlilega hátt.
Mengunarrökin eru þau rök sem FIB og ríkið halda uppi í þessu máli.Ekki ég.
KV.
18.03.2005 at 12:48 #518932svo er líka hægt að hafa bara ekkert gjald á dísel bílum se eru undir 900 kg þá værum orðin svo umhverfisvæn að það væri ekk einu sinni fyndið.
Annars er þetta orð "umhverfisvænt" svo ofnotað að það liggur við að það sé farið að hljóma eins og blótsyrði.
Kveðja,
Glanni
18.03.2005 at 12:39 #518928Nú með því að hækka gjöldin á okkur sem ökum stærri bílum sem klárlega er verið að gera í skjóli einhverra "umhverfissjónarmiða", þá skapast grundvöllur fyrir því að reka lítinn pusjó.
í stað þess að bæta bara við einum þyngdarflokki í núverandi kerfi þá er málið leyst og allar þessar svokölluðu umhverfiskellingar geta ekið brosandi hringinn í kjörbúðina á pínulitla umhvrfisvæna díselpusjónum sínum.
18.03.2005 at 11:33 #518924Sæll,
Enda er það markmiðið með þessum lögum að auka hlutfall pínulítilla díselbíla.
Og hverjir borga það? það erum við sem erum á stærri díselbílum,við erum látnir niðurgreiða kostaðinn fyrir jón útí bæ sem langar að fá sér "dísel-pusjó"
KV.
-
AuthorReplies