Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.04.2005 at 00:15 #521430
Hér er verðið í nágrannalöndunum og þar virðist vera raunverulegur kostur að eiga og reka díselbíl, enda hlutdeildin þar á díselbílum 40-50% á meðan hún er 3-4% hér á landi.
En miðað við útspil ríkisstjórnarrinnar núna virðist markmiðið vera að lækka þessa prósentu en frekar hér.
Algengt verð í löndunum í kringum okkur er í kringum 80-85 kr per lítra.
Hér er verðlistinn:
http://www.fib.is/index.php?ID=365&adalmenu=6Kv.Glanni
21.04.2005 at 18:53 #521426Já þú verður þá að tala við þá flutnings aðila og sendibílstjóra sem eiga bíla undir 10 tonnum því þeir sem eru yfir því borga sama gjald eftir breytingu og þeir gera í dag.
þeir verktakar sem eru með vinnuvélar og eru lögskráðar sem slíkar fá endurgreitt 80% af olíugjaldinu til baka mánaðarlega óski þeir eftir því.(þannig að þarna verður sett á fót enn ein stofnunin í viðbót)
Þannig að staðreyndin er sú að það er verið að flytja kostnaðinn við slitið á vegunum sem þungaflutnigabílarnir valda yfir á fólksbíla en þetta ætti í raun að vera öfugt.
Við þetta skapast enn ein öfugþróuninn og það er að nú myndast hvatning fyrir þá sem eiga flutningabíla undir 10 tonnum að fá sér bíl sem er yfir 10 t og valda enn frekari sliti á vegunum.Kveðja,
Glanni.
21.04.2005 at 18:19 #521422Glowe það er sama hvaðan gott kemur 😉
Ég talaði við Leigubílstjóra í dag og hann tjáði mér að upp til hópa væru leigubílstjórar æfareiðir yfir fyrirhuguðum breytingum, og mikið væri talað um þetta í þeirri stétt.
Þar á meðal væru margir leigubílstjórar að hugsa til þess að við næstu endurnýjun bílana hjá sér að fá sér heldur Bensínbíl og hætta notkun á díselbílum og eru menn nú þegar farnir að láta verða af því.
Svo er annað sem ekki er síður rætt um, og það er að með fyrirhuguðum breytingum fylgdi 3-400 þúsund króna launalækkun á ársgrundvelli því ekki væri vilji hjá stjórn félags leigubílsjóra að hækka taxtana þeir væru nógu háir fyrir.
Hann sagði mér einnig að þegar og ef til einhverskonar mótmæla kæmi þá myndu leigubílstjórar ekki liggja á láð sinni að taka þátt í þeim.Kveðja,
Glanni.
20.04.2005 at 21:49 #521556Ha ha ha já nú erum við að tala saman….. nei nei það er allt í lagi að vera kurteis og náttúrulega algjört grundvallar atriði að nota ekki blótsyrði þó að þau séu oft notuð hér á vefnum þá er það nú bara hluti af daglegu máli svona almennt.
kv.
glanni
20.04.2005 at 21:31 #521552Ég held að það sé best að menn skrifi bara fyrir sig, með fullri virðingu glowe, en þá finnst mér persónulega þetta bréf hjá þér allt of linort.
þetta eru ekki neinar póstulínsdúkkur þessir ráðherrar.Glanni.
20.04.2005 at 18:49 #521410Svona líta yfirlýsingar umhverfisráðherra út fyrir þá sem ekki hafa séð þær:
Sigríði Önnu Þórðadóttur umhverfisráðherra líst vel á að díselolía, sem er umhverfisvænni en bensín, verði dýrari en bensín. Hún telur þetta mikla hvatningu fyrir bíleigendur að skipta yfir á díselbíl. Sigríður Anna hafði ekki hugmynd um að díselolían yrði dýrari fyrr en Stöð 2 greindi henni frá því.
Það var fréttastofa Stöðvar tvö sem upplýsti Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra um að verðið á dísellítranum yrði hærra en á bensínlítranum við breytingarnar 1. júlí. Hún telur breytingarnar hvetja til aukinnar notkunar á díselbílum þrátt fyrir að verð dísellítrans verði hærra en bensínlítrans. Sigríður segir þetta mjög jákvæða breytingu sem hafi verið í undirbúningi lengi. Það sem þurfi að skoða í þessu sambandi sé að díselbílar eyði miklu minna en bensínbílar og þar að auki mengi þeir minna þannig að breytingarnar séu að öllu leyti afskaplega jákvæðar.
Eins og Sigríður bendir á er díselolía umhverfisvænni en bensín. Aðspurð hvort ekki hefði verið eðlilegra að nota tækifærið til að lækka olíuverðið og hvetja fólk til að nota díselolíu og kaupa díselbíla segir Sigríður að það sé mjög mikil hvatning í sjálfu sér fyrir fólk að kaupa sér díselbíla þegar það sé ljóst að nánast enginn munur sé á bensíni og olíu, en þungaskatturinn hafi verið aflagður.
Víða í Evrópu er verð á dísellítra lægra en bensínlítrans þar sem notkun díselbíla hefur verið talin umhverfisvænni en bensínbíla. Sigríður segir að það kerfi sem tekið verði upp þann 1. júlí verði mun einfaldara en gamli þungaskatturinn. Hún segir að þetta nýja kerfi verði mjög til góðs og sé umhverfisvænt. Aðspurð hvort það verði hvatning fyrir fólk að aka díselbíl þegar dísellítrinn er orðinn dýrari en bensínlítrinn segist hún telja að svo verði. Þegar fólk skoði málið ofan í kjölinn og líti til lengri tíma felist tvímælalaust sparnaður í því að aka díselbíl.
Kveðja,
Glanni
20.04.2005 at 17:29 #521406Það er engin hætta á öðru en að við komum aðeins til með að halda okkur við staðreyndir og þær staðreyndir sem nú þegar liggja fyrir og það er líka eins gott að kæfa þetta í fæðingu svo ekki sé hægt að lauma þessu í gegn með svona lymskulegum hætti eins og Skúli bendir á.
Einar ég er sammála þér í því sem þú segir hvað tímasetninguna varðar þetta er of stuttur tími til að skipuleggja svona skrúðgöngu.
Er ekki bara upplagt að við hringjum okkur saman ég þú og Lella og fleiri sem áhuga hafa, og við einhendum okkur í þetta það er margt annað í þessu en bara að mæta á staðinn það er í nokkur horn að líta.
Þið getið líka sent mér meil á glanni@internet.is og við getum áhveðið stað og stund til að kíkja yfir þessi mál.
Þetta megum við ekki láta yfir okkur ganga.Kveðja,
Halldór Sveinsson (Glanni)
20.04.2005 at 16:12 #521396að vera ekkert að blanda klúbbnum í þetta enda yrðu allir velkomnir í þessa "kröfugöngu" fínt að fá Einar elí á corollunni með,
því breiðari hópur því betra og best að vera ekkert að einskorða þennan túr við jeppa endilega.Kveðja,
Glanni
20.04.2005 at 15:35 #521380Lella nei ég er ekki farinn að láta neinn vita enþá það er skemmtilegra ef við vissum nokkurn veginn hve margir væru með.
Því þetta væri ekki alveg að gera sig ef það væri bara ég og þú með Einar elí sem kóara
20.04.2005 at 15:26 #521378Mótmæli hafa aldrei skaðað neinn og ég sé ekki hvernig það ætti að skaða einhvern þó að við fylkjum liði og keyrum niður laugarveginn í rólegheitum.
Það ætlar enginn að vera með neinn yfirgang og dónaskap heldur er þetta bara til þess að minna þetta óréttlæti með yfirveguðum hætti.
Endilega að láta tölvupóst rigna yfir þessa háu herra þarna á Alþingi en það eitt og sér eru í raun bara mótmæli í kyrþey hitt gæti aftur á móti eitthvað hreyft við þessu.Ég er til í að mæta hvar og hvenær sem er á morgun þess vegna en það eru nú ekki margir sem hafa tækifæri á því að lesa þessa síðu svona yfir hádaginn þannig að þetta er bara spurning um þátttöku þessvegna væri gaman að sjá svona lista eins og var þegar við söfnuðum mönnum í dekkjakaupin í vetur undir diggri stjórn Theódórs
Glanni
20.04.2005 at 14:18 #521368þetta er kannski aðeins of stuttur fyrirvari til að hægt sé að smala sem flestum með í þetta.
Margir eru náttúrulega á leið út úr bænum í sumarbústaði o.þ.h.Hvað segið þið um það?
20.04.2005 at 14:01 #521366Er ekki bara upplagt að gera þetta á morgunn sumardaginn 1 þegar flestir eru í fríi.
það er td. hægt að safnast saman í select vesturlandsvegi og dóla niður í bæ.
Það fer ca 1 klst í þetta.Vissulega rétt að mótmæli bitni á röngum aðila en lítilsháttar töf ætti bara að vekja fólk til umhugsunar því ef sjálfur umhverfisráðherra veit ekki hvað er í vændum er nú kannski ekki hægt að ætlast til þess almenningur geri sér grein fyrir þessu óréttlæti.
það væri gaman að sjá þáttökuna sem yrði með í þessa skrúðgöngu það yrði að sjálfsögðu að láta lögguna og alla fjömiðla vita af þessari fyrirætlan og hver tilgangurinn sé ég býð mig fram um að sjá um öll þessi má ef því er að skipta.
það er td.hægt að leggja af stað kl. 13 og taka Góóóóðan tíma í 1 og lága að keyra niður eftir.
HVERJIR ERU MEÐ:
Glanni.
19.04.2005 at 23:49 #521334Nei hvur andsk.ég fattaði ekki hvað þetta var langt.
19.04.2005 at 23:47 #521332Þegar ég las þessa grein í Mogganum kom mér bara ekkert jákvætt í hug og finnst mér hún draga taum og vilja Geirs Haarde og FÍB.
Þar er talað um dæmi hversu óskaplega hagkvæmt þessi breyting sé og það er tekið dæmi um díselbíl sem eyðir 5 LÍTRUM.
Hvaða bíll í ósköpunum er það sem hægt er að troða fjölskyldunni í með kannski einni ferðatösku eyðir 5 lítrum mér þætti gaman að sjá hann.
Í þessari grein er líka talað um að með þessari breytingu sjá kannski jeppaeigendur sér leik á borði og spari með því að selja jeppann sinn og fái sér bíl sem eyðir minna, Þvert á móti held ég að þróuninn verði í hina áttina, margir jeppaeigendur fá sér bíl með stórri bensínvél og einhverjir dísel og hinir losa sig við jeppann.
Það verða því gríðarleg forréttindi þeirra sem efnameiri eru að fá að ferðast um landið hinir þ.e.a.s þessi meðal-Jón hafa bara ekki efni á því.Ég reyndar veit um menn sem fagna þessari breytingu með þeim rökum að nú verði þetta loksins eins og það var, þ.e.a.s sáralítil umferð um hálendið og það verði hægt að fara hvert sem er án þess að rekast á nokkurn einasta vitleysing.
Hvað yfirlýsingar umhverfisráðherra Sigríðar Önnu varðar þá finnst mér þær einkennast af mikilli vanþekkingu á þessum hlutum og hún er greinilega ekkert búin að kynna sér þessi mál eins og fram kemur réttilega í þessu viðtali.
Og ég sem hélt í minni barnslegu trú að nú skildi eitthvað af viti einu sinni koma frá þessu blessaða umkverfisráðuneyti þegar maður var loksins laus við hana Siv Friðleifsdóttur en það er nú öðru nær.Það má líka spyrja hverjir það eru sem borga langmestu skattana í þessu þjóðfélagi?
Það er einmitt barnafólk og fólk á milli 30-45 ára sem einmitt þarf á stærri bílum að halda, en nú á að fara skattpína þetta fólk enn meira.
Hvað í ANDSKOTANUM heldur þetta fólk að maður sé þegar þeir bera þetta á borð fyrir mann að þetta séu svo umhverfisvænar breytingar?
Ég get alveg fullyrt það að ef það er dýrara að vera umhverfisvænari þá tekur fólk almennt ekki þátt í því.
Orðið umhverfisvænt er farið að hjóma eins og BLÓTSYRÐI í mínum eyrum og það liggur við að maður sé farinn í mótmælaskyni að gera allt öfugt við það sem þessir umhverfishálvitar halda fram.Með breytingu á þungaskatti á fólksbíla og jeppa, erum við sauðsvartur almúginn sem ekur um á venjulegum bílum að borga slitið sem verður á vegunum því gjaldið verður óbreytt fyrir vörubíla sem eru farnir að flytja ALLAR vörur eftir þjóðvegum landsins.
Ég var að koma vestan af Drangjökli nú um helgina og ætli ég hafi ekki talið á milli 30-40 vörubíla sem mættu mér í bæinn fyrir utan þá náttúrulega sem voru á ferðinni þegar ég var kominn heim til mín,þeir eru jú á ferðinni allan sólarhringinn. Þetta voru sko engir léttavagnar þetta voru að langmestu leiti 40-50 tonna treilerar og sumir með aftanívagn.
Vegirnir og malbikið eftir þessa bíla er vægast sagt ónýtt á köflum og sumstaðar er mikil slysahætta eftir skemmdir eftir þessa bíla.
Það var talað um í einhverjum fréttaþætti í sjónvarpinu um daginn að svona trukkur sliti veginum þúsund sinnum meira en venjulegur fólksbíll og örugglega þá 1500 sinnum meira en eftir jeppann hjá mér á 44" því er jú meira flot í breiðari dekkjum og því dreifist þyngdin á stærri flöt á veginum það segir sig sjálft.Kveðja,
GLANNI
13.04.2005 at 16:03 #521030Sæll gundur og takk fyrir greinargóð svör.
Hvað kostaði þessi pakki hjá þér í komin?Kveðja,
Glanni.
13.04.2005 at 12:56 #521062Það er alveg rétt hjá þér Vals þeir hjá FIB hafa verið með mikinn áróður með þessu gjaldi og í ljósi þess kannski ekki ráðlegt að vera blanda þeim mikið inn í þetta.
Glanni
13.04.2005 at 11:48 #521056Í upphafi þessara umræðu var talað um að ltr.færi í 80-85 kr og fannst mörgum nóg um en 111 kr ltr ma ma ma ma ma bara nær ekki upp í nefið á sér.
þetta er svívirðileg skattahækkun á bíleigendur sem við eigum ekki að láta yfir okkur ganga þeygjandi og hljóðalaust.Glanni
13.04.2005 at 10:39 #521052Það er skömm að þessu.
Og ég skil ekki hvers vegna stjórn klúbbsins vill ekki senda frá sér einhverja yfirlýsingu um að þetta sé óviðunandi hækkun.Glanni.
12.04.2005 at 23:43 #521026Sæll,
Já það var fullt af fólki í Setrinu um síðustu helgi.
Fullt af snjó og bara gaman og ágætis færi í allar áttir að mér virtist, þó að það hafi þungt á köflum.Kveðja,
Glanni
12.04.2005 at 17:46 #521008Nú!!
ég hélt að flestir agureyringar væru rauðhærðir er það þá bara misskilningur eftir allt saman?
-
AuthorReplies