Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.05.2005 at 11:45 #522278
hann er 15 w.
Kv.
Glanni
02.05.2005 at 15:37 #522066Tek það fram að ég er ekkert að tala um einhverja sérstaka tegund í þessu sambandi þetta virðist bara vera gegnumgangandi á nýjum vélum í dag.
02.05.2005 at 15:23 #522064þessar nýju díselvélar endast ekki nálægt því sem gömlu vélarnar gerðu því nýju vélarnar eru með tiltölulega lítið rúmtak og mjög háþrýstar en gömlu díselsleggjurnar eru lágþrýstar trukkavélar.
það segir sig sjálft að lítil vél sem kemur upptjúnuð frá framleiðanda og svo eru menn að túna þetta meira sjálfir ofan á það endist ekki lengi, þó að það sé tegjanlegt hvað mönnum finnst að sé góð ending.Kveðja,
Glanni
30.04.2005 at 23:59 #520956Því miður var ég ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að komast á fundinn í dag en ég hefði gjarnan vilja leggja mitt af mörkum.
Var það eitthvað vitrænt sem kom fram er varðar okkar ferðamennsku?
Eitt er það sem félagsmenn verða að gera sér grein fyrir og það er það að sótt er að okkur einhverra hluta vegna úr mörgum áttum með fordómum og vanþekkingu sbr. hverja umfjöllunina á fætur annari í morgunblaðinu og umfjöllun á Rás 2 (speglinum) dag eftir dag omfl.
þetta er MJÖG ALVARLEGT mál og ef ekki er rétt á spilunum haldið gæti svo farið að við fáum ekki að ferðast um landið okkar eins og við höfum verið að gera til þessa.
Mér sem jeppamanni er dálítið farið að líða eins manni sem á götumótórhjól þ.e.a.s ef við setjum okkur í spor þeirra sem eiga "hippa" eða götuhjól og eru í leðri, þá eru þeir sömu gjarnan stimplaðir hálfgerðir glæpamenn,dópistar eða eitthvað þaðan af verra,en mjög margir af þessum mönnum eru bara venjulegir fjölskyldumenn,afar og ömmur o.s.frv sem hafa gaman af að "krúsa" um á góðum dögum. Mótórhjólamönnum hefur tekist að spirna við fótum og benda á þetta, viðhorfið er almennt smátt og smátt að breytast og það er bara með jákvæðri umræðu af þeirra hálfu í fjölmiðlum og víðar.
Okkur jeppamönnum er núna trekk í trekk líkt við einhverja umhverfissóða sem vilja umhverfinu helst allt illt í þeim tilgangi að sýna fram á torfærugetu "JEPPATRÖLLANA" okkar og okkur stendur náhvæmlega sama um hvert og hvað við erum að spóla upp.
Við keyrum um á eiturspúandi torfærudrekum svo ég vísi nú í ummæli formanns FÍ og FÍB í útvarpsviðtali og dagskrárgerðamanna á rás 2.Hver eru skilaboðin? Jú þau eru þau að okkur stendur nákvæmlega á sama hvað við skiljum eftir okkur á ferðum okkar. Og hvað er það sem gerir það að verkum að við verðskuldum þvílíka umræðu?
Það eru einhverjir "umhverfisöfgamenn" sem skilja ekki þetta áhugamál sem við höfum, og viðhorfið oft slíkt að þetta séu bara ofdekraðir pabbastrákar sem þurfa að sanna eitthvað á jeppum á stórum dekkjum. Ekki það að skilja að ég skilji þá þörf hjá mönnum að ganga um fjöll og firnindi másandi og blásandi, en ég er allavega ekki með fordóma gagnvart því fólki og alveg nákvæmlega sama hvar það gengur og það truflar mig ekki neitt en það virðist ekki gagnkvæmt.
Við megum ekki láta svona menn komast undir pilsfaldinn hjá ráðamönnum þjóðarinnar eins og nú er að gerast í stórum stíl. þeir virðast bara vefja þeim um fingur sér og fá fjölmiðla með sér.
Við eigum ekki vera feiminn við að flagga því að við ökum um á jeppum á stórum dekkjum því það eru alger foréttindi að fá að ferðast um landið með þessum hætti en því miður gefst allt of fáum tækifæri til að sjá og upplifa það sem við erum að upplifa á fjöllum og kannski þess vegna erum við að upplifa þessa fordóma.Kveðja,
Glanni.
30.04.2005 at 13:06 #521960Mér líst mjög vel á þessar hugmyndir að byggja húsnæði undir starfssemi klúbbsins og ég er sannfærður um að ef við eru með alla starfsemi á einum stað í eigin húsnæði þá komi það til með að þjappa saman klúbbsmeðlimum og laða fleiri inn í félagið.
Við förum létt með þetta!Kveðja,
Glanni
30.04.2005 at 12:20 #521468Þessi grein er flott hjá honum Einari og lýsir vel fáránleikanum í kringum þetta.
kv.
Glanni
30.04.2005 at 00:24 #521462Veit einhver hvenær þingið fer í sumarfrí?
Er það rétt að það sé 10 maí?
Endilega látið mig vita ef einhver veit þetta.
Kveðja,
Glanni.
glanni@internet.is
29.04.2005 at 20:11 #195888Þar sem ég er sérstakur áhugamaður um góð tilboð á öllu sem viðkemur bílum þá rakst ég á þessa síðu: http://www.orka.is margt skemmtilegt og ódýrt.
Kveðja,
Glanni
26.04.2005 at 22:06 #521802Ég hef ekki ekki trú á öðru en að fini dælan fari léttilega með þetta allt saman enda besta og öflugasta fáanlega rafmagnsdælan á markaðnum.
Hafðirðu hugsað þér að fá þér loftkút?Það er náttúrulega töluverður aukakostnaður ef svo er með öllu sem því fylgir pressostad og aukafittings ofl smádót sem því fylgir.
Það er þetta smádót sem kostar ótrúlega mikið, oft gleymir maður að taka það með inni í reikninginn.
En ef þú færð þér kút þá getur þú notað hann til að halda þrýstingi inn á púðum og læsingum hefði ég haldið og þá sleppur þú við þann aukakostnað sem fylgir aukadælu.Kveðja,
Glanni
26.04.2005 at 20:05 #521798Sæll Einar og takk fyrir síðast.
Ef ég væri með svona pakka þá myndi ég nota finidæluna fyir dekkin og loftpúðana þú pumpar hvort eð er aldrei samtímis í dekk og púða.
Svo myndi ég verða mér út um ARB loftdælu og ef hún fæst ekki hér (notuð) fyrir lítið þá myndi ég kaupa hana beint frá fyrirheitna landinu USA á meðan dollarinn er svona hagstæður.
Veit ekki með heimsmarkaðsverðið núna á loftdælum en það er vafalaust hærra á Íslandi en í öðrum löndumKveðja,
Glanni.
26.04.2005 at 15:44 #521448Já það er rétt það er best að einfalda þetta sem mest.
Þetta er ekki keppni í því hver borgar mestu eða minnstu skattana bensínbílar eða díselbílar.
Þetta er réttlætismál fyrir bíleigendur að láta ekki skattpína sig svona, hvort sem sem þeir aka um á bensín eða dísel.Kveðja Glanni
26.04.2005 at 15:32 #521780Það eru mjög margir sem bara lesa og vilja ekki tjá sig,veit ekki hvað er á bak við það.
Fékk reyndar póst (e-mail)frá einum í gær sem fær bara alltaf einhverjar villumeldingar þegar hann ætlar að skrá sig inn og taka þátt í umræðunni og þessvegna hafði a.m.k ekkert heyrst frá honum, því hann getur það ekki eftir að nýja síðan var sett upp.
Kveðja,
Glanni
25.04.2005 at 23:19 #195875Hvað er að gerast hérna á síðunni?
Það er alveg ótrúlegt hvað það eru fáir sem hafa skoðun og tjá sig um mál sem er kannski að tröll-RÍÐA áhugamálinu okkar sbr.þessi lög sem banna akstur á hálendinu og svo ekki sé talað um olíugjaldið.
Ef það er ekki tilefni til að standa saman núna með þessi mál yfirvofandi þá veit ég ekki hvenær.
Það er alveg GRÍÐARLEG óánægja með þessi mál alveg sama við hvern maður talar,en afhverju láta menn ekki heyra í sér?Kveðja,
Glanni.
25.04.2005 at 21:54 #521728Er þetta endanlegt eins og þetta lítur út?
Ég treysti því að Stjórn Ferðaklúbbsins 4X4 fái þessu breytt með öllum tiltækum ráðum, við erum jú stærsta hagsmunafélagið fyrir ferðamenn á vélknúnum ökutækjum á landinu.
Annars sýnist mér bara allt stefna í að þetta verður eins og út í Noregi Þ.e.a.s allt bannað nema með sérstökum leyfum yfirvalda .Kv.
Glanni
25.04.2005 at 10:26 #521434Geir segir í bréfinu að olíufélögin eigi síðan eftir að leggja sína þóknun ofan á!? hvað fer lítrinn þá í 120 kr???
Þetta er löngu hætt að vera fyndið.Kv.
Glanni
23.04.2005 at 16:25 #520934Hugsunarleysingjar á torfærutröllum!!! Svona hljóðar fyrirsögnin á leiðara Morgunblaðsins í dag.
Hvað er í gangi þarna upp á morgunblaði? Það birtist hver greinin á fætur annari í blaðinu og látið að því liggja utanvegaakstur sé orðin einhver plága á Íslandi, hvaðan fá þessir menn þessar upplýsingar?
Ég er búinn að vera að ferðast um landið í nokkur ár en þetta hefur bara farið fram hjá mér að utanvegaakstur og skemmdir á náttúrunni sé eitthvað vandamál.
Mig minnir að það hafi komið upp 2 kærumál á síðastliðnum 25 árum sem varða utanvegaakstur.
Hverjir eru hvatamenn að þessari neikvæðu umræðu?
Það skildu þó ekki vera Landeigendur og ferðaþjónustuaðilar?
Eða eru það ferðalangarnir sjálfir sem eru að skjóta sig í fótinn með svo mikilli umræðu um þessi mál að menn eru farnir að trúa því að þetta sé svo mikið vandamál að það sé brýn þörf á að taka í taumana strax og BANNA alla umferð nema með sérstökum leyfum.
Eru á landinu þvílík svöðusár eftir TORFÆRUTRÖLL landsins að brýnt sé að taka í taumana?ég hef ekki orðið var við þau sár sem verðskulda þvílíka umræðu.Kveðja,
Glanni.
22.04.2005 at 16:59 #521576Það er ekkert snip….
Núna kl rúmlega 17 er Formaður FIB að tjá sig um olíugjaldið á rás 2.
22.04.2005 at 16:29 #521572Rúnar þeir fá endurgreitt 80 % til baka eins og segir í lögunum:
6. gr. Þeim sem hafa einkaleyfi til fólksflutninga skv. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 73/2001, um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga á landi, skulu endurgreidd 80% olíugjalds af olíu vegna rekstrar almenningsvagna í áætlunarferðum. Reglur um endurgreiðslu samkvæmt þessari málsgrein skulu settar af fjármálaráðherra í samráði við samgönguráðherra.
Endurgreiða skal olíugjald af olíu sem erlend sendiráð eða sendimenn erlendra ríkja kaupa vegna bifreiða í sinni eigu.Kveðja,
Glanni
22.04.2005 at 16:07 #521568Fyrirgefið hann var víst svona hjá mér þetta hefur eitthvað skolast til.:
Ég get ekki orða bundist yfir fyrirhugaðri verðlagningu á díselolíu eftir 1.júlí.
Ef fram fer sem horfir þá verðum við íslendingar með hæsta olíuverð í heiminum og eingöngu til þess fallið að útrýma díselfólksbifreiðum af landinu burt séð frá eyðslu, umhverfissjónarmiðum og því að díselbíllinn er töluvert dýrari.
Verðið í löndunum í kringum okkur er á bilinu 80-85 kr per líter og það myndi ég telja "eðlilegt" verð enda díselbílaeign þar á bilinu 40-50 % en einungis 3-4% hér á landi. (Slóð sem sýnir verð í nágrannalöndunum
http://www.fib.is/index.php?ID=365&adalmenu=6)Var ekki eitt af markmiðunum að hafa kerfið hvetjandi svo fólk æki frekar umhverfisvænni dísilbílum? Ég get nú ekki séð hvatninguna í því að þurfa að kaupa dýrari bíl og greiða meira fyrir hvern lítra af eldsneyti. Þetta hefur frekar þveröfug áhrif þannig að fólk á dísilbílum sér sér hag í að skipta yfir í bensínbíl. Er þessi breyting þá ekki búin að missa marks?!
Mig langar að biðja þig að skoða þessi mál ofan í kjölinn með þessar staðreyndir í huga því þetta er gríðarlegt hagsmunamál bæði út frá umhverfissjónarmiðum og einnig er þetta hrein og bein kjaraskerðing fyrir þá sem nú aka díselknúnum bifreiðum sem aðallega eru fjölskyldufólk og leigubístjórar ef þetta nær fram að ganga eins og nú blasir við.
Ég tel að ef að maður þarf að borga aukalega fyrir að vera umhverfisvænn þá mun fólk almennt ekki taka þátt í því heldur skipta yfir í bensínbíla.Svo er eitt enn og það er spurning hvort eðlilegt sé að fólksbílar 0-10 tonn eigi að taka á sig allan kostaðinn við þessar breytingar á meðan stóru vöru og flutningarbílarnir sem eru nú þegar langt komnir með að eyðilegja þjóðvegina sökum átroðnings og þungaflutninga sleppa með óbreyttan kostnað?
Virðingarfyllst,
Halldór Sveinsson.
22.04.2005 at 14:58 #521566Svona leit pósturinn minn út sem ég sendi á Sigríði Önnu og svo setti ég cc á alla þingmenn:
Sæl og blessuð Sigríður Anna,
ég get ekki orða bundist yfir fyrirhugaðri verðlagningu á díselolíu eftir 1júlí.
Ef fram fer sem horfir þá verðum við Íslendingar með hæsta olíuverð í heiminum og eingöngu til þess fallið að útrýma díselfólksbifreiðum af landinu burt séð frá eyðslu, umhverfissjónarmiðum og því að díselbíllinn er töluvert dýrari.
verðið í löndunum í kringum okkur er á bilinu 80-85 kr per líter og það myndi ég telja "eðlilegt" verð enda díselbílaeign þar á bilinu 40-50 % en einungis 3-4% hér á landi.
Mig langar að biðja þig að skoða þessi mál ofan í kjölinn með þessar staðreyndir í huga því þetta er gríðarlegt hagsmunamál bæði út frá umhverfissjónarmiðum og einnig er þetta hrein og bein kjaraskerðing fyrir þá sem nú aka díselknúnum bifreiðum sem aðallega eru fjölskyldufólk og leigubístjórar ef þetta nær fram að ganga eins og nú blasir við.
Ég tel að ef að maður þarf að borga aukalega fyrir að vera umhverfisvænn þá mun fólk almennt ekki taka þátt í því heldur skipta yfir í bensínbíla.Svo er eitt enn og það er spurning hvort eðlilegt sé að bílar 0-10 tonn eigi að taka á sig allan kostaðinn við þessar breytingar á meðan stóru vöru og flutningarbílarnir sem eru nú þegar langt komnir með að eyðilegja þjóðvegina sökum átroðnings og þungaflutninga sleppa með óbreyttan kostnað?
Virðingarfyllst,
Halldór Sveinsson.
-
AuthorReplies