Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.05.2005 at 09:41 #523258
Mér finnst mál til komið að Stjórnin sendi frá sér fréttatilkynningu um málið og skýri frá staðreyndum málsins.
Ef við vekjum athygli á þessari vitleysu í fjölmiðlum, þá vaknar líka hinn almenni félagsmaður og aðrir sem eru að ferðast sem ekki eru í þessu félagi.
Þetta eru ekki nema einhverjir 70 manns sem sjá þessi skrif hér og svo kíkja þeir 2-3 á þráðinn til að lesa sem skýrir teljarann.
Það er alveg klárt að við fáum ENGU fram með því að skrifa eitthvað hér á þennan spjallþráð.
Ef við upplýsum fjölmiðla vel um fáránleikan sem í þessum drögum felast þá þætti mér gaman að heyra viðtal við einhvern þessari nefnd því það er ekki hægt að verja þessi lög með neinum hætti og þau þjóna engum hagsmunum nema kannski þeirra sem vilja útrýma "Torfærutröllunum".
Við ættum kannski að fara að beyta okkur fyrir því að banna gönguskíðafólk með þeim rökum að "strikin" eftir skíðin eru svo ljót og þyrnir í augum,það er jafn fárálegt.
Það er akkúrat núna sem við eigum að fá til okkar fjölmiðlafulltrúa eins og talað var um á aðalfundinum og þangað til að heppilegur aðili finnst í það verk þá liggur beinast við að formaðurinn gangi í það verk.
Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er bara byrjunin á útrýminguni því við erum svo auðvelt skotmark.
Þeir sem ekki bera hönd fyrir höfuð sér verður bara slátrað og öfgafull sjónarmið þeirra sem sem hafa sig mest í frammi gegn okkur hafa vinningin.Kveðja,
Glanni.
23.05.2005 at 22:06 #523358Jæja…….. ég er búinn að halda fram staðfastlegum skoðunum mínum í nokkur ár varðandi hagsmuni okkar jeppamanna hér á síðunni og víðar.
En þetta tekur steininn úr……..
Ég mótmæli þessu og þetta er gjörsamlega út í hött!!! og bara er næstum því fyndið.
Kveðja ,
GLANNI.
Halldór Sveinsson
021173-3719.
23.05.2005 at 20:17 #523152Common Siggi eru þetta félagarnir?
21.05.2005 at 21:52 #523122Því miður komst ég ekki en hefði haft gaman af því að að mæta en aðstæður hjá mér leyfðu það ekki. Þetta var alveg frábært framtak hjá ykkur og þið eigið heiður skilið fyrir.
Ég lofa að mæta að ári.Kveðja,
Glanni
20.05.2005 at 22:17 #522902Ég verð að játa að ég fékk svo mikið vatn í munninn við að fylgjast með þessum drullutjakksskaftsumræðum að ég fór í ríkið og fjárfesti í Guinnes.
þetta er reyndar lélegasta fjárfesting sem ég hef gert því hún bara kláraðist??!!
Ég sæki hér með um inngöngu í Guinnes klúbbinn.Kveðja,
Glanni
13.05.2005 at 17:26 #522434Það kemur upp ansi ath.verð lesning um olíugjaldið þegar maður slær inn orðið Olíugjald á www. google.com 1100 síður og megnið af þeim eru greinar og skrif frá fólki og félagasamtökum sem er að mótmæla olíugjaldinu.
Það kemur mér sérstaklega á óvart hversu mörg félagasamtök hafa mótmælt þessu með einum eða öðrum hætti.Kveðja,
Glanni.
11.05.2005 at 16:45 #522430Þetta er bara nánast copy/paste hjá þeim.
Hvað var þá nákvæmlega tilgangurinn með þessum yfirlýsingum öllum hjá þeim????
maður er bara orðlaus!!?? og það gerist ekki oft:)Kveðja,
Glanni
10.05.2005 at 23:28 #522420Já þessar aðgerðir og allur tölvupósturinn sem alþingismenn hafa verið að fá og eru enn að fá,allt skiptir þetta miklu máli.
kv.
10.05.2005 at 23:25 #522418Já það hlýtur að vera einmannalegt þarna á hliðarlínuni hjá Runólfi í FÍB með þetta félag sitt á bak við sig á móti þessum 5 félögum sem áttu aðild að mótmælunum í gær.
Ég held að hann gleymi því að þeir sem eru í þessu félagi hjá honum, eru að langmestu leiti menn úr félögunum 5 sem stóðu að mótmælunum í gær, og restin eru menn sem börðust á sínum tíma fyrir að vinstri akreinar akstur tæki gildi.
Sú staðreynd hlýtur að vera ömurleg fyrir manngreyið.
Fyrir hverja er hann þá að berjast allavega ekki fyrir félagsmenn sína það er alveg á kristalhreinu.
Hann heldur áfram að halda því fram í fáfræði sinni og einfeldni að við höfum aðeins verið að mótmæla einhverjum sérhagsmunalegum málum og neitar að horfast í augu við staðreyndir málsins sem eru meðal annars gríðarlegar auknar skattaálögur á bíleigendur almennt.Kveðja,
Glanni.
10.05.2005 at 21:19 #522410Það er gaman að segja frá því að mótmælin okkar eru nú eitthvað að skila sér inn á alþingi því núna í þessum töluðu orðum eru eldhúsdagsumræður og það er einn og einn þingmaður sem talar einmitt því máli og rökum sem við höfum verið að halda fram.
Þannig að ég er á því að við eigum að notfæra okkur áfram þann meðbyr sem við höfum verið að fá síðan við byrjuðum að skipuleggja þessi mótmæli.
Kv.
Glanni.
10.05.2005 at 19:20 #522460Ég hlustaði á þetta og þetta var fínt hjá þér Skúli sjónarmið okkar komu fram og það er aðalatriðið.Áfram svona!
En aftur á móti fannst mér hann Runólfur hjá FIB vera svoldið að berja höfðinu í sama steininn og í gær og endalaust að taunglast á því að það ætti að hækka díselolíu til jafns við bensínið og helst að hafa hana ögn dýrari,maður bara skilur ekki svona sjónarmið hjá aumingja manninum hvaða greiða er þeim sem aka bensínbílum gerður með því að hækka olíuna???
Það er reyndar svoldið fyndið hvað maður þarf allt í einu að vera hlusta á alla útvarpsþætti og alla fréttatíma á netinu og í beinni útsendingu liggur við allt á sama tímaKveðja,
Glanni
10.05.2005 at 10:46 #522404Í gær eftir mótmælin sendi ég Ráðherra bréf svo ég haldi ykkur nú upplýstum:
Sæll Geir,
Okkur sem stóðu fyrir mótmælum gegn díselgjaldinu langar að koma á framfæri þakklæti til þín fyrir að gefa þér tíma til þess að stíga fram og taka við mótmælum okkar í dag.
Það er einnig einlæg von okkar að þú takir þessi mótmæli til greina og skoðunar þegar þegar þessi lög verða endurskoðuð.Ferðaklúbburinn 4×4.
Félag hópferðaleyfishafa.
Landsamband sendibílstjóra.
Frami, stéttarfélag leigubílstjóra.
Bifreiðastjórafélagið Átak.MBK,
Halldór Sveinsson.Og þetta er svarið sem ég fékk í morgun:
Ekkert að þakka. Ég vil gjarnan vera í góðu samstarfi við ykkur framvegis, þótt ég geti ekki lofað því að unnt verði að koma til móts við allar ykkar óskir.
Með kveðju,
Geir H. HaardeKveðja,
Glanni.
10.05.2005 at 09:29 #522400Flott hjá þér Skúli að senda þessa yfirlýsingu Fyrir hönd klúbbsins.
Hægt að hlusta á yfirlýsingarnar hér í bylgjufréttum kl 09.
http://www.bylgjan.is/template12.asp?PageID=2043kv-Glanni
09.05.2005 at 22:43 #522394Þeir sem hafa áhuga á því að hlusta á viðtalið í Dægurmálaútvarpi Rásar 2 geta held ég hlustað á endurtekningu á næturútvarpi rásar2.
Ég finn hvergi link á síðuni hjá þeim sem spilar þennan þátt í heild sinni.
Ég tel að sjónarmið okkar hafi komið vel fram þar og umsjónarmenn þáttarins Páll Ásgeir og Margrét Blöndal eiga heiður skilið fyrir málefnalega umræðu í sínum þætti.
Kv.
Glanni.
09.05.2005 at 20:01 #522370Ég sendi bréf á fréttastofu stöðvar 2 og ég hvet ykkur til að senda Framkvæmdastjóra FÍB og láta skoðun ykkar í ljós á þessum ummælum í okkar garð.
Svona leit bréfið út:
Komiði sæl,
ég læt hér fylgja mótmælabréfið sem afhent var Geir H Haarde við alþingishúsið í dag.
Ég tek það fram að við erum ekki að mótmæla kefisbreytinguni sem slíkri eins og Formaður FÍB heldur ranglega fram heldur einungis framkvæmd hennar og verði á díselolíu sem stefnir í að verði eftir 1.júlí.
Það vekur einnig furðu okkar félag eins og FIB sem gefur sig út fyrir að vera hagsmunafélag bíleigenda skuli vinna gegn hagsmunum okkar sem eigum og rekum bíla.
Það reyndar virðist sem formaður FÍB hafi ekki áhuga á staðreyndum málins eins og fram kemur í gögnum okkar heldur virðist áhugasvið hans einugis liggja í keppnum eins og sparakstri.
þess má líka geta að við sem stóðum að þessum mótmælum erum gríðarlega ánægð með þessa framkvæmd og þá miklu þátttöku sem sannarlega var raunin.
Við þökkum ykkur fyrir fréttaflutninginn af málinu þó það hefði kannski betur mátt koma fram hvers vegna við stóðum í þessu.
Góðar stundir.
09.05.2005 at 18:46 #522360Í fyrsta lagi voru félöginn 5 en ekki 4 og hann virðist vera að miskilja þetta framtak hjá okkur hraplega við vorum ekki að mótmæla kerfisbreytinguni sem slíkri heldur framkvæmd hennar og er það til Skammar að maðurinn skuli láta þetta út úr sér og það er allavega alveg ljóst að hann er ekki að vinna að hag bíleigenda.
Allavega, skulum við ekki að láta ummæli frá þessum greyið manni eyðileggja daginn fyrir okkur sem að mínu mati tókst alveg frábærlega og ég er alveg í sjöunda himni hvernig til tókst,Húrra fyrir okkur öllum.
Kveðja,
Glanni.
09.05.2005 at 14:06 #522350Sæll,
það verður farið sæbrautina beint niður í alþingishús.
Það er kannski spurning ef að menn hafa kost á því að hætta korteri fyrr í vinnuni og skella sér með.
Kveðja,
Glanni
09.05.2005 at 13:35 #522346Takk fyrir það.
Ég bendi líka á umfjöllun á morgunblaðsvefnum og þar er einnig birt á acrobat formi áskorunin til stjórnvalda í heild sinni.
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1137601
09.05.2005 at 11:24 #522338Það er fjallað um þetta meðal annars hér og einnig í fréttum bylgjunnar þar sem undirritaður lýsir því í stuttu máli afhverju við erum að standa í þessu.
http://www.frett.is/?PageID=38&NewsID=40832Kveðja,
Halldór Sveinnson (Glanni)
08.05.2005 at 19:02 #522334Jæja þá er loksins komið að því.
Ákveðið hefur verið að fylkja liði á bílunum hjá Ikea og keyra sem leið liggur niður í alþingishús og afhenda formlega mótmæli gegn fyrirhuguðu olíugjaldi.
Vil ég hvetja alla félaga til að mæta og leggja þannig sitt af mörkum í baráttu okkar fyrir lækkun á olíugjaldinu þannig að það sé amk jafnt á við löndin í kringum okkur það skiptir engu máli hvernig bílum verður farið á bara um að gera að hafa þetta sem fjölbreyttast.
Þau félög sem að þessu koma með okkur og styðja þetta heilshugar eru:
Ferðaklúbburinn 4×4.
Félag hópferðaleyfishafa.
Landsamband sendibílstjóra.
Frami stéttarfélag leigubílstjóra.
Bifreiðastjórafélagið Átak.
ATH! lagt af stað kl.16:00.
Að lokum vil ég biðja alla að koma þessu til skila til félaga sinna og fjölskildna og hvetja þau til að mæta.MBK,
Halldór Sveinsson (Glanni)
-
AuthorReplies