Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.09.2006 at 16:54 #561784
Sæll , þú ættir að geta notað 15" undir hjá þér.
ég er með 15" undir hjá mér (2001)árg en það hlýtur að vera sama.
kv.
Glanni
28.09.2006 at 11:23 #561766Sæll, Aron í jeppaþjónustunni breyti hefur stillt inn drif fyrir mig og einnig jeppasmiðjan á Ljónstöðum.
Mig minnir að það heitir hemill eða bremsan og er á smiðjuvegi eða skemmuvegi, rugla þessu alltaf saman,hann er sá eini sem er að lengja hand br.barka síðast þegar ég vissi.
Kv.
Glanni
27.09.2006 at 23:58 #561670Takk fyrir þetta Kiddi, það er þetta sem ég var að leita að.
Kv.
Glanni
27.09.2006 at 22:59 #198633Sælir, hvað kallast á ensku og íslensku plasthlífin sem er aftan á amerísku pallbílunum fyrir aftan húsin,svona einskonar framlenging á húsinu?
Er að leita að svona á Raminn en veit ekki leitarorðið yfir það.
Kv.
Glanni
27.09.2006 at 21:29 #560830Þetta er frábært framtak hjá ykkur Örn, þarna fyrir austan og fleiri sem mættu taka þetta til fyrirmyndar. Það er nú orðið helvíti hart að til séu menn sem vita ekki í hvaða tilgangi það er verið að setja niður stikur.
Kv.
Glanni
26.09.2006 at 14:26 #561504Einar einhverntímann er allt fyrst!
Ég þekki menn sem hafa veðsett húsið sitt og þeir geta örugglega leiðbeint þér við það
26.09.2006 at 13:49 #561542Framundan hjá mér er að keyra alla skráða og óskráða slóða á landinu og segja engum frá því.
Kv.
Glanni
26.09.2006 at 13:43 #561496Þessi Wrangler náttúrulega bara snilldartæki, nánast fullbreyttur út úr verksmiðju, eina sem vantar eru dekkin.
Verð illa svikinn ef að menn hér kaupa ekki svona bíl til breytinga.
Reyndar hefur verðið á Wrangler alltaf verið frekar hátt og það er kannski þess vegna sem menn veigra sér að kaupa þá hér.
Kv.
Glanni
26.09.2006 at 13:30 #561490Það er athyglisvert að Ford skuli setja cummings vél í þetta. Af hveju skildi það vera?
Benni hvenær á að taka tunnugrindina? hún endar bara á Raminum með þessu áframhaldi
25.09.2006 at 23:07 #561246Ford er ekki það sama og ford. 7,3l vélin á td. ekkert skilt með 6l vélinni sem kemur 2004 fyrst.6.lítra vélin er miklu öflugri en 7,3l og allt vinnslusvið miklu skemmtilegra á henni miðað við 7,3 lítra sleggjuna.
2005 koma 35 rilu öxlar í framhásinguna (D 60) og stærri og sverari hjólalegur heldur en í fyrirrennurunum önnur skipting og margt margt fleira.
Það er alveg sama hvaða bíl breytt er, ef að menn ætla að nota þá og drífa eitthvað af viti þá er nú að ýmsu að hyggja sbr. gamla Fordinn minn sem Benni á núna. Hér er það sem við gerðum við hann til að gera hann góðan:http://www.arctictrails.is/page.asp?ID=892
Hvað Raminn varðar þá veit ég ekki hvernig hann hefur verið að koma út nema að ég veit að 6hjóla raminn er bara að virka og 49" raminn bara virkar líka en þegar menn ætla að setja þetta á stór hjól eins og 46-49" þá er alveg sama hvort þetta heitir Ford eða Dodge eða eitthvað annað, það þarf alltaf að gera mjög margt til að þetta sé til friðs og ekki alltaf brotið eða bilað og sé keyrandi.
Maður skrúfar ekki bara dekkin undir og fer á fjöll.
Cummings vélin er náttúrulega bara "klettur" sem hægt er að treysta á, en 6ltr power stoke frá ford er margfalt háþrýstari og eingöngu tölvustýrð.
Ég Þekki ekki nýju cummings vélina sem kemur 2003-2006 en réttast væri að bera 6l ford og hana saman.
En ef ég ætta að velja á milli 5,9 ltr cummings og 7,3 ltr Ford þá tæki ég cumingsinn, ekki spurning.
Kveðja,
Glanni
ps.Ætti að geta sagt betur hvor er betri Þegar Raminn hjá mér er kominn á 46tommurnar
[url=http://www.arctictrails.is/page.asp?ID=892:2z1uv1vf]http://www.arctictrails.is/page.asp?ID=892[/url:2z1uv1vf]
22.09.2006 at 12:04 #561020Hvað fæ ég þá mikið fyrir að segja: Fær hún straum?
22.09.2006 at 10:07 #561036Þori varla að segja það en skildi þessi ákvörðun eitthvað með ónefndann sýslumann að gera??
Nei ég trú því nú ekki upp á stjórnina okkar,það væri versta ákvörðun sem stjórn 4×4 hefur tekið frá upphafi.
Kv.
Glanni
22.09.2006 at 09:29 #198590Hvernig stendur á því að miðju ferð hefur verið frestað?Hver tók ákvörðun um það og hver skoðaði þessi „óhagstæðu skilyrði“ í kring um miðjuna?
Kv.
Glanni
22.09.2006 at 09:12 #560990Þetta er vel orðað hjá þér Snorri.
Rót vandans í mínum huga er, að það er alltaf verið að auka aðgengi ferðamanna að landinu með betri vegum o.þ.h
Því fleiri sem eru á ferðinni hafa fleiri skoðanir eða öllu heldur ranghugmyndir hvað má og hvað ekki.
Og eftir því sem umferðin eykst, aukast líkurnar á landspjöllum.
Reglur og boð og bönn eru ekki af hinu góða og hafa reglur aldrei stoppað menn í að brjóta þær ef þeim sýnist, sama hvaða nafni þær nefnast og í hvaða tilgangi þær eru settar.
Ég held að við ættum að hunsa þennan sýslumann algjörlega, allavega kem ég aldrei til að byðja um leyfi til að ferðast um landið mitt þó ég komi til með brjóta einhverjar reglur þá verður bara að hafa það.
Kv.
Glanni
22.09.2006 at 00:26 #561014Fær hún straum?
22.09.2006 at 00:18 #561010Hvað er að henni?
22.09.2006 at 00:07 #560982Sammála Snorra, ég tek ekki þátt í þessari móður sýki og þess vegna verður þessi límmiði sem ég fékk sendan heim um daginn hvergi settur, nema þá kannski í ruslið.
Það er nefnilega þannig að jeppamenn eru sjálfum sér verstir, alltaf hrópandi úlfur úlfur yfir einhverju sem þeir hafa ekki einu sinni kynnt sér. þ.e upphefja sjálfan sig á kostnað annara.
Kv.
Glanni
21.09.2006 at 23:59 #560980Hann er og hefur alltaf verið til vandræða þessi sýslumaður.
Þegar hann yfirgaf vestfirði fyrir nokrum árum heldu fjölmargir á vestfjörðum veislu í nokkra daga.Sjálfur þekki ég marga á suðurlandinu þar sem ég bjó þar sjálfur í mörg ár og hitti ég ekki einn mann sem var ánægður að heyra að þessi maður væri kominn til starfa í þetta umdæmi,hann væri betur geymdur fyrir vestan áfram.
Hann er líklega eini sýslumaðurinn á landinu sem reynir við öll hugsanleg tækifæri að gjamma í fjölmiðlum um hvað hann sé æðislegur og duglegur.
T.d í vor kom hann í utvarpi og sjónvarpi og talaði um plágu á selfossi, glæpagengi væru að reykspóla á bílum sínum út um allan bæ og hann skildi gera allt sem í sínu valdi stæði að svifta þessa menn ökuréttindum,common hvað með það þó menn séu að reykspóla? Hver hefur ekki gert það? Líklega ekki hann? Minnimáttar kenndin er þvílík! Hvernig var svo dómurinn sem féll á mannin sem rakst eitthvað utan í Ólaf Helga fyrir ekki löngu síðan að félag lögreglumann sáu sig knúna til að lýsa undrun sinni að einhver skildi fá slíkan dóm fyrir jafn ómerkilegt brot og ef sömu reglur giltu um lögregluna þá myndu hálfur miðbærinn um helgar vera með svona dóm á bakinu.
Honum getur ekki verið vært í þessu starfi þegar fólkið er á móti honum vegna valdhroka sem hann þjáist svo greinilega af.
Hver rekur sýslumenn?þ.e.a.s segir þeim upp?Kveðja,
21.09.2006 at 10:22 #560770Þetta er grafalvarlegt mál og umhugsunarefni hverjum og hvaða hópi manna sýslumaðurinn í suðurlandsumdæmi er að þjóna. Samkvæmt mínum skilningi á þessu máli skilgreinir sýslumaðurinn allt utanvegaakstur nema á vegum sem eru skilgreindir vegir vegagerðarinnar.
En eins og við vitum er ekki nema lítið brot af öllum vegum og slóðum sem tilheyrir undir vegagerðina og ef þessar hugmyndir sýslumanns ná fram að ganga þýðir það að allir slóðar og vegir sem ekki eru í umsjá Vegagerð ríkisins verða skiilgreindir utanvega og refsivert að aka þá.
Svo er líka umhugsunar efni hvaðan sýslumannsembættið fær fjármagn til að standa í löggæslu af þessu tagi, ég fékk uppgefið fyrir nokkrum árum að það kostaði 380 þúsund á klst að hafa þyrluna á lofti + þá væntanlega að hafa lögreglu meðferðis.
Þá hlýtur þessi skrípaleikur að kosta einhverjar milljónir á hvert mál sem endar svo með 25 þúsund króna sekt og dómssátt sem við skulum vona að ekki komi til vegna þess að ferðamennska eins og við stundum myndi þá líða undir lok ef allstaðar yrði bannað að aka nema á vegum vegagerðarinnar.
Það er mín skoðun að klúbburinn eigi að styðja við bakið á þessum mönnum sem eru kærðir fyrir utanvega akstur í þessu tilviki, en það sem þeir eru að gera á í raun á ekkert skilt við utanvega akstur heldur ferðamennsku á slóðum,það er hægt að njóta náttúrinnar á margan hátt öðruvísi en að ganga með göngustafi. Ferðafólk verður að að sýna hvort öðru umburðarlyndi hvort sem það er gangandi,á bíl ,hestum eða hjólum.
Kannski er málið að það hefur ekki komið út ný plata með Rolling stones í nokkur ár og menn komnir með leiða og hafa ekkert annað að gera en hrella saklausa ferðamennKveðja,
Glanni
19.09.2006 at 20:08 #560250Sæll Svenni og takk fyrir,það er gaman að lesa þetta yfir,svoldið "exstream" en margir góðir punktar þarna.
Kveðja,
Glanni
-
AuthorReplies