Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.06.2005 at 19:05 #196025
Hvað skal gera við Álfelgur sem er farið að falla á þeas húðin er farin að gefa eftir og þær eru farnar að vera ljótar. Hvað hentar best ?
Á að sandblása þær, glerblása þær eða hvað ?
Á síðan að lakka þær eða hvað.
Þið þarna felgusérfræðingar úti í mörkini komið nú með góðar hugmyndir að lagfæringum á felgunum, allar góðar hugmyndir eru vel þegnar.
09.05.2005 at 22:45 #522448Ég mætti Þjóðverjum á VW rúgbrauði þarna á ferð fyrir nokkrum árum daginn eftir að síðasta flóði slotaði í Kreppu auk þess sem Ingvi félagi minn dró tjaldvagn á eftir sér þessa sömu leið. Ég held líka að Guðmundur Jónasson og Úlfar Jacobsen hafi farið þetta á alveg óbreyttum bílum á sínum tíma 😉
Þetta er bara spurning um að fara rólega á flæðunum og þá vera þar frekar snemma dags því sólbráðin er að skila sér niður seinni part dags.
Það er hægt að skoða sólbráðina á http://vmvefur.os.is/cgi-bin/Vatn/Vatn.exe
Þar sérðu á hvaða tímum mest er í ánum og í lang flestum tilfellum er það seinni hluti dags í ám sem skila sér úr Vatnajökli.
Annars segi ég bara góða ferð og mundu eftir að hafa nóg af filmum og góðu skapi því vegurinn er ekki sá besti í heimi.
17.04.2005 at 12:32 #521080Ég hef einhvað klikkað í innskráningarferlinum og get því ekki séð gömlu myndirnar mínar.
Mér finst það eiginlega hálf ómögulegt að geta ekki breytt þessu og þætti vænt um ef castor strákarnir gætu lagað þetta fyrir mig.
Ég hef reyndar lesið hér í spjallinu að fleiri sem skráðu sig inn fyrstu klukkustundirnar eftir að síðan opnaði formlega hafi lent í sama. Ég hakaði nefnilega í að ég væri notandi fyrir eða hvað sem stóð í glugganum á innskráningarsíðuni.Annars finst mér síðan fín og virka vel að flestu leyti.
Ps. Mig vantar ennþá 15"x12" eða 14" innvíðar felgur undir trúberinn
09.04.2005 at 09:56 #195809Talandi um breska heimsveldið (Land Rover) þá segir mogginn á forsíðuni eftirfarandi um þessa bifreiðartegund
Gjaldþrot blasir við Rover
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, efndi í gær
til neyðarfundar og viðræðna um
MG Rover, síðustu stóru bílaverksmiðjurnar
í landinu, en þær stefna
nú í gjaldþrot. Fóru þær fram á
greiðslustöðvun í gær þegar ljóst var
orðið, að ekkert yrði af hugsanlegu
samstarfi þeirra við kínverskan bílaframleiðanda.Það er spurning hvort „heimsveldið“ sé að líða undir lok.
😉
06.04.2005 at 11:00 #195798Er einhver ástæða fyrir því að maður getur ekki sett inn myndir á myndasíðuna ?
Í það minsta virðist sá fídus engan vegin virka hjá mér.
Síðan væri fínt að setja síu á síðuna sem síar út alla ljóta eindrifs fjölskyldu og sportbíla, mottur, skellinöðrur og annað sem ekki tengist fjóhjóladrifnum farartækjum 😉
05.04.2005 at 00:53 #520474Stórgott og lítið út á þetta að setja
05.04.2005 at 00:42 #520464Þakka fyrir það
05.04.2005 at 00:39 #520460Þú getur ekki látið heimilisfangið hverfa bara símanúmer og netfang
05.04.2005 at 00:34 #195793En mér finst vera gefnar upp allt allt of miklar upplýsingar um þá sem eru að spjalla eða gera yfir höfuð einhvað á síðuni.
Nafn er allt í lagi en mér finst heimilisfang, símanúmer, netfang og fleira vera komið langt fram yfir eðlileg mörk um það sem látið er liggja úti á vefnum.
Þar hafið þið það og ég sé það strax á fyrstu þráðunum að menn eru ekkert alsælir með þetta bara með því að renna yfir notendur og sjá þar að nokkrir eru nú þegar búnir að stroka út heimilifangið.
Ég óska því eftir að 4×4 endurskoði þessi mál, ég get alveg skrifað undir nafni en hvar ég bý og hvað símanúmerið hjá mér er verðu fólk bara að finna út sjálft ef það þarf að tala við mig.
22.03.2005 at 13:04 #519482En sjálfsagður búnaður til fjallaferða eru "kort og áttaviti" ásamt töluvert af heilbrigðri skynsemi.
Ekkert af þessu virðist hafa verið með í förum miðað við það sem fólkið lét út úr sér við fréttamenn. Og svo endaði fólkið spurningarnar alveg stórkostleg, þau ætluðu bara að ganga til byggða þegar olían þryti. Þau vissu samt ekkert hvar þau voru að eigin sögn, hvernig ætluðu þau þá að rata til byggða.
Það þarf nefnilega ekki allar nýjustu tölvu og GPS græjur ef þú kant á áttavita og ert með kort af svæðinu með þér.
Ég er nefnilega stórlega farin að efast um að stór hluti þeirra sem fara til fjalla um hverja helgi með tölvuna og GPS tækið gæti ratað af sjálfsdáðum eingöngu með áttavita og kort í farteskinu.
Áður en menn svara þessum fullyrðingum hjá mér vil ég að þeir skoði þetta vel hjá sjálfum sér.
07.03.2005 at 13:00 #518336Ég klikkaði auðvitað á að þakka öllum þeim sem komu að skipulagningu gleðinar.
Og þið sem ekki mættuð
Þetta var "bara gaman" og þið misstuð af miklu því veðrið færðin og félagsskapurinn mun seint líða þeim úr minni sem tóku þátt.
Ég er búin að heyra í nokkuð mörgum í morgun sem tóku þátt og mér heyrist að flestir hafi brunað yfir hálendið heim.
Vatnajökull, Tungnafellsjökull, Hofsjökull og Langjökull eru jöklar sem hinir ýmsu hópar heimsóttu á leið sinni heim suður um heiðar.Aftur segi ég takk takk fyrir frábæra helgi í FRÁBÆRU veðri.
07.03.2005 at 08:30 #195611Þrátt fyrir stöðugar hrakspár nokkurra hér á spjallinu í síðustu viku og vikurnar þar á undan reyndist ekki unt að finna nokkurn einasta krapa á leiðini yfir Hofsjökul frá Kerlingarfjöllum. Samt ókum við um allar hugsanlegar flæður norðan jökla.
Þar sem ekki fanst nokkur krapi á laugardeginum var ákveðið að fara í aðra krapaleit á sunnudeginum með viðkomu á nokkrum jöklum. Einnig var rúllað í gegnum Vonarskarð auk þess sem nokkrir kíktu á Bárðarbungu og Grímsfjall. En það fanst bara engin krapi.
Þetta hljóta að vera töluverð vonbrigði fyrir alla svartsýnismennina sem tóku ekki þátt í krapaleitinni.Þið í Flugsveitini og Rottugenginu takk fyrir frábæra helgi.
Gummi og Sólveig
25.02.2005 at 14:08 #517744Og þú Emil ferð bara út í skúr að bjástra við ímyndaðan Pajero á 44" með ímyndaðan bjór
😉
20.02.2005 at 19:59 #517318Besta lausin er að fá sér áriðil sem spennir upp úr 12V í td 19V með því tapast minni orka auk þess sem þú ert ekki að framleiða 220V riðspennu í óþarfa til að spenna það síðan niður í 19V jafnstraum en það er jú orkan sem flestar fartölvur nota.
Það segir sig sjálft að það er raunhæfasti kosturinn.
08.02.2005 at 22:52 #516258Það er ódýrast að láta kíkja á hana af fagmanni (túrbínuverkstæði) því ef hún fer er fjandinn laus og ekki laust við að þú verðir vélarlaus fljótlega.
27.01.2005 at 19:58 #514836Eru ekki allir til í að athuga slíkt á meðan dollarinn er í sögulegri lægð
19.12.2004 at 00:59 #511280Þetta myndskeið minnir mann á þegar maður drattaðist á eftir Hafnarfjarðarvagninum (þeim bláa frá Landleiðum) upp Arnarneshæðina með slökkt á miðstöðini og rúðuþurrkurnar á fullu til að losna við grútarmugguna af framrúðuni.
13.11.2004 at 11:23 #508112Ég fann þessa mynd http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … 1&offset=0
Svo ef þú átt ekki spotta Hlynur þá hlýtur Rúnar að hafa lagt til snærið til að kippa þér upp úr þessiri festu 😉
-
AuthorReplies