You are here: Home / Gísli Viðar Oddsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Ég keypti svona silikonolíu hjá Brimborg fyrir ekkert svo mikið.
Ég breytti mínum Trooper fyrir 35" í fyrravor. Ég skrúfaði hann upp að framan og setti klossa undir gormana að aftan. Klossana fékk ég hjá Málmsteypunni hellu í Hafnarfirði og kantana hjá Samtak í Hafnarfirði. Ég átti líka til skamms tíma 33" Trooper. Maður fann alveg dáldinn mun að á því að sitja í þeim en ég átti 33" bílinn það stutt að ég get lítið sagt til um drifgetumuninn. 35" finnst mér vera mjög mátuleg undir þennan bíl á original hlutföllum. Það kemur þó einstakasinnum fyrir að það væri þörf á lægri hlutföllum en það er svo sjaldan að það tekur því ekki að tala um það. Einnig finnst mér bíllinn hafa skánað í innanbæjarakstri (þó það hljómi dáldið öfugsnúið). Málið er það að fyrsti gírinn er svo lágur í þeim original að maður sat alltaf eftir á ljósum þar til maður var kominn upp úr fyrsta en nú heldur maður í við umferðina á ljósum án þess þó að tapa miklu afli í brekkum. Ég get til dæmis farið kambana í fimmta en ég geri það þó sjaldnast, skipti yfirleitt í fjórða. 33" breytingin er aðeins ódýrari vegna þess að þá ertu laus við breytingaskoðunina, vigtun, hraðamælisbreytingu, sjúkrakassa og slökkvitæki en þetta er náttúrulega smekksatriði. Ég sé persónulega ekkert eftir því að fara í 35".
Ég hef ekki heyrt annað en þessi vél sé skotheld. Það er 3,0 sem er vandræðavélin. 3,1 er eins einföld og hugsast getur, venjulegt olíuverk og svo framvegis.
Hefur einhver hérna reynslu af þessum dekkjum?
Hvernig eru þau, hvað endingu, og akstur varðar?
Hefur einhver hérna reynslu af þessum dekkjum?