Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.06.2011 at 21:12 #664842
Það eru ekki 70% orkunnar sem nýtast í bensínvél, heldur 30%!
Þú ert sumsé með tölurnar á hreinu en í öfugum hlutföllumÞví miður má útskýra það svona (af Wikipedia):
Otto engines are about 30% efficient; in other words, 30% of the energy generated by combustion is converted into useful rotational energy at the output shaft of the engine, while the remainder being losses due to friction, engine accessories, and waste heat.
Það er ekkert óbrunnið eldsneyti sem veldur þessu orkutapi (þ.e. að orkuinnihald bensínsins skili sér ekki út í hjól) og því get ég ómögulega skilið hvernig brunahvati gerir nokkuð gagn í nútímavélum. Ef óbrunnið bensín mælist í pústinu í skoðun fær maður skömm í hattinn og endurskoðun. Getur einhver útskýrt þetta frá eðlisfræðilegu sjónarhorni?
Súrefnisskynjarar sjá til þess að blanda bensíns og lofts sé því sem næst fullkomin til að benínið brenni 100% í brunahólfinu. Ef aukaeldsneyti er bætt við, t.d. vetni, verður bruninn ófullkominn þangað til meira loft kemur til móts við það. Jú, eða hitt, vélartölvan dregur úr bensíninu til að fullkomna brunann. Hvað gerist þá? Minnkar bensíneyðslan? Hvaðan kom þetta vetni aftur?Vetnið var búið til með því að brenna bensín! Í fullkomnum heimi, án núníngs- og hitataps, væri hægt að umbreyta bensínlíter í 100% orkujafngildi sitt í vetni. Hverju myndi þá skila að brenna það vetni í stað bensíns? Í mínum huga [b:2dinf6bb]nákvæmlega sömu[/b:2dinf6bb] eyðslu og áður. En við búum fjandakornið ekkert í fullkomnum heimi, því er nú ver og miður.
Ég tek það fram að mér þætti frábært að sjá þetta virka, en hausinn minn litli nær bara ekki utan um þetta. Vill einhver útskýra?
Að auki veit ég að minn bíll rokkar auðveldlega um 10-15% í eyðslu í aðstæðum sem virðast vera návæmlega eins og þá á ég við mælingar á heilum tanki. Tek þó ofan fyrir aðferðum Kia eigandans, hann lagði greinilega metnað í að gera þetta vel, en tvær 80km ferðir finnst mér hreinlega of lítið til að taka mark á.
Ég tek líka undir það að allar mælingar sveigjast að óskaniðurstöðu þess sem framkvæmir, það hefur ekkert með greind eða heiðarleika að gera, okkur er þetta eðlislægt og það hefur verið sýnt fram á það með rannsóknum (eins kaldhæðnislega og það hljómar).
Súkkukveðjur,
Gísli Sveri.
08.02.2010 at 12:19 #682180Án þess að hafa dottið það í hug áður, þá ætti maður auðvitað að vera með sigbelti og línu sem staðalbúnað í jöklaferðum. Tekur litið pláss og örugglega ekki dýrasta dótið sem keypt er í bílinn.
03.02.2010 at 10:41 #680612Sammála síðustu ræðumönnum, það er nóg pláss á internetinu og fjölbreytni af hinu góða.
Ég er líka sammála því að rásirnar séu aðgengilegar fyrir aðra, það er miklu frekar að leita lausna í styrkjum eða að fá gjöldin sem klúbburinn borgar lækkuð með einhverjum leiðum. Kostnaðurinn af því að skipta um rásir reglulega yrði líka gífurlegur og hver ætti að borga fyrir það?
Klúbburinn hefur líka gert öllum jeppamönnum gott og gerir það ábyggilega áfram. Hagsmunabaráttan er miklu verðugra verkefni en að halda úti vef, þó slíkt styðji vissulega við starfið.
Ég styð klúbbinn heilshugar og hef alltaf gert enda er hann það sem kemst næst þvi að vera hagsmunasamtök okkar jeppamanna.
02.02.2010 at 23:11 #680594[quote:16m3mi0w] Rétt er að fram komi að stjórn er einnig með til skoðunar að loka fyrir skrifaðgengi að auglýsingaþráðunum, og þar með innsetningu auglýsinga, fyrir aðra en greidda félagsmenn. Sama gildir um innsetningu mynda í myndaalbúm vefsíðunnar.[/quote:16m3mi0w]
Tekið af forsíðu.
02.02.2010 at 23:01 #680590[quote="Benedikt":1ns35kj0]Já svo er það hin hliðin, eflaust eru fjölmargir sem vilja borga en vegna breytra aðstæðna geta þeir það bara einaldlega ekki, er rétt að loka á þá er þetta rétti tímin fyrir svona ákvörðun/aðgerð…????????????????[/quote:1ns35kj0]
Þeir eiga allavegana [url=http://www.jeppaspjall.is:1ns35kj0]valkost[/url:1ns35kj0] núna.
Fyrst talað er um að loka á auglýsingarnar líka fyrir utanfélagsmenn, þá vil ég fyrir mitt leyti miklu frekar auglýsa/skoða auglýsingar sem allir jeppamenn hafa aðgang að.
01.02.2010 at 20:39 #680550Þetta er skemmtileg umræða og vonandi gagnleg.
Það er þó rétt að það komi fram að allir aðstandendur [url=http://www.jeppaspjall.is:2onbrike]Hins íslenska jeppaspjalls[/url:2onbrike] eru í Ferðaklúbbnum 4×4, hafa verið það um árabil og ætla að vera það áfram.
Þess má líka geta að við stundum vefinn f4x4.is og gerum það líklega áfram, en það eina sem vakir fyrir okkur er að til sé vefur sem er opinn öllum jeppamönnum, því við viljum líka hafa utanfélagsmenn með í umræðunni, fá frá þeim auglýsingar og að þeir geti lesið okkar auglýsingar.
Í þessu liggur engin gagnrýni á f4x4.is enda erum við stofnendurnir ekkert endilega sammála slíkt. Við erum bara sammála um að það eigi að vera til vettvangur sem er opin öllum og fyrst sá vettvangur er hverfa héðan tökum við bara að okkur að skaffa hann annars staðar. Kannski er það bara heppilegra eftir allt saman að Ferðaklúbburinn 4×4 haldi úti hefðbundnu klúbbaspjalli, hver veit, amk. er umræðan hérna inni oft á slíku plani að manni verður nóg um. Með því að bjóða vef sem ekki er tengdur klúbbi og ekki þarf að borga sig inn á verður umræðan kannski málefnalegri og hægt að einbeita sér að því sem máli skiptir, sumsé jeppum, ferðalögum og ferðafrelsi.
Ég stunda líka [url:2onbrike]http://www.sukka.is[/url:2onbrike] af miklum móði og það hefur nú ekki verið hnýtt í mig út af því hingað til.
31.01.2010 at 22:23 #210371Sæl öll.
Í tilefni þess að nú á morgun verða skrifréttindi á f4x4.is takmörkuð við skilvísa félagsmenn, langar mig að benda ykkur á nýjan spjallvef um jeppa: Hið íslenska jeppaspjall.
Þarna geta menn skiptst á upplýsingum og skoðunum og auglýst, óháð bíltegund, staðsetningu, klúbbskírteini eða öðru.
Vonandi verður vefurinn að gagni og fær að dafna samhliða öðrum íslenskum jeppavefum.Bestu kveðjur,
Gísli
31.01.2010 at 20:13 #680486Þeir eru komnir á Þingvelli og allt í góðu, en takk samt
31.01.2010 at 20:03 #210362Félagi minn fór á Langjökul í dag einbíla og ætlaði að vera kominn til baka um kaffileitið en hefur ekki skilað sér og svarar ekki í síma.
Vildi gjarnan heyra hvort einhver á svæðinu í dag hefur séð til hans, hann er á vínrauðum Patrol á 44″ dekkjum. Veit ekki hvort hann fór um Kaldadal eða Húsafell, eða hvora leiðina hann ætlaði til baka.
Endilega látið í ykkur heyra hérna á spjallinu eða í síma 615-4269 ef þið hafið séð til hans.
Kv.
Gísli
07.01.2010 at 00:13 #674858[quote="ElliOfur":20espuxz]Þessu tengt en samt ekki nákvæmlega subjectið, eru usb gps móttakararnir (eingöngu móttakari sem tölvan les frá) að gefa jafn góða og nákvæma staðsetningu einsog góð tæki, og hvar fást þeir á þokkalegu verði?[/quote:20espuxz]
Þeir gera nákvæmlega sama gagn og tölvutengdur GPS en ef tölvan klikkar er það gagnslaust. Sem eru litlar líkur á að gerist, en möguleiki.
07.01.2010 at 00:10 #674856Ég vil að tölvan fjaðri á borðinu til að hlífa harðadisknum, þá er best að festa í mælaborðið en ekki gólfið ef hjá því er komist, líkt og hjá Árna Björns.
Hann er bara með eina Ram kúlu út úr mælaborðinu og arm sem herðist utanum þá kúlu og aðra sem er undir borðplattanum sjálfum.
Þegar tölvan "situr" á gólfinu fær hún öll högg sem lenda á boddíinu beint í sig sem minnkar endinu hennar fræðilega eitthvað. Auk þess er slík festing mun plássfrekari en mælaborðsfesting, en slíku verður þó auðvitað ekki alltaf við komið.
Ég er á leiðinni að smíða svona borð í fátæklingaútgáfu, þ.e. án þess að nota Ram búnaðinn og set inn myndir af því þegar af verður, en Ram dótinu mæli ég samt hiklaust með, ótrúlega þægilegt dót og endingargott. Held að AMG Aukaraf sé með þetta.
07.12.2009 at 15:19 #670146Þolir álið hitann í pústinu? Það hefur 660°c bræðslumark.
Annars væri hægt að hafa flangsa sitt hvoru megin við kútinn og pakkningu á milli, jafnvel svoldið pústkítti, til að koma í veg fyrir tæringu.
25.11.2009 at 21:17 #668538Svo er gott að muna að nota ekki grennri vír en er í galantinum og jafnvel sverari ef þú þarft að fara mikið lengri leið með þetta.
Ætli rofinn stjórni ekki relayi? Búinn að skoða það?
16.11.2009 at 12:34 #666732[quote="FloZ":nvbk3baj]
ég hef það bara fínt en þú?nenni ekki að rífast um pólitík hér, enda leysum við ekki vandann , bláir ,rauðir, grænir eða dökkgrænir[/quote:nvbk3baj]
Eins og talað út úr mínu hjarta.
Kv.
Gísli
09.11.2009 at 14:22 #665710Ég hef áður heyrt að þessi Kevlar dekk séu vonlaus og hef enga ástæðu til að rengja það svo sem. En eftir sem áður er ég engu nær um hvað það raunverulega er sem gerir þau ónothæf.
Hvað er það við þau sem veldur björgunarsveitarmönnum áfalli?
Tolla þau ekki á felgunni?
Drífur maður hreinlega ekki?
Eða eru þetta bara gróusögur?
kv.
Gísli fróðleiksfúsi
06.06.2009 at 10:38 #648350Er ekki frekar ólíklegt að hann hvort eð er? Fyrst það er bara einn ás?
08.01.2009 at 19:16 #636748Hvaða árgerð er þessi bíll?
Ertu að keyra hann á malbikinu í fjórhjóladrifinu?
27.12.2008 at 12:07 #203417Veit einhver um snjóalög eða færð á þessum stöðum? Er eitthvað vit í að jeppast þarna? Hvað með sleða?
kv.
Gísli Sveri
19.10.2008 at 20:03 #631110Sæll, ertu búinn að prófa leiðslurnar að skynjaranum með prufulampa (eða fjölmæli)? Ættir að komast að því hvaða pinni í tölvutenginu leiðir úr skynjaranum í Autodata t.d.
Bara hugmynd.
kv, Gísli
15.10.2008 at 18:07 #631084Kemst þá upp um fáfræði mína. Ég hélt nefnilega að allir bílar væru eins og Suzuki Vitara.
Þeir mættu amk allir vera þaðÉg man bara eftir einum 2.4l 92´bíl sem félagi minn átti, loftflæðiskynjarinn í honum skemmilagðist og hann kenndi K&N um það. En aldrei leit ég í húddið.
-
AuthorReplies