Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.08.2006 at 01:09 #557710
fræða fólk.
Það verður að athuga það að á 15 og 16 öld hafði fólk ekki nokkra hugmynd um hvað olli drepsóttum eða veikindum. Helst var talið að syndir, ólifnaður og ókristilegt líferni væri orsökin. Þess vegna er frekar ólíkllegt að fólk hafi flúið til fjalla til að forðast eithvað sem var hægt að bjarga með aukinni kirkjusókn og bænum.
07.08.2006 at 19:35 #557392Eftir ráðleggingum gþþ þá færði ég efri boltann í neðra gatið og setti svo 10 mm bolta, vafinn einangrunarbandi í efra gatið. Þetta hélt allann túrinn.
Kærar þakkir fyrir aðstoðina.gislio
02.08.2006 at 11:50 #557266er nafnið á herútgáfunni af DC-3.
15.06.2006 at 20:57 #55463014.05.2006 at 22:14 #55254805.05.2006 at 19:18 #551746Við mætum kl. 06 á Select, enda síðustu forvöð að fara þetta áður en hálendinu verður lokað, eða er það ekki.
Kv Gísli
28.04.2006 at 11:32 #551332Er svona mikið mál að skipta um spindillegur á nýrri Patrol.
Ég er með eldri gerðina af Patrol og það er nóg að tjakka aðeins undir hásinguna, bara halda við, ekki á loft. Svo er bara að losa 4 bolta og kippa legunni úr. Síðan þarf að vísu puller til að draga leguna sjálfa af.
Það er hægt að herða á legunni, með því að fjarlægja skinnuna, en þær eru bara svo ódýrar í Fálkanum, að það tekur því ekki.
Kv. Gislio
22.04.2006 at 00:15 #550108Öll bílloftnet verða að vera með gott jarðsamband.
Mig minnir að það þurfi að vera að lágmarki 1/4 úr bylgjulengd á milli loftneta, til að þau fari ekki að hafa áhrif á hvert annað.
En að það hafi nokkra praktíska þýðingu að vera að hugsa um slíkt, sérstaklega á bílþaki eða brettum, það efast ég um.
1/4 bylgjulengdar á CB er ca. 2.72 metrar og á VHF er það ca. 48 cm.
miðað við f CB = 27.5 MHz og f VHF = 155 MHz.Þetta er hreinlega ekki það sem mestu máli skiptir. Fræðilega séð er hugsanlegt að loftnet sýni smá stefnuvirkni vegna nálægra málmhluta (loftneta).
Kv. GísliÓ
21.04.2006 at 23:45 #550104100% standbylgja getur aldrei orðið. Það er vegna þess að það eru alltaf töp á leiðinni frá sendi til loftnets, og svo aftur til baka til sendis. Annars köllum við það óendanlegt SWR, ekki 100%. Allir sendar í dag eru varðir fyrir of mikilli standbylgju með AVC (automatic voltage control), sem minnkar
sjálfvirkt sendistyrk ef SWR fer yfir einhver ákveðin mörk.Kv GísliÓ
20.04.2006 at 02:30 #550100Kæri klaki
Mundu að standbylgja fer ekki niður fyrir 1:1 Þú ert að tala um bandbreidd loftneta.
Líttu á þetta þannig að ef þú ert með 2 loftnet af mismunandi sverleika , og bæði eru í resónans
á ákveðinni tíðni.. Ef þau eru bæði skorin niður um 10% í lengd, þ.e. sama breyting á resónans
tíðni, þá sýnir sverara loftnetið minni SWR breytingu en það mjóa. Ergo, sverir leiðarar eru
bandbreiðari en mjóir.Standbylgja hefur engin áhrif á það hvort sending sé ójöfn eða óskír. Hún hefur bara áhrif á styrk.
Kv. GísliÓ
20.04.2006 at 01:00 #550094Eins og ég benti á, þá skiptir standbylgja ekki miklu máli meðan hún er undir 2,5 – 3 :1.
Þér er óhætt að setja þetta á bílinn þinn og ef jarðsamband milli bíls og loftnets er
gott þá ert þú í góðum málum. Aðal atriðin eru að raki eða vatn komist ekki í tengla
eða kapal. Silikon kítti er best til að koma í veg fyrir það. Ekki stytta kapalinn sem
þú færð með vhf loftnetinu.Ef þetta er í lagi þá er standbylgjan hreinlega aukaatriði sem má fínstilla seinna, því
mörg VHF loftnet eru með stillanlegum toppum..Kv GísliÓ
20.04.2006 at 00:13 #547014var þessi gaur á myndinni hér að ofan að hugsa um.
Það hefur verið eitthvað skuggalegt.
19.04.2006 at 22:58 #550088de TF3US
19.04.2006 at 22:34 #550086glassfiber loftneta er vírinn í miðjunni.
Glassfiber er ekki leiðandi og er bara til að halda þessum granna leiðara uppi.
Loftnetsstengur úr ryðríu stáli eru bandbreiðari en fiberstangir. En að það sé praktískur munur þar á, það efast ég um. Ég var bara að leiðrétta missskilning.
Það er hægt að finna dæmi um að grennri leiðarar séu bandbreiðari en sverari, en það á bara við um High Impedance loftnet.
Þau loftnet sem allir venjulegir notendur eru að kaupa og nota eru Low impedance.
Kv GíslÓ
19.04.2006 at 22:10 #550078Sem er alveg kolrangt. Loftnet eru svoldið flókinn hlutur, og er bandbreiddin meiri því lengri sem þau eru.
Ertu með öðrum orðum að segja að langbylgjuloftnet séu sem sagt bandbreiðari
en UHF loftnet.Þú veist bersýnilega ekkert hvað bandbreidd er.
Kv GísliÓ
19.04.2006 at 21:57 #550074fluttu þetta inn á litludeildarsíðuna Siggi, ef þér finnst þetta verðugt.
Kv GísliÓ
19.04.2006 at 21:29 #197804Það hefur svolítið verið rætt um talstöðvar og standbylgju (SWR) undanfarið hérna á þessum vef, og sýnist mér
að það sé ekki vanþörf á að setja saman smá fróðleik um þetta, þar sem margir virðast halda að allt standi eða
falli með standbylgjunni.Hvað er þá þessi standbylgja. Í stuttu máli sagt, þá er það hlutfallið milli útsendrar orku frá sendi og þess sem
endurkastast til baka frá loftneti til sendis. Þetta endurkast verður vegna þess að sendirinn, sem er gerður til að
sjá 50 Ohm álag, er að sjá eitthvað annað en 50 Ohm, oftast vegna þess að loftnetið er ekki af réttri lengd fyrir þá
tíðni sem við viljum nota. Það skal tekið fram að það er mjög erfitt að ná Standbylgju 1:1 og eiginlega engin ástæða
til að reyna það. En hámarks afl flutningur verður þegar sendir (50 Ohm) sér 50 Ohm álag, þ.e. bæði í kapli og loftneti.SWR 1:1 gefur 100% flutning afls frá talstöð til loftnets.
SWR 2:1 gefur 89% flutning afls frá talstöð til loftnets.
SWR 3:1 gefur 75.1% flutning afls frá talstöð til loftnets.
SWR 4:1 gefur 64% flutning afls frá talstöð til loftnets.Þegar menn eru að bera saman sendiorku mismunandi stöðva, er gott að hafa í huga að lágmarks aflaukning sem
er heyranleg, er tvöföldun. Sem sagt, það er engin leið að greina á milli stöðva sem senda út 25w eða 45w.
Það er fyrst hægt að greina mun þegar sú aflmeiri er með tvöfalda orku á við hina.Á þessu sést að það hefst lítið uppúr því að vera að reyna að lækka SWR, meðan hún er ekki hærri en 2.5:1.
Það sem mestu máli skiptir er að
1. kapallinn sé í lagi, þ.e. að ekki hafi komist vatn eða raki í hann og tenglar séu í lagi.
2. Jarðsamband loftnets við bretti, eða bílþak sé í lagi.Varðandi bandbreidd loftneta, er held ég, nokkuð ljóst að því sverari sem leiðandi hluti loftnetsins er, því bandbreiðara
er loftnetið.Þessi pistill er bara hugsaður sem smákynning á SWR og stiklað mjög á stóru, en vonandi að einhverjir hafi gagn af þessu.
Kv GísliÓ
06.04.2006 at 10:44 #548420Midland Alan 78 stöðvarnar eru með bæði Am og Fm mótun. Eins og þú sérð á þessum link.
http://www.rigpix.com/cbfreeband/midlandalan_78plus.htm
Er Am modulatorinn bilaður ?
Gísli
24.03.2006 at 19:26 #546610ekki örugglega með brúsann góða, svo við getum skoðað hvernig á að koma olíu á tankinn, án þess að drekka helminginn sjálfur.
Við verðum mætt kl 09 á Select.
Gísli
19.03.2006 at 20:03 #546882Jæja, ég bara fór út með slípirokk og slaghamar og hætti ekki fyr en dekkin hættu að narta í innri brettin.
Búinn að fara í bíltúr, kemur bara flott út.
-
AuthorReplies