Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.08.2009 at 21:46 #654776
Takk fyrir svarið Ágúst.
Ég keypti nýjan mælir í N1 og skipti um mælirinn og mótstöðuna.
Nú er allt í toppmálum og ekkert hitnar……
Sennilega var mótstaðan kominn á tíma…
Ég vil þakka fyrir öll svör.
Kv Gísli Árni
20.08.2009 at 23:11 #654770Takk fyrir svörin….
Eru einhverjir sem hreinsa svona kæla eða á ég að kaupa nýjan ?
Ef þið mælið með nýjum kælir veit einhver hér hver er að smíða svona……?
Er ekki málið að stækka þennan kælir þegar það er á annaðborð verið að skipta um þetta ?
Hvernig get ég sannreynt að kælirinn sé stíflaður ?
Kv Gísli
20.08.2009 at 21:37 #205925Góða kvöldið.
Ég er með 44″ Landcruiser 80 sem er sjálfskiptur.
Það er aukahitamælir fyrir sjálfskiptinguna.
Þannig er mál með vexti að í síðustu viku var ég í veiði og var að aka bílnum í lágadrifinu á fólksbílafærum malavegi.
Þegar við vorum að aka á þessum slóða byrjaði sjálfskiptihitamælirinn að stíga og fór hægt og rólega upp í gullt. Ég athugaði strax með olíumagn á sjálfskitpingunni og var það allt í topp lagi.
Síðan ókum við bílnum að norðan til Reykjavíkur og á 90 km hraða hitnaði þetta ekkert nema undir álagi.
Síðan aftur þegar við vorum komnir til RVK og vorum að snattast heim í umferð byrjaði hún að hitna aftur og í þetta skiptið nánast í rautt á aukamælinum.
Bílinn skiptir sér með öllu eðlilega.
Þess ber að geta automatic oil temp ljósið í mælaborðinu kviknaði aldrei á þessari keyrslu.
Er eitthver hér sem hefur lent í sviðuðu ?
Mótstaðan fyrir hitamælinn er á slöngunni að sjálfskiptikælinum.
Eitt sem okkur datt í hug var mótstaðan væri biluð eða jafnvel aukahitamælirinn.
Ég athugaði aftur með olíuna þegar ég kom í bæinn og var hún alveg eðlileg (rauð og falleg)
Er eitthvað sem ykkur dettur í hug að geti verið að ?
Núna er tækifæri fyrir alla Toyota snillinga að láta ljós sitt skína…..
Kv Gísli
29.04.2009 at 16:39 #204324Ég bjó til svona group á facebook.
Endilega að vera með hvort sem þið eigið eða langar í LC80.
Kv Gísli
06.03.2009 at 22:27 #642572Verð á ferðinni þarna uppúr hádegi verð í sambandi við þig ég verð á rás 45.
Er á 44" 80 cruiser ….
06.03.2009 at 16:15 #203980Er einhver sem getur sagt mér færð upp á Langjökul frá Húsafelli ?
Er að hugsa um að skreppa þangað á morgun í smá bíltúr.
Kv Gísli
26.02.2009 at 14:12 #641994Heyrðu ég var að láta lengja hjá mér stöngina í mínum Landcruiser 80.
Talaðu við þá í stál og stönsum (Fjallabílar) þeir redduðu þessu á sólarhring og á mjög sanngjörnu verði.
Kv Gísli Árni
21.02.2009 at 16:13 #203880Sælir
Ég er með LC 80 44″breyttan.
Bílinn var farinn að vera eitthvað leiðinlegur í stýri og við nánari athugun sá ég að stýrisstöngin frá stýrismaskínu og í stýrið er boginn. Ég fór til Jamils og fékk lánaða hjá honum stöng sem reyndist líka vera bogin.
Er þetta eitthvað vesen í þessum bílum ?
Hafa menn keypt þetta nýtt í toyota eða er einhver hér á landi sem hefur smíðað þessar stangir? eru þær þá eitthvað sterkari en orginal ?
Kv Gísli
19.01.2009 at 12:05 #203593Góðan daginn
Er að vandræðast með staðsetningu á drullutjakk , álkarli og skóflu á bílnum hjá mér.
Vil helst ekki láta þetta á gangbrettin eða á toppgrindarbogana.
Ég sá 44″ LC 80 um dagin sem búið var að smíða á festingu fyrir þetta en sú festing var á vinstra afurhorni og kom þetta mjög vel út þar.
Ef einhver getur látið inn myndir eða teikningar af þessu væri það frábært. Einnig ef einhver er með aðrar sniðugar tilögur af frágangi á svona þá endilega deila því með mér.
Takk fyrir
Gísli Árni
16.07.2008 at 16:11 #626106Já eins og mér fannst hann stór þegar ég keypti hann þá er hann frekar lítill á milli þessara stóru trukka….
Kveðja Gísli
16.07.2008 at 12:29 #626096Þessi mælir er digital þannig að það sjást engin efri mörk…
Kveðja Gísli
16.07.2008 at 01:28 #202671Jæja þá er maður loksins kominn á almennilegan jeppa.
Þetta er fyrsti 44″ jeppinn sem ég eignast og vonast til að geta ferðast eitthvað með í vetur.
Ég var að velta fyrir mér varðandi afgashitamælirinn sem settur var í bílinn !
Þetta er kannski algjör aulaspurning en hvaða hitastig er of mikið á afgasinu ?
Ætla að reyna að setja inn mynd af bílnum en sjáum hvort það tekst.
Kveðja Gísli
11.06.2008 at 20:45 #624366Talaði við Snorra veiðivörð fyrr í dag og hann sagðist ætla að opna á laugardaginn sunnanmeginn.
Vona að þetta hjálpi eitthvað en ef þér vantar einhverjar upplýsingar þá er best að hringja í Snorra.
Kveðja Gísli
23.04.2008 at 14:54 #621126Þeir þyrftu að geta látið þetta bitna á alþingismönnum og olíufélögunum en ekki á almennum borgurum
15.04.2008 at 02:38 #620136Spurning um að hafa einhverja minna breytta patrola…. Þessir sem eru á listanum eru allir ofurbreyttir á 46" eða 49"
Spurning með þennan er með öllu og meira til, á mjög nákvæman breytingalista og góðar myndir.
Sjá mynd
[img:2g19sd0h]http://photos-h.ak.facebook.com/photos-ak-sf2p/v237/1/86/1150759660/n1150759660_31263_1544.jpg[/img:2g19sd0h]
-
AuthorReplies