Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.09.2014 at 12:36 #771816
Sælir. Lítið gerst hjá mér uppá síðkastið vegna vinnu og svo veikinda. Hef ekkert komist í jeppann minn né skipulagðar vinnuferðir. En stendur nú til að bæta úr því. Ég varð fyrir því óhappi að patti gamli skaut þriðja trissuhjólinu af sér og skemmdi sveifarásin talsvert við það. Þannig að mótorinn skal úr og annar í vonandi fyrir jól. Er voðalega spakur í þessu og hef jafnvel verið að velta því fyrir mér að hafa hann bara í skúrnum í vetur og dunda í honum eitthvað meira en bara mótor skipti. Eins og er þá fer annar 2.8 bigblock mótor í hann. Enda ótrúlega seigir mótorar. En ef að einhver fréttir af cummins 12V þá er ég opinn fyrir svoleiðis vitleysu líka. Ég verlsaði mér varahlutabíl í sumar og vonast til þess að fá hann sendan til mín núna í okt. Mótorinn í honum er ógangfær en ég hef grun um hvað það er sem veldur því. Þannig að vonandi kemst hann í gang og fer þá yfir í Trölla.
11.08.2014 at 15:08 #770405Ég skal reyna það. Annars hef ég ekkert gert neitt annað en það sem að ég skirfaði. Jú heyrðu, Ég græjaði drullu sokka aftan á frúar pattann og verslaði mér svo einn patrol í viðbót. Annars hef ég ekkert verið heima í heilan mánuð þannig að ekkert hefur gerst í sumar fríinu
02.07.2014 at 20:44 #769818Þá fer maður nú bara á 38″ pattanum. Ef tími gefst til að skoða þetta í sumar.
19.06.2014 at 18:54 #769532Sælt veri fólkið. Mér datt í hug að setja inn smá póst um hvað menn og konur séu að bralla í jeppunum. Eru trukkarnir klárir fyrir veturinn? eða hafa félagsmenn einhver plön um eitthvað sem á að græja fyrir næstu verktíð? Þar sem ða lítið hefur gerst hérna inni á austurlands deilda spjallinu datt mér í hug að pósta þessu inn og blása smá lífi í deildaspjallið. Sjáfur er ég búinn að vera slást við bilað olíuverk og verður Trölli bara kraft minni með hverjum deginum sem líður. En það stendur nú til að fara að gera eitthvað í því. Um leið og félaginn drattast til að slíta verkið af auka vélinni sinni.. Svo er maður í leit af suðu svo að maður geti nú farið að færa hásingar og koma þessu á 44″ eða 46″ jepplinga dekk…Annars tók ég frúar pattann í gegn um daginn og skipti um diska, klossa og gerði upp bremsudælurnar að framan. Næst verða aftur bremsurnar teknar í gegn…
13.06.2014 at 12:17 #769435Það væri gaman að fá kort af þessu eða jafnvel track. Ætli sé hægt að skrölta yfir þessar hvíslar með fellihýsi og 33″ patta??
16.04.2014 at 18:36 #457013Það gæti nú verið gaman að vera í koddaslag.
25.01.2014 at 20:40 #445085Ég og nágranninn erum búnir að gera upp aftur bremsudælurnar í pattanum og ég skipti um olíu og síu á vélinni áðan. Þannig að nú er það bara að fara græja hinar felgurnar og þá er maður klár.
20.01.2014 at 02:22 #444406Ég verð að segja að ég kunni nú nokkuð vel við gamla vefinn. Hann var nokkuð einfaldur. Þó að hann hafi ekki verið gallalaus. Enda er ekki til sá hlutur sem er fullkominn. En ég er als ekki að fíla nýja vefinn og fynst hann vera hrikalega hægvirkur. Mér fynst hann vera orðinn altof flókinn. t.d þegar að ég fer í fréttir og tilkynningar þá koma bara þræðirnir upp á forsíuni og ekkert annað. Það hljóta nú að vera fleiri tilkynningar og ég finn ekkert alveg sama hvað ég leita. En ég hef fulla trú að þið sem stjórnið þessu eigið eftir að laga þetta og gera vefinn kanski aðeins einfaldari Svo er altaf erfitt að venjast breytingum.
20.01.2014 at 02:14 #444405Ég væri til í hópkaup á digital loftmælum. Helst mælum sem sýna 0.1 í nákvæmni. Er einmitt að hugsa þetta í sambandi við úrhleypibúnað. Var svo ekki kaupfélag f4x4 með fullt af mælum sem að var hægt að redda mönnum. Ég hef ekki fengið póst í laaaaangan tíma. Hvern tala ég við í kaupfélaginu? Sennilega þarf ég kanski að gefa upp mailið mitt. þar sem að ég skipti um mail fyrir langa löngu.
19.01.2014 at 14:16 #444381Nú er það ekki? Ég hef þá eitthvað misskilið þetta. Ég kem þá felgulaus
15.01.2014 at 23:37 #444219Það gæti hugsast að ég komi líka. Ef ég drullast einhverntíma til að klára hinar felgurnar mínar.
02.01.2014 at 13:19 #443034Það væri kanski réttast að …. kellinguna bara undir ….. ….. Eða það er kanski brot á umhverfislögum. Er ekki annars bannað að urða spilli efni??
Kveðja Gísli Jeppa-frekju-skúrkur U-246 Og gleðilegt ár kæru skúrkarRitskoðað SBS. Gætið hófs í orðavali.
31.12.2013 at 02:22 #442983Eru menn alveg að tapa sér yfir skítnum 500kr? Það kostar helling að reka svona skála eins og hefur komið fram. Og hvað með það þó svo að nóttin kosti kanski 10þús fyrir suma. Eru þá ekki þessir sömu aðilar að borga 10þús fyrir að fara með fjölskylduna í bíó?? Og bíó myndin endist nú eitthvað styttra en dagur í setrinu. Held að menn ættu að hætta að væla yfir þessum gjöldum og vera ánægðir að hafa góðan skála til að gista í. Munið að við getum ekki verðlagt góðar stundir með góðum vinum eða fjölskylduni Gleðilega hátíð kæru félagsmenn og konur
27.12.2013 at 16:44 #442488Sælir félagar. Við erum 3 sem ætlum að skreppa uppá Eskifjarðaheiði á Sunnudaginn 29. des Við erum á 38″ 44″ og 46″ bíl. Það væri gaman að fá fleiri með. Við stefnum á að hittast heima hjá mér um 09:00 og leggja svo í hann fljótlega uppúr 09:00 Eftir ferðina var svo pælingin að hittast aftur heima hjá og kanski fá okkur kaffi sopa. Vonandi láta fleiri sjá sig. Það er um að gera að hita jeppana aðeins upp fyrir þrettándu ferðina
27.12.2013 at 16:36 #442487Þórir þú hendir bara einu drifi í hásignuna og notar hana eina ferð í viðbót
16.11.2013 at 23:00 #438674Leiðinlegt að hafa ekki komist með ykkur í dag. En vonandi kemst ég nú með í næstu vinnuferð.
10.08.2013 at 22:17 #766783Sæll. Ég er með 2 patrola. Báðir 94 en annar þeirra er með 96 vél. Sá er ekin 222þús að mig minnir og heldur um 2.5kg heitur og rúm 4kg kaldur. Svo er hinn ekin 321þús og heldur uppundir 4kg heitur og 6kg kaldur. Báðir bílarnir miðast við 2500sn heitir.
14.07.2013 at 22:31 #765827Þessir lokar fást í landvélum á góðu verði. Þú kaupir einn sem er normaly open og annan sem er normaly closed. Svo þegar að þú hleypir straum inná lokana. lokast normaly open lokin og hinn opnast og læsir þá læsinguni hjá þér. Svo þegar að þú rífur strauminn lokast normaly closed lokin og hinn opnar fyrir. Sára einfalt og klikkar ekki. Ég er með svona í báðum Y60 bílunum mínum. Þetta svín virkar og kostar kanski 7-8þús. á lokunum eru svo 3 pinnar. 2 hlið við hlið og einn neðst. Þeir mynda svona U Þú tengir plús og mínus inná þessa tvo sem eru hlið við hlið og gerir ekkert við þennan sem er neðst. Ég get sent þér mynd af þessu ef að þú vilt. Sendu mér þá bara mail á gislig(hjá)hive.is og ég sendi þér mynd af þessu.
08.06.2013 at 21:18 #766377Getur prufað Heavy duty gorma úr 98bíl Y61 boddý. Mér var sagt að það væri mjög góð og flott blanda með LC 80 fram gormunum.
08.06.2013 at 21:14 #765945Frábært. Virðum öll þessar lokanir
-
AuthorReplies