Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.12.2008 at 00:32 #634388
ef þessi er til í að senda til ísland held ég að þá sé bara málið að skella sér á eitt eintak af teikningum frá þessum [url=http://www.northerntool.com/webapp/wcs/stores/servlet/product_6970_200331183_200331183:216c9jw7][b:216c9jw7]Bíladolly[/b:216c9jw7][/url:216c9jw7]
09.12.2008 at 22:37 #203342Hefur e-h smíðað svoleiðis hér á landi og vill deila teikningum. eða vill leyfa mér að taka mál. nenni ekki að finna upp hjólið þó svo að það sé örugglega ekkert mál.
01.12.2008 at 20:15 #633262jæja það er kominn nýr sogþrýstingsskynjari og enn batnar bíllinn ekki. hvaða fleiri skynjarar geta orsakað kraftleysi
01.12.2008 at 11:54 #633260Jæja það er kominn ný skynjari í og bíllinn kemst á snúning og allt það en er samt of máttlaus enþá.
það er bara svona jafn kraftur í honum. maður finnur t.d. aldrei túrbóið koma inn. og ótrúlegt en satt er eins og vélin sé töluvert hressari þegar ég er á kúblingunni. alltaf þegar ég stoppa á ljósi og er í kúblingunni þá er eins og hann sé kominn með eplilegt afl og svo þegar ég tek af stað vantar allt tog2 sem mér dettur í hug.
1)Sogþrýstingsskynjarinn. hann sé bilaður og skynji ekki túrbóblásturinn2) að það sé e-h skynjari við kúblingu sem er ekki að virka rétt.
finnst bara skrítið að bíllinn er nýbúinn í lesningu og þeir mátu alla skynjara í lagi nema þennan sem ég var að skipta um. en það er greinilega ekki þannig
27.11.2008 at 20:24 #633686ég keyri alltaf í 22-25 pundum innanbæjar á mínum 38" bílum þegar ég á svoleiðis. annars étur bara malbikið upp kantana. (fer samt eftir þyngd)
bílarnir eru líka sparneytnari með meira í dekkjunum (samt ekki dæla 50 pundum til að fá bílinn í 5 á hundraðið
27.11.2008 at 19:15 #633256skal gera það. en svona til umhugsunar þá sótti ég bílinn í gær uppí Ingvar H og var að drattast heim á innan 2500 sn og sá að hitamælirinn reis ekkert og ákvað þá að stoppa á miklubrautinni og tékka á tengjunum og sá að þeir höfðu gleymt að báða kælivatnsskynjarana og ég plöggaði þeim inn. viti menn bíllinn bara eldhresstist við og keyrir á 80% afli ca og dettur ekkert inn og út krafturinn. allavega hægt að keyrann og notann þó að það sé ekki full power en það er greinilegt að þessi skynjari er merkilegur. Fæ nýjann á morgun (föstud. 28 nóv) og bind miklar vonir að hann sé lausnin og ég fái 100% afl. læt ykkur vita sem eru að fylgjast með hvernig fer.
25.11.2008 at 21:27 #633252bíllinn er búinn í lesningu og eini skynjarinn sem er e-h að er vatnshitaskynjarinn fyrir tölvuna. var samt að skipta um kælivatnshitaskynjarann fyrir mælinn í mælaborðinu. greinilega sitthvor skynjarinn. en þeir fullyrða að hann sé vandamálið. ef tölvan skynjar hann ekki þá fær hann ekki olíu.
24.11.2008 at 18:43 #633250er búinn að tengja framhjá gírstangarskynjaranum. breittist ekkert. búinn að prufa skipta um viðnámsnemann í petalanum (ekki barki sem stjórnar inngjöf) það breitti engu. bíllinn fer upp í ingvar í lestur á morgun. Grunar samt eins og e-h sagði hér ofar að sogþrýstingsneminn á intercoolernum sé e-h að klikka
kemur í ljós hvað tölvan hjá ingvari segir
23.11.2008 at 13:36 #633244er búinn að boostmælann og hann blæs mjög vel 11-12 pund. álagslaus
22.11.2008 at 19:04 #633236nei bíllinn var ekki í gangi þegar hann fór í sjóinn. og það er einn skynjari lítill svartur sem er stungið inn í loftleiðarann fyrir framan síu. en man ekki hvað hann gerir, súrefnisskynjari eða e-h. en hann mælir ekki loftflæði held ég.
hann er með olíuverk ekki commonrail.
hann gengur flottann lausagang.
22.11.2008 at 16:02 #633230sælir. ég skipti um víralúmið eins og þas leggur sig, tölvuna og allt. kom úr eíns bíl (veltum). og með inngjöfina þá minnir mig að hún sé barkastýrð. það er einginn loftflæðiskynjari
22.11.2008 at 13:59 #203250Jæja þannig er mál með vexti að ég var að klára ganga frá Nissan Navara 2,5 2003 sen fór með trínið ofan í sjó og það flæddi inn á vélina og er búinn að láta taka heddið í gegn, nýjir knastásar ventlar, spíssar og glóðakerti og allt komið á og bíllinn kominn í gang en er svo djöfull máttlaus. kemst ekki yfir 3000 sn. bíllinn fór í sjóinn fyrir 2 árum síðan og er búinn að standa mikið. er vélin var samt skoluð út eins og bíllinn. kjallarinn á vélinni er í toppstandi opnaði allt og yfirfór. enda búið að skipta mörgum sinnum um olíu. túrbínan er nýupptekin. búinn að bústmæla hana og hún blæs 11 pund á 5000 sn álagslaus. (held að það sé eðlilegur blástur) tíminn er 100% réttur. yfirfór tímann extra vel. búinn að blokka EGR ventilinn. (ef að hann stæði kannski fastur).
svo þegar ég er að keyrann þá dettur krafturinn inn og út. er kannski með olíugjöfina í botni og sn læðist rólega upp í 3000 sn og heldst þar í smá tíma og svo allt ó einu er eins og það losni um stíflu og snúningur ríkur upp og kemst bíllinn á botn sn. nokkuð hress en ekki 100% (ca:70% afl myndi ég skjóta á) er bíllinn er að skila kannski 10% afli kaldur og þegar sn fer ekki yfir 3000 sn.
Er búinn að skipta eldsneytinu út og hreinsa allar lagnir og skipta 2svar um eldsneytissíu. ekkert breittist við nýtt eldsneyti.
búinn að tékka á síubollanum við olíuverk. enginn bolli þar.
og þá spyr ég hvað fleira get ég prufað áður en ég ríf olíuverkið úr honum.finnst þetta lýsa sér eins og olíusvellt eða e-h. Bíllinn reykir ekkert, ekki einu sinni kaldur
HJÁLP HJÁLP
19.11.2008 at 23:54 #203233Sælir Drengir. Ég er að glíma við bilun í hlauparanum mínum sem lýsir sér svo að í lausagangi þá gengur bíllinn eðlilega en við inngjöf þá byrjar hann að banka og kafreykja díselreyk á snúningsbilinu 1500-2000 Rpm það er eins og hann sé að fá allt of mikla olíu á þessu bili. Hann hefur fullan kraft á botngjöf en verð var við smá hik og bank í akstri á þessu snúningssviði. Mótorinn virðist vera réttur á tíma samkvæmt merkjum og er allur hin besti að öðru leyti enda ekki keyrður nema rúm 40 þús frá allsherjarupptekt. Það er búið að setja við mótorinn intercooler. Er kannski búið að skrúfa olíuverkið svona mikið upp í honum að hann er að pumpa of mikilli olíu miðað við loftmagnið eða er einhver sensor þarna sem gæti verið sökudólgur.
Hvað segja reynsluboltarnir. Kannast enginn við svona bilunKv einn orðinn pirraður
04.09.2008 at 16:16 #628766Hann er fínn kallinn. og ódýr. hef farið með allt mitt þangað
22.07.2008 at 01:44 #626228sæll indjánin. ég virðist ekki ætla finna bínu og greinar úr 2.3 ford á ebay en er þetta ekki í áttina hjá mér sem ég þyrfti að kaupa?
hvað segiði snillingar
[url=http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&ssPageName=STRK:MEWAX:IT&item=300242059596:1tczikl6][b:1tczikl6]turbó blöndungsinntak[/b:1tczikl6][/url:1tczikl6]
[url=http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&ssPageName=STRK:MEWAX:IT&item=120285302504:1tczikl6][b:1tczikl6]hálf bína[/b:1tczikl6][/url:1tczikl6]
er ekki e-h hér á íslandi sem lumar bara á þessu?
2.3 ford turbo.
það stendur alls staðar á ebay að þetta sé allt sami skíturinn á þessum bílum. mustang, thunderbird. bronco og endalaust hægt að telja upp
22.07.2008 at 01:05 #626226sæll "jeppesen" áttu e-h mynd af honum í þinni eigu?. og já hann er enn á þessari kerru. vorum í vandræðum með startarann en keyptun nýjann úr bronco. hældrifsvandamálið er enn. fyrri eigandi sagði reyndar að það væri nýbúið að taka upp hældrifið. en það er ekki að sjá. allavega míglekur enn sjór inná það. og þetta með túrbínuna var það fyrsta sem mér datt í hug að gera en er ekki viss um að einungis bína skili nóg. í rauninni erum við ekkert ósáttir við ferðina sem hann endar á en hann er bara allt of lengi upp á planið. spurnig hvort bínan reddar því.
og villi já ugginn er kominn á og segjast strákarnir hafa fundið smá mun á tíma sem hann tók í að komast uppá plan. en samt sem áður er hann alltof lengi að þessu greyjið.
höfum mest náð honum í 33 mílur minnir mig en ég veit ekki hversu mikið er að marka þennan mælir sem er í honum
19.07.2008 at 13:16 #202690Jæja þá er komið að því að okkur félugunum finnst báturinn okkar of kraftlaus. þetta er IMP180 og er bandarískur. vélasettið í honum heitir OMC marine e-h. en þetta er basicly bara FORD vél. ventlalokið er merkt ford og við keyptum startar í hann beint úr bronco. nú spyr ég. veit einhver hvernig vél þetta er og er e-h sérstök ford vél sem myndi passa betur en önnur. planið er að reyna finna 6-8 cyl vél sem skilar að lágmarki 250 hö. og hellst ekki vél sem flokkast sem „mikill“ hákur á bensínið.
vélin sem er í bátnum er 2,4 4 cyl línu og skilar 134 hö.
Aðal vandamálið er að fá vélina tilvonandi til að passa við hældrifið.Hvað finnst ykkur með hverju mæliði
26.03.2008 at 15:58 #202186Hverjir plasta brettakannta fyrir utan brettakannta.is
Hvað er síminn hjá alltplast
Hverjir fleiri
29.02.2008 at 10:50 #615586mæli bara með fini. Frændi minn keypti dælu á 18 þú í n1 og hún dugði ekki í 4 dekk einu sinni. lentum í þvílíku veseni því hún bræddi úr sér uppá fjalli og við þurftum að dóla á 30 km hraða í marga klukkutíma til komast í loft. er núna búinn að eiga fini í 2 ár og hún klikkar aldrei og er örugglega öflugasta og áraðanlegasta rafmagnsdælan sem u kemst í. hún er vel þess virði þó hún kosti meira en hinar
25.02.2008 at 15:12 #615288á föstudaginn lentum við í þvílíkum krapa og viðbjóði. alltaf bílar að pompa niður sem tók stundum 2-3 tíma að ná upp en á laugardegi fór helmingurinn af hópnum til baka og hinn helmingurinn upp í grímsvötn, en helmingurinn sem fór til baka frá jökulheimum lenti bara í leiðinda veðri en engum krapapyttum skillst mér (menn vissu líka betur þá hvað bar að forðast) en svo á sunnudag þegar ég fór með seinni hópnum þá var búið að frysta mjög vel og ekki til krapi og gekk mjög vel voru meira segja 2 af 4 bílum bilaðir, annar í spotta og hinn með ekkert vélarafl (þessi með vélaraflleysið þurfti spotta upp erfiðustu brekkurnar) en það var orðið gott færi og ekki mikið um svona alveg vonlaust púður eins og á föstudeginum. þannig að ef að það er frost í kortunum þá ætti færið bara að vera mjög gott
-
AuthorReplies