You are here: Home / Guðjón Engilbertsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Tel nauðsinlegt að komið verði á einni landkrabba rás sem 112 hlustar á og sömuleðis að þeir hlusti á eina SSB rás, sérstaklega nú þegar NMT er að detta út, því þeir sem hafa notað svoleiðis tæki vita hvílík galdratæki þetta eru + nú eru SSB stöðvar fáanlegar í sömu stærð og VHF + dótastuðullinn hækkar um mörg prósent með því að rúnta um með fullvaxið SSB loftnet
Kveðja GGE
Í för eyjamanna upp Gljúfurleitin í Setur voru tveir óbreyttir patrol á skurðarskífonum og gekk bara fínt.
Frábær ferð og góðir ferðafélagar og einstakur leiðsögumaður
Kveðja GGE
Er búin að fóðra Trooperinn á Propan með bullidog gas innsprautun í 5 ár, og þetta bara virkar, þarf samt að gæta hófs í magninu á gasinu, því kúpplingin er ekki að höndla allt þetta tork sem kemur inn á 2000 rpm.
Það er einfalt að útbúa svona kitt sjálfur með stillanlegum gas þrýstistilli, segulloka og búst nema.
Gas kveðjur GGE
Er búin að vera með 12 mm ofurtóg í mínum bíl til fjölda ára og hlæja margir þegar maður réttir þeim spottan, en brosið þurkast af þeim þegar maður tekur í, og hafa nokkrir krókarnir rétt úr sé við það átak.
Að nota ofurtóg sem öryggislínu með teygjuspottanum er án efa mjög góð leið til að afstýra slysum, sé rétt frá þessu gengið og spottanum komið fyrir í aðrar festingar en teygjuspottin er settur í.
Það sem ber þó að varast er að hafa ofutógið nógu langt því ef teygjuspottin slitnar og ofurtógið tekur í áður en bíllin stoppar er slitþolið 13 tonn án teygju og það þola fæstar festingar.
Spotta kveðjur.
Er með eitt sett af gömlum köfunnartækjum með mjóu flöskonum ef einkver vill skella þeim inn í grindina hjá sér.
Það væri gaman að taka þátt, en væri ekki hægt að hafa þetta í fjarkennslu svo maður geti verið með ?