Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.08.2006 at 10:02 #557128
Við hér á vesturlandi viljum bara minna Gund á ferðina sem hann fór á Snæfellsnes með litlu-deildinni í boði Úrsérgengisins sem hefurverið til í þónokkur ár hér á Vesturlandi og ætti hann að muna eftir ferðinni miðað við hvað hann var hrifinn í ferðalok.
Fyir hönd Úrsérgengisins (á bíl og líkama)Þröstur
Formaður.
20.06.2006 at 01:18 #554908Það er kanski rétt að ég svari smávegis hérna en ég er annar þeirra sem fóru á bátnum að sækja þessa menn, ástæðan fyrir því að við sóttum þá á bát var sú að það voru 2 menn á 38" breyttum jeppa búnir að reyna að nálgast þá bæði frá Svignaskarði og einnig frá Grenjum en töldu útilokað að komast að þeim án þess að valda skemmdum á tækjum eða landi voru td búnir að keyra 150 m. í vatni því vatnsyfirborðið var dálítið mikið hærra en venjulega, svo voru þeir hræddir um að valda skemmdum á vegi og þar sem var ekki um líf eða dauða að tefla var ákveðið að fara þessa leið að fá bát úr Borgarnesi og sækja þá svoleiðis.
Ástæðan fyrir því að ég sagði í útvarpi að það þyrfti sennilega traktorsgröfu til að ná honum var eins og okkur sýndist að það væri hætta á að skemma bílinn við að spila hann upp því ekki sást í annað afturdekkið og hin voru ansi djúft.
Það er rétt að það voru ekki miklar skemmdir eftir þá en við vorum vissir um að það myndi eitthvað skemmast við að ná honum upp og þá væri gott að hafa gröfu til að laga skemmdirnar.
Við í Björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi erum búnir að fara ansi margar björgunarferðir þarna inneftir í mýrina sem er þarna hinu megin við ánna, td. fórum við 5 ferðir í einum og sama mánuðinum fyrir 2 árum og allt er þetta útaf því að menn eru að reyna að stytta sér leið beint yfir mýrina í stað þess að keyra slóðann að vegamótunum sem eru ca. 500 m. innar.
Í fyrrasumar gerðum við okkur ferð þarna inneftir til að stika réttu leiðina og hlaða grjóti fyrir þar sem menn keyrðu útí og væntanlega í sumar fáum við skilti hjá vegagerðinni til að laga þetta enn betur.
Svo aðeins til fróðleiks í lokin þá er þetta ekki á sem þeir voru að reyna að komast yfir heldur var þetta lægð í landslaginu sem var orðin hluti af Langavatni, áin var 100 m. innar og var ca. 1 m. niður á venjulegt vað sem er þarna.
að öllu venjulegu þá er ekki hægt aðsigla upp þessa lægð því þetta er þurrt í venjulegu árferði en við sigldum nánast alveg að bílnum (ca. 50 m eftir)
Og fyrir ykkur sem þekkið til þarna þá settum við bátinn á flot við hliðina á brúnni á Beilá (sem er þarna þegar maður kemur niður í Langavatnsdal) og þaðan gátum við siglt óhikað inneftir til þeirra svo þið getið kanski aðeins áttað ykkur á aðstæðum sem voru þessa nótt.
kem með meira síðar.
Kveðja Ásgeir Sæm
ps. það skal tekið fram að þessir strákar voru búnir að lesa sig til um þessa leið en misskildu bara upplýsingarnar, þær eiga allsekki við í aðstæðum eins og voru þarna þennan dag en það er engum um að kenna við verðum bara stundum að meta aðstæður sjálf.
19.05.2005 at 00:12 #522824Víst þessi þráður er farin að snúast um hverju fólk er að safna þá get ég sagt frá því að ég er að safna fjallstindum þar sem ég hef bakað pönnukökur uppá, byrjaði þessa áráttu á Eiríksjökli fyrir 2 árum síðan og voru ferðafélagar mínir annsi hissa þegar ég dró upp pönnuna og prímusinn úr bakpokanum og byrjaði að baka pönnukökur ofan í liðið.
Síðan hafa bæst margir tindar í safnið og nýjasti toppurinn var þegar Vesturlandsdeildin fór á Vatnajökul um daginn þá var bakaðar pönnukökur í morgunmat á Grímsfjalli áður en haldið var heim, en því miður komumst við ekki á Hvannadalshnjúk en það var planið að baka þar en það bíður bara betri tíma.Ekta fjallapönnsur eru með Bláberjasultu, rjóma og súkkulaðirúsínum og er allt þetta tekið með þegar farið er á fjöll, en að sjálfsögðu er þetta ekki pakkapönsur heldur uppskriftin hennar ömmu. :0)
Kveðja
Ásgeir Sæm.
11.05.2005 at 00:53 #522472Þessi sprunga fannst á Öræfajökli vorum á leið á Hvannadalshnjúk rétt við Tjaldskarð.
Staðsetning eftir OZI Explorer :64 03 203
16 40 438stilt á wgs 84
UTM
28w 418 290 E
7104037 NLeiðréttið mig félagar ef þetta er rangt.
Annars takk fyrir frábæra ferðLand cruisergengið
02.04.2005 at 18:33 #195784Sælir snillingar!
Ég var að velta fyrir mér hvar væri best að kaupa 44″ brettakanta fyrir Toyotu lc 80, og hvað þeir kosta ca.
Það getur vel verið að það sé búið að tala um þetta áður en ég er ekki alveg búinn að læra á leitarvélina hérna og þar sem það á að fara að loka tímabundið eftir stutta stund þá sá ég að þetta væri fljótlegra.Með fyrirfram þökk.
Ásgeir
01.04.2005 at 17:44 #520238Ég talaði við þá hjá vegagerðinni á Selfossi áðann og hann sagði að það væri skilti en ekki keðja á veginum svo menn væru þarna á sínum forsendum eins og hann orðaði það.
Í framhaldi af því frétti ég svo að jöklaferðirnar sem eru þarna með starfsemi hefðu verið í allan dag með túrista á jöklinum, fluttu þá inneftir á MAN trukk svo þá ætti að vera hægt að fara þarna um á jeppa er það ekki?Ef svo fer að það verði hægt að fara þarna um, er þá ekki einhver sem á punkta sem væri hægt að styðja sig við á leið úr Þjófakrók að Skálpanesi það væri vel þegið ef einhver gæti látið mig hafa þá, netfang: geiris@vortex.is
Það skal tekið skýrt fram að við ætlum ekki að fara nema vera búnir að fá staðfestingu í fyrramálið að það verði í lagi.Með fyrirfram Þökk
Ásgeir
01.04.2005 at 15:45 #520234Þakka þér fyrir Skúli hjá ég hef eitthvað verið að spara P Við félagarnir vorum að vonast til að geta farið upp hjá Húsafelli og komið niður þarna, en það er greinilega ekki æskilegt núna samkv. þessu korti. :o(
Kveðja
Ásgeir
01.04.2005 at 00:43 #195777Sælir Félagar !
Hefur einhver ykkar fréttir af færðinni á Langjökul um Skálpanes úr byggð náttúrulega.
Það hlýtur að hafa kólnað þarna núna.
Með von um góðar fréttir.
Ásgeir
29.03.2005 at 00:35 #52003216.03.2005 at 00:47 #518550ÉG og félagi minn gengum í klúbbinn og greiddum gjaldið þann 24.feb. síðasliðinn en erum hvorgi farnir að sjá setrið eða skirteinið erum bara með kvittun frá starfsmanninum en gaman væri að fara sjá hvort tveggja þe. blaðið og skirteinið, misstum reyndar af fundinum á Akranesi núna í vikunni vorum ekki búnir að átta okkur á fundartímanum.
30.01.2004 at 00:06 #486348Smá vegis um Hummerinn. 1. þessi deild sem JÞJ vitnar í er frá Ástralíu og þeir voru að nota einhverskonar "Bílanaustvarahluti" og hefur mér sýnst á skrifum hér að menn telja orginalinn betri kosti. Í vinnunni þar sem ég vinn (RARIK) höfum við tvo slíka og það er búið að keyra hann 160.000 km við allavegana aðstæður og það sem hefur bilað er nuddaður vír við alternator og sprunga í miðstöðvar elementi en við höfum reyndar verið að keyra hann skinsamlega ekki tapað okkur í stökkvum fram af hengjum og hólum eins og Svartinaggur ríkisstjóri í USA eða ýmsir hér á landi sem hafa haft svona tæki til umráða.
Auðvitað hefur hann galla hann er þungur, okkar er 4 tonn með verkfærum en hann hefur yfirburði miðað við Econline hjá okkur þegar kemur að ófærð, Þúfum og þessháttar ójöfnum svo var verið að skrifa um úrhleypibúnað um daginn hér og þeir sem hafa ekki prufað slíkt ættu ekki að vera tjá sig um það, þetta er þvílík snilld og hlífir bílum mikið því ef komið er að skafli eða vondum vegi er einfaldlega stilt á þann þrýsting sem hentar svo þegar yfir er komið er pumpað í aftur, Plássið jújú kaninn er snillingur í að klúðra plássi en það er ekki minna pláss fyrir fætur í Hummer en Econline og er ekki oftast 4 eða færri í bíl þegar verið er að ferðast og þá er nú fínt að hafa rúmt á milli til að leggja frá sér dót, Fjöðrunin er ótrúleg við erum með ýmislegt smádót í opnum skúffum og það virðist ekki hreyfast nema þegar eitthvað mikið gengur á. Menn eru alltaf að bera hann saman við patrollur oþh. bíla en þetta er bíll í sama þyngdarflokk og Econline. Annars heyrði ég sögu af Hummernum hjá RARIK á Akureyri (hann var á 44")hann var í viðgerðarferð fyrir norða og komst ekkert meira í snjónum en Patrol og Toyota sem voru með í ferðinni en það gleymdist að nefna það að Hummerinn var með allan búnaðinn og snjósleða í kerru í eftirdragi.
Ef menn vilja vera setja hann á 44" þá er gáfulegra að fái undirvagnin af brynvörðu útgáfuna en hann er með sterkari stýrisbúnaði og ég veit ekki betur en að menn styrki bílana sína þegar þeir setja stærri blöðrur undir.
Þannig að mín tillaga er að þessi sem var að spá í að fá sér Hummer kynni sér bílinn og prófi hann sjálfur en hlusti ekki á þessa fordómafullu sem hafa jafnvel aldrey sest uppí hvað þá prófað bílinn en eru svo kanski þegar upp er staðið bara öfundsjúkir ;o)
Vona að ég hafi ekki gert neinn reiðanKveðja Á.S.
09.04.2003 at 02:46 #472248Ég held að við ættum að láta Kaldadal eiga sig í bili það var mikil aurbleyta þar um helgina samanber björgunarleiðangur björgunarsveitarmanna aðfaranótt mánudags sl. Og í rigningunni sem er búin að vera undanfarið þá held ég að lítið hafi þornað þarna uppfrá.
25.02.2003 at 00:02 #4691661000 kall á tímann/mann.
Hellings peningur?????
31.01.2003 at 17:17 #467322Ég man nú ekki betur en að ein ónefnd búð á Höfðanum hafi látið starfsmenn sína svara því að engin dekk væru til þegar menn spyrðu um dekk fyrst eftir að Dekkjalagerinn kom með dekkin sín á markað svo ætlaði búðin að eiga nóg af dekkjum þegar þessi svokölluðu ónýtu dekk væru búin, þá kæmu þeir inn aftur með dekkk á "réttu verði". Þannig að ekki er hægt að kenna lagermagni um seint lækkandi verð
21.01.2003 at 00:26 #466780Er þetta ekki bryndrekinn sem björgunarsveitinni í Öræfum var gefinn fyrir nokkrum árum til að bjarga fólki í vondum veðrum þarna fyrir austan?
06.12.2002 at 00:21 #464890Ég var nú bara að spekulera, er nokkuð hægt að endurnýta patrola????? Er þar ekki skýringin á hversvegna engin getur lifað á að selja notaða hluti úr svoleiðis bílum? Ég segi ekki meira
07.05.2002 at 00:16 #460892Ég skil ekki alveg hvaða máli það skiptir hvort að þetta séu kanar eða íslendingar þetta er alveg jafn alvarlegt hverrar þjóðar sem bílstjórarnir eru. Ég hef nú ekki orðið var við svona viðbrögð þegar íslenskir bílstjórar hafa verið að keyra Blindfullir útí laug í Landmannalaugum eða verið að festa sig í drullu útum hvippinn og hvampinn, þá er ekki talað um að fara að stela hlutum úr bílunum þá standa menn saman og reyna að hylja skömmina. Stundum kanski smá tuð í einum fréttatíma og svo búið. Ég held að það væri nær að bjóða þessum mönnum sem langar að skoða landið okkar aðstoð og kanski smá kennslu í akstri á okkar fallega landi.
06.01.2002 at 01:25 #458236Bleessaður BÞV!
Ég get því miður ekki upplýst þig um hvaða regla þetta er ég heyrði þetta eftir öðrum og hann var að tala um að það væri einhver ESB eða EES regla, (ég er nú ekkert inni í þessum skamstöfunum) en þar var verið að banna notkun á stærri dekkjum en 33" og þar sem við erum á góðri leið með að afsala okkur sjálfstæði okkar í einhverjar skamstafanir þá gilda sömu reglur þar og hér en ég sagði nú við hann að þetta hlýtur að vera kjaftæði en hann sagði að íslendingar hefðu verið og seinir að senda inn einhver mótmæli, ég trúði þessu nú ekki hjá honum en þegar að ég sá að þeir voru búnir að fresta en einu sinni markaðssetningu á AT405 þá fór ég að hugsa að kanski væri það rétt sem vinur minn var að segja mér, en ég vona að þetta sé bara eitthvert rugl, en ef það er einhver sem getur frætt okkur þá væri það mjög gott. Þangað til það gerist þá skulum við bara vona það besta því við þurfum stór dekk til að komast áfram í þessari DRULLU sem er að hrjá landan þessa dagana og líka ef það skildi nú einhvertímann koma snjór!
Kveðja!
GeiriSæm
05.01.2002 at 17:44 #458232Það skyldi þá ekki vera að þeir væru búnir að fresta þessu á markað afþví að þessir Andsk. ESB og hvað þetta kjaftæði nú heitir eru búnir að koma því í gegn að við fáum ekki að keyra á NEMA 33" dekkjum í framtíðinni, það verður þokkalegt eða hitt þó heldur. Við skulum vona að það sé nú bara einhver skelfileg mistök sem gleymdist að laga en verður kippt í liðinn sem allra fyrst. kveðja Einn sem hefur áhyggjur.
-
AuthorReplies