Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.01.2005 at 22:13 #514164
Sælir,
Stebbi: Takk, þetta hlýjaði mér um hjartarætur að heyra slík fögur orð um mig.
Já Jón minn það er nú loksins að þú lætur heyra í þér, hættur að pússa og bóna Slóðrík 2? Farinn að snúa þér að ómenningunni aftur?
Bensínkveðja, Ásgeir
21.01.2005 at 16:07 #514152Já þú ert Brattur Olís,
Eftir að hafa rænt okkur í fjölda ára með ólöglegu samráði þá býstu við að við stökkvum á fætur og eyðum ennþá meira í svona svikara! Ég get lofað þér því að ég mun leita allra leiða til að versla ekki við Ellingsen frá og með þessum degi, því ekki vissi ég að olís ætti ellingsen. Mér þætti nær lagi að þú gæfir okkur eldsneyti í staðinn fyrir þessar auglýsingar þínar hérna!
Áfram Atlantsolía!
Bensínkveðja, Ásgeir
19.01.2005 at 00:58 #513790Ég hef verslað við þá og hafa þeir reynst mér mjög vel og verðið er alveg miklu ódýrara en annarsstaðar, þeir eru t.d. með ódýrustu demparana og þeir eru ekkert drasl. Gabriel heita þeir og er í eigu McPherson minnir mig sem býr til fjöðrunarkerfi fyrir marga bíla í rallinu.
kv, Ásgeir
18.01.2005 at 16:54 #513772Sælir,
Jón til hamingju með nýja.
Þetta er víst gamli bíllinn hans Kjartans sem er allavega búinn að fara í einn flugtíma og það var fyrir ári síðan í rottuferð. Og auðvitað gat Toyan ekki látið aumingja Jón sem er kominn á þennan háa aldur í friði því það fór demparafesting! Þannig að Jón gamli tók hann bara undan!
Bensínkveðja, Ásgeir
16.01.2005 at 23:09 #513626Farðu á Löður, þar geturu farið í djúphreinsivél og þrifið þennan biðbjóð úr, kostar smáaur.
16.01.2005 at 23:03 #513638Sæll Kristján,
Þú ættir að geta notað þetta hedd, en ég myndi hringja í Kistufell eða svipaða staði sem vita meira um vélar en ég.
Svo aftur á móti hvað varðar blöndunginn þá er nauðsynlegt að hafa 4 hólfa því þá færðu aukið loftflæði og þar af leiðandi meira afl, þú getur líka nokkurn veginn stjórnað eyðslunni betur því hann opnar hólfin eftir því hvað þú ýtir fast á bensíngjöfina og að sama skapi eykur hann bensinið eftir því sem þú ýtir fastar á bensíngjöfina. Ef þú keyrir á lágum snúning þá er hann ekki með nema 2 hólf opin þá ætti eyðslan ekki að vera mikil. Hann nýtir kannski betur bensínið með 4 hólfa. Annars veit ég ekkert um þetta, bara ágiskun hjá mér. Ég myndi hringja í faglærða í staðin fyrir að hlusta svona þvælu frá fermingarstrák eins og mér.kv, Ásgeir
14.01.2005 at 16:16 #513402Farðu bara í Brimborg og fáðu teikningar af þessu dóti. Ég trúi ekki að þeir gefi þér þær ekki þótt bíllinn sé ekki keyptur hjá þeim.
kv, Ásgeir
14.01.2005 at 16:07 #513378Sælir,
Já mér líst vel á þessa hugmynd með Lúdda og Fast.
Annars væri ég til í að hafa minn til sýnis hvort sem það er fyrir utan eða innan fyrst þú vilt líka sjá bíla sem kalla má "skítmix dauðans" þarna!
Bensínkveðja, Ásgeir
10.01.2005 at 21:51 #512696…ef það verður hún Ella sem mun vera fararstjóri í þessari ferð. Ég var nú á ferð um Hellisheiðina í gær og þar sá ég hana Ellu á 44" Patrol með einhverja túrhesta í aftursætinu og hún var föst í minnsta skafli sem sést hefur á landinu.En allt í einu kemur þarna einhver furðulegur, grænn og alveg haugmáttlaus ryðhrúga á fólksbíla dekkjum miðað við bílinn hennar Ellu og keyrir hringi í kringum hana áður en Hlynur Snæland sem átti í svipuðum vandræðum nær að rétta henni spottan áður en túrhestarnir ákveða að labba heim. Ég vildi nú ekki setja inn myndir af þessu af ótta við að túristum fækki um 90% eftir að ég setti þær inn þvílíkur var skelfingarsvipurinn á aumingja fólkinu.
Bensínkveðja, Ásgeir
06.01.2005 at 02:39 #512448Túrbó ehf er reyndar á Tunguhálsi, en ég mæli með að þú farir þangað, þeir vita ALLT um þessar Patrol túrbínur, ég lét þá gera upp bínu fyrir 2 árum í Patrol fyrir mig og hún hefur haldið kjafti síðan. Fínir gæjar og ágæis verð.
kv, Ásgeir
01.01.2005 at 19:51 #195145Sælir,
Þannig er mál með vexti að olíusían eða olíupungurinn eða hvað sem þessi málmdolla heitir á vélinni er laus og það lekur meðfram henni. Ég get hvorki hert hana né losað með höndunum og ég á ekki svona græju til að herða hana. Því leita ég til ykkar um aðstoð, hvað er best að gera eða eigiði svona græju til að lána mér, þið sem eruð á höfuðborgarsvæðinu? Þá gæti ég sótt hana og skilað henni aftur umleið!
Þúsund þakkir, Ásgeir
R-3010
s: 896-8969
01.01.2005 at 19:46 #512152Sælir,
Það gæti vel verið að maður mæti á morgun, ef kona og bíll leyfa.
kv, Ásgeir
s: 896-8969
29.12.2004 at 01:05 #511818Sælir,
Mér finnst nú rétt að asíumenn fái að minnsta kosti eins dags forskot í þessu ralli svo að við á alvöru jeppunum þurfum ekki að bíða lengi eftir ykkur grjónadollunum!
Bensínkveðja, Ásgeir
10.12.2004 at 23:21 #510854Það er greinilegt hver veit eitthvað um peninga hérna á spjallinu…og það var hann Glanni…því jú þetta snýst allt um framboð og eftirspurn…þegar framboð er lítið þá hækkar verðið…og svo öfugt! Þetta lærir maður nú bara í grunnskóla strákar mínir ekki vera svona vitlausir. En jú ég er sammála auglýsingar í þann dálk sem á við…hér hrauna menn bara yfir allt sama hvað það er!
Hagfræðikveðja, Ásgeir
30.11.2004 at 00:56 #508456ég sé bara myndir sem komu inn 17.11
29.11.2004 at 01:23 #509890Svo er möguleiki að henda undir hann Dana 44…þú finnur þær útum allt og færð þær gratís!
28.11.2004 at 19:16 #509724Ég vil votta aðstandendum samúð mína
Ásgeir R-3010
20.11.2004 at 15:39 #194893Bráðvantar kerti í vw Golf ´96 1400. Ég veit að þetta er ekki jeppi, biðst velvirðingar á því. Veit einhver um einhvern sem getur reddað þessu? Það er lokar að mér sýnist alls staðar kl.13:00
kv, Geiri Gúrka
S: 896 8969
18.11.2004 at 00:38 #508872Sælir,
25.000 kall stykkið úti, hvað er þetta þá mikið með tollum og flutningi? Ef þið ætlið að leigja gám saman einhverjir er ég alveg til í að joina. Mig vantar 44" dekk á viðráðanlegu verði svo maður geti nú farið að brjóta eitthvað…loksins…á grænu dollunni!
kv, Ásgeir
12.11.2004 at 21:12 #508036Já það er alltaf verið að skjóta yfir markið hérna hægri vinstri!
Ég vill bara hjálpa formanni klúbbsins að uppfylla drauma hans um að klára helst allt stafrófið. Mér finnst þetta vera ákveðin þjónusta sem ég býð uppá fyrir samferðamenn mína. En ég veit ekki betur en að ákveðinn landlooser eins og þú átt Jónas hafi bilað meira en minn í síðustu Nýliðaferð!
Það sést nú bara á skrifum þínum Jónas að þú ert "grænn" af öfund útí fjallatrukkinn minn 😉 væri ekki sniðugt að skipta þessari niðursuðudós út fyrir alvöru fjallabíl?
kv, Ásgeir
ps. Ég var nú kallaður Geiri Gúrka fyrir mörgum árum löngu áður en að ég fékk bílinn, ég vill frekar líta á hann sem óþroskaðan tómat sem á eftir að blómstra síðar
-
AuthorReplies